Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 IÞROTTIR UNGLINGA Morgunblaðið/Rúnar Þór Þórólfur Nielsen úr Stjömunni brýst í gegn um Víkingsvörnina í leik liðanna um 3. sæti A-liða í fimmta flokki karla á Akueyri. Fjörug handknattleiksmót ÚRSLIT Helstu úrslit í íslandsmóti 5. flokks kvenna - Berrimótinu sem var í umsjá Handknatt- leiksdeildar KR. Mótið er það fyrsta í vetur og það var haldið í íþróttahúsinu við Austur- berg. A-lið Milliriðill A: ÍR-UMFA..............................9:5 UMFA-Valur...........................3:7 Valur-ÍR.............................1:3 Milliriðill B: Fram-ÍBV.............................6:6 ÍBV - Grótta.........................3:4 Grótta-Fram..........................7:4 Leikir um sæti: 1-2. ÍR - Grótta.....................6:4 3-4. Valur-ÍBV.......................8:7 5-6. UMFA - Fram....................... ■Hafdís Hinriksdóttir var valin besti leik- maður A-liða. B-lið Leikir um sæti: 1-2. Valur- FH.......................5:0 3-4. Fylkir- Stjaman.................7:5 ■Kristín Bergsdóttir úr Val var valin besti leikmaður B-liða. C-lið ÍR.....................4 3 1 0 13:8 7 FH.....................4 2 1 0 15:7 5 Víkingur...............4 12 1 7:8 4 Grótta.................4 1 2 1 15:17 4 Fjölnir................4 0 0 4 5:15 0 ■Tinna Hauksdóttir úr Gróttu var valin besti leikmaður C-liða. ÍSLANDSMÓTIÐ ífimmta flokki í handknattleik hófst um síð- ustu helgi. Leikið var í a- riðli í drengjaflokknum á Akureyri og í Reykjavík var keppt í fimmta fiokki kvenna. Mótið á Akureyri var það fyrsta í röðinni af þremur stórum mótum sem haldin verða í vetur í fimmta flokki og gefur hvert þeirra stig til Islandsmeistaratitils. Sam- ankomnir voru um 500 strákar frá átján félögum og leikið var í flokki a-, b-, og c-liða, þannig að alls kepptu 45 lið á mótinu. Handbolta- kempunum ungu var úthlutað tveimur húsum til að iðka list sína í, a-liðin spiluðu í KA-húsinu en b- og c-liðin í íþróttahöllinni. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um slíkt fyrirkomulag, þ.e. að halda svo fjölmenn mót og stór í sniðum. Ein aðalrökin gegn því hafa hingað til verið þau að tvö, jafnvel þrjú lið frá sama 'félaginu séu að spila á sama tíma og þar með hafi þjálfarinn ekki yfirsýn yfir öll liðin. Við þessum vanda sáu norðanmenn hins vegar og kom aðeins einu sinni fyrir um helgina að tvö lið frá sama félagi voru að leika í einu. En strákarnir sjálfir skemmtu sér og áhorfendum konunglega með góðum og oft á tíðum spennandi leikjum en Valsstrákarnir stóðu uppi sem sigurvegarar hjá A-liðum. Þór og KA stóðu saman að fram- kvæmd mótsins sem er hið stærsta sinnar tegundar sem fram hefur farið á Akureyri. Var ekki annað að sjá en samvinnan gengi vel. Pálmi Óskarsson, Akureyri ÍR-stúlkur sterkastar Það var ekki síður mikið um að vera í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti, íþróttahúsi Seljaskólans og í KR-heimilinu þar sem fram fór mót í fimmta flokki stúlkna. Mörg lið eru jöfn að styrkleika og búast má við jöfnu íslandsmóti í þessum aldursflokki í vetur. ÍR bar sigur úr bítum hjá A-liðum eftir úrslita- leik gegn Gróttu. Rétt er að minnast á framkvæmd- ina sem var í höndum Handknatt- leiksdeildar KR og tókst í alla staði vel eins og jafnan þegar deildinni er falin framkvæmd unglingamóta. Dómaravandamál er nær óþekkt fyrirbæri og tímaáætlanir fara ekki mikið úr skorðum. Þá er samantekt á úrslitum til fyrirmyndar. Hvað sögðu þau? Snorri S. Guðjónsson, Val Ertu búinn að æfa handbolta lengi? „Já, alveg síðan ég var sjö ára.“ - Æfið þið Valsmenn mikið? „Já, þrisvar í viku.“ - Hvernig er að taka þátt í svona móti? „Það er mjög gaman og maður lærir mikið á því.“ - Þú stefnir á að halda áfram í boltanum, ekki satt? „Jú, ég er alveg harður á því.“ Til hamingju með bikarinn Snorri Steinn! Elmar Sigþórsson, C-liði KA Hve lengi hefur þú seft hand- bolta? „í þijú ár.“ - Hvernig hefur gengið í mótinu? „Bara ágætlega, við spilum við FH um þriðja sætið.“ - Hvað æfið þið mikið? „Þ_að eru þijár æfingar í viku.“ - Áttu þér uppáhaldsleikmann? „Já, Valdimar Grímsson og Al- freð Gíslason. Snorri Steinn Guojónsson Elmar Sigþórsson Oskarsson. Torfi Brynjar Sverrisson og Eyjólfur Hannesson, Þór-B Hvaða stöður spilið þið strákar? Torfí: „Ég er vinstri hornamaður." Eyjólfur: „Ég er markvörður." - Hvemig gengur? „Frekar illa, við erum búnir að tapa öllum þremur leikjunum en ætlum að vinna Fjölni í þeim síðasta." - Ætlið þið að halda áfram að spila handbolta? „Jú, eins lengi og ég nenni,“ sagði Torfi. Kristín Þóra Hallsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir, Val „Við töpuðum í Reykjavíkurmótinu gegn ÍR eftir framlengdan leik og vorum hræddar um að sagan væri að endurtaka sig,“ sagði Matthildur Jóhannsdóttir úr 5. flokki hjá Val eftir sigur á ÍBV í leik um 3. sætið á mótinu. „Ætli baráttan og Tinna hafi ekki bjargað okkur í þessum leik,“ sagði vinkona hennar Kristín Þóra Hallsdóttir en leikur liðanna var tvíframlengdur án þess að úrslit fengust. Grípa varð til bráðabana og þá skoraði Tinna Þorsteinsdóttir sigurmark Vals. Aðspurð um það hvaða lið komi til með að beijast um íslandsmeistara- titilinn í þessum flokki sögðust þær telja að það yrðu Grótta, ÍR og að sjálfsögðu Valur. .. iSLANOÍ > BA VA7 mmi 6LANÐ tiANKt íSÍ h\l Ib \K> ;i Morgunblaðið/Kúnar Þór Lið Vals sem sigraði á KEA-mótinu í fimmta flokki drengja. Fremri röð frá vinstri: Birgir Þór Birgisson, Tómas Salmon, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur H. Gíslason og Styrmir Hansson. Aftari röð frá vinstri: Jón Halldórsson þjálfari, Kristinn Diego, Fannar Þorbjörnsson, Markús M. Michaelsson, Grétar Þorsteinsson, Davíð Höskuldsson, Ragnar Þ. Ægisson, Bjarki Einarsson, Sig- urður Þ. Morgunblaðið/Frosti Lið ÍR sem sigraði á Berri-móti KR i 5. flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Sigríður Héðinsdótt- ir, Halla María Ólafsdóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Berglind Hermannsdóttir og Áslaug Þórs- dóttir. Aftari röð frá vinstri: Hrafnhildur Skúladóttir aðst.þjálfari, Marlin Stefánsdóttir, Skúlína Jónsdóttir, Ása Tryggvadóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Helga Camilla Agnarsdóttir og Sævar Þór Ríkharðsson þjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.