Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Hörð gagnrýni Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi Yfirlýsing frá Magnúsi Scheving Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Magnúsi Scheving eróbikkennara: „Undirritaður Magnús Scheving hef sagt upp starfi mínu sem eróbik- kennari hjá World Class. Ég hef starfað þar í rúm átta ár og haft metnað fyrir mína hönd og fyrirtæk- isins að sem best yrði gert fyrir við- skiptavinina, ennfremur hef ég kom- ið fram víðsvegar í Reykjavík og úti á landi og kynnt þessa íþrótt og fyrir- tækið World Class. Þetta hef ég ein- göngu gert af áhuga en aldrei feng- ið greitt fyrir frá viðkomandi fyrir- tæki. Ég hef fylgst með þróun þess- ara mála bæði hér og erlendis og viljað sjá World Class stöðina þróast og taka á ýmsum málum á annan hátt en gert hefur verið. Þetta hefur myndað ágreining á milli min og Björns Leifssonar rekstraraðila stöðvarinnar. Ég hef aldrei skrifað undir auglýsingasamning við Bjöm Leifsson og hann veit af mínum aug- lýsingastarfssamningum við fyrir- tæki sem ég er ábyrgur gagnvart en hann gerði alvarlega atlögu að ímynd minni og mannorði nú síðast með myndbirtingu í auglýsingu í Morgunblaðinu. Af hvaða hvötum hann starfar veit ég ekki, en þetta er kornið sem fyllti mælinn og hef ég sagt starfi mínu lausu." i «1 • Morgunblaðið/Kristinn Fiskiping SVIPMYND frá Fiskiþingi sem nú stendur yfir. Fremst á myndinni má þekkja þá Guðjón A. Kristjáns- son t.h. og Sigfinn Karlsson t.v. Á bakvið þá má sjá m.a. Tryggva Gunnarsson, Hallgrím Jónasson, Soffanías Cecilsson og Tómas Þorvaldsson. Starfsfólki sagt upp Þeir Jónas, Bjarni og Þorsteinn ræddu allir um þær breytingar eða endurskipulagningu sem framundan er hjá Fiskifélagi íslands en öllu starfsfólki þess hefur verið sagt upp og fyrir liggur að 14 af 23 starfs- mönnum fá endurráðningu. Bjarni Kr. Grímsson segir að endurskipu- lagningin sé tilkomin vegna þess hve tekjur félagsins hafa verið skertar og hafi félagið af þeim sökum verið rekið með verulegum halla frá árinu 1991. „Uppsagnir starfsfólks eru líka liður í að gera opinbera starfs- menn að starfsmönnum á almennum markaði þar sem starfsmenn Fiskifé- lagsins hafa fengið laun sín greidd í gegnum ríkið í áratugi og þannig notið sömu kjara og opinberir starfs- menn,“ segir Bjarni. „Því eru þessar uppsagnir liður í að gera félagið í raun að sjálfstæðri einingu óháðri ríkinu sem tæki að sér verkefni fyr- ir ríkið í formi verktöku." Þorsteinn Pálsson segir að huga þurfi sérstaklega að hagsmunum starfsmanna vegna skuldbindinga sem hvíla á ríkinu í ljósi þess að félagið var um svo langan tíma hluti af stjórnsýslu ríkisins. í því skyni verði leitað heimildar í aukafjárlög- um til þess að Fiskifélagið geti stað- ið við þann biðlaunarétt sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Veikari staða Hvað varðar gagnrýni Þorsteins Pálssonar á sjávarútveginn segir hann að engum vafa sé undirorpið að sjávarútvegurinn hafi verið að veikja stöðu sína í þjóðmálaumræð- unni og að stöðug innbyrðis hags- munatogstreita hafi grafíð undan trúverðugleika greinarinnar út á við og veikt stöðu hennar í samfélaginu. Síðan segir Þorsteinn: „Sjávarútveg- urinn er einfaldlega of rnikilvægur... til þess að menn geti látið þróun af þessu tagi eiga sér stað án þess að benda á þær hættur sem hún getur haft í för með sér. Fiskifélagið er kjörinn vettvangur slíkrar umræðu." Fyrir utan ávörp og erindi fyrr- greindra manna á Fiskiþingi í gær- morgun var kosið í nefndir þingsins, mál lögð fram til fyrri umræðu og afgreidd til nefnda og síðari um- ræðu. í dag, fimmtudag, verða nefndarstörf og á morgun lýkur þinginu með síðari umræðu og af- greiðslu mála. -------» ♦ ♦------- ■ FÉLAG nýrra íslendinga heldur sinn mánaðarlega félagsfund í Gerðubergi í kvöld, fimmtudag- inn 4. nóvember, kl. 20. Gestur kvöldsins er Ómar Ragnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, sem kynnir íslenskt veður. FNÍ er félagsskapur fyrir útlendinga og velunnara. Aðal- markmið félagsins er að efla skiln- ing milli fólks af öllum þjóðernum sem býr á íslandi með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Karen Allen og Rutger Hauer í hlutverkum sínum í myndinni Glæfraförin. - Glæfraförin í Saga-Bíó SAGA-BÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Glæfraförin eða „Voy- age“ eftir leikstjórann John Mac- kenzie. í aðalhlutverkum eru Rut- ger Hauer, Eric Roberts og Karen Allen. Myndin segir frá Morgan (Hauer) og Kit Norvell (Allen) sem vilja ekk- ert frekar en að bjarga hjónabandi sínu. Þau ákveða að fara í siglingu á glæsilegri skútu um Miðjarðarhaf- ið. Áður en þau halda í ferðina fara þau á 20 ára skólaskemmtun og kynnast þar viðkunnanlegum hjónum þeim Gil (Roberts) og Ronnie Free- land (Connie Nielsen). Ákveðið er að þau komið með í siglinguna en í ljós kemur að þar er vafasamt par á ferðinni og á ferðin eftir að hafa hræðilegar afleiðingar í för með sér. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra gagnrýndi harð- lega í ávarpi sínu á Fiskiþingi það sem hann segir skort á samstöðu meðal hagsmunahópa í sjávarút- veginum. „Hagsmunatog hvers hóps um sig hefur smám saman slitið í sundur allt það sem kalla mætti samstöðu í greininni," segir Þorsteinn. „Frá mínum bæjardyr- um séð eru hagsmunasamtökin í sjávarútveginum í alltof ríkum mæli að troða hvert öðru um tær í stað þess að taka sameiginlega á heildarhagsmunum greinarinn- ar og leysa innbyrðis hagsmunaá- greining á félagslegum vettvangi líkt og gert var innan Fiskifélags- ins á árum áður.“ Fiskiþing 1993 var sett með form- legum hætti í gærmorgun. Það var Jónas Haraldsson formaður stjórnar Fiskifélags íslands sem setti þingið en að því loknu ávörpuðu Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra þingið. Erindi fluttu þeir Sighvatur Bjarnason um afkomu- og markaðs- mál, Þórður Ásgeirsson um opinbert eftirlit og Pétur Bjarnason um rann- sóknir og sjávarútveg. Hagsmimatog- hefur slitið í sundur alla samstöðu SKEMMTANIR Morgunblaðið/Kristinn Hljómsveitin Viridian Green leikur á Tveimur vinum í kvöld, fimmtudag. MTVEIR VINIR í kvöld, fimmtu- daginn 4. nóvember, verða tón- leikar með hljómsveitinni Virid- ian Green. Hljómsveitin Bloom hitar upp og hefjast tónleikarnir kl. 21.30.Á föstudags- og laug- ardagskvöldinu verður austfirð- ingaball með hljómsveitunum Súellen og Austurland að Glettingi. UHRESSÓ Hljómsveitin Lipstick Lovers verður með tónleika á Hressó í kvöld. Sveit- in hefur nýlokið við upptökur á gamla Wild Cherry slagaranum Play that Funky Music sem er væntanlegur á safnplötu frá Spori innan skamms. Hljóm- sveitina skipa þeir Ragnar Ingi, Sævar Þór, Anton Már og Bjarki Kaikumo. Tón- leikarnir hefjast um kl. 22.30. MSNIGLABANDIÐ verður með Diskó- geim á Tunglinu föstu- dagskvöld vegna vænt- anlegrar lendingar geimvera hér á landi. Laugardagion 6. nóv. leikur hljómsveitin á Hafurbirninum í Grindavík. m BLÚSBARINN Bandaríski fiðluleikar- inn Daniel Cassidy ásamt Kristjáni Guðmundssyni, píanóleikara leika í kvöld, fimmtudag. Á efn- isskránni er blús, jass o.fl. Föstudag og laugardagskvöld leika svo James Olsen og félag- ar. mHÓTEL SAGA Á laugardags- kvöldið skemmta Laddi og fé- lagar í skemmtidagskránni Er það satt sem þeir segja um landann. Eftir sýninguna leikur hljómsveitin Saga Class með söngvurunum Berglindi Björk Jónasdóttur og Reyni Guð- mundssyni. Mímisbar er opinn á föstudags- og laugardags- kvöld frá kl. 19-3. Hilmar Sverrisson leikur á hljómborð og syngur. mSTJÓRNIN Um helgina, föstu- dags- og laugardagskvöld, leik- ur Stjórnin á ísafirði. Föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin órafmögnuð á Krúsinni og á laugardagskvöldinu verður dansleikur í Sjallanum. mviNIR VORS OG BLÓMA verða með dansleik í Tunglinu laugardagskvöldið 6. nóv. frá kl. 23 til 3. Þar verður frumflutt glænýtt lag sem út kemur á geislaplötu frá Skífunni 18. nóv. nk. Hljómsveitina skipa: Þor- steinn G. Ólafsson, Siggeir Pétursson, Birgir Þórsson, Gunnar Þór Eggertsson og Njáll Þórðarson. mLANGBRÓK OG ABBADÍS- IRNAR leika föstudagskvöld á Kam-bar, Hveragerði. Á laug- ardagskvöldið verður dansleik- ur í Þotunni í Keflavík. Þetta er síðasta helgin sem föruneyt- ið heldur hópinn. UMAN HATTAN er ný hljóm- sveit sem leikur í kvöld, fimmtu- dag, á L.A. Café. Hljómsveitar- meðlimir koma úr hljómsveit- inni Kandís og víðar en þeir eru Baldur, hljómborð, George Grossman, gítar og söngur, Anna Karen Kristinsdóttir, söngur og Ásd ís Guðmunds- dóttir, söngur. mBUBBI MORTHENS heldur tónleika í veitingahúsinu Firðin- um í Hafnarfirði laugardags- kvöldið 6. nóv. kl. 21. Þetta verða síðustu sólótónleikar Bubba í bili þar sem plata hans kemur út eftir þessa helgi og verður henni fylgt eftir með nýrri hljómsveit sem kynnt veröur síðar. mPLÁHNETAN leikur á föstu- dagskvöldið í Fjölbrautaskó- lanum á Akranesi en á laugar- dagskvöld verður þeyst suður með sjó og leikið í Þotunni í Keflavík. mROKKABILLYBAND REYKJA- VÍKUR leikur í Sæluhúsinu Dal- vík föstudagskvöld og í Sjallan- um Akureyri laugardagskvöld. Þetta er í síðasta skipti sem hljómsveitin verður á Norður- landi því hún hættir störfum um miðjan desember. Hljómsveit- ina skipa: Tómas Tómasson, Guðmundur Jónsson, Björn Vilhjálmsson og Jóhann Hjör- leifsson. UGAUKUR Á STÖNG Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Kredit. ■ TODMOBILE heldur tónleika í kvöld í Hótel Valaskjálf, Egils- stöðum kl. 21.30. Föstudags- kvöld er dansleikur í Sindrabæ, Höfn. Mánudaginn 8. nóv. verða tónleikar í Menntaskól- anum Laugarvatni, þriðjud. 9. nóv. Félagsheimilinu Kópavogi og miðvikudaginn 10. nóv. verða tónleikar í Félagsbíóinu Keflavfk og hefjast þeir kl. 21. mVEITINGAHÚSIÐ 22 í kvöld heldur hljómsveitin Texas Jes- ús tónleika. Gestir hljómsveit- arinnar verða Hundurinn og ilmvatnið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. mviNIR DÓRA leika laugar- dagskvöldið í Gjánni, Selfossi. mHÓTEL ÍSLAND Föstudaginn 5. nóvember er Gleðigjafa- kvöld. Gleðigjafar kvöldsins eru söngvararnir André Bac- hmann, Ellý Vilhjálms og Mó- eiður Júníusdóttir, en undirleik annast þeir Einar Valur Schev- ing, Finnbogi Kjartansson, Þórir Baldursson og Vilhjálmur Guðjónsson. Einnig verða Módelsamtökin með tískusýn- ingu. Kynnir kvöldsins er Rósa Ingólfsdóttir. Laugardaginn 6. nóvember er húsið lokað vegna einkasamkvæmis. ■ DANSBARINN Föstudags- og laugardagskvöld leikur Hljóm- sveit Rúnars Þórs. Fimmtu- dags- og sunnudagskvöld er Opinn míkrafónn er ætlunin að hafa Kántrýkvöld milli k. 21-23. UBAROKK Föstudags- og laug- ardagskvöld leika félagarnir í J.J. Soul. Á efnisskránni er blús-, jazz- og funklög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.