Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVBMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 25 Endurskoðendur kanna viðskipti Miklagarðs við 160 aðila JlfargtiiiÞIJifrjfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fækkun seðlabankastj óra Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita heimildar Alþingis til að fresta um eitt ár ráðningu nýs seðlabankastjóra í stað Tómasar Árnasonar, sem lætur af störfum um áramótin. Nýtt frumvarp um starfsemi Seðla- bankans er nú í vinnslu og þykir ríkisstjórninni ekki ástæða til að ráða nýjan banka- stjóra fyrr en ljóst er, hvetjar breytingar verða gerðar á nú- gildandi lögum, m.a. um starfs- svið Seðlabankans og fjölda bankastjóra. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar er hárrétt. Seðlabankalögin gera nú ráð fyrir því, að ráðherra skipi bankastjóra, að fenginni tillögu bankaráðs, til sex ára ára í senn. Það er því sett í vald ráðherra að endurráða banka- stjóra svo oft, sem vilji er til þess. Ákvæði um sex ára ráðn- ingartíma var bætt í lögin, þeg- ar Davíð Ólafsson lét af störf- um og Birgir ísleifur Gunnars- son tók við 1. febrúar 1991. Sama ákvæði gildir að sjálf- sögðu um ráðningu Jóns Sig- urð^sonar sem seðlabanka- stjóra 1. júlí síðastliðinn, þegar Jóhannes Nordal lét af störfum. Aðstoðarseðlabankastjórar eru nú þrír, Björn Tryggvason, Bjarni Bragi Jónsson og Eiríkur Guðnason. Sighvatur Björgvinsson, við- skiptaráðherra, sagði þegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar var kynnt, að vel kæmi til álita að fækka seðlabankastjórum frá því sem nú er. í viðtali við Morgunblaðið sagði ráðherr- ann, að „við endurskoðun laga um Seðlabankann yrði meðal annars tekin ákvörðun um það, hvort rétt væri að fækka seðla- bankastjórum og hafa hann bara einn og síðan aðstoðar- bankastjóra eins og gert væri í nálægum löndum“. Því ber að fagna, að við- skiptaráðherra telur vel koma til greina að seðlabankastjóri verði aðeins einn í framtíðinni. Að því ber að stefna, enda hafa engin haldbær rök verið færð að því, að nauðsyn sé á fleiri bankastjórum. Þvert á móti er aðeins einn bankastjóri við stjórnvölinn í seðlabönkum helztu efnahagsvelda heims og nægir í því sambandi að benda á Þýzkaland og Bretland. Um langt skeið hefur verið á almannavitorði, að stjórn- málaflokkarnir hafa samið sín í milli um skipti á helztu banka- stjórastöðum í ríkisbönkunum, þ. á m. Seðlabankanum, flokk- arnir „eigi“ því tilkall til þeirra og fái því ráðið, hverjir setjist í stólana. Þetta hefur verið kallað „samtrygging flokk- anna“. Slíkt fyrirkomulag gengur ekki lengur. Tímarnir eru gjörbreyttir hvað þetta varðar, enda hefur frjálsræði á fjármagnsmarkaði aukizt stór- lega undanfarin ár, gjaldeyris- höft verið afnumin og vísir kominn að verðbréfaþingi. Frjálsræði er komiðyi í verzlun og viðskiptum og íslendingar orðnir aðilar að fjölþjóða við- skiptabandalögum. Um næstu áramót aukast þessi samskipti um allan helming með gildis- töku samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Pólitísk stjórnun á Seðla- bankanum, sem og öðrum bönkum og fjármálastofnun- um, á því að heyra sögunni til. Ráðning seðlabankastjóra sem annarra bankastjóra á að vera á faglegum grunni en ekki póli- tískum. Þetta þýðir að sjálf- sögðu ekki það, að stjórnmála- menn verði útilokaðir frá þess- um störfum hafr þeir til þess menntun og/eða reynslu heldur hitt, að forsendur fyrir ráðning- unni séu ekki pólitískar. Ríkisstjórnin á að nota það tækifæri, sem felst í endur- skoðun seðlabankalaganna, til að ákveða að einn bankastjóri verði við Seðlabankann. í fyrsta lagi mun það auka trú manna á yfirstjórn peningamála í land- inu, bæði heima og heiman, og í öðru lagi mun almenningur sjá, að ríkisstjórninni er full alvara í sparnaðaráformum sín- urrt. Loks má minna á, að fækk- un bankastjóra væri í samræmi við háværar kröfur, ekki sízt ýmissa stjórnmálamanna, um hagræðingu í bankakerfinu, sem talið hefur verið þjóðinni dýrt. Benda má á, að Islands- banki fækkaði bankastjórum sl. vor og þar er nú einn banka- stjóri, en aðrir æðstu yfírmenn eru framkvæmdastjórar helztu starfssviða bankans. Um langt skeið hefur Seðla- bankinn legið undir gagnrýni. Stjómmálamenn, sem hafa vilj- að slá sér upp í augum kjós- enda, hafa iðulega reynt að gera það á kostnað hans. Seðla- bankanum er nauðsyn að fá starfsfrið til að sinna þeim mik- ilvægu verkefnum, sem honum eru ætluð. Seðlabankinn á að taka ákvarðanir sínar í pen- ingamálum með tilliti til hags- muna þjóðarinnar allrar, en ekki með pólitíska hagsmuni ríkisstjórna eða flokka í huga. Alþingi þarf að hafa þetta sjálf- stæði Seðlabankans í huga, þegar frumvarpið að nýju lög- unum kemur til umijöllunar. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Bankar krefjast bættra við- skiptakjara í Seðlabankanum a Telja slíka bót vera forsendu fyrir því að raunvaxtalækkun innlánsstofnana sé möguleg ÞESS er vænst að fyrir næsta vaxtaákvörðunardag, 10. nóvem- ber, muni viðskiptabankar og lánastofnanir tilkynna um þá ákvörðun sína að raunvaxtastig verði lækkað um 2%. ÞeSsar væntingar fengust staðfestar í viðskiptabönkunum í gær. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gætir ákveðinna efasemda meðal stjórnenda viðskiptabankanna um réttmæti slíkrar ákvörð- unar, en það mun samt sem áður vera mat þeirra, að miðað við aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka til lækkunar raunvaxtastigs á ríkisbréfum, sé óverjandi annað en „kasta sér til sunds“, eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það í gær. Það mun jafnframt vera sameiginlegt mat bankanna, að áður en það geti orðið, verði Seðlabankinn að koma til móts við bankana, til þess að gera þeim kleift að ákveða slíka raunvaxtalækkun, og þá er helst horft til vaxtakjara þeirra sem Seðlabankinn greiðir bönkun- um fyrir 5% bindingu fjármuna, sem er einungis á 3,5% vöxtum. Viðskiptabankarnir telja að eðlilegt sé, að Seðlabankinn, sem hagnaðist yfir 3.000 milljónir króna á liðnu ári, taki þátt í her- kostnaði raunvaxtalækkunarinnar með afgerandi hætti og greiði til dæmis viðskiptabönkunum vexti af þessum fjármunum, sem séu í líkingu við það sem tíðkast á útlánamarkaði bankanna. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá erfiðleika sem að lána- stofnunum steðja, vegna ákvarðana um verulega raunvaxtalækkun. Að- alvandi þeirra er fólginn í því, að líkast til er um helmingur þess fjár sem bundið er á innlánsreikningum sparifjáreigenda bundinn á föstum, verðtryggðum reikningum, sem ekki verður hægt að hrófla við fyrr en um áramót. Þannig eru um 27 millj- arðar króna, bundnir á Kjörbók Landsbankans, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Því áætla innlánsstofnanir að raunvaxtalækk- un upp á tvo hundraðshluta, í næstu viku, muni jafngilda nokkrum hundruðum milljóna króna tekju- missi fyrir lánastofnanir í heild, fram til áramóta. Bankarnir eru misjafnlega í stakk búnir til þess að mæta slíkum skakkaföllum. Ekki síst þess vegna leggja bankarnir slíkt kapp á að Seðlabankinn bæti starfskjör þeirra til muna, áður en vaxtalækkun bankanna verður gerð opinber. „Ottalegt yfirklór“ Samkvæmt upplýsingum úr við- skiptabönkum er það mat bankanna að þær aðgerðir sem Seðlabanki hefur ráðist í, m.a. með rýmkun lausafjárskyldu á þann veg að sex og tólf mánaða ríkisbréf verði talin með lausu fé, sé „óttalegt yfirklór", og dugi engan veginn til. Yfirlýsing Seðlabankans frá því síðastliðinn mánudag er af viðskiptabönkum vegin og léttvæg fundin, vegna þess að bankarnir meta þær aðgerðir sem bankinn boðaði þar á þann veg, að þær hafi litla sem enga þýðingu fyrir afkomu bankanna. Seðlabank- inn hagi öllum sínum viðskiptakjör- um við viðskiptabankanna eins og mikil þensla væri hér á landi og óðaverðbólga, en ekki stöðugleiki og lágt verðbólgustig. Því hljóti það að koma í hlut Seðlabankans að rýmka svo um munar þær reglur sem bankarnir búa við og bæta kjör viðskiptabankanna í viðskiptum við Seðlabanka. Enda benda banka- menn á að reglur þær sem gilda um bindingu fjármuna og lausafjár- skyldu hafi verið settar hér á landi, þegar þenslutímar ríktu. Raunar hafi bindiskyldan verið lækkuð ný- lega í 5%, en lengst,af var hún 7%, og lausaíjárskyldan sé 12%. Sam- tals þurfi bankarnir því að binda fé með einum eða öðrum hætti hjá sér upp á 17%. Fulltrúar bankakerfisins ganga svo langt að segja að á krepputímum eins og nú ríkja, ætti Seðlabankinn að aflétta bindiskyldu bankanna með öllu, og lækka lausafjárkvaðirnar til muna. Fulltrúar banka og sparisjóða sem í fyrradag áttu fundi með Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra og Sighvati Björgvinssyni viðskipta- ráðherra munu hafa greint ráðherr- unum frá þessum viðhorfum banka- kerfisins í garð Seðlabanka og að þeir teldu mikið á skorta, að Seðla- bankinn hefði lagt sitt af mörkum, til þess að bæta starfskjör lána- stofnana. Rétt er að skýra hér lauslega með dæmum hvað felst í hugtökun- um bindiskylda og lausafjárkvöð. Viðskiptavinur leggur 100 krónur inn í banka. Þá þarf bankinn fyrst að taka 5% af þeirri upphæð, eða 5 krónur, og leggja inn á bundinn reikning í Seðlabankanum, sem Seðlabankinn greiðir svo bankanum 3,5% vexti af. Þar með hefur bindi- skyldu verið fullnægt. Til þess að fullnægja lausafjárkvöð þarf bank- inn að taka 12 krónur af þessari 100 króna innstæðu, eða 12%, og kaupa fyrir þær ákveðnar tegundir verðbréfa, ríkispappíra, eða pappíra af Seðlabankanum. Bankinn hefur síðan til ráðstöfunar til útlána 83 krónur af upphaflega hundraðkall- inum. Þensluráðstöfun Seðlabanka Bankarnir segja sem svo, að gætu þeir tekið 100 krónurnar eins og þær leggja sig, eða bara 95 krón- ur, og Iánað út með venjulegum útlánskjörum, væri hægt að draga úr vaxtamun á milli inn- og útlána svo nokkru næmi. Þessi þenslu- tímaráðstöfun Seðlabanka að binda með einum eða öðrum hætti svo mikið af ráðstöfunarfé viðskipta- bankanna hjá sér, þar sem ýmist eru greiddir lágir vextir eða engir, hafi haldið uppi vaxtamun á íslandi. Til þess að menn geri sér grein fyrir því hvers konar fjárupphæðir hér um ræðir, má nefna sem dæmi að 12% lausafjárskylda Landsbanka Islands gerir það að verkum að nú þarf bankinn að eiga í lausu fé rúma átta milljarða króna — rúmlega átta þúsund milljónir króna, sem bankinn getur ávaxtað með kaupum á ríkis- - víxlum hjá Seðlabankanum. Lands- bankinn átti í fyrradag, 2. nóvem- ber, um 1.600 milljónir króna I ríkis- víxlum, sem flestir eru til skamms tíma, 45 daga eða svo. Bindiskylda hans í Seðlabanka nemur 5%, sem í dag eru um 3.600 milljónir króna, og eru þeir fjármunir bundnir í Seðlabanka á 3,5% vöxtum. Þar til fyrir tveimur árum greiddi Seðlabankinn enga vexti til við- skiptabankanna fyrir bindiskylduna, en þá voru teknar upp 2% vaxta- greiðslur, sem síðan hækkuðu í 3,5% fyrir rúmu ári. Viðskiptabankarnir telja samt sem áður að þessir vext- ir, fyrir alla þessa skyldubindingu fjármuna, séu allt of lágir, og telja eðlilegt að Seðlabankinn greiði fyrir bindinguna sambærilega vexti og tíðkist í útlánaviðskiptum bank- anna. Þeir vísa til þess að hinir lágu vextir og áður engir, fyrir þessa miklu fjármuni, hafi getað gengið, þegar viðskiptabankarnir gátu haft mun hærri vaxtamun í annarri starf- semi sinni. Nú sé það Iiðin tíð, og því sé óveijandi með öllu að Seðla- bankinn leyfi sér að greiða enn hina lágu vexti fyrir þessa fjármuni. VUja afturvirka hækkun frá Seðlabanka Viðskiptabankarnir benda á, að uppistaðan í þriggja milljarða hagn- aði Seðlabankans á liðnu ári sé ábat- inn af viðskiptum við banka og sparisjóði og gengishagnaður. Því telja þeir eðlilegt að Seðlabankinn gefi út yfirlýsingu í þá veru, að miðað við 1. janúar sl. greiði Seðla- bankinn meðalútlánavexti banka og sparisjóða af því fé sem bundið er í Seðlabankanum. Bindingin, sem hafi jú verið hugsuð sem peninga- stjórntæki til þess að draga úr pen- ingamagni í umferð, eigi einvörð- ungu að gegna því hlutverki, en ekki að koma fram í hærri útláns- vöxtum viðskiptabanka en ella þyrftu að vera. , Þar að auki sé ljóst, að afkoma Seðlabankans á þessu ári verði ekki síður glæst en á liðnu ári og þar hafí gengisfellingin frá því í sumar ekki hvað minnst áhrif. Öðru máli gegni á hinn bóginn um banka og sparisjóði, sem hafi tapað umtals- verðum fjárhæðum á gengisfelling- unni. Því bæði geti Seðlabankinn og eigi að taka mestan þátt í því að fjármagna þær breytingar sem nú standi fyrir dyrum, enda eigi hann digra sjóði hagnaðar til þess að standa straum af slíku. Afstaða Seðlabanka ekki fullmótuð Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabanka liggur ekki fyrir hver afstaða bankans verður til óska inn- lánsstofnana. Ólíklegt er talið að Seðlabanki verði reiðubúinn til þess að afnema bindiskyldu banka með öllu, en líklegt má telja að bankinn verði reiðubúinn til þess að minnka hana svo nokkru nemi. Raunar mun það sjónarmið vera uppi innan Seðlabankans, að viðskiptabankarn- ir skjóti sér of mikið á bak við smá- atriði, þegar jafnveigamiklar að- gerðir eru annars vegar, eins og veruleg raunvaxtalækkun. í þeim efnum er bent á það úr Seðlabanka, að þótt 5% bindiskylda væri afnum- in á einu bretti drægi það ekki nema um 0,1% til 0,14% úr vaxtamun. Ekki er þar með sagt að Seðlabank- inn muni hafna öllum tilmælum við- skiptabankanna, en ljóst er að fyrir- staða verður nokkur, áður en niður- staða liggur fyrir, sem báðum aðil- um er þóknanleg. Þá hafa stjórnendur viðskipta- bankanna lýst yfir undrun sinni og vanþóknun á þeirri staðreynd, að á sama tíma og þessar geysilegu breytingar séu að eiga sér stað á fjármagnsmarkaðinum á Islandi, sem taki breytingum frá degi til dags, sé formaður bankastjórnar Seðlabanka íslands, Jón Sigurðsson, ekki á landinu og tilkynnt hafi ver- ið að hann yrði erlendis í eina viku. Stjómendur bankanna sem ég ræddi við um þessi mál kváðust telja að því færi víðsfjarri að samráð og samskipti Seðlabanka og lánastofn- ana væru með þeim hætti sem eðli- legt og ákjósanlegt væri, þegar jafn- stórfelldar breytingar á vaxtamark- aði væm á döfinni. Sögðu þeir reyndar að þegar á mánudag hefðu þeir átt von á því að stjórnendur Seðlabanka boðuðu stjórnendur við- skiptabanka til fundar, þar sem far- ið yrði yfir hvert mál í smáatriðum og reynt að ná þeirri lendingu, sem viðunandi væri fyrir alla aðila. Það sem á hinn bóginn hefði gerst, var að upp úr hádegi á mánudag barst bönkunum inn á borð fréttatilkynn- ing frá Seðlabanka um þær aðgerð- ir sem hann hafði gripið til, í því skyni að stuðla að raunvaxtalækk- un. Síðan ekki orð meir! Ekki fyrr en síðdegis í gær, að Seðlabankinn boðaði stjórnendur viðskiptabanka til fundar nú í dag, kl. 10.30. Vilja ekki ríkisbréf til 12 mánaða Fulltrúar þeirra lánastofnaná sem ég ræddi við sögðu enga tilhliðrun í því fólgna af hálfu Seðlabankans að gefa út yfírlýsingu um að 6 og 12 mánaða ríkisbréf mættu hér eft- ir teljast til lausafjár bankanna. Þeir sögðu ekkert liggja fyrir um að bankamir hefðu hug á að kaupa bréf til svo langs tíma, því að óvíst væri hvort ráðlegt væri fýrir lána- stofnanir að binda fé í slíkum bréf- um til svo langs tíma, þar sem stór hluti fjárfestingaákvarðana bank- anna væri tekinn frá degi til dags, með hliðsjón af því sem gerðist á markaðnum. Til dæmis þurfí bank- arnir að geta selt ríkisvíxla, ef lausaijárstaða banka verði tæp, og með því að binda fé í ríkisbréfum, til dæmis til heils árs, takmarki slíkt hreyfanleika bankanna að þessu leyti. Ríkissjóður á erlendan markað? Raunar er það mat flestra við- mælenda minna, að ríkissjóður eigi engra annarra kosta völ en að fara á erlendan lánamarkað til þess að afla eyðslufjár, og það verði hann að gera fyrr en síðar. Benda þeir á, að ef slík ákvörðun verði ekki tekin eigi ríkissjóður engra annarra kosta völ en að dæla ríkisbréfum í stórum stíl inn á markaðinn innan fárra vikna, sem muni á örskömmum tíma leiða til þess að raunvextir fari hækkandi á nýjan leik. Slíkt megi ekki gerast, því að það muni leiða til þess að þessar ákveðnu aðgerðir til lækkunar raunvaxtastigs verði afskaplega skammvinnar og afskrif- aðar í hugum manna sem „hálfgert plat“. Einungis með því að sækja lánsfé sitt til útlanda í auknum mæli muni ríkisstjórnin sýna að henni er full alvara með þeim að- gerðum sem hún hefur kynnt og hafið framkvæmd á. Ekki eru horfur á að viðskipta- bankarnir gefi út opinberar yfirlýs- ingar um vaxtalækkunaráform sín fyrr en um eða eftir helgina. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins munu þeir nota tímann fram að helgi til þess að reyna að ná því sem þeir nefna „ásættanleg viðskiptakjör við Seðlabankann“ og væntanlega hefjast þær tilraunir þeirra á fundi í Seðlabankanum nú fyrir hádegb Skiptastj órar telja að riftunarmál muni skipta tugnm Allar skýrslur sendar ríkissaksóknara. Skaðabótamál gegn stjórnendum fyrirtækisins til skoðunar. Gagnrýni á rekstur og framkvæmd hlutafjáraukningar. ENDURSKOÐENDUR vinna nú að rannsókn á viðskiptum Miklagarðs hf. við um 160 aðila til að gera skiptastjórum þrotabúsins kleift að taka afstöðu til þess hvaða riftunarmál eigi að höfða á vegum búsins. Samkvæmt skýrslu um málefni búsins gera skiptastjórar ráð fyrir að riftunarmálin muni skipta tugum en ákvörðun um höfðun þeirra verð- ur tekin um áramót. 1 samvinnu við lögmanna Félags stórkaupmanna er í athugun að búið eða kaupmenn í nafni þess höfði skaðabótamál gegn stjórnendum Miklagarðs hf. í skýrslu skiptastjóra kemur fram að ákveðið hafi verið að senda allar skýrslur sem unnar hafa verið um málefni þrotabúsins og skýrslur teknar af stjómendum til ríkissak- sóknara til meðferðar. Tekið er fram í skýrslu skiptastjóranna að í þeirri ákvörðun felist ekki mat á því hvort gögnin gefi tilefni til frek- ari aðgerða. Eignir þrotabús Miklagarðs em áætlaðar að því er fram kemur í skýrslunni um 255 milljónir króna og em nú taldar duga til greiðslu um 40 milljóna króna forgangskrafna og 5-10% um 1.200 milljóna króna samþykktra almennra krafna. Fjárhæð almennra krafna er að sögn skiptastjóra talin munu hækka vegna athugasemda kröfu- hafa við afstöðu skiptastjóra til lýstra krafna, sem alls námu tæplega 1.800 milljónum króna. Auk kröfuskrár lögðu skiptastjór- ar þrotabús Miklagarðs, Ástráður Haraldsson hdl. og Jóhann H. Níels- son hrl., fram á skiptafundi í gær skýrslu um vinnu sína að málefnum búsins og tvær skýrslur endurskoð- enda þrotabúsins, annars vegar um athugun á hlutafjárbreytingum í Miklagarði og hins vegar um störf endurskoðenda fýrir skiptastjóra í þrotabúi Miklagarðs. Fyrirtækinu ekki vel stjórnað í skýrslu skiptastjóranna kemur fram um aðdraganda og orsakir gjaldþrots Miklagarðs hf. að fyrir- tækinu virðist ekki hafa verið vel stjórnað, innkaupastýring hafi verið ómarkviss og ýmsir kostnaðarliðir óþarflega háir. Allt frá því að félag- ið var stofnað árið 1989 hafi það verið rekið með stórfelldu tapi. Þegar árið 1992 hafí verið orðið ljóst hvert stefndi, þar sem veltufé félagsins var neikvætt um 335 milljónir á bók- haldsárinu 1991-1992, jafnframt því sem tap af rekstrinum það tíma- bil var 395 milljónir króna. Samkvæmt áritun endurskoðenda fyrirtækisins á rekstrarreikning þess fyrir árið 1991 var vafamál hvort félagið gæti haldið áfram starfsemi. Stjórn Miklagarðs hafi því gripið til þess að auka hlutafé til að bjarga rekstrinum. Þrátt fyrir 453 milljóna hlutafjáraukningu hafi fyrirtækið verið rekið með 560 milljóna króna tapi árið 1992 og samkvæmt árs- reikningi þess árs hafi eigið fé félags- ins verið orðið neikvætt um 235 millj- ónir í árslok en var neikvætt um 593 milljónir króna þegar bráðabirgð- auppgjör fram til 10. júní 1993 var lagt fram eftir 357 milljóna króna taprekstur frá ársbyrjun. Við svo búið hafi stjórn félagsins óskað gjald- þrotaskipta. I skýrslu sinni segja skiptastjórar að eitt af hlutverkum endurskoðanda sem ráðinn hafí verið til að aðstoða við búskiptin hafi verið að skoða við- skipti hins gjaldþrota félags við ein- staka viðskiptamenn og lánar- drottna. Ákveðið hafí verið að skoða sérstaklega viðskipti allra skyldra aðila, þ.e. samvinnufyrirtækja eða hlutafélaga sem hafi verið eða séu í eigu samvinnuhreyfingarinnar. Einnig hafi verið könnuð öll við- skipti sem ábendingar hafí borist um að væri óeðlileg og viðskipti þar sem greitt hafði verið fyrir vörur með skuldajöfnuði á mánuðunum fyrir gjaldþrot. Loks höfðu viðskipti við þá verið könnuð sem höfðu breytta stöðu gagnvart félaginu sem nam kr. 400.000 eða meira frá því í des- ember síðastliðnum, hvort heldur til hækkunar eða lækkunar. Ölgerðinni og Sól greitt með sykri í skýrslu endurskoðendanna kem- ur fram að þessi athugun nái til 160 aðila og verkið sé langt komið en því sé ekki lokið. Sérstök skýrsla verði gerð um öll þau fyrirtæki þar sem eitthvað fínnist athugunarvert. Skiptastjórar þrotabúsins sögðu í samtali við Morgunblaðið að niður- stöður þessarar rannsóknar yrðu gerðar opinberar þegar að því kæmi og vildu ekki ræða málið efnislega að svo stöddu. Þeir vildu þvi ekki tjá sig um það, sem Morgunblaðið hefur upplýsingar um, að skömmu fyrir gjaldþrotið hafí Mikligarður greitt Olgerð Egils Skallagrímssonar og Sól hf. skuldir með sykri og að þar sé að finna tvö af fleiri dæmum um ráðstafanir sem höfðað verði riftun- armál vegna. Almennt um þessa at- hugun sagði Ástráður Haraldsson skiptastjóri í samtali við Morgunblað- ið að það að um vöruskipti hafi verið að ræða þurfi ekki að leiða til riftun- ar, það verði aðeins gert teljist vera um óvenjulegan greiðslueyri að ræða. . í sérstakri skýrslu endurskoðenda þrotabúsins um athugun á hlutafjár- breytingum í Miklagarði hf. kemur fram að hlutafélagaskrá hafi aldrei verið tilkynnt um breytingar sem gerðar voru á hlutafé fyrirtækisins frá því að það var stofnað með 15 milljóna króna hlutafé 26. apríl 1989. Árið eftir var samþykkt að auka hlutafé í 200 milljónir en 89,7 milljón- ir vantaði á að sú aukning gengi eft- ir. Árið 1991 var samþykkt að auka hlutafé í 595 milljónir króna en 93,6 milljónir vantaði á að þeirri aukningu yrði náð. Á hlutahafafundi 30. sept- ember 1992 var hlutafé fyrirtækisins svo lækkað um 482 milljónir þannig að það var 53,6 milljónir króna en jafnframt samþykkt að auka hlutafé að nýju um 616 milljónir króna þann- ig að það yrði 670 milljónir króna. Stærstu hlutafjárloforðin voru frá SÍS, 393 milljónir, greitt með skulda- jöfnun; Samvinnulífeyrissjoðnum, 25 milljónir; Samvinnusjóði íslands, 15 milljónir, og Vátryggingafélagi ís- lands, 14 milljónir. Við þessi loforð hafi venð staðið árið 1992, nema hvað VÍS hafi lofað greiðslu árið 1993 en rift því loforði vegna bros- tinna forsendna þar sem tap fyrirtæk: isins reyndist umfram áætlanir. í handriti af hluthafaskrá sé einnig gert ráð fyrir 40 milljóna hlutafjárlo- forði frá Goða, 20 milljónum frá Olíu- félaginu og 80 milljónum frá Regin. Ekki hafí fengist skrifleg staðfesting á þeim m.a. .vegna brostinna for- sendna um ijármögnum Landsbanka. Brostnar forsendur hlutafj áraukningar Endurskoðendurnir rekja síðan að í fréttatilkynningu frá Miklagarði vegna þessarar hlutaíjáraukningai v* 30. september 1992 hafi staðið: „Þeg- ar liggur fyrir að hlutafé verði aukið um 600 m.kr og hafa 98% þess þeg- ar verið afgreidd eða verða afgreidd inn til Miklagarðs á næstu dögurn." í fjölmiðlum 30. september 1992 hafí Björn Ingimarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Miklagarðs, sagt að framtíð fyrirtækisins væri tryggð til frambúðar og í sjónvarpsfréttum hafi hann sagt: „Þetta er allt hlutafé sem hefur bein áhrif á veltufjárstöðu Miklagarðs. Þarna er ekki 'um að * ræða skuldbreytingar frá birgjum heldur er um að ræða inngreitt hluta- fé í peningum." Rakið er að í desem- ber þetta ár hafi framkvæmdastjór- inn í skýrslu til stjórnar greint m.a. frá því að hlutafjáraukning Regins sé afgreidd að hluta, Goði hafi lofað hlutafé og VÍS hafí formlega afgreitt sitt hlutafjárloforð, en eins og fyrr hafi verið rakið hafí þessar yfírlýsing- ar ekki stuðst við haldbær gögn í formi skriflegra staðfestingar um- ræddra fyrirtækja. Einnig kemur fram að í áritun endurskoðenda með ársreikningi Miklagarðs 1992 segi að farið hafi verið fram á að stjórn félagsins legði fram staðfestingu lögmanns á hluta- fjáraukningunni en sú staðfesting liggi ekki fyrir. Einnig rekja endur- skoðendurnir að allt frá stofnun Mik- lagarðs hf. með 15 milljóna króna hlutafé árið 1989 hafi hlutafélaga- skrá aidrei verið tilkynnt um breyt- ingar á hlutafé fyrirtækisins fyrr en skiptastjórar þrotabúsins hafi til- kynnt um síðustu hlutafjáraukning- una til að styrkja hagsmuni þrotabús- ins gagnvart útistandandi hlutafjár- loforðum, sem falli úr gildi sé hlutafé- lagaskrá ekki tilkynnt um þau innan árs. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt áminningum endurskoðenda um að tilkynna aukninguna og lögmaður félagsins og stjórnarformaður vísi til k framkvæmdastjórans en hann telji að um mistök hafi verið að ræða. Hann hafi staðið í þeirri trú að aðrir myndu Ijúka málinu. Um eignir þrotabús Miklagarðs kemur fram í skýrslu skiptastjóranna að þær hafi verið yfirveðsett íbúð í Grafarvogi og nokkrir verðlitlir bílar en lausafé hafi að langmestu leyti verið í eigu kaupleigufyrirtækisins Lindar sem hafi fengið sitt afhent. Eignir fyrirtækisins sundurliðast þannig að um 98 milljónir eru í bankainnstæðum, þar af skilaði sala , á lager fyrirtækisins m.a. í „útsölu aldarinnar" 85 milljónum króna. 50 milljóna eign er talin í viðskiptakröf- um og víxlar, skuldabréf og kröfur vegna sölu eigna síðustu mánuði fyr- ir gjaldþrot eru metnar á tæplega 100 milljónir króna. Kostnaður við rekstur búsins og skipti nemur 28,2 millj., þar af þóknun skiptastjóra 4,5 milljónum. PG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.