Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 [snálin þótti dæmi um skemmti- lega vöruhönnun. ísnálin hlaut Fjöreggið Emmess ísgerð hlaut Fjöregg Mat- væla- og næringarfræðingafélags íslands fyrir ísnál, nýja vöruteg- und sem kom á markaðinn fyrir skömmu. Verðlaunagripurinn var sérhann- aður hjá Gleri í Bergvík og gefinn af nýstofnuðum Samtökum iðnað- arins. Um er að ræða opið eggform úr gleri, á gegnheilum glerstöpli með áletrun. Gripnum er ætlað áð tákna fjöregg þess sem hlýtur. Verðlaunaafhendingin fór fram í lok dagskrár fyrsta íslenska mat- væladagsins, sem haldinn var fyrir skömmu. Þriggja manna dómnefnd valdi úr innsendum tilnefningum um lofs- vert framtak á matvælasviði og komst að þeirri niðurstöðú að ísnál- in væri dæmi um skemmtilega vöru- hönnun því hér væri um að ræða fryst Egils appelsín. Umbúðir væru skemmtilegar og í samræmi við nafnið, eins og nál í laginu. Ráð- gert er að veita þessi verðlaun ár- lega á matvæladegi MNÍ. ■ F öt í sérstærðum og jólamarkaður í Trier INNKAUPAFERÐIR til Trier eru kannski ekki þær hagstæðustu sem fyrirfinnast um þessar mundir vegna óhagstæðis gengis þýska marksins. Hins vegar stendur þýskur fatnaður yfirleitt fyrir sínu varðandi gæði. Fyrir þá sem hyggja á slíka ferð má einkum benda á tvennt. I fyrsta lagi er það verslunin Modehaus Marx, en hún býður föt við allra hæfi, hvort sem menn eru óvenjulega háir, lágir, breiðir eða grannir. Hins vegar er það jólamarkaðurinn, sem hefst á markaðstorginu 26. nóvember og stendur til 23. desember Modehaus Marx liggur rétt upp af göngugötunni miðri í átt að Bastillunni. Þar er hægt að fá föt á fullorðna, allt frá skóm upp í frakka. Kosturinn við verslunina er sá, að hafi viðkomandi þörf fyrir sérstaklega langa ermasídd, er stuttur til hnésins eða óvenju þykkur um miðjuna á að vera hægt að fá föt við hæfi. Þá mun einnig vera hægt að láta skrá mál sín í versluninni séu þau fyrir utan venjulega staðla og fá vörurnar sendar í pósti. Jólamarkaðurinn í Trier er eins og víða í Evrópu mjög skemmtiieg- ur og ríkir þar mikil stemmning. Á miðri göngugötunni er markaðs- torgið, þar sem blóm og ávextir eru seldir yfir sumartímann, en áður en jólamarkaðurinn hefst eru byggðir þar trékofar. Þar standa verslunareigendur og bjóða ýmsar jólavörur til sölu. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar ólíkt því sem gengur og gerist hjá verslun- um, sem allar eru lokaðar á sunnu- dögum. Verð á Levi’s-vörum Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins var á ferð í Trier í fyrri viku gerði hann smávægilega könnun á Levi’s-vörum, þar sem sú merkjavara er þægileg tii við- miðunar. Kíkt var á Levi’s fyrir fullorðna og kostuðu Levi’s 501 99 mörk (4.204 ísl. kr.) í einni verslun og 118 mörk (5.010 ísl. kr.) í annarri en höfðu verið lækk- aðar úr 128 mörkum (5.439 ísl. kr.) og 149 mörkum (6.327 ísl. kr.). Levi’s 618 kostuðu 118 mörk (5.010 ísl. kr.) og höfðu verið lækkaðar úr 158 mörkum (6.709 ísl. kr.). Svartar Levi’s skyrtur kostuðu 148 mörk (6.248 ísl. kr.). Barnastærð af Levi’s 501 kost- aði 149 mörk (6.327 ísl. kr.), bol- ur 49.90 mörk (2.119 ísl. kr.) og belti með stórri Levi’s sylgju 69.90 mörk (2.968 ísl. kr.). ■ HF Morgunblaðið/HF Verðlag er frekar hátt í Trier vegna hás gengis þýska marks- ins. Hér var um óvenju lágt verð á peysum að ræða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókasala við dyrnar Neytendur geta rift samningum, sem þeir gera þegar sölumenn koma óvænt í heimsókn eða hringja, innan tíu daga frá því kaupin voru eru gerð. Rifta má samningum innan tíu daga án skýringa NEYTENDUR hafa tíu daga umhugsunarfrest þegar vörur eru keypt- ar af sölumönnum sem kveðja óboðnir dyra eða símasölumönnum. Þeir geta skilað vörunum á þeim tíma ef þeim snýst hugur, jafnvel þó ekkert sé hægt að finna að þeim. Um þetta gilda lög um hús- göngu- og fjarsölu sem tóku gildi í byrjun þessa árs. Er sagt frá þeim og samsvarandi reglum Evrópubandalagsins í kynningarritinu „Neytendur á Evrópsku efnahagssvæði", sem Samkeppnisstofnun hefur nýlega gefið út. Evrópubandalagið hefur síðastlið- in átta ár haft reglur um vernd neyt- enda sem gera kaupsamninga utan fastra starfsstöðva seljenda. Slík við- skipti eru oft nefnd húsgöngusala. Það einkennir slíka samninga að sölumaðurinn hefur frumkvæðið að viðskiptunum. Neytandinn er því óviðbúinn og honum gefst sjaldnast kostur á því að bera gæði og verð saman við önnur tilboð á markaðn- um. EB er jafnframt að undirbúa regl- ur um fjarsölu. Með fjarsölu er átt Kartöflur erii holl, bragðgóð og ódýr fæða sem auðvelt er að matreiða. Nú standa yfir kartöflukynningar í helstu stórmörkuðum þar sem við seljum kartöílur á afsláttarverði og bjóðum upp á ljúffenga kartöflurétti eftir kunna matreiðsliuneistara. Viðskiptavínum geium við iallega uppskriitabækUnga með kartöiluréttum. Börnin iá blöðrur. Verði ykkur að góðu. Fjarðarkaup: 4.11-5.11. Nóatún Mosfellsbæ: 5.11 - 6.11. Garðakaup: 11.11 -12.11. Kjöt og fiskur: 11.11 -12.11. Kaupfélag Suðurnesja. Samkaup: 19.11 - 20.11. Kaupfélag Suðurnesja. Miðvangi: 19.11 - 20.11. Nóatún Nóatúni 17 og Nóatún Hamraborg: 26.11 - 27.11. Nóatún Rofabæ og Nóatún vestur í bæ: 3.12 - 4.12. í' o> Faxafeni 12 Sími : 68 16 00. við samninga þegar kaupandi og seljandi hittast ekki en salan fer fram í gegnum síma, bréfsíma, sjón- varp, útsenda pöntunarlista, einkat- ölvu og á annan líkan hátt. Neytand- inn á ekki kost á að skoða vöruna sjálfa þegar hann ákveður kaupin. í drögum að reglum EB segir að sölustarfsemi þessi megi ekki fara fram með uppáþrengjandi hætti og seljandinn er skyldaður til að veita kaupandanum ákveðnar upplýsingar um afhendingartíma, skilafrest og fleira. í ársbyijun tóku gildi hér á landi lög um húsgöngu- og fjarsölu sem ná yfir bæði þessi svið. Þau byggja meðal annars á reglum EB en ganga lengra því þau veita neytendum tíu daga umhugsunarfrest í stað sjö daga samkvæmt lágmarksreglum EB. Sölumanni er skylt að upplýsa neytanda skriflega um rétt hans til að segja upp samningum á þessum tíma. Ýmsar undanþágur eru frá reglunum. Þær ná til að mynda ekki til samninga uin sölu og leigu fast- eigna, vátryggingar og verðbréf og samninga að lægri fjárhæð en 4.500 krónur. Hægt að skila bókunum Töluvert er um farand- og síma- sölumennsku hér á landi. Allir hafa fengið heimsóknir eða símhringingar frá bóksölum og sölumönnum tíma- rita. Einnig er stöðugt verið að reyna að selja mönnum happdrættismiða og merki af ýmsu tagi og jafnvel matvörur og sælgæti, svo dæmi séu tekin. Flest af þessu fellur utan við reglur laganna um húsgöngu- og fjarsölu vegna þess að viðskiptin ná ekki 4.500 krónum. Bækurnar myndu falla undir reglugerðina ef þær næðu lág- marksfjárhæðinni sem oft mun vera, enda gjarnan verið að selja heilu ritsöfnin. Sama ætti við um ýmsa verðmætari hluti, til dæmis ryksugur svo tekið sé annað vinsælt dæmi. Ef neytandanum snýst hugur af ein- hveijum ástæðum gæti hann rift kaupunum með því að senda seljand- anum ábyrgðarbréf þess efnis innan tíu daga frá því kaupin voru gerð og fengið endurgreiðslu. Ýmis tilvik geta valdið slíkri ákvörðun, sem óþarft er að telja upp, enda kemur seljandanum það ekki við. Hins veg- ar má hugsa sér að neytandinn hafi séð vöruna á betra verði annars stað- ar, athugað betur greiðsluáætlun næstu mánaða eða jafnvel fengið slæm viðbrögð frá öðrum í ijölskyld- unni. 8 V i í » i I I i I I f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.