Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 17
MORGÚNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1993
1*7
, Morgunblaðið/Rúnar Þðr
Moldarstrokur
í SUÐVESTANÁTT liggur moldarstrókur yfir Glerárhverfi, en upptökin eru í gömlu malargrúsun-
um norðan og vestan Glerár. Fyrirhugað er að græða þetta svæði upp.
Malargrúsir græddar upp
MALARGRÚSIR í Glerárdal verða væntanlega græddar upp og
hafa yfirverkfræðingur Akureyrarbæjar og umhverfissljóri lagt
fyrir bæjarráð áætlun um kostnað við uppgræðslu á svæðinu, sem
bæjarráð ræddi á fundi sínum nýlega.
Stefán Stefánsson bæjarverk- Það er gamalt malartökusvæði
fræðingur sagði að áberandi væri norðan og vestan Glerár sem veld-
í þurrviðri og suðvestanátt að ur moldviðrinu og er fyrirhugað
moldarstrókur legðist norður yfir að græða það upp. Gert er ráð
Glerárhverfi íbúum til mikils ama. fyrir að kostnaður nemi töluvert
á aðra milljón króna.
Stefán sagði að ákvörðun um
framkvæmd verksins yrði vænt-
anlega tekin á fundi bæjarráðs í
dag, ekki væri útilokað að hægt
yrði að byrja á verkinu nú á haust-
dögum ef tíð héldist áfram góð,
en sennilega yrði hafist handa af
krafti næsta vor.
Málverkasýning í Listasafninu á Akureyri
Urval úr safni Mark-
úsar Ivarssonar
SÝNING á úrvali málverka úr safni Markúsar ívarssonar sem
nú eru í eigu Listasafns íslands verður opnuð í Listasafni
Akureyrar laugardaginn 6. nóvember kl. 16.
Markús ívarsson var fæddur í
Vorsabæjarhjáleigu í Flóa árið
1884, ha,nn var járnsmiður og
annar stofnenda Vélsmiðjunnar
Héðins og framkvæmdastjóri til
dauðadags 23. ágúst 1943. Hann
byrjaði snemma að kaupa listaverk
og eignaðist með tímanum gott
málverkasafn. Hann var persónu-
lega kunnugur flestum listamann-
anna sem hann eignaðist verk eft-
ir og studdi þá á ýmsan hátt og
var vinsæll þeirra á meðal.
Þessi sýning kemur frá Lista-
safni íslands en því hlotnuðust 56
málverk úr safni Markúsar árið
1951. Á sýninguna hafa verið val-
in 25 málverk eftir marga af kunn-
ustu listmálurum þjóðarinnar, m.a.
íslenskir listamenn við skilnings-
tréð frá 1918 eftir Kjarval, Frá
Reykjavíkurhöfn frá 1931 eftir
Þorvald Skúlason og mynd Jóns
Stefánssonar af Markúsi sjálfum.
Sýningin verður opnuð kl. 16 á
laugardag, 6. nóvember og er opin
alla daga frá kl. 14 til 16, en safn-
ið er lokað á mánudögum. Sýning-
in stendur til 5. desember næst-
komandi.
-----» ♦ ♦
Aukasýning
á Rómeró
og Júlíönu
VEGNA mikillar aðsóknar og
fjölda áskorana verður Leikhóp-
urinn BAL með aukasýningu á
leikverki sínu Rómeró og Júlíana
í Leikhúsi Norðanpilta, í kjallara
Listasafnsins, í kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 4. nóvember og hefst
sýningin kl. 20.30.
I Rómeró og Júlíönu eru stignir
dansar eftir Onnu Richardsdóttur,
sönglög eftir Harald Davíðsson sung-
in og Hún Andar spilar frumsamið
lag. Leiktextinn er eftir Kristján
Pétur Sigurðsson. Aðalhlutverkin,
elskendurna Rómeró og Júlíönu,
leika Kristinn Þeyr Magnússon og
Rósa Rut Þórisdóttir. Leikstjóri er
Þráinn Karlsson og lýsingu hannaði
Ingvar Björnsson.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ritið kynnt
STJÓRN Búnaðarsambands Eyjafjarðar og ritnefnd Byggða Eyja-
fjarða kynntu ritverkið í vikunni, í efri röð frá vinstri eru Jóhanncs
Sigvaldason, Sigurgeir Hreinsson, Þóranna Björgvinsdóttir, Jóhann
Ólafsson og Kristján Sigfússon, en sitjandi eru Pétur Ó. Helgason,
Guðmundur Steindórsson og Baldvin Magnússon.
Ritverkið Byggðir
Eyjafjarðar komið út
BYGGÐIR Eyjafjarðar 1990, ritsafn í tveimur bindum, kom út í vik-
unni, en Búnaðarsamband Eyjafjarðar gefur það út. Liðin eru 20 ár
frá því að siðast var gefin út slík bók, en á þeim tíma hafa miklar
breytingar orðið bæði á búskaparháttum og búsetu. Undirbúningur
vegna útgáfunnar hefur staðið síðustu fimm ár og er áætlað að kostn-
aður nemi um 16 milljónum króna.
Sjómönnum í Grímsey boðið sama eða svipað fiskverð og var
Óánægja með aukna
vinnu og minni þjónustu
Grímsey.
KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur sent sjómönnum í Grímsey og á fleiri
stöðum sem leggja upp afla hjá félaginu hugmyndir um nýtt fiskverð.
Um er að ræða sama eða svipað verð og áður gilti, en almenn óánægja
ríkir meðal sjómanna í eynni með tilboðið þar sem þeim þykir að í því
felist aukin vinna úti á sjó og minni þjónusta í landi.
í bókinni er rakin saga Búnaðar-
sambands Eyjaljarðar árin 1970 til
1990 sem Oskar Þór Halldórsson
blaðamaður skrifar. Síðan er tekið
fyrir hvert sveitarfélag á búnaðar-
sambandssvæðinu, utan hreppanna
tveggja sem eru í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Byrjað er nyrst á svæðinu, I
Grímsey, og haldið inn eftir. Við
upphaf hvers hrepps er yfirlitsmynd
af viðkomandi svæði, síðan stutt
sveitarlýsing og þar á eftir kort þar
sem inn eru merkt öll byggð ból,
eyðibýli og helstu kennileiti.
Ábúendatal frá aldamótum
Bæir eru taldir upp eftir röð, birt-
ar litmyndir af bæjum, landlýsing,
saga bæjarins og skráð stærð rækt-
unarlands, sagt frá byggingum, og
greint frá búrekstri. Litmyndir eru
birtar af ábúendum og sagt frá börn-
um og öðru heimilisfólki auk ábú-
endatals frá aldamótunum síðustu.
Birtar eru myndir af kirkjum, fé-
lagsheimilum og samkomuhúsum.
Sagt er frá býlum sem farið hafa í
eyði frá síðustu aldamótum til ársins
1990. í þeim hreppum þar sem þétt-
býliskjarnar eru er birt yfirlitsmynd
og íbúaskrá, en í bókinni eru 7-8
þúsund mannanöfn og um 700 bæ-
jarnöfn.
I ritnefnd voru Guðmundur Stein-
dórsson, Jóhannes Sigvaldason og
Kristjáns Sigfússon, en fjölmargir
rituðu einstaka kafla bókanna. Ritið
er gefið út í 3.000 eintökum og er
það 1.175 blaðsíður að stærð. Það
kostar 13.680 krónur og sér Búnað-
arsamband Eyjafjarðar m.a. um sölu
þess.
Fiskverðið sem er í boði er hið
sama eða svipað og áður, þannig er
ætlunin að greiða 67 kr. fyrir 2,1 til
2,6 kílóa slægðan þorsk í 1. flokki.
Fyrir fisk sem landað er þvegnum
ísuðum og röðuðum í kör verður
greitt 5% hærra verð. Fyrirtækið
mun leggja línubátum til 33 kíló af
beitu á móti hveiju lönduðu tonni.
Hvað varðar löndunarfyrirkomu-
lag í Grímsey er ætlunin að hafa
þijá starfsmenn í fiskmóttöku KEA
í eynni og er gert ráð fyrir að öllum
afla öðrum en karfa verði landað
slægðum og skoluðum í kössum.
Fram kemur í bréfi KEA til sjó-
manna að mikilvægt sé að menn
dreifi sér sem jafnast á löndunar-
tímabilið, lokað verður kl. 21 alla
daga en opnunartíminn er breytileg-
ur frá kl. 13 til 17. Fyrirhugað er
að móttakan verði lokuð á sunnudög-
um, en aðstöðu komið upp fyrir sjó-
menn til að ganga frá aflanum í
kör. Komi til þess að ekki verður
hægt að slægja fiskinn út á sjó vegna
veðurs verður boðið upp á aðstöðu í
húsi KEA til að gera að fiskinum.
Ekkert múður
„Til að ná niður beituverði er beit-
an keypt í heilum gámum, en það
þýðir að menn verða að nota alla
beituna úr gámnum og ekki þýðir
að vera með múður ef aflinn minnk-
ar einn daginn og henda þarf allri
beitunni. Jafnframt verður keypt eitt
bretti af síld sem er sérunnin sem
beita til prufu. Ætlast er til að sjó-
menn aðstoði verkstjóra við að ganga
frá beitunni í klefa í Grímsey,“ segir
í bréfinu sem sjómenn í Grímsey
fengu sent frá KEA.
HSH
vftn
ARABIA
Hreinlætistæki
18% staðgreiðsluafsláttur
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
(L UÁSKÓUNN A AKUBEYRI Fyrirlestur
Tími: Laugardaginn 6. nóvember, kl. 14.00.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 24.
Flytjandi: Dr. Nina L. Colwill, prófessor og rithöf- undur, Brandonháskólanum í Kanada.
Efni: The Dual-Career Family.
Öllum er heimill aðgangur