Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Helga Helgadótt- ir — Minning Fædd 1. júní 1906 Dáin 29. október 1993 Er kennaraskólanemar gengu frá gamla Kennaraskólanum og niður Laufásveginn á fyrri hluta sjötta áratugarins varð mörgum þeirra oft litið til austasta hússins sunnan megin götunnar. Hús þetta var niðri í lóð lengra frá götunni en önnur hús, lét lítið yfir sér með fallegum blómagarði fyrir framan. Að sunn- anverðu voru gróðurhús og'minntu byggingamar mann á snyrtilegan bóndabæ. Allir vissu að þetta var gamla Gróðrarstöðin, sögufrægt hús. Fyrsta gróðrarstöðin í Reykja- vík. Þar hafði Þórbergur Þórðarson meðal annars dvalist og getur um það í verki sínu Ofvitanum. Færri vissu að þama bjuggu þau Eiríkur Einarsson arkitekt og Helga Helga- dóttir með bömum sínum og öðrum skyldmennum því að heimilið var stórt og gestkvæmt. Örlögin hög- uðu því nú þannig að sá sem þetta ritar, einn þessara áðurnefndu nem- enda, eignaðist þessi ágætu hjón sem tengdaforeldra og átti annað heimili í Gróðrarstöð um árabil. Eiríkur var virtur arkitekt hér í borg, sonur Einars Helgasonar garðyrkjustjóra, stofnanda Gróðr- arstöðvarinnar, og Kristínar Guð- mundsdóttur. Hann lærði arkitekt- úr í Þýskalandi fyrir stríð og rak um árabil teiknistofu með Sigurði Guðmundssyni arkitekt og teiknuðu þeir félagar margar byggingar, sem öllum ber saman um að beri vitni um góðan arkitektúr. Eiríkur lést 1969. Helga tengdamóðir mín, sem er til moldar borin í dag, fæddist vestur á ísafirði 1906, dóttir Helga Sveinssonar bankastjóra íslands- banka og Kristjönu Jónsdóttur frá Gautlöndum, dóttur Jóns alþingis- forseta Sigurðssonar. Kristjana móðir Helgu lést árið 1908, aðeins 38 ára gömul, frá þeim átta systkin- um. Þá hafði systir Helga, Margrét Sveinsdóttir, komið frá Kanada og tekið við rekstri heimilisins. Helga minntist oft á lífíð á ísafirði þegar hún var að alast upp. Systumar voru sex, þær Guðný, Guðrún, Sólveig, Nanna, Margrét og Helga, en bræðumir tveir, Sveinn og Þorlákur. Fjölskyldan bjó í sama húsi og íslandsbanki við Pólgötu. Það var auðheyrt er Helga sagði frá æskuárum sínum á Isafirði að þau voru henni mikils virði. Helgi faðir hennar var mikill áhugamaður um félagsmál og sér- staklega um bindindismál og leik- list. Hann lék oft í leikritum á staðn- um. í endurminningum Karls Olufs Bang, æskuvinar Helgu, stendur m.a. um ársfagnað ungmennafé- lagsins og barnastúkunnar: „Helgi Sveinsson flutti erindi og hvatti alla, jafnt unga sem aldna, til reglusemi á vín og tóbak, til að temja sér drengskap í samskiptum hver við annan og stunda íþróttir til að halda líkamanum heilbrigðum." Er flett var bókum úr eigu Helgu fyrir stuttu komu í ljós Ljóðmæli eftir frænda hennar Kristján Jóns- son Fjallaskáld, en á titilblaði henn- ar stóð: „Helga Helgadóttir. Viður- kenning fyrir iðni og siðprýði frá Barnaskóla Ísaíjarðar 14. maí 1920.“ Helga fer síðan suður til Reykja- víkur 1921, þá fimmtán ára gömul, til náms í Kvennaskólanum. Dvald- ist hún þá um hríð hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Jónssyni, háyfir- dómara og fyrrum ráðherra, sem bjó við Tjarnargötu, en fluttist því næst í heimavist skólans. Fyrr á þessu ári 1993 bauð Helga öllum Kvennaskólastelpunum, eins og hún kallaði þær, heim til sín til að fagna að 70 ár voru liðin síðan þær út- skrifuðust. Þá sungu þær einum rómi „Hvað er svo glatt, sem góðra stelpna fundur", en ein Kvenna- skólastelpan hafði ort textann í til- efni dagsins við þekkt lag. Á þessum árum flyst fjölskylda Helga Sveinssonar til Reykjavíkur og átti lengst af heima í Garða- stræti 13. Helga minntist oft á Garðó eins og hún kallaði það. Þarna var menningarheimili sem iðaði af lífi og fjöri. Systurnar voru einkar glæsilegar, tískudömur þess tíma. Þær gengu í tískufötum, sem þær saumuðu sjálfar eftir að hafa fengið nýjustu sniðin send frá Kaupmannahöfn. Helga fór til Kaupmannahafnar og lærði fatasaum. Stofnaði síðan saumastofu, sem var til húsa í Hafnarstræti og rak hana þar til þau Eiríkur giftu sig 1937 og hófu búskap í Gróðrarstöðinni. Eiríkur hafði komið frá námi árið áður. Kristín tengdamóðir hennar rak gróðrarstöðina því að Einar Helga- son hafði látist nokkrum árum áð- ur. Gróðrarstöðin var eins og stórt sveitaheimili. Þar var stanslaus straumur fólks alla daga, fólk að kaupa blóm, fólk sem vann við ræktunina, ættingjar og vinafólk utan af landi sem gisti í Gróðrar- stöð, svo og börn ættingja utan af landi sem höfðu þar vetursetu, er þau voru hér í skóla. Þess var gætt að húsið væri alltaf opið um nætur fyrstu árin, því að alltaf gat verið von á næturgesti. Nú fæddust börnin eitt af öðru. Elst er Kristín, eiginkona þess er þetta skrifar, Margrét Helga, Einar og Helgi, sem er yngstur. Þá voru það vinir og nágrannar þeirra hjóna. Minnisstæðastar eru fjölskyldur þeirra Ásmundar Guðmundssonar biskups og frú Steinunnar, sem bjuggu beint á móti norðanmegin við Laufásveginn og Guðmundar Kristins og frú Ragnhildar, sem bjuggu þar fyrir ofan við Berg- staðastræti. Milli þessara fjöl- skyldna var mikill samgangur. Eiríkur var. áhugasamur bóka- safnari og átti fágætt safn bæna- og guðsorðabóka, sem voru allar í miklum bókaskáp úr eik í suðurstof- unni. Manni varð starsýnt á bæk- umar og bókaskápinn sökum feg- urðar. Þungt eikarborð gamalt var fyrir framan bókaskápinn og er Eiríkur mér minnisstæður sitjandi við það með allt fornprentið á bak við sig. Helga var á þönum allan daginn því að heimilið var stórt. Var hún einatt hlaupandi úr eldhúsinu og niður í blómabúð til að afgreiða viðskiptavini, sem flestir héldu tryggð við Helgu og Gróðrarstöð og komu aftur og aftur. Jólin og undirbúningurinn fyrir þau var einkar hugljúfur tími, en að sama skapi erfiður fyrir húsmóð- urina. Unnið var fram á nótt við að útbúa skreytingar og skreyta skálar. Húsið ilmaði af grenilykt. Allt seldist upp og ekki er víst að verðlagið hafí alltaf fylgt verðlags- þróuninni. Fjölskyldan var stór og kom oft saman. Systurnar voru glaðar og kátar, reyttu af sér brandara og minntugt gamalla daga. Helga var í essinu sínu og ljómaði af lífs- gleði. Minnisstæðir úr þessum boð- um voru Brynjólfur Jóhannesson leikari, sem var giftur Guðnýju, Gunnar Viðar bankastjóri, giftur Guðrúnu, Aðalsteinn Friðfinnsson verslunarmaður, giftur Sólveigu, Aðalsteinn Norberg ritsímastjóri, uppeldjsbróðir Eiríks, séra Jón Áuð- uns, æskuvinur Helgu frá ísafirði, svo og bræður hennar þeir Sveinn stórkaupmaður og Þorlákur verk- fræðingur. Oft var einnig í þessum boðum náfrændi Helgu, Haraldur Guðmundsson, sendiherra og fyrr- um ráðherra, en Helga minntist oft á þennan frænda sinn og mat hann mikils. Helga var mjög ljóðelsk og á seinni árum lærði hún heilu ljóða- bálkana utan að, kvað það góða „gymnastik" fyrir heilann. Einkum hélt hún upp á Ijóð Páls Ólafssonar og helst þau sem hann orti til Ragn- hildar konu sinnar. Hún sagði frá því að Ragnhildur hefði dvalist um hríð á heimili Helga föður síns á ísafirði. Systumar hefðu verið að pískra um það sín á milli hvemig í ósköpunum hann Páll Ólafsson hefði getað verið hrifínn af henni Ragnhildi, sem þá var orðin gömul kona. En svona er ellin. Hún er mikill harðstjóri og eirir engu. Helga varð 87 ára gömul. Hún var heilsuhraust utan síðustu tveggja ára sem urðu henni erfið. Hennar er sárt saknað af börnunum og barnabömunum, svo og öllum sem kynntust henni. Ég minnist þess að í einu boðinu, sem Helga hélt þegar hún var upp á sitt besta og fór á kostum, sagði einn aðdá- andi hennar: Helga er engri lík. Það voru orð að sönnu. Helga var engri lík. Blessuð sé minning tengdamóð- ur minnar, Helgu Helgadóttur. Sigurður P. Gíslason. Hún Helga í Gróðrarstöðinni er látin. Höfðingi er fallinn frá. Mikil breyting og söknuður hjá stórri íjöl- skyldu þegar svo sterkur persónu- leiki og ættmóðir fellur frá. Á kveðjustund streyma minningarnar fram. Áhrifin eru sterk og mikil og maður skynjar hve djúpstæð þau eru eftir svo langa og yndislega viðkynningu. Hún tengdamóðir mín hafði mikið að gefa öðrum, alltaf bjartsýn, hugrökk og skemmtileg. Á mannamótum var hún hrókur alls fagnaðar. Hún var ákaflega hreinskiptin og gat verið gagnrýnin ef henni mislíkaði, en sagði það þá beint við mann. Hún kunni líka að hrósa ef við átti. Þannig var Helga. Það eru 25 ár síðan ég kom í fjölskylduna í Gróðrarstöð. En því heimili stjórnaði Helga af einstakri gestrisni og skörungsskap í 40 ár. Það var góður skóli að byija búskap í návist Helgu, svo myndarleg sem hún var í öllu húshaldi. Ég minnist með þakklæti hvernig hún gerði brúðkaupsdag okkar ógleymanleg- an eins og svo margar aðrar veislur og athafnir sem hún stóð fyrir í Gróðrarstöð. Hún var mikil stemmningsmanneskja og það kom fram í verkum hennar. Það var dálítið ævintýri að búa í Gróðrar- stöð, allar þessar vistarverur með gömlum frænkum, Ondu og Siggu. Þetta gamla hús bjó yfir sál og sögu. Helga og Eiríkur hófu búskap í Gróðrarstöð árið 1938, á föðurarf- leifð Eiríks en hann var sonur hins merka garðyrkjustjóra Einars Helgasonar. Eiríkur var arkitekt og hafði lært í Þýskalandi. Haft var eftir Kristínu, ekkju Einars, og Guðrúnu systur hans, sem einnig bjó þar, að Helga hefði komið eins og sólargeisli inn á heimilið. Sorg og söknuður höfðu grúft yfir heimil- inu um tíma eftir fráfall Einars, en hann lést fyrir aldur fram árið 1935. Húsið fylltist af lífi og ljölskyldan stækkaði. Helga og Eiríkur eignuð- ust fjögur börn, Kristínu, Margréti Helgu, Einar og Helga. Helga var mikil móðir. Hún var alltaf til stað- ar fyrir börnin sín og fjölskyldu. Oft hef ég heyrt þau systkinin segja að þegar hún var ekki heima, eitt augnablik, þá hafi allt orðið ómögu- legt. Margir leituðu inn á þetta gamalgróna heimili í lengri og skemmri tíma. Algengara var að hafa útidyrnar ólæstar því að alltaf gat verið von á næturgesti. Starfsþrek Helgu var með ólík- indum. Áuk þess að annast þetta mannmarga heimili, saumaði hún mikið og þá ekki síst á nóttunni þegar ró var komin á. Það kom víst fyrir að þær mættust í stigan- um, hún og hin árrisula tengdamóð- ir hennar, sem var þá að fara í morgunverkin í gróðurhúsunum. Helga var ákaflega flink sauma- kona og rak á yngri árum sauma- stofu. Hún lærði í Danmörku, enda talaði hún dönsku betur en flestir aðrir. Helga upplifði á yngri árum ýmis ævintýri sem mörg hver ættu erindi á prent. Með lifandi frásögn hennar urðu þau svo ljóslifandi að manni fannst jafnvel að maður hefði þekkt þessa ungu, hrífandi, rauð- hærðu stúlku sem hafði svo mikla útgeislun. Þekktur listmálari lét þá ósk í ljós að fá að mála Helgu, hún væri svo malerísk, eða eins og hann sagði sjálfur: „Það er stemmningin af yður sem mig langar að mála.“ Dætur Helga Sveinssonar banka- stjóra vöktu athygli á götum Reykjavíkur á þessum árum. Þær þóttu afburða glæsilegar, klæddar eftir nýjustu tísku Parísarblaðanna sem þær saumuðu eftir. Helga talaði oft um æskuheimili sitt á Isafirði og í Garðastræti 13 í Reykjavík að. Þar ríkti glaðværð í stórum hópi æskufólks og börnin sýndu föður sínum og föðursystur- inni góðu sem hafði gengið þeim í móðurstað ást og virðingu, en móð- ir þeirra dó þegar Helga var aðeins þriggja ára gömul. Helga var ákaflega ættrækin og stolt af sínu fólki og hún var mjög ættfróð. Það sem einkenndi hana mest var þessi mannlega reisn sem fylgdi henni alla tíð: Þa’ð var mikil gæfa fyrir okkur, og ekki síst barnabömin sem nú eru orðin 13 talsins og langömmubömin sjö, að t Eiginkona mín, HALLDÓRA ÓSKARSDÓTTIR, Rekagranda 2, Reykjavík, andaðist á heimili okkar laugardaginn 30. október. Einar Sigurðsson. Faðir okkar. t VALTÝR GUÐMUNDSSON, til heimilis á Bergþórugötu 43, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 1. nóvember. Gunnlaugur Valtýsson, Stefán Rafn Valtýsson og fjölskyldur. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SOFFÍA JÓNASDÓTTIR frá Siéttu, Kaldaseli 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum 1. nóvember sl. Jónas Karlsson, Hrönn Pórðardóttir, Magnús Jónasson, Ástríður Júlíusdóttir, Gunnhildur Jónasdóttir, Sigurjón Pálsson, Þórður Geir Jónasson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Karl Baldvin Jónasson og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR, Stóragerði 8, Reykjavfk, lést í Landspítalanum, 2. nóvember. Svavar Guðnason og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Patreksfirði, sem lést 29. október sl., verður jarðsungin frá Patreksfjarðar- kirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Guðrún Jóna Jónasdóttir, Hafliði óttósson, Valgerður Samsonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, MARINÓ ÁSTVALDUR JÓNSSON, Fálkagötu 28, lést í Landspítalanum þann 21. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingi Jóhann Marinósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.