Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Kynning á íslenskri framleiðslu Islenskt, já takk ÍSLENSKT, já takk er nafn kynningarátaks sem ASÍ, BSRB, fslensk- ur landbúnaður, Samtök iðnaðarins og VSI standa sameiginlega að i nóvember og desember og nær hámarki með íslenskri viku 15.-20. nóvember. Markmið átaksins er að hvetja almenning til að kaupa íslenska framleiðslu og vekja fólk til umhugsunar um þá verðmæta- sköpun sem innlend atvinnustarfsemi felur í sér. Formaður bankaráðs Seðlabankans Eðlilegt er að fresta ráðningn nýs bankasljóra ÁGÚST Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans segist telja eðlilega þá ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að fresta því að ráða nýjan seðlabankastjóra þar til ný löggjöf um Seðlabankann hafi verið af- greidd á Alþingi. Þessi ráðstöfun hljóti énnfremur að þýða, að seðla- bankafrumvarpið verði afgreitt úr ríkisstjórn og á Alþingi með hraði. Átakið var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Þar voru fulltrúar sam- takanna sem að átakinu standa auk kynningamefndar. Benedikt Davíðs- son, forseti ASI, greindi frá því að sambærilegt átak sem staðið var fyrir í fyrra hefði skilað árangri og ekki væri síður þörf nú fyrir slíkt átak vegna samdráttar sem orðið hefði síðan og vegna þess hve horfur í atvinnumálum væru alvarlegar. Á fundinum kom fram að nú séu milli 5 og 6 þúsund störf flutt inn í formi erlendrar vöru á sama tíma og atvinnuleysi hér sé um 4,5%. Með því að kaupa innlendar framleiðslu- vörur skapa neytendur störf hér á landi í ýmsum atvinnugreinum og geta þannig haft áhrif til minnkunar atvinnuleysis. Hafa neytendur efni á að kaupa íslenskt? Sú spuming kom fram á fundinum hvort íslenskir neytendur hefðu efni á að kaupa íslenska vöru. Þeirri spurningu var svarað á þann veg að Vinnsla námsefnis auðvelduð KENNSLUMIÐSTÖÐ Náms- gagnastofnunar hefur verið færð undir síjórn Kennaraháskóla Is- lands. Eins og fram kom á blaða- mannafundi í kennslumiðstöð- inni mun hún búin öflugum tækjabúnaði og geta kennarar unnið námsefni eftir eigin höfði. Starfseminni er ætlað að styrkja tengsl Kennaraháskólans við kenn- ara. Þar verður öflug fræðslu- og upplýsingamiðstöð, handbóka- og námsgagnasafn, ráðgjafar- og neyt- endaþjónusta um kennslufræði og annað er lýtur að kennslunni. Síðast en ekki síst er miðstöðin gagna- smiðja fyrir námsefnisgerð og kennsluverkefni. Auk Ijósritunarvéla verða tvær íslenskir nejrtendur hefðu ekki efni á að kaupa annað en íslenskt. Gylfí Ambjörnsson, hagfræðingur ASÍ, sem sæti á í kynningarnefndinni, sagði að markmið með átakinu væri að koma inn þriðja þættinum við val neytenda á vöru. Fyrstu tveir þætt- irnir væru verð og gæði og hinn þriðji ætti að vera hvort varan væri íslensk. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda og fulltrúi íslensks landbúnaðar á fundinum, sagði að nú fæm um 20% af ráðstöf- unartekjum heimilanna til kaupa á innlendri vöm og þyrfti það hlutfall að hækka. Fyrir hvert starf sem glat- ast í iðnaði glatast eitt starf í þjón- ustugreinum og fyrir hvert starf sem tapast í fmmframleiðslu, tapast eitt starf í beinni úrvinnslu sem hefur svo aftur áhrif á þjónustustörfin. Haukur benti á hversu brýnt væri fyrir samfélagið í heild að minnka atvinnuleysi því að fyrir hvert pró- sentustig atvinnuleysis yrði ríkissjóð- ur fyrir útgjöldum upp á u.þ.b. einn milljarð. tölvur með geisladrifum, litaskanna og litaprentara og hugbúnaði til myndvinnslu, umbrots og margmiðl- unar. Einnig er ráðgert að koma upp safni geisladiska með margbreyti- íslensk vika Helga Guðrún Jónasdóttir, sem sæti á í kynningamefnd, kynnti framkvæmd átaksins. Auglýsinga- herferð verður í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og í tengslum 'við hana hefur verið ýmis konar kynningar- efni, s.s. veggspjöld, límmiðar og verðmiðar fyrir hillur í verslunum til að vekja athygli viðskiptavina á ís- lenskum vörum. Islensk vika verður 15.-20. nóvember sem nýtur vemdar frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Þá sagðist Helga Guðrún vonast til að þeir sem telji sér málið skylt notfæri sér tækifærið til að koma vöru sinni á framfæri. Þar væri treyst á frumkvæði þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. legu námsefni og verður hægt að koma með eigin ljósmyndir á svo- nefndum Photo-CD diskum. Það þýð- ir að hægt er að taka þær inn í for- rit til myndvinnslu og útprentunar. Um er að ræða stöðu seðlabanka- stjóra sem losnar um áramótin þeg- ar Tómas Árnason lætur af störfum. „Bankaráðið var byijað að undirbúa tillögugerð varðandi bankastjóra- stöðu og hefði auglýst stöðuna lausa til urr^óknar ef þetta hefði ekki komið til. Af því varð ekki þegar fregnir bárast um að lagt yrði fram stjómarfrumvarp um að ekki yrði skipað í þessa stöðu. Ég tel þetta eðlilega ráðstöfun miðað við að menn ætli að hraða Seðlabankaframvarp- inu gegnum þingið og það er í raun forsenda þess að þetta sé gert,“ sagði Ágúst Einarsson við Morgun- blaðið. Þrír bankastjórar í frumvarpinu Framvarpið, sem samið var af nefnd fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, var lagt fram á síðasta þingi en ekki afgreitt og er nú til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Sam- kvæmt því er löggjöf um bankann færð í nútímalegra horf og gert ráð fyrir auknu sjálfstæði hans við stjórnun efnahagsmála. Þar er einn- ig gert ráð fyrir að bankastjórar verði þrír og voru nefndarmennirnir sammála um þetta atriði, nema full- trúi Alþýðubandalagsins sem vildi að bankastjóri verði aðeins einn. Þegar Ágúst var spurður hvers vegna hann teldi að ríkisstjórnin væri að fresta ráðningu bankastjóra með tilvísun til frumvarpsins, sem gerði samt sem áður ráð fyrir óbreyttum fjölda bankastjóra, benti hann á að seðlabankafrumvarpið væri stjórnarfrumvarp, lagt fram af sömu ríkisstjórn og nú situr. „Ég skil það svo, að ríkisstjórnin kjósi að binda ekki hendur Alþingis með því að vera nýbúin að ráða í stöðu bankastjóra til lengri tíma, ef ske kynni að almennur vilji þingsins verði að breyta ákvæðum frum- varpsins um fjölda bankastjóra. Þetta er það eina sem hægt er að lesa út úr þessari stefnumörkun rík- isstjórnarinnar nú, og jafnframt að seðlabankafrumvarpinu verði gefinn forgangur," sagði Agúst. Jón Sigurðsson var ráðinn seðla- bankastjóri í sumar í stað Jóhannes- ar Nordals. Þegar Ágúst var spurður hvort ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú skjóti ekki skökku við þá ráðningu, svaraði hann að ekkert hefði verið athugavert við það ef ráðningu bankastjóra hefði verið frestað í sumar. Hefð fyrir flokkaskiptingu Hefð hefur verið fyrir því að Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa bent á full- trúa sína í stöður bankastjóra og er Tómas Ámason fulltrúi Framsókn- arflokks. Þegar Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins var spurður hvort flokkur- inn myndi leggja áherslu á að staðið yrði að ráðningu bankastjóra í stað Tómasar með sama hætti og áður, sagist hann ekki telja það slæman hátt á, ef Seðlabankinn ætti að starfa í nánu samráði við stjórnvöld. „Ef bankinn á hins vegar að vera sjálfstæður má vel setja einhvern embættismann yfir bankann,“ sagði Steingrímur. En hann neitaði því, að Framsóknarflokkurinn hefði gefið það í skyn með einhveijum hætti, að hann hygðist ekki taka því þegj- andi ef brugðið yrði út af hefðinni og bankastjórastaðan auglýst eða hún veitt öðrum en framsóknar- manni. „Staðan var auglýst þegar Jón Sigurðsson var ráðinn. En stað- reyndin er sú að ákveðið var fyrir tveimur til þremur árum að hann fengi stöðuna; a.m.k. fór það aldrei leynt gagnvart mér þegar ég var forsætisráðherra hvert stefndi, þannig að mér fannst það vera sýnd- armennska að auglýsa stöðuna,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist einnig efast um að þörf væri á að setja sérstök lög um að fresta ráðningu seðlabankastjóra. Ymis fordæmi væru fyrir því að nokkrir mánuðir hefðu liðið frá því staða seðlabankastjóra losnaði þar til skipað var í hana. * Kennaraháskóli Islands tekur við kennslumiðstöð Það er leikur að læra KOLBRÚN Signrðardóttir deildarstjóri og Roland Smelt starfsmaður gagnasmiðju kynna tölvubúnað kennslumiðstöðvarinnar. Fáfræði gagnrýnandans! A _ Athugasemd við skrif Braga Asgeirssonar um Rodin að Kjarvalsstöðum eftir GunnarB. Kvaran í gær, 3. nóvember 1993, birtist í Morgunblaðinu umfjöllun um sýn- ingu á verkum eftir Rodin að Kjar- valsstöðum eftir Braga Ásgeirsson myndlistarmann og myndlistar: gagnrýnanda Morgunblaðsins. í stað þess að fjalla um list Rodins og stöðu hans í heimslistinni þá leggur hann sig fram við að gera lítið úr þeim verkum sem þar era til sýnis. Er þessi grein óvenju ill- skeytt og rætin og eram við þó ýmsu vön frá hans hendi. Þó svo að við leggjum það ekki í vana okkar að svara myndlistar- gagnrýni verður ekki hjá því komist að þessu sinni að leiðrétta nokkrar alvarlegar rangfærslur í skrifum gagnrýnandans. Greinilegt er að Bragi Ásgeirsson hefur einkar takmarkaða þekkingu á hefðbundinni höggmyndalist og þá sérstaklega hvað varðar tækni- lega útfærslu og frumgerð högg- Umfjöllun Braga Ás- geirssonar um verk Rodins, eins merkasta myndhöggvara sögunn- ar, að Kjarvalsstöðum er bæði í senn ófagleg og lágkúruleg og í engu samræmi við menning- arlegan metnað Morg- unblaðsins. mynda, því í grein sinni segir hann að verk Rodins að Kjarvalsstöðum séu „nýantík" og „eftirgerðir í eins konar súkkulaðihjúp" og líkir þeim við eftirprentanir. Nauðsynlegt er að myndlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins Bragi Ásgeirsson geri sér grein fyrir og viti að höggmyndalist Rodins fer í gegnum ákveðið ferli sem birtist á eftirfarandi stigum. Fyrst gerir Gunnar B. Kvaran listamaðurinn mynd í leir, síðan era gerð gifsmót eftir leirmyndinni og með þessum gifsmótum er gerð afsteypa úr gifsi. I flestum tilfellum var leirmyndin eyðilögð á þessu stigi. Eftir gifsmyndinni var síðan gerð endanleg mynd ýmist í marm- ara eða bronsi. Þess ber að geta að Rodin vann fyrst og fremst að gerð leirmyndarinnar en síðan vora það sérstakir fagmenn, sem unnu að mótagerð, við stækkun verka, að höggva verkið í marmara eða steypa það í brons. í hefðbundinni höggmyndalist telst gifsmyndin, marmaramyndin og bronsmyndin til frummynda og því eru öll verkin hér á sýningunni að Kjarvalsstöðum skráð í Rodinsafninu í París sem frummyndir. Umfjöllun Braga Ásgeirssonar um verk Rodins, eins merkasta myndhöggvara sögunnar, að Kjar- valsstöðum er bæði í senn ófagleg og lágkúraleg og í engu samræmi við menningarlegan metnað Morg- unblaðsins. Höfundur er forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Lýst eftir Öldu BÍRÆFINN þjófur lét sér ekki muna um að fjarlægja þennan skúlptúr úr garðinum við Kársnesbraut 106 í Kópa- vogi fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Grímur Marinó Steindórsson, myndhöggvari og eigandi verksins, hefur kært stuldinn til Rannsóknarlögreglunnar en ekkert hefur enn komið í ljós um afdrif þess. Af þeim sökum er fólk sem vart hefur orðið við verkið, eða Olduna eins og það heitir, vinsamlega beðið um að snúa sér til RLR í Kópavogi. Skúlptúrinn er úr ryðfríu stáli og er hluti hans, eins og sjá má, sæbarinn hnullungur. Hann er 75 sm á alla kanta og tveggja manna tak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.