Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 RAÐAUGi YSINGAR RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS statens forskningsrAd the national research council LAUGAVEGl 13 BRÉFSIMI 91 29814 101 RÉYKJAVlK SlMI 91 21320 Alþjóðafulltrúi Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins vilja ráða sameiginlegan starfsmann tímabundið til eins árs í stöðu alþjóðafulltrúa. í starfinu felst m.a. eftirfarandi: ★ Umsjón með miðlun upplýsinga til inn- lendra aðila um áætlanir Evrópubanda- lagsins á sviði rannsókna og tækniþró- unar og um aðra alþjóðasamvinnu á sviði rannsókna. ★ Aðstoð við fulltrúa í stjórnarnefndum Rammaáætlunar Evrópubandalagsins um rannsóknir og tækniþróun. ★ Þátttaka í norrænum samráðsnefndum umframkvæmd rannsóknaáætlana EB. ★ Umsjón með útgáfu sameiginlegs frétta- bréf ráðanna, svo og annars upplýsinga- ' efnis sem varðar starfsemi þeirra. Krafist er háskólamenntunar á sviði vísinda eða tækni, kunnáttu í enskui og einu Norður- landamáli, svo og góðrar ritfærni á íslensku. Æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu af notkun tölvu til ritvinnslu og til gagnamiðl- unar og jafnframt að hann þekkti nokkuð til rannsóknastarfsemi á íslandi. Um launakjör fer eftir reglum um störf opin- berra starfsmanna. Frekari upplýsingar veita framkvæmdastjórar ráðanna. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist Rannsóknaráði ríkisins, Laugavegi 13, eða Vísindaráði, Báru- götu 3, fyrir 15. nóvember nk. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS STATENS forskningsrád the national research council LAUGAVEGl 13 BRÉFSIMI 91 29814 101 REYKjAVlK SIMI 91 21320 Deildarsérfræðingur - tækniúttektir Rannsóknaráð ríkisins vill ráða í starf deild- arsérfræðings. í starfinu felst m.a. eftirfarandi: ★ Umsókn með úttektum á sviði atvinnulífs og tækni og aðstoð við starfshópa á veg- um Rannsóknaráðs ríkisins. ★ Umsjón með framkvæmd árangursmats á einstökum sviðum rannsókna og þróunar, samkvæmt ákvörðunum Rannsóknaráðs. ★ Erlend samskipti á starfssviðum Rann- sóknaráðs. ★ Aðstoð við mat á umsóknum til Rann- sóknasjóðs, sérstaklega á sviði upplýs- ingatækni. ★ Aðstoð við uppbyggingu og viðhald á gagnavinnslukerfi ráðsins, m.a. vegna þarfa Rannsóknasjóðs. Kráfa er gerð um háskólamenntun á sviði raunvísinda og góða innsýn og reynslu á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Góð mála- kunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum eru eftirsóknarverðir hæfileikar. Um launakjör er farið eftir reglum opinberra starfsmanna. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist Rannsóknaráði ríkisins, Laugavegi 13, fyrir 15. nóvember nk. Aðstoðar- deildarstjóri - sjúkraliði Staða aðstoðardeildarstjóra á deild A-3 er laus til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starf á hjúkrunardeild með góðri vinnuað- stöðu. Unnið er eftir hjúkrunarskráningu. Hjúkrunarfræðingur, með reynslu af hjúkrun aldraðra, óskast, helst eigi síðar en 1. desember nk. Staða sjúkraliða 70% starf er laust frá ca 10. desember. Upplýsingar veita Jónína Nielsen, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, og ída Atladóttir, hjúkr- unarforstjóri, í símum 35262 og 689500. Þriggja herbergja íbúð á 4. hæð hefur losnað í nýbyggingu fyrir aldr- aða, sem verið er að byggja við Þorragötu 5-9 í Reykjavík. íbúðinni fylgir bílskúr á 1. hæð. Upplýsingar hjá Skildinganesi hf., Borgartúni 18, milli kl. 14 og 16, sími 625260. í þessu húsi er til leigu vandað ca 30 fm skrifstofuher- bergi við Austurströnd á Seltjarnarnesi. í húsinu er m.a. bankastofnun, lögmanns- stofa og fasteignasala. Aðgangur að síma, faxi, ritara o.fl. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 614455 kl. 10-18 daglega. Lions - Lionessur - Leo Þriðji samfundur vetrarins hefst í Félags- heimili Bíldælinga kl. 19.00 föstudaginn 5. nóvember. Fjölbreytt dagskrá. Mætum vel! Fjölumdæmisráð. Árshátíð SÁÁ verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstu- daginn 5. nóvember. Miðasala er hafin í Síðumúla 3-5 frá kl. 9 til 17. Húsið opnað kl. 19.30. Fjölbreytt skemmti- atriði, þ.á m. Spaugstofan, einsöngur, dans- sýning og happdrætti. Miðaverð kr. 3.500. Síðumúla 3-5 sími (91)812399. Greiðsluáskorun Gjaldheimta Suðurnesja skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á opin- berum gjöldum, sem glögð voru 1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gjalddaga fyrir 1. nóvember 1993 og eru til innheimtu hjá Gjaldheimtu Suðurnesja, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá birtingu greiðsluáskorunar þessarar. Gjöldin eru nánar tiltekið þessi: Tekjuskatt- ur, sérstakur tekjuskattur, útsvar, eignar- skattur, sérstakur eignarskattur, útflutnings- ráðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurek- enda samkvæmt 36. gr. laga, nr. 67/1971, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, líf- eyristryggingagjald samkvæmt 20. gr. laga nr. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðnlánasjóðs- og iðnaðar- málagjald, aðstöðugjald, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á vangreiddri staðgreiðslu opinberra gjalda, en gjaldendur mega búast við því að atvinnurekstur þeirra verði stöðvaður af lög- reglu án frekari fyrirvara. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxtum, álagi og kostnaði, að liðnum 15 dögum frá birtingu greiðsluáskor- unar þessarar. Njarðvík, 4. nóvember 1993. Gjaldheimta Suðurnesja. Útboð Húsnæðisríefnd Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í innihurðir í 58 íbúðir við Laufengi í Grafarvogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu HNR, Suðurlandsbraut 30. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00 á skrif- stofu HNR. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Uppboð Framhald uppboðs á Ennisbraut 34, Ólafsvík, þinglýst eign Sæborg- ar sf., gerðarbeiöendur Byggðastofnun og Ólafsvíkurkaupstaður, fer fram á eigninni sjálfri, mánudaginn 8. nóvember 1993, kl. 13.00. Sýslumaðurinn I Stykkishólmi, 3. nóvember 1993. Uppboð Mánudaginn 8. nóvember nk. kl. 14.00 veröur haldið framhaldsupp- boð á eftirtalinni eign sem fer fram á henni sjálfri: Víkurbraut 28, Vík í Mýrdal, þinglýst eign þrotabús Gæða hf. að kröfu Sigurðar Jónssonar, hdl., skiptastjóra. Mánudaginn 8. nóvember nk. kl. 15.00 mun byrja uppboð á eftirtöld- um eignum á skrifstofu embættisins Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal: Þykkvibær II, Skaftárhreppi, þinglýst eign Óskars Þorleifssonar, að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins. Skagnes I, Mýrdalshreppi, þinglýst eign jaröeignadeildar ríkissjóðs, ábúandi Paul Richardsson, að kröfu Búnaðarbanka íslands. Bakkabraut 6, Vfk í Mýrdal, þinglýst eign Jóns E. Einarssonar, að kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, Samvinnulífeyrissjóðsins og Eftir- launasj. starfsm. Seðlabanka og Landsbanka. Ránarbraut 7a, Vik í Mýrdal, þinglýst eign Kristjáns Benediktsson- ar, að kröfu Samvinnulífeyrissjóðsins. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 2. nóvember 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.