Morgunblaðið - 04.11.1993, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.11.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTÍJDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 47 KNATTSPYRNA Reuter Paul Ince hjá Manchester United til vinstri í baráttu um knöttinn við Yusuf, leikmann Galatasaray í leiknum í gær. Sorg í Miinchen og Manchester BAYERN Múnchen og Manchester United féllu óvænt úr Evrópu- mótunum íknattspyrnu ígærkvöldi; Bayern gerði 1:1 jafntefli við Norwich á útivelli í Evrópukeppni félagsliða eftir að hafa tapað 2:1 heima og United gerði markalaust jafntefli við Galatas- aray í Istanbul í Evrópukeppni meistaraliða, en úrslitin urðu 3:3 í fyrri leiknum. ÚRSLIT Knattspyrna Síðari leikir á Evrópumótunum í gær- kvöldi; feitletraða liðið komst áfram — sam- anlögð úrslit í sviganum. Evrópukeppni meistaraliða Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Porto (Portúgal).....0:0 (0:1) Áhorfendur: 43.000 Búkarest, Rúmeníu: Steaua - Mónakó (Frakkl.)........1:0 (2:4) Ilie Dumitrescu (84.) 21.000 Bremen, Þýskalandi: Werder - Levski Sofia (Búlgaríu) ..1:0 (3:2) Mario Basler (73.) 28.000 Mílanó, Ítalíu: AC Milan - FC Kaupmannahöfn...,l:0 (7:0) Papin (45.) 6.786 Brussel, Belgíu: Anderlecht - Sparta Prag.......4:2 (5:2) Johnny Bosman (2.), Luc Nilis 2 (47., 71.), Bruno Versavel (89.) - Viktor Dvirnik (18.), Roman Vonasek (60.) 19.000 Istanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Manchester Utd...0:0 (3:3) Áhorfendur: 34.000 Moskvu, Rússlandi: Spartak - Lech Poznan (Póll.).2:1 (7:2) Karpin (6.), Khlestov (81.) - Dembilski (28.) 10.000 Vín, Austurríki: Austria - Barcelona (Spáni)....1:2 (1:5) Andreas Ogris (38.) - Hristo Stoichkov 2 (5., 80.) 20.000 Keppni bikarhafa Parma, Ítalíu: t Parma - Maccabi Haifa (Israel).....0:1 (3:1) - Mizrahi (51.) 9.312 Eftir framlengingu, en Parma vann fyrri leikinn á útivelli 1:0. Parma vann 3:1 i vítaspymukeppni. Madríd, Spáni: 1 Real Madrid - FC Innsbruck..........3:0 (4:1) Michel Gonzalez (6.), Emiiio Butragueno (46.), Alfonso Perez (65.) 19.300 Aberdeen, Skotlandi: Aberdeen - Tórínó (Ítalíu).....1:2 (3:5) Lee Richardson (12.) - Benito Carbone (39.), Andrea Silenzi (53.) 21.655 Sófíu, Búlgaríu: CSKA - Benfica (Portúgal)......1:3 (2:6) Ivailo Andonov (56.) - Rui Kosta (32.), Joao Pinto (74.), Sergej Yuran (89.) 20.000 Biege, Belgíu: Standard - Arsenal (Engl.)...0:7 (0:10) - Alan Smith (2.), Les Seliey (20.), Tony Adams (36.), Kevin Campbell 2 (41., 80.), Paul Merson (72.), Eddie McGoldrick (82.) 12.000 Craiova, Rúmeníu: Universitatea-ParísSG.......0:2 (0:6) - Vincent Guerin 2 (29., 48.) 20.000 UEFA-keppnin Norwich, Englandi: Norwich - Bayem Múnchen.....1:1 (3:2) Jeremy Goss (50.) - Adolfo Vaiencia (4.) 20.829 Genf, Sviss: Servette - Bordeaux (Frakkl.)...0:1 (1:3) - Peter Schepull (sjálfsm. 65.) 18.000 Birmingham, Englandi: Aston Villa - Deportivo (Spáni) ....0:1 (1:2) - Manjarin (36.) 26.737 Lissabon, Portúgal: Sporting - Celtic (Skotl.)......2:0 (2:1) Jorge Cadete 2 (18., 61.) 70.000 CagHari, Ítalíu: Cagliari - Trabzonsport (Tyrkl.) ...0:0 (1:1) Áhorfendur: 30.000. Cagliari kemst áfram á marki skoraðu á útivelli. Limassol, Kýpur: Apollon - Inter (Ítalíu).........3:3 (3:4) Milenko Spoljiarec (11.), Sladjian Cepovic (32.), George Iosephides (85.) - Igor Sha- limov (6.), Dennis Bergkamp (8.) Davide Fontolan (38.) 12.000 Bröndby, Danmörku: Bröndby - Kuusysi Lahti (Finnl.) ..3:1 (7:2) Jesper Kristensen (39.), Jens Madsen (68.), Jes Högh (vsp. 86.) - Juha Annunen (6.) 5.834 Dortmund, Þýskalandi: Borussia - Maribor (Slóveníu)....2:1 (2:1) Stephane Chapuisat 2 (48., 62.) - Bozgo (21.) 25.000 Tyrklandsmeistararnir fögnuðu glæstasta áfanganum í 88 ára sögu félagsins á þéttskipuðum Ali Sami Yen vellinum og 34.000 áhorf- endur réðu sér vart fyrir gleði. Þeir litu á þetta sem sigur fyrir tyrk- neska knattspyrnu, en síðan 1984 hefur England sigrað Tyrkland sjö sinnum með samanlagðri markatölu 29:0. Eftir jafnteflið í Manchester sáu Tyrkir fram á möguleika á að ná í átta liða úrslit. Þeir ætluðu að verj- ast, en strax á 2. mínútu hefði mátt heyra saumnál detta á vellin- um, þegar Lee Sharpe skoraði fyrir United. En heimamenn tóku fljótt gleði sína á ný — Sharpe var rang- stæður og markið því ekki dæmt gilt. Gestirnir komust annars lítt áleiðis gegn sterkri vöm, en heima- menn fengu þijú góð marktækifæri á tveimur mínútum um miðjan fyrri hálfleik. Tvisvar varði Peter Schmeichel mjög vel af stuttu færi og skömmu síðar missti Kubilay marks eftir að hafa komist innfyrir vörn United. Kubilay, sem gerði tvö mörk f fyrri leiknum, var aftur á ferðinni á 24. mínútu og skoraði, en markið var dæmt af þar sem hann var rangstæður. United var spáð góðu gengi I keppninni, en ekkert er öruggt í knattspyrnu. Ekki bætti úr skák að Eric Cantona var bókaður á 77. mínútu og fékk að sjá rauða spjald- ið fyrir mótmæli á leiðinni inn, en varð síðan fyrir aðkasti frá tyrk- neskum lögreglumanni á vellinum. „Þegar allt kemur til alls er það ekki ástæðan fyrir því að við erum úr leik,“ sagði Alex Ferguson, stjóri besta liðs Englands um þessar mundir, „og við getum ekki notað þetta sem afsökun. Eric kvartaði yfir því að klukkan hefði ekki verið stöðvuð, þegar Tyrkir voru að tefja og síðan stjakaði lögreglumaður við honum. Við eigum þetta á fílmu og eins þegar lögreglumaður notaði skjöld sinn á Bryan Robson með þeim afleiðingum að sauma þurfti tvö spor í hönd hans.“ Cantona sagðist hafa sagt dómaranum að SVEINBJÖRN Hákonarson hef- ur ákveðið að þjálfa og leika með Þrótti f rá Neskaupstað í 2. deildinni næsta sumar. Sveinbjöm hefur verið iengi að þvl hann lék sinn fyrsta leik í 1. deild árið 1976 og þá að sjálf- sögðu með Skagamönnum. Hann meiddist illa í þriðja leik það sumar- ið og var talið að hann myndi aldrei leika knattspyrnu framar. En Svein- björn er þekktur fyrir að vera harð- ur af sér þegar knattspyrnan er annars vegar, og einu og hálfu ári síðar lék hann aftur og hefur verið að síðan. Hann lék um tíma með Grimsás í Svíþjóð auk þess sem hann hann væri slæmur dómari, „en rauða spjaldið skiptir ekki máli. Galatasaray er lítið félag, en við vorum í sömu sporum að þessu sinni.“ Ferguson sagði að United hefði einfaldlega ekki leikið nógu vel. „Martröðin frá fyrri leiknum hélt áfram og ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðuna. Sannleikurinn er sá að spilið gekk ekki og við lékum ekki nógu vel.“ Bayern aldrei sigrað í Englandi Norwich tekur í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni og hefur ekki náð eins langt í 91s árs sögu félagsins, en liðið er komið í 3. umferð UEFA- keppninnar. Adolfo Valencia gaf Bayern von með marki eftir fjórar mínútur, en Jeremy Goss, sem skor- aði í fyrri leiknum, jafnaði með glæsilegu skoti á 50. mínútu. Bayern, sem hefur þrisvar fagn- að Evrópumeistaratitli, hefur átta sinnum dregist gegn enskum síðan 1970 og aldrei sigrað í útileik í Englandi — tapað fímm sinnum og þrisvar gert jafntefli. Reyndar hafa þýsk lið ekki riðið feitum hesti frá viðureignum við ensk lið í Evrópu- mótunum, aðeins sigrað í þremur af 42 leikjum í Englandi. Frankfurt fagnaði síðast sigri — gegn Burnley í borgarkeppninni í apríl 1967. lék með Stjörnunni og hjá Þór hefur hann verið síðustu tvö árin. Lengst af lék Sveinbjörn þó með Skaga- mönnum og tíu landsleiki hefur hann leikið. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég ætlaði reyndar að vera eitt ár enn í 1. deildinni en þetta er ágætis kost- ur. Ég er fyllilega sáttur við að hverfa frá 1. deildinni," sagði Svein- björn. Víglundur Gunnarssonar, formað- ur knattspyrnudeildar Þróttar, sagð- ist í gærkvöldi vera mjög ánægður með að fá Sveinbjörn sem þjálfara og leikmann. „Viðar Þorkelsson verður með liðið hérna þangað til Sveinbjörn kemur í vor.“ Framarar endurheimta leikmenn AÐ undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli Fram og nokkurra fyrrum leikmanna félagsins og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Ijóst að þrfr þeirra snúa örugglega aftur og einn til viðbótar gerir upp hug sinn í dag. Anton Bjöm Markússon, sem lék með Eyjamönnum á lið- inni leiktíð er ákveðinn í að skipta aftur yfír í Fram samkvæmt ör- uggum heimildum blaðsins. Haukur Pálmason, sem hefur leikið með Stjömunni undanfarin tvö ár, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að gengið yrði frá fé- lagaskiptum sínum í dag, og Hólmsteinn Jónasson, sem hefur verið með Víkingi síðan 1991, snýr einnig aftur. Guðmundur Steinsson gaf Þór á Akureyri afsvar og ætlar að ákveða með framhaldið í dag, en þó hann vildi hvorki segja af eða á var á honum að heyra að Fram væri sterklega inní myndinni. HANDBOLTI KA-áhorfandi settur í bann Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að setja þann sem kastaði trommukjuða í átt að öðrum dómaranum í leik KA og Víkings í síðustu viku í bann frá heimaleikjum liðsins fram að jólum. „Við sendum mótanefnd greinargerð um málið á þriðjudag og eins sendi þessi maður sem kastaði kjuðanum afsökunar- bréf til mótanefndar," sagði Þorvald- ur Þorvaldsson, varaformaður hand- knattleiksdeildar KA í samtali við Morgunblaðið. „Við erum mjög ósáttir með þessa framkomu og líðum hana ekki. Ann- ars höfum við verið með mjög góða gæslu á leikjum okkar en það var í sjálfum sér ekkert hægt að gera í þessu tilviki og sem betur fer varð ekkert siys og það er fyrir öllu. Þó svo að mönnum hitni í hamsi verða þeir að hafa hemil á sjálfum sér. Ég vona nú að mótanefndin eða aganefndin fari einhvern milliveg í þessu, en við eigum alveg eins von á að vera settir í heimaleikjabann. Það hlýtur að koma að því einn dag- inn að mótanefnd dæmi eitthvert lið í heimaleikjabann til að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig,“ sagði Þorvaldur. 1.DEILD KARLA Fj. leikja u J r Mörk Stig HAUKAR 6 5 1 0 160: 138 11 VALUR 6 5 0 1 156: 131 10 FH 6 4 O 2 162: 153 8 UMFA 6 4 0 2 144: 141 8 SELFOSS 6 3 1 2 147: 142 7 STJARNAN 6 3 1 2 141: 138 7 ÍR 6 3 0 3 136: 136 6 VÍKINGUR 5 2 0 3 129: 131 4 KA 6 1 1 4 146: 149 3 KR 6 1 1 4 125: 144 3 ÞOR 6 1 0 5 150: 178 2 IBV 5 0 1 4 121: 136 1 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla Víkin: Víkingur-ÍBV..........20 1. deild kvenna Austurberg: Fylkir-ÍBV..18.30 2. deild karla Austurberg: Fylkir-Völsungur....20 Hðllin: Fram - Fjölnir.......20 Seltjn.: Grótta-HK...........20 Körfuknattleikur Úrvalsdeild Borgames: Skallagr. - Haukar.20 Keflavík: iBK - Grindavfk....20' 1. deild kvenna Kennaraháskóli: ÍS - Valur...20 Samtök 1. deildarfélaga íknattspyrnu Gunnar segir af sér formennsku GUNNAR Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði formennsku sinni lausri í Samtökum 1. deildar félaga á fundi þeirra í gær. Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, tók við stöðunni og gegnir henni framað aðalfundi, sem verður ítengslum við ársþing KSÍ um mánaðarmótin. Gunnar sagði við Morgunblað- ið að hann hefði tekið þessa ákvörðun til að lýsa yfír óánægju með vinnubrögð Lúðvíks S. Ge- orgssonar, gjaldkera samtakanna, varðandi viðræður hans við samn- ingsbundna leikmenn annarra liða án vitundar viðkomandi félaga. „Ég hef eytt óhemju miklum tíma í þessi samtök og átt gott samstarf við Lúðvik, en tími minn er dýrmætari en svo að ég geti tekið þátt í svona vinnubrögðum,“ sagði Gunnar. „Samvinnan við forystumenn KR í gegnum tíðina hefur verið mjög góð. Island hefði ekki getað átt verðugri sendiherra en Björgvin Sehram og Einar Sæmundsson, og Ellert B. Schram er minn tryggasti vinur, en nú virðist komin ný kynslóð með breytt viðhorf, sem ég sætti mig ekki við.“ Lúðvík S. Georgsson vildi ekki tjá sig um ummæli Gunnars vegna afsagnar hans. Sveinbjöm til Þróttar N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.