Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 12
MQKGU,NB1.A0J1). FLMMTUllAQUR 4, ,NÓVE>M.BKK, ,19ga Pl2 Um skylduaðild og lýðræði eftir Jónas Haraldsson Þann 17. ágúst sl. birtist grein í Morgunblaðinu sem ég skrifaði og kallaði „Neikvætt félagsfrelsi er mannréttindi.“ Greinin var rituð vegna greinar Láru V. Júlíusdóttur framkvæmdastjóra ASÍ og héraðs- dómslögmanns, sem hún kallaði „Aðild að stéttarfélögum er mann- réttindi“ og birtist i Morgunblaðinu þann 28. júlí sl. Fátt um svör 1 þessari grein fjallaði ég um nokkur atriði varðandi skylduaðildl o.fl., jafnframt því sem ég beindi nokkrum spurningum til Láru. Ég spurði, hvort hún teldi það til mann- réttinda að vera skyldug að lögum sem lögmaður að yera í Lögmanna- félagi Islands, þar sem málflutn- ingsréttindin eru tekin af mönnum, ef þeir láta sér ekki lynda að vera í félaginu. Þá hélt ég því fram, að hvorki samtök launþega né atvinnu- sokkabuxur hnésokkar v/Nesveg, Seltj. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum kl. 11-16 rekenda gætu samið sin í milli um félagaskyldu utanfélagsmanna, þ.e. þriðja aðila. Einnig fullyrti ég að taka félagsgjalds af utanfélags- mönnum væri ólögmæt og jafn- framt væri atvinnurekendum þess- ara aðila óskylt að greiða í styrkt- ar- og sjúkrasjóði vegna þeirra, þar sem ófélagsbundnir njóti ekki réttar til greiðslna úr þessum sjóðum og var vísað í ákveðinn hæstaréttar- dóm. Þá bendi ég á, að þrátt fyrir verulega aukin rétt launþega úr hendi atvinnurekenda í slysum og veikindum, þá borguðu atvinnurek- endur enn 1% af launum í þessa sjóði í stað 0,l%-0,2%. Fyrir vikið safnaðist upp tugmilljóna eða hundruðmilljóna inneign, sem stétt- arfélögin notuðu til ýmissa eigna- kaupa og jafnvel til að borga tap á rekstri gömlu dansanna. Ég verð að segja eins og er, að ég átti von á einhveijum andsvörum við þessum ummælum mínum, sem byggð væru á lögfræðilegum rökum eða einhverjum rökum. Ekki virðist vera áhugi á því, heldur er látið nægja að kvarta sáran yfir árásum á verkalýðshreyfinguna, þegar ein- hver minnist á þessi mál, sem ekki eru einkamál verkalýðshreyfingar- innar, eins og hún telur greinilega. Ekki getur hún ætlast til þess að fá að velja sér viðmælendur. eftir Hjörleif Hringsson íþróttahreyfingin á íslandi er talin velta hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. Menn greinir ekki á um að hér er um geysilegt fjármagn að ræða. Helstu tekjulindir til starfsemi íþróttafélaga er sjálfsaflafé sem fæst með ýmsum hætti. Má þar helst nefna auglýsingasölu og samninga sem gerðir eru við fyrirtæki, að- gangseyrir að kappleikjum ásamt aragrúa annarra fjáraflana sem glúrnir stjórnarmenn þessara félaga finna uppá. Ekki skal gert lítið úr framlögum ríkis og _ sveitarfélaga, Lottós og Getrauna. Ég hygg þó að rekstrarfé félaganna sé að mestu leyti sjálfsaflafé þeirra hvers fyrir sig, að minnsta kosti er það sú reynsla sem ég þekki til úr minni sveit. Hvemig var þetta hér á árum áður? „Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, þá þurfum við í þessum félög’uin, hvort heldur launþega- eða atvinnu- rekendafélögum, að sanna ágæti okkar fé- lags og að það borgi sig að vera í félaginu.“ Akademískar hugleiðingar í Morgunblaðinu þann 11. sept- ember sl. birtist grein eftir lögfræð- ing ASÍ, Bryndísi Hlöðversdóttur, sem hún kallar ',,Um frelsisástina og grundvöll lýðræðisþjóðfélags". Ekki er þar bruðlað með lögfræð- inga, heldur er greinin nokkurs konar framboðsræða. Grein Bryn- dísar er tvíþætt af efni til. Annars vegar lýsir hún hrifningu sinni yfir skoðunum breskra prófessora.'sem voru hér á landi fyrir nokkru og fjölluðu m.a. um skylduaðild að verkalýðshreyfingunni. Er greini- legt að akademískar vangaveltur útlendra háskólakennara, sem ekk- ert þekkja til málefna og stöðu ís- lenskra verkalýðshreyfíngar og Sagt er að þá hafi kröfur verið aðrar. Þjálfarar komið úr röðum fé- lagsmanna og leikmenn verið með félagi sínu ánægjunnar vegna. Nú eru breyttir tímar. Kröfumar vænt- anlega meiri. Þjálfarar koma nú hver úr sinni áttinni og keppast íþrótta- klúbbarnir um að hækka laun þessar- ar stéttar, með afar taklausum hætti ef mið er tekið af því starfsumhverfí sem félögin almennt búa við. Það má segja að tap sé á'rekstri þeirra upp til hópa. Hvað varðar leikmennina þá er þátttaka ánægjunnar vegna löngu liðin tíð. Skyldi þá engan undra við versnandi tekjuöflun á samdráttar- tímum að félögin séu í þessum spor- um? Ég held að það komi að því áð þeirrar spurningar verði spurt hvort félögin hafí efni á þessu. Éða er það möguleg leið að þjálfurum og ieik- mönnum verði gert að „gíra“ sig niður? Ég spurði kunningja minn þessarar spurningar og svarið var: „Hver viil ekki vina leik?“ Auðvitað vilja allir vinna leik og á sigurstundu vinnumarkaðar, falla Bryndísi vel í geð, enda óspart vitnað í kenningar þessara erlendu háskólakennara. Hins vegar er hluti greinar Bryndís- ar skammir í garð þeirra, sem leyfa sér að segja eitthvað, sem ekki passar verkalýðsforystunni. Okkur sem störfum hjá atvinnurekendum, og höfum margir hveijir áratuga reynslu varðandi þessi mál, kallar Bryndís íslenska frelsisriddara, sem séu haldnir trúarofstæki í þessum efnum. Við eigum allir að þegja sem væntanlega fellur þá undir hugtak- ið lýðræði í huga verkalýðsforyst- unnar. Lýðræðið brestur Hjá þeim enska prófessor, sem fékk það verkefni að réttlæta skylduaðild að stéttarfélagi, kom fram, að lýðræði verði ekki haldið í verkalýðsfélögunum nema allir launþegar séu félagsbundnir. Þetta er rangt. í dag eru það allir, annað- hvort sjálfviijugir eða gegnum for- gangsréttinn. Hvert er svo lýðræðið í dag í verkalýðsfélögunum? Sé aðildarskyldan forsenda lýðræðis- þjóðfélags, eins og haldið var fram, hvers vegna er það ekki lögfest? Hves vegna er þvert á móti í ís- lensku stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi? Væri slík grein í stjóm- arskránni ef það rústaði lýðræðið „Það er skoðun mín að tímabært sé að íþrótta- félögin og forustumenn fyrir sveitarfélögunum seljist niður og finni saman lausnina að ör- uggum rekstri félag- anna. Það er kunnara en frá þurfi að greina hversu nauðsynleg íþróttafélögin eru í hverjum bæ.“ er það hreinn hjárænuháttur að velta fyrir sér tilkostnaði, er, höfum við efni á þessu? íþróttafélögin gegna afar mikil- vægu hlutverki sem uppeldismið- stöðvar fyrir börn og unglinga og hafa sveitarfélög og ríki lagt þar mikið til við uppbyggingu á íþrótta- Jónas Haraldsson hér á íslandi eða hjá verkalýðs- hreyfingunni einni og sér? Skyldu- aðild hefur ekkert með lýðræði að gera, enda getur lýðræði aldrei byggst á þvingunum. Félagsaðild Ég hef alltaf verið þeirra skoðun- ar og tel það eðlilegt, að launþegar séu þátttakendur í starfi viðkom- andi stéttarfélags og atvinnurek- endur í viðkomandi félagi atvinnu- rekenda. Vilji menn ekki vera fé- lagsbundnir af einhveijum ástæð- um eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að vera ófélagsbundnir. Það er ekki hægt að þvinga neina til mannvirkjum. Það má því segja að ekki skorti á aðstöðu víðast hvar, en miðað við þróun mála þar sem kostn- aður við rekstur er snar þáttur í við- gangi þeirra þurfa fjáraflar að herða róðurinn og fínna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Kostnaður við rekstur íþróttafélaga er auðvitað ekki bund- inn eingöngu við greiðslurtil þjálfara og leikmanna. Ég held þó að þar sé einn af stóru kostnaðarliðunum. Hlutur sveitarfélagsins er fyrst og fremst að koma upp aðstöðu en þeirri spurningu hlýtur að vera varpað fram hvort hugsanlegt sé að þátttaka þeirra í rekstri íþróttafélaganna gæti verið meiri, ekki síst ef skoðuð eru öll þau hundruð og þúsundir barna og unglinga sem eru undir væng félaganna. Hvaða sveitarfélag vill vera án frambærilegs íþróttafélags? Félögunum er þó þrengri og þrengri stakkur skorinn, fjáraflanir dragast saman og fyrirtæki halda að sér höndum. Við þessu sýnist mér að ekki sé brugðist af nógu miklu afli og félögin safna skuldum. Það er Hver vill ekki vinna leik? Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, spónsugur, ry«in ^^Lailgjtvegi 29 Simar 24320 — 24321 — 24322 rr± MEÐALANNARRAORÐA Mannkostir eftir Njörð P. Njarðvík Allir hugsandi menn vita í raun, að mannkostir fara ekki eftir stjórn- málaskoðunum. Það ber vott um fordóma eða ofstæki að taka ein- ungis afstöðu til fólks á grundvelli stjórnmálaskoðana þeirra. Það hef- ur þó oft verið gert, ekki síst á dögum kalda stríðsins, þegar ágreiningur var bæði harkalegri og augljósari, og þó kannski allra helst þegar átök voru sem grimmust vegna þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu og veru bandaríska hersins hér. Enda var þá komist einhvern veginn svo að orði í leið- ara Morgunblaðsins, að i þessu landi byggju tvær þjóðir. En mannkostir fara ekki eftir stjórnmálaskoðunum. Við höfum öll kynnst prýðilegu fólki, öndvegis- fólki, sem er ósammála okkur í stjórnmálum, og skoðanasystkinum okkar, sem okkur geðjast ekki meira en svo að. Þetta ber að hafa sérstaklega í huga, þegar litið er á leikreglur lýðræðis. Þar er gert ráð fyrir því, að við sættum okkur við, að okkur sé stjórnað af mönnum sem eru á öndverðum meiði við okkur í lífsskoðunum. Og það ger- um við í reynd, þótt við séum að vísu misjafnlega hrifin, eftir því hveijir koma þar við sögu. Skoðanir og hæfni Hér er komið að grundvallarat- riði. Við verðum að geta greint á milli skoðana og hæfni. Við verðum að geta sætt okkur við stjómendur sem stefna í aðra átt en við hefðum kosið, ef við viðurkennum að þeir séu hæfír menn, sem valda hlut- verki sínu, enda valdatími þeirra takmarkaður. Oðru máli gegnir, ef við komumst að þeirri niðurstöðu, að þeir séu vanhæfír til þeirrar ábyrgðar og þess trúnaðar, sem þeir hafa axlað. Þá verður trúnaðar- brestur milli ráðamanna og umtals- verðs hluta þjóðarinnar, því að eng- inn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur nokkru sinni haft meirihluta- fylgi á bak við sig. Þetta ættu ráðamenn í lýðræðis- ríki að hafa í huga og að Ieiðar- ljósi. Þeim ber jafnan skylda til að taka fullt tillit til þess hluta þjóðar- innar, sem kaus þá ekki. Það er ein grundvallarregla lýðræðis, að þeir sem fara með meirihlutastjórn, er byggist á samstarfi tveggja eða fleiri flokka, misbjóði ekki minni- hlutanum freklega með ákvörðun- um sínum og framferði. Ef þeir gerast sekir um slíkt, misbjóða þeir jafnframt sjálfu lýðræðinu og geta jafnvel stofnað því í beina hættu. Þjóðin hlýtur að gera strangar kröfur til ráðamanna sinna um hæfni, siðferði og tillitssemi. Sásem er forsætisráðherra kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar allrar, þótt einungis minnihluti hennar hafi kosið hann. Hið sama gildir einnig um aðra ráðherra, og reyndar sömuleiðis um æðstu embættis- menn, sem hlotið hafa skipun til trúnaðarstarfa frá pólitísku valdi. Allir þessir menn eru í sviðsljósi, og þjóðin tekur eftir hvernig þeir fara með trúnað hennar og traust. Ágjörn yfirstétt Ef við lítum til baka og rifjum upp kynni af horfnum stjórnmála- leiðtogum á borð við Bjarna Bene- diktsson, Eystein Jónsson, Hannibal Valdimarsson og Einar Olgeirsspn (svo að nefndir séu menn út flestum flokkum), þá voru þetta allt menn sem fóru með gætni og bárust ekki á. Nú finnst almenningi hins vegar að þjóðfélag okkar sé að gliðna, og kannski verður fljótlega hægt að segja á ný, að í þessu landi þúi tvær þjóðir. Og í þetta sinn á þann hátt, að nú sé sprottin fram mold- rík, ágjörn og tillitslaus yfirstétt, sem skammast sín ekki fyrir að lifa í hóflausum munaði, meðan þreng- ingar og atvinnuleysi steðjar að þjóðinni og fjöldi manna lepur dauð- ann úr skel. v Ég fullyrði að þjóðin sé reið Og full vandlætingar vegna þess, að henni finnst að ráðamenn, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, gangi freklega í þverrandi, sameig- inlega sjóði landsmanna í eigin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.