Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 íslendingur drap alfriðaða fugla og smyglaði þeim úr landi til Noregs 250 þúsund fást fyrir upp- stoppaða fálka í Evrópu UVE Brydevull yfirfulltrúi og Jacob Thingvold rannsóknarlögreglumaður skoða hluta af fuglunum sem fundust við almennt tolleftirlit í Kristjánssundi. TUTTUGU og sjö ára gamall Akureyringur játaði í gær að hafa skotið eða aflað sér með öðrum hætti um 50 fugla og sett um borð í flugfrakt sem átti að fara um borð í Stakfellið í Nor- egi til að flytja þá til Hull í Eng- landi, ákvörðunarstaðar togar- ans. Skipverji af Stakfellinu var handtekinn á flugvellinum í Kristjánssundi í Noregi þegar smyglið á fuglunum, sem eru flestir alfriðaðir, fágætir eða jafnvel í útrýmingarhættu, upp- götvaðist síðdegis á fimmtudag. Við húsleit á Akureyri hjá upp- hafsmanninum sem hefur ekki áður komið við sögu Iögreglunn- ar fundust þrír uppstoppaðir fuglar og tíu fuglar í frysti, allir friðaðir. Báðir mennirnir voru látnir Iausir í gærkvöldi og er rannsókn nær lokið. Við yfirheyrslur hjá Rannsóknar- lögreglunni á Akureyri bar maður- inn að hafa ætlað að koma fuglun- um til fuglasafnara í Englandi með það fyrir augum að skipta á þeim og öðrum fágætum enskum fuglum og stoppa þá upp. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi segir að maðurinn kveðist hafa ráðfært sig við starfs- mann hjá útgerðarfyrirtæki Stak- fellsins um hvernig hann gæti kom- ið pökkunum út úr landinu, en að starfsmaðurinn hafí tæpast gert sér grein fyrir verðmæti fuglanna, Þar frétti hann að Stakfellið væri á leið til Englands með viðkomu í Noregi og þangað yrðu sendir nýir áhafnar- meðlimir til afleysinga með leigu- flugi frá íslandi. Hann hafi þá reynt að fá skipverjann sem handtekinn var til liðs við sig á þeim forsendum að um löglega flutninga væri að ræða en án árangurs. Hann hafí þá brugðið á það ráð að merkja kassa sína togaranum og sett innan um aðra frakt sem beið á Akureyrarflugvelli, án vitn- eskju skipverjans. Tollgæslan í Kristjánssundi gerði venjulega skoðun á föggum Islendinganna og uppgötvaði fuglana í tveimur köss- um, þar af tvo fálkaunga, einn full- orðinn kvenfálka, einn flórgoða, skeiðendur, straumendur, lóm, smyril, þrjár húsendur, himbrima og fleiri tegundir. Margir fuglanna eru alfriðaðir hérlendis og stærsti hluti þeirra í Noregi, enda margir sjaldgæfir og sumir í útrýmingar- hættu. Allt að sex ára fangelsi fyrir fuglasmygl Uve Brydevull, yfírvarðstjóri í lögreglunni í Kristjánssundi, segir að ólöglegt sé að flytja fugla til Noregs og samkvæmt nýlegum lög- um þar megi dæma menn í allt að sex ára fangelsi fyrir slíkt. Bryde- vull segir að við yfírheyrslur hjá lögreglunni hafí skipveijinn neitað að hafa haft vitneskju um innihald kassanna tveggja. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má fá um 250 þúsund kr. fyrir vel meðfarinn uppstoppaðan fálka í Evrópu, um 100 þúsund kr. fyrir húsandapar í góðu ásigkornu- lagi og um 30 þúsund krónur fyrir smyril. Varlega áætlað má því meta farminn á um eina milljón króna. Seðlabanki reiðubúinn að lækka 1 bindiskyldu » SEÐLABANKINN mun sam- i kvæmt upplýsingum Morgun- ' blaðsins reiðubúinn til þess að lækka 5% bindiskyldu bankanna í Seðlabanka, en ekki afnema hana, eins og bankarnir hafa óskað eftir. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvort Seðlabankinn er reiðu- búinn til þess að rýmka 12% lausafjárkvöð bankanna, né hvort hann er reiðubúinn til þess að hækka 3,5% vexti sína á bindi- skylduna. Ólíklegt er talið að Seðlabankinn sé reiðubúinn til þess að láta slíka vaxtahækkun verða afturvirka, fallist hann á annað borð á hækkun. , Það ræðst væntanlega á fundi ■ með stjómendum Seðlabanka og ' viðskiptabanka í dag hvort þær að- gerðir sem Seðlabankinn er tilbúinn : til þess að beita sér fyrir, til þess I að bæta starfskjör viðskiptabanka í Seðlabanka, eru þess eðlis að bank- amir telji nægjanlega að gert til ) þess að þeir geti tilkynnt um 2% raunvaxtalækkun fljótlega eftir helgi. Jón Sigurðsson bankastjóri seðla- bankans og formaður bankastjómar hans flýtti heimför sinni frá Noregi og kom til íslands í gær. Hann og Birgir Isleifur Gunnarsson Seðla- bankastjóri munu eiga fundi í dag með viðskiptabönkum, verðbréfa- sjóðum og lífeyrissjóðum um breytt starfskjör og raunvaxtalækkun. Seðlabanki og viðskiptabankar takast því á um hvernig sú öra raun- vaxtalækkun sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir um þessar mundir verði fjármögnuð. Viðmælendur Morgun- j blaðsins úr bankakerfínu, sögðu í gær að ef hugmyndir Seðlabanka um breytt starfskjör yrðu þeim ekki L að skapi, væri allt eins líklegt að málinu yrði skotið til ríkisstjórnar- innar. | Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. Kæruatriðum vegna Mack- intosh’s hugsanlega breytt ÍSLENSK-erlenda hefur ákveðið að fresta því að kæra verslun- ina F&A og hugsanlega breyta kæruatriðum. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Miklagarðs vísar á bug getgátum um að stimplar sem sýna geymsluþol sælgætisins hafi verið afmáðir eða falsaðir í Miklagarði á sínum tíma. Metviðskipti voru á Verð- bréfaþingi VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands í gær urðu alls 1,4 milljarð- ar króna og var þetta metdagur í sögu þingsins. Þar af voru viðskipti með spari- skírteini 658 milljónir, húsbréf 99 milljónir, ríkisbréf 28 milljónir, ríkis- víxla 646 milljónir og hlutabréf 6 milljónir. Avöxtunarkrafa lækkaði heldur á ríkisvíxlum í gær og var 6,55-6,80% eftir lánstíma. Ávöxtunarkrafan stóð í stað á spariskírteinum og húsbréfum en hækkaði örlítið á ríkis- bréfum. Októ Einarsson sölustjóri hjá ís- lensk-erlenda segir mögulegt að fyr- irtækið kæri F&A vegna skjalafals og ólögmætra viðskiptahátta. Áður stóð til að kæra á grundvelli heil- brigðisreglugerðar. Ingi Már Aðalsteinsson fv. fram- kvæmdastjóri Miklagarðs vísar á bug ummælum Friðriks G. Friðrikssonar eiganda F&A um að ómerktar Mack- intosh’s-dósir í verslun hans séu lík- lega komnar frá Miklagarði. „Ég tel líklegt að við höfum keypt sælgætið af Insúla [heildverslun F&A] með skilarétti eins og algengt er í sæl- gætisviðskiptum. Eg útiloka að merkingar hafi verið afmáðar eða falsaðar í Miklagarði og vísa hug- myndum þess efnis til föðurhús- anna.“ Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segist vonast til að mál þetta verði til þess að all- ar matvörur, þ.m.t. sælgæti, verði dagstimplaðar. „Ég fordæmi ef mik- ilvægar upplýsingar eru fjarlægðar eins og grunur leikur á varðandi þær sælgætisdósir sem heilbrigðiseftirlit tók úr umferð. Á sama tíma fagna ég sem lægstu verði fyrir neytendur og að menn þurfi ekki lengur að fara til útlanda til að kaupa ódýrt Mackintosh’s." Annríki í F&F í gær Friðrik G. Friðriksson sagði að mikið annríki hefði verið í verslun- inni í gær. „Fólk vildi sjá með eigin augum að Mackintosh’s-dósir sem kosta rúmlega 1.600 krónur hafa geymsluþol fram á næsta sumar samkvæmt merkingum framleið- anda. Þær dósir sem heilbrigðiseftir- litið fjarlægði úr hillum okkar hafa ekkert með nýju sendinguna að gera. Ég hef verið kallaður sjóræningi af því ég kaupi vörur, sem íslenskir aðilar hafa einkaumboð fyrir, hjá erlendri birgðastöð. Sjóræningjar ræna. Það eina sem ég ræni er hluti af óhóflegri álagningu einkaumboðs- aðila sem hafa hingað til verið í ein- okunaraðstöðu. Þetta geri ég til ' hagsbóta fyrir neytendur. Ef við- skiptavinir mínir eru ánægðir er ég glaður. Sjóræningi er því ekki » skammaryrði í mínum eyrum.“ Sjá nánar tilkynningar á bls. 14 -----«-------- ' Njarðvíkurbraut Þrír á sjúkra- hús eftir aftanákeyrslu ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Njarðar- braut í Njarðvíkum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru meiðsl hinna slösuðu ekki talin alvarleg. Áreksturinn varð með þeim hætti að bíl var ekið aftan á annan ) við hraðahindrun á Njarðarbraut, og er ökumaður aftari bílsins grun- aður um ölvun við akstur. Tveir I farþegar í bíl hans voru fluttir á sjúkrahús ásamt ökumanni hins bflsins. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að fjarlægja annan þeirra með aðstoð kranabíls. í dag Jólamarkaöur Biskupnum yfír íslandi, séra Ólafí Skúlasyni, fínnst of snemmt að opna jólamarkað 5. nóvember 4 Drykkjuvandamál Fjallað er um íslenska unglinga í bandarískum sjónvarpsfréttaþætti 18 Fíknivarnir Fræðslumiðstöð í fíknivörnum hef- ur tekið til starfa í Reykjavík 21 Leiðari Skólastefna á vilHgötum 20 „Ein hin fullkomnasta stutta bóksaga sem til í heimsbókmcnntumim‘‘r4Wíf; — föfr: íHorjsrnihlahib Skelfilegar óstir tiins venjulega manns þWJt' Lesbók ► Frá Hrafnkötluþingi á Egils- stöðum - Bömin í Bogotá - Nýjar byggingar úr víðri veröld - Omefni á og við Surtsey - Jónas Pálsson um ísl. endurreisn. Menning/Listir ► Eistnesk vefjalist í Norræna húsinu — Ný íslensk skáldverk kynnt - Islenskir hljómdiskar - Gagnrýni um Alla syni mína í Þjóðleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.