Morgunblaðið - 06.11.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 06.11.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 27 hvíldar í baráttu fyrir bættum kjör- um og helgaði henni hiklaust líf sitt. I dag veit ég að margir kunna hon- um þakkir fyrir þá vinnu. Hitt er líka ljóst að þeir eru til sem ekki vita hve mikið þeir eiga honum að þakka. Þannig verður það ávallt í samfélagi okkar mannanna. Auk starfa sinna að málum stétt- arfélaganna gegndi Björgvin marg- víslegum trúnaðarstörfum á öðrum vettvangi. Hann var starfsmaður Stokkseyrarhrepps og stofnana hans um árabil og var lengi framkvæmda- stjóri Pöntunarfélags verkamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd Stokks- eyrarhrepps í 12 ár og var oddviti hennar um skeið. Þá átti hann einn- ig sæti í stjórn Slysavarnasveitarinn- ar Drafnar, Taflfélags Stokkseyrar og Leikfélagsins á staðnum. Björg- vin hafði mikið yndi af skák alla tíð og fylgdist yfirleitt vel með árangri landa sinna á því sviði, jafnt hér heima sem erlendis. Vinátta Björgvins á Jaðri var ein- læg og fölskvalaus. Ég minnist þess frá bernskudögum að það ríkti alltaf eftirvænting og spenna þegar gjafir frá honum voru opnaðar á hátíðar- stundum. Ég veit að margir eru nú í þeim sömu sporum og ég, að finnast þeir standa í ævarandi þakkarskuld við hann. Samkennd hans með fjöl- skyldu sinni og vinum, jafnt á stund- um sorgar sem gleði og hamingju, var sannarlega eftirtektar- og eftir- breytniverð. Þá minnist ég þess hvernig hann fylgdist með námi okkar bræðranna og lét sér annt um velferð okkar og síðar fjölskyldna okkar. Frá fyrstu tíð ávann hann sér virðingu og aðdáun okkar allra fyrir svo_ ótal margt. Á kveðjustundu er gott að eiga minningu um góðan vin sem með framúrskarandi hæfileikum sínum á mörgum sviðum skilur eftir sig djúp spor, spor sem fyrst og fremst vitna um góðar gáfur og kærleika í garð þeirra sem minnst mega sín. Við sem fengum að kynnast Björgvini förum ríkari af þeim fundi. Við leiðarlok eru hér fluttar ein- lægar þakkir frá föður mínum, Krist- jáni Guðmundssyni, bræðrum mín- um Lárusi Þór og Guðmundi Guðna og fjölskyldum okkar allra. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Björgvins Sigurðssonar á Jaðri. Haraldur M. Kristjánsson. Sagt hefur verið um franska bílinn Citroen, að slík hugkvæmni leynist í smíði og gerð farkostsins, að hann sé raunverulega tuttugu ár (að minnsta kosti) á undan tímanum. Citroen-bifreið er í sérklassa. Þetta fiaug í gegnum hugann, þá er Björg- vins Sigurðssonar verkalýðsleiðtoga á Stokkseyri er minnzt, sem er fall- inn fyrir sigð dauðans, töluvert við aldur. Hvers vegna að vera tala um franskt hugvit, sem byggist á róm- uðu frönsku brjóstviti, þegar hugsað er til Björgvins sáluga. Jú, það er ósköp einfalt og skiljanlegt. Hann var langt á undan tímanum í skipu- lagningu og uppbyggingu og grunn- smíði sjómanna- og verkalýðsfélags- ins Bjarma á Stokkseyri — eins kon- ar ráðgjafi — guðfaðir fjölskyldna, sem háðu harða lífsbaráttu og áttu allt undir farsælli stjórn foringja síns og leiðtoga, sem var þeirra leiðarljós í blíðu og stríðu. Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Bjarmi var sagt vera tuttugu ár á undan tímanum eins og Citroeninn er tuttugu ár á undan tímanum. Björgvin hefði sómt sér vel í Lat- ínuhverfinu í París á vinstri bakkan- um Rivage Gauge innan um aðdá- endur sína og þá, sem litu upp til hans vegna gáfna hans, sem voru miklar. Enda þótt hann teldist á viss- an hátt harðlínusósíalisti (hann var að vísu mikill vinur og sálufélagi Björns Jónssonar frá Akureyri sem linaðist æ meir og meir í harðlínu- pólitík sinni undir lok ævi sinnar (orðinn Hannibalisti)) var hann sanngjarn í garð pólitískra andstæð- inga sinna. Hann var of lífsreyndur til að dæma og enda þótt hann hafi fæðzt og alið nær allan aldur sinn í litlu þorpi, bar hann ekki þess merki. Hann var heimsborgaralegur enda þrællesinn í fögrum bókmennt- um, næmur á menn og málefni. Sjón- deildarhringuj' hans náði ekki eins og sumra frá ísólfsskála að Hraunsá. Það var eins og brimið, brimaldan stríða og hin ægifagra fjara við Stokkseyri, sem undirskráður kallar jafnaðarlega la Costa Brava (lækn- aði hann af tóbaksfíkn vegna íón- anna í loftinu þar og ýmsu öðru um leið) já, það er eins og allt framan- greint hafi mótað og skapað mót- tökuhæfileika Björgvins fyrir víðsýni í hugsun og gildimati. Ég þekkti Björgvin vel, betur en flesta aðra Stokkseyringa. Hann tók mér og fjölskyldu minni vel og eitt sinn bað ég hann að líta eftir slotinu Roðgúl, fylgjast með því, sem hann og gerði. Það veitti öryggi. Það var alltaf gaman að sækja hann heim. Eitt sinn eða tvisvar var komið við hjá honum á svonefndum kúltúrfundum, þar sem nokkrir vinir hans og aðdáendur komu saman og sátu við fótskör meistarans. Það voru þeir sæúlfurinn og aflamaður- inn Henning kapteinn, sem vanalega slær öll met í fiskni, Sveinbjörn í kaupfélaginu, Jón Gunnlaugsson siglfirzki Jón Kristinsson sá dökki maður af Fjalls-ætt, Tommi í Haf- steini, einn bezti sjómaðurinn í pláss- inu (kapteinn og stýrimaður á víxl) og síðastur til að reka lestina og alls ekki ómikilvægastur sveitar- stjórinn hans Grétar Zóph. sá vel- gerði hálfþingeyski fyrrum kapteinn, þeirra allra mest mótaður af „God- father" Björgvin. Þetta var eins kon- ar einkasamkoma, setið yfir kaffit- ári og talað um allt milli himins og jarðar. Það hefði alveg eins getað átt sér stað í París í Frans, en ísólfs- ættin er suðræn, æði suðræn, í hugs- un og geðlagi, sem gefur henni sjarma, og þetta er skemmtilegt fólk. Éinn ættmenna er Bjarni Pálmason, alheimsborgari og húmoristi og Grand Lux-sjofför tiginna sem ótig- inna. Hann vinnur hjá B.S.R. Það var líka alltaf gaman að hitta Björg- vin, jafnvel eftir að lífskraftar hans dvínuðu, en þeir höfðu verið miklir. Það yndislegsta við Stokkseyrina er, að þaðan er bein lína til Suður- skautsins og ekkert land á milli, svo að skeyti þaðan berast greiðlega og gefa þennan sérstæða kraft, sem er ólíkur orku á öðrum stöðum. Ýmsar hremmingar hafa dunið yfir Stokkseyri undanfarið. Vonandi sér sá, sem öllu ræður, um það að ástandið batni og sendi staðnum lífg- jöf og birtu. Björgvin, sem sá er þetta ritar, leyfði sér stundum að kalla Gari- baldi eftir ítalskri frelsishetju er horfinn sjónum. Eftir lifir minning um manneskjulegan persónuleik, sem hafði samkennd með þeim, sem minna mega sín og barðist fyrir rétti þeirra og lífsstöðu. Fulltrúar vinnu- veitenda bera Björgvin vel söguna og virtu hann. Og maður hafði það alltaf á tilfinningunni, að hann væri ekki bundinn neinum ómanneskju- legum pólitískum klafa þeirra vinstri-slagsíðu-manna, heldur væri hann fyrst og fremst að reka réttar hins vinriandi manns. í Sóltúni á ísafirði. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Nú er komið að því að kveðja hann Bjögga frænda, en hann lést á 82. aldursári eftir að hafa átt við veikindi að stríða og legið á sjúkra- húsi meira og minna síðustu tvo mánuðina. Þó að frændi væri búinn að vera veill fyrir hjarta síðustu ár- in, þá kviknaði aldrei sú hugsun að hann færi að kveðja okkur. Það var bara svo eðlilegt að hafa Bjögga hjá okkur. Á síðustu tveimur árum mátti Bjöggi horfa á eftir sínum bestu vin- um og jiar á meðal bræðrum sínum þeim Oskari og Frímanni. Bjöggi átti mjög erfitt með að sætta sig við fráfall þeirra, enda voru þeir ekki aðeins bræður heldur einnig hans bestu vinir. Ég man alltaf þegar við bræðurn- ir, ég og Guðjón Eggert heitinn, fórum að koma við á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélagsins eftir skóla, en þar var Bjöggi for- maður í nokkra áratugi. Á skrifstof- unni lásum við blöðin og hlustuðum á alla þá snillinga sem þar söfnuð- ust alltaf saman til að ræða pólitík og það sem alla skipti máli, afla- brögð. Þessi tími var mjög góður skóli fyrir okkur bræðurna. Bjöggi var í hugum allra í fjöl- skyldunni hinn eini sanni frændi, enda var hann með afbrigðum barn- góður og gerði allt sem hann gat til þess að hjálpa öðrum. Þó að hann sparaði við sjálfan sig þá sparaði hann ekki þegar kom að afmælisdög- um barna í fjölskyldunni, hvað þá jólunum. Mér er minnisstætt þegar hann lá á Landspítalanum nú í byrj- un hausts, að í eitt skiptið sem ég kom til hans þá voru stærstu áhyggj- ur hans þann daginn að hann gat ekki fært systur minni afmælisgjöf á réttum tíma. Þetta segir allt um hans góðvild. Ég vil þakka foreldrum mínum fyrir alla þá umhyggju og allt það sem þau gerðu fyrir Bjögga. Elsku Bjöggi frændi, hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Þín er sárt saknað af minni fjölskyldu. Steinþór Einarsson. með frönskum og sósu TAKIÐMED TAKIÐMEÐ - tilboð! WM&Í -tilboð! Jaríitm \>konii(> mikið úrval af hvíldarstólum Hvíldarstóll m/skemli. Leður hvíldarstóll Leður á slitfleti. m/skemli. Kr. 25.000,- stgr. Kr. 52.000,- stgr. Litir: Svart, brúnt, rautt, grænt og blátt. Opið laugardag kl. 10-16 VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 812275 - 685375 HVERFAFUNDIR BORC ARSTIORA 1993 Komdu hugmyndum þínum á framfæri vi6 Markús Örn Antonsson borgarstjóra millilibalaust 5. FUNDUR Grafarvogshverfi Laugardagur 6. nóvember kl. 14.00 í Fjörgyn, Logafold 1. Fundarstjóri: Reynir Karlsson Fundarritari: Magnús Jónasson REYKJAVÍK ÖFLUC BORC í ÖRUGGUM HÖNDUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.