Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 29 Benedikt Einars- son — Minning Fæddur 17. september 1932 Dáinn 27. október 1993 Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness) í dag er elskulegur afi okkar, Benedikt Einarsson, borinn til graf- ar. Okkur systurnar langar til að kveðja hann með nokkrum orðum og þakka honum fyrir allt sem hann var okkur. Afi var einstaklega ljúfur og geð- góður maður. Aldrei fannst honum ástæða til að hækka róminn eða hasta á okkur, þó að hamagangurinn væri mikill. Þá sagði hann oft „þær eru líflegar stelpurnar“, eða „börn eru ekki heilbrigð ef þau hreyfa sig ekki“. Afi var duglegur að hreyfa sig. Hjólaði og fór í gönguferðir og kom hann þá iðulega við hjá okkur, bara til að vita hvort ekki væri allt í lagi með stelpurnar hans. Nokkrar ferðirnar fórum við eldri stelpurnar með honum í Eynaholtið og upp í Helli, og sagði hann okkur þá margar sögur af því þegar hann var lítill strákur og átti þar heima. Það var Iíka alltaf óskaplega gam- an að fara í pössun til afa og ömmu og láta dekra við sig. Afi var ólatur að spila og iesa fyrir okkur, líka þegar við vorum orðnar það stórar að við gátum það sjálfar. Amma og afi höfðu mikla ánægju af því að fara að veiða, og fengum við að fara með einu sinni á sumri, og var það mikið ævintýri í hvert sinn. Það er sárt að missa afa svona snöggt, við hefðum viljað fá að hafa hann svo miklu, miklu lengur hjá okkur. Afi trúði að Guð væri góður, og kannski þess vegna valdi Guð bestu leiðina fyrir hann, þrátt fyrir allt. Það eru svo margar minningar sem sækja að okkur núna og við eigum afa svo margt og mikið að þakka. Góði Guð, varðveittu hann afa okkar og vertu með henni ömmu í hennar miklu sorg. Að vita eitthvað anda hér á jörð, er ofar standi minni þakkargjörð. Um stundareilífð eina sumamótt. Ó, alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór K. Laxness) Tinna Ósk, Inga Dóra, Lilja og Fríða Bjömsdætur. Minning Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir í dag fer fram frá Patreksfjarð- arkirkju útför Guðrúnar Ingibjargar Magnúsdóttur, en hún andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 29. októ- ber sl. Guðrún fæddist 12. maí 1909 á Innri-Bakka í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Guð- mundsdóttir og Magnús Friðriksson og var hún fjórða í röðinni af sjö systkinum. Magnús lést eftir erfið veikindi aðeins 38 ára gamall og stóð þá ekkjan ein eftir með sex börn, en eitt barnanna lést kom- ungt. Það má nærri geta hve barátt- an hefur verið hörð á þessum árum, þegar ekki voru komnir neinir styrk- ir eða bætur til að gera fólki lífið aðeins bærilegra. Þórdís brá búi árið 1924 og fluttisttil Patreksfjarð- ar. Hinn 16. nóvember 1929 giftist Guðrún Ottó Guðjónssyni bakara- meistara. Hjónaband þeirra var traust og gott, hann alltaf fullur af glettni og hlýju og hún alvarlegri og virkaði stundum fálát á ókunn- uga, en hlý var hún og sannur vin- ur vina sinna. Guðrún og Ottó áttu það sameiginlegt að vera alveg ein- staklega bamgóð. Ekki hlotnaðist þeim sú gæfa að eignast barn sam- an, en Guðrún gekk þremur bömum í móðurstað og reyndist þeim öllum hin besta móðir. Elstur er Hafliði, sonur Ottós frá fyrra hjónabandi, kvæntur Valgerði Samsonardóttur og em þau búsett á Patreksfirði. Næst var Jóna Magnúsdóttir, bróð- urdóttir Ottós, en hún lést 31. des- ember 1952 og lét eftir sig litla dóttur, Guðrúnu Jónu Jónasdóttur, en hún varð þriðja barnið þeirra Guðrúnar og Ottós. Guðrún Jóna er búsett í Reykjavík. Guðrún, eða Gunna Magg, eins og hún var alltaf nefnd, var mikil handavinnukona. Það var sama á hverju hún snerti, það lék allt í hönd- um hennar. Hér á ámm áður meðan ekki var leikfélag á staðnum vom sett upp mörg merkileg leikverk á vegum Slysavarnadeildarinnar Unn- i ar. Þar komu þau mjög við sögu Gunna og Ottó. Hann var leikarinn, en hún vann bak við tjöldin og það voru ófáir búningarnir sem hún saumaði. í mörg ár hefur hún verið heiðursfélagi i Slysavarnadeildinni I Unni. Á stríðsámnum réðust bræðurnir Ottó og Guðjón faðir minn, sem þetta rita, í að reisa stórhýsi að Strandgötu 5, Patreksfírði. Húsið j er þrjár hæðir og varð neðsta hæð- in fýrir brauðgerð þeirra bræðra ásamt verslun, en hæðimar tvær fyrir sína fjölskylduna hvor. Árið 1946 var flutt í húsið og bjuggum við á miðhæðinni, en Gunna og Ottó á efstu hæð. Alla tíð var mikill samgangur milli þessara fjölskyldna og bernsku- og æskuminningar mínar samofnar tilverunni í þessu húsi. Það em bjartar minningar frá jólum og áramótum þegar fjölskyldan sameinaðist við spil og leiki. Þegar Gunna dró fram dósina með sveskju- steinunum og spilaður var Lander af lífi og sál. Það em líka sárar minningar frá sama tíma þegar Jóna, sem var eins og stóra systir, dó á gamlárskvöld. En eins og vera ber eru góðu minningarnar svo miklu fleiri og lifa lengur. Ottó lést árið 1971, en Gunna bjó áfram á Strandgötunni. Þegar heilsan fór að bila fluttist hún til Gunnu Jónu, sem hafði þá stofnað heimili hér á Patreksfírði. Hún dvaldist síðan hin síðustu ár á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir hönd fjölskyldu minnar langa og góða samfylgd og við minnumst með þakklæti mætrar konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu hennar. Helga Guðjónsdóttir. t Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, EINARS BJARNASONAR, Mávahlíð 25, Reykjavfk, Sérstakar þakkir til Heimastoðar og annarra, sem veittu honum og okkur ómetanlega hjálp í veikindum hans. Sigrún Karin Holdahl, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, KRISTINS BERGS PÉTURSSONAR frá Rannveigarstöðum í Álftarfirði, Hjallavegi 1c, Njarðvík, Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- heimilisins Garðvangs fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur ölj. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilborg Björnsdóttir. t MARY ALICE GUÐMUNDSSON andaðist 27. október 1993. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórður og Jhonnie. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ARNDÍS GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR, Merkjateigi 5, Mosfellsbæ lést 5. nóvember. Bernhard Linn Dagbjört Pálmadóttir og börn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR H. SIGURJÓNSSONAR brunavarðar. Hörður Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinn Pálmi Guðmundsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guðmundur Geir Ludwigsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sambýlis- manns míns, HALLDÓRS MÁS SIGURÐSSONAR, SambyggðlO, Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Einarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. SltlQ auglýsingar Pennavinir Namibía. Hvernig væri að skrif- ast á við einhvern þar meðal annars? „International Pen Friends", pósthólf 4276,124 Reykjavík. Wt VEGURINN •' Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma í kvöld VI. 21.00 fyrir ungt fólk 16 ára og eldri. Gleði, prédikun Orðsins og lofgjörð. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 7. nóv. 1) Hellaskoðunarferð i Dauða- dalahella (Flóka) í Tvíbolla- hrauni. Flóki er skammt norð- vestan við melinn Markraka, vestan við gömlu Grindarvíkur- leiöina og norðan við nýja Blá- fjallaveginn. Flóki er einn sér- kennilegasti og margflóknasti hellir hér á landi. 2) Helgafell - Gullkistugjá. Leiðin er greið á Helgafell (338m) norðaustan frá og liggur Gull- kistugjá í suðvestur frá fjailinu. Brottför kl. 13.00 frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 1.100. Frítt fyrir börn. Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Mike Brummitt. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: 4 Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 7. nóv. Kl. 10.30 Þingvallagangan 7. áfangi. í þessum lokaáfanga verður farin söguferð um Þing- velli í fylgd þjóðgarðsvarðar, séra Hönnu Maríu Pétursdóttur. Komið verður við i Nesbúð á leiðinni austur. Áætluð heim- koma milli kl. 16 og 17. Brottför frá BSÍ bensinsölu. Verð kr. 1.400/1.500. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.