Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1993 31 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rósmarý Bergmann (t.h.) afhendir sýningarstúlkunum miða áður en þær ganga inn í saiinn. Milla Guðna- dóttir er fremst á myndinni, en hún hefur sýnt undanfarin þrjú ár hjá Rósmarý. TÍSKUSÝNINGAR Kom sér upp eigin Sýning sunnudag kl. 13-17 NÝJAR $ENDI\GAR Sýn i ngarafslátt u r 15% stgr. U fj* m 'féjÆ / jtWj u jjj FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999 ff >:<; v’ff'^ i , LÆ1 í\ljí E®: RÓMANTÍK James Coburn kvænist Leikarinn James Coburn varpaði nýlega af sér töffarayfirbragð- inu sem jafnan einkennir hann í kvikmyndum og tileinkaði sér í staðinn rómantískt yfirbragð. Til- efnið var brúðkaup hans og fyrrver- andi sjónvarpsfréttakonunnar Paula Murad, en þau hafa verið í sambúð undanfarin fjögur ár. Hann er 65 ára en hún 38 ára. Paula Murad og Ja- mes Coburn ánægð með ráðahaginn. sýningarhópi * • Þegar Rósmarý Bergmann opnaði verslun sína Stórar stelpur var ekki hlaupið að því að fá kvenfólk til að sýna fatnaðinn. Skýringin er sú að fatastærðirnar eru frá 44 upp í 54, en hægt er að fá fatnað allt upp í 60 í versluninni. Starfandi sýningarstúlkur passa hins vegar að jafnaði í stærðir 36-40 og því brá Rósmarý á það ráð að stofna eigin sýningarhóp fyrir 3-4 árum. Starfandi sýningarstúlkur of grannar „Ég hafði leitað til þeirra skrif- stofa sem hafa sýningarstúlkur á sínum vegum, en þær eru allar þvengmjóar. Mér finnst skipta máli að fötin séu sýnd á réttum konum,“ sagði Rósmarý. „Bæði er betra fyrir viðskiptavinina að sjá fötin í réttu samhengi, auk þess sem fötin myndu ekki njóta sín á grönnum líkömum, þar sem þyrfti að næla þau upp í alla kanta.“ Rósmarý segist hafa kannað hjá viðskiptavinunum hvort þeir væru tilleiðanlegir að sýna fötin. Sumir voru það en aðrir ekki, en fljótlega spurðist fregnin út til fleiri kvenna og fyrr en varði var Rósmarý komin með stóran hóp. „Þær fóru á nám- skeið til að læra hvernig þær ættu að ganga, snyrta sig og koma fram. Ur þessum stóra hópi valdi ég síðan tíu konur sem hafa sýnt að stað- aldri og fóru þær á lokanámskeið hjá Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur í Módel-mynd. Flestar þessara kvenna hafa sýnt hjá mér síðan, en auk þess hef ég fengið nokkrar ófrískar konur til að sýna tækifærisfatnað." Síðastliðinn laugardag var haldin tískusýning í Perlunni á vegum verslunarinnar og kvaðst Rósmarý hafa bætt sex sýningarstúlkum við, því reynslan í fyrra hafi sýnt að of mikið álag var á konunum. Þá höfðu þær aðeins eina mínútu til að skipta um föt og koma aftur fram, en með viðbótinni núna var ástandið öllu rólegra. Lína Jónsdóttir er rétt tæplega sjötug og var að sýna í fyrsta skipti um síðustu helgi. Hér sýnir hún samkvæmisklæðnað. Tæplega sjötug að sýna í fyrsta skipti Lína Jónsdóttir, 68 ára, var að sýna í fyrsta skipti sl. föstudag. „Mér fannst það alveg æðislegt,“ sagði hún aðspurð hvernig tilfinn- ingin hefði verið. Hún segist ekki hafa fengið mikla æfingu, því hringt hafi verið í hana aðeins hálfum mánuði fyrir sýningu. „Ég æfði mig svolítið heima, sýndi sporin niðri í búð og svo var það bara pallurinn!" sagði hún og hló við. Hún viður- kenndi að hafa verið svolítið tauga- spennt í fyrstu en síðan hafi það lagast. Hún sýndi fjóra klæðnaði, samkvæmiskjól, dragt og tvo inni- klæðnaði. Ekki gat hún gert upp á milii í hveiju hefði verið skemmtileg- ast að koma fram, en sagðist hafa haft gaman af öllu saman og reynt að gera sitt besta. Linda Björk Bergsveinsdóttir sýndi fatnað fyrir vanfærar konur. Raggi Bjarna syngur og leikur af fíngrum fram á flygilinn um helgar .Nýr sérrétta- og vínseðill. Njótið lífsins í heillandi umhverfi! Borðapantanir í sima 17759 Veitingahúsið Naust — •j/ó'óíw /yW árr/ SAM SMÍ B SAM SAM Kevin Kline Sigourney Weaver From the Director of ©hostbusters, Twins and Kindergarten Cop ln a country where anybody can becorae President, anybody just did.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.