Morgunblaðið - 06.11.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 06.11.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Safnaðar starfið í Hjallakirkju eftir Kristján Einar Þorvarðarson Frá vígsludegi Hjallakirkju í Kópavogi, hinn 11. apríl sl., hefur verið unnið að frágangi á aðalhæð kirkjunnar. Sú bætta aðstaða sem nú er fyrir hendi gefur möguleika á aukinni fjölbreytni í safnaðarstarf- inu. Hér skal í stuttu máli vikið að því helsta sem um er að vera í safn- aðarstarfi Hjallakirkju. Guðsþjónustur Guðsþjónusta safnaðarins er sá sameiginlegi vettvangur sem allt annað starf á vegum kirkjunnar hlýtur að beinast að. Að öllu jöfnu fara guðsþjónustur fram á sunnu- dagsmorgnum kl. 11. Böm og full- orðnir em saman við guðsþjónustu fram að prédikun, en þá fara bömin með sínum leiðtogum úr kirkjusal, yngri hópur, sen nær til 7 ára ald- urs, í safnaðarsal og eldri hópur, sem em böm 8 ára og eldri, í mót- tökusal. Þá er hugmyndin að kirkju- gestir geti, að lokinni guðsþjónustu, staldrað við í safnaðarsal, þar sem boðið verður upp á hressingu. Einu sinni í mánuði fer síðan fram fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11, sem er einskonar sameiginleg guðsþjónusta allra viðstaddra, og ennfremur fer fram guðsþjónusta með altaris- göngu (messa) a.m.k. einu sinni í mánuði. Auk þessa fara fram guðs- þjónustur kl. 14, þegar ástæða þyk- ir til, og þá gjaman af einhveiju sérstöku tilefni, eins og verða mun hinn 7. nóvember nk., en þá munu félagar úr Handknattleiksfélagi Kópavogs standa fyrir guðsþjónustu kl. 14, ásamt sóknarpresti. 10-12 ára starf Kirkjulegt starf fyrir 10-12 ára börn fer fram á miðvikudögum kl. 17-18.30. Það hófst sl. miðvikudag og mættu þá um 140 börn. Hlé verður gert á þessu starfi frá því í byijun desember og fram í janúar, en það mun verða auglýst nánar þeim þátttakendum sem hér eiga hlut að máli. Unglingastarf Sérstakt æskulýðsfélag hefur enn ekki verið stofnað við kirkjuna, en það unglingastarf sem boðið verður upp á í vetur, beinist sérstaklega að þátttakendum í fermingarstarfí. Það mun m.a. felast í opnu húsi með dagskrá þar sem ferming- arbörnin munu sjálf annast undir- búning ásamt leiðbeinendum. Um miðjan nóvember verður farið með fermingarböm í tveggja daga fræðsluferð í Vatnaskóg. Starf fyrir eldra sóknarfólk Næstkomandi fímmtudag, 4. nóv- ember, fer af stað opið hús í Hjalla- kirkju fyrir eldra sóknarfólk og þar eru ekki dregin nein skýr aldurs- mörk. Opna húsið stendur yfír frá kl. 14-17, og verður fyrst um sinn annan hvern fimmtudag á sama tíma. Frú Anna Sigurkarlsdóttir mun hafa umsjón með þessum þætti safnaðarstarfsins ásamt sóknar- presti. Kór Hjallakirkju Kór Hjallakirkju hefur nú á að skipa um 20 áhugasömum félögum og eru fastir æfíngatímar kórsins á miðvikudagskvöldum kl. 20. Enn er möguleiki fyrir áhugafólk um söng að líta inn á kóræfingu eða að hafa samband við organista og kórstjóra, Kristínu G. Jónsdóttur, í síma 13704 eða formanns kórsins, Margréti Björnsdóttur, í síma 641617. Safnaðarfélag Hjallakirkju Hlutverk Safnaðarfélags Hjalla- kirkju er að efia og styrkja safnað- arstarfíð. Hingað til hefur það stað- ið fyrir fræðslu og fjáröflun svo eitt- hvað sé nefnt, og 15. nóvember nk. heldur félagið fyrsta fund vetrarins í kirkjunni og hefst hann kl. 21. Á fundinum verður stofnaður hjóna- klúbbur innan félagsins, sem mun m.a. hafa eflingu hjónabandsins að markmiði, en gestur fundarins, sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðu- maður Fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar, mun ræða um samskipti hjóna. Kristján E. Þorvarðarson „Nýja kirkjan okkar, sem þó á langt í land með að verða fullgerð, gefur okkur nýjan kraft og möguleika til eflingar öllu safnaðar- starfi í sókninni“. Foreldramorgnar verða einnig í umsjá Safnaðarfélagsins. Mömmumorgnar/foreldra- morgnar Miðvikudaginn 17. nóvember nk. kl. 10-12 fer af stað opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar fyrir for- eldra ungra barna. Þetta starf er raunar ekki nýtt af nálinni innan safnaðarins, því að veturinn 1991- 1992 var staðið fyrir slíku starfí í húsi KFUM og K í Lyngheiði 21. Það er ánægjulegt að geta nú aftur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfíð. Helgihald í Sunnuhlíð Sóknarprestar Kópavogssafnaða hafa með sér samstarf um guðsþjón- ustur fyrir vistfólk hjúkrunarheimil- is aldraðra í Sunnuhlíð á fímmtu- dögum kl. 16. Lokaorð Það hafa orðið mikil stakkaskipti varðandi aðstöðumál Hjallasafnaðar á yfirstandandi ári. Nýja kirkjan okkar, sem þó á langt i land með að verða fullgerð, gefur okkur nýjan kraft og möguleika til eflingar öllu safnaðarstarfí í sókninni. Engu að síður er mér það vel ljóst, að starfsmenn við söfnuðina hér í þéttbýlinu eru víðast hvar alltof fáir og í raun óskiljanlegt hvers vegna einum presti er ætlað að þjóna allt að tíu þúsund manns, eins og dæmi eru um hér á höfuðborgarsvæðinu. Um það mál hefði nýafstaðið kirkju- þing mátt fjalla öðru fremur, og virðist á stundum sem málsvarar kirkjunnar séu ekki í nógu góðu sambandi við þann vettvang þar sem neyðin er stærst. Það er þó von mín og bæn að þar megi skipast til betri vegar. Að lokum þetta til ykkar, ágæta sóknarfólk. Aðsóknin að guðsþjón- ustum og öðrum þáttum safnaðar- starfsins, sem þegar er hafíð, vitnar um hversu mikill og almennur áhugi er á þátttöku í kirkjulegu starfí. Megi enn fleiri leggja leið sína til kirkjunnar og finna þar náið og gott samfélag sem uppbyggist í anda hins krossfesta og upprisna Drottins okkar og frelsara, Jesú Krist. Höfundur er sóknarprestur í Hjallaprestakalli. Einkavæðing tóbakssölu eftir Eyjólf Eysteinsson Einkasala ríkisins á tóbaki hefur verið samfelld frá árinu 1932. Sér- stakt fyrirtæki, Tóbakseinkasala ríkisins, hafði hana með höndum til ársins 1961 en þá var áfengis og tóbakssalan sameinuð af hag- kvæmnisaðstæðum í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem þekkt er af skammstöfuninni ÁTVR. Þessi skipan hefur gefist vel. Tóbakinu er dreift samhliða áfeng- inu frá birgðastöðinni í Reykjavík til útsölustaða í öllum landshlutum. Á aðallager ÁTVR, jafnt sem í út- sölum víðsvegar um landið, er það sama starfsfólkið sem annast af- greiðslu tóbaks og áfengis. Þá sam- nýtist einnig lagerpláss og dreifíng- arkerfí fyrir báða vöruflokkana og verður reksturinn þannig hag- kvæmari. Birgðahald verður í lág- marki þar sem hægt er að fylgjast með heildarbirgðum ÁTVR á einum stað og haga innkaupum eftir því. Heildartóbaksbirgðir í landinu eru því sjaldnast meiri en sem nemur mánaðarsölu, þegar nýjar birgðir berast til landsins. Tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga af rekstri ÁTVR á árinu 1992 voru 8,8 milljarðar kr. sem er um 8% af heildartekjum ríkissjóðs. Hlutur tóbakssölunnar er um einn þriðji af heildartekjunum. Meðaltalið í „Fyrirsjáanlegt er að hækkun á smásöluverði leiði til þess að hækkun verði á vísitölu fram- færslukostnaðar sem leiðir til hækkunar á lánskjaravísitölu. Reiknað hefur verið út að 16-20% hækkun á tóbaksverði auki skuld- ir heimilanna um allt að 200 milljónir.“ þessari fjárhæð er framlag til jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga að upphæð 327 milljónir kr. Viðskiptavinir staðgreiða yfirleitt tóbakið við mót- töku og mjög lítið er um lánsvið- skipti. I þessu sambandi er rétt að geta þess að tekjur ÁTVR 1992 af vörslufé voru 41 milljón króna. Starfsemi ÁTVR er endurskoðuð af Ríkisendurskoðun og ekki er vit- að annað en að fyllstu hagsýni sé gætt í rekstrinum. Skoðanir manna um afleiðingar af tóbaksnotkun eru mjög á einn veg, um eitur sé að ræða sem er skaðlegt heilsu manna. Tóbak telst til hættulegra efna og er því ástæða til að fara með fyllstu gát við inn- flutning þess og dreifingu. Rétt hlýtur að vera að innflutningur slíkra efna séu á höndum fárra frek- ar en margra. Benda má á að í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Austur- ríki og Svíþjóð, svo og í sumum fylkjum Bandaríkjanna eru tóbaks- einkasölur. Ríkissjóður hefur há- markstekjur af sölunni án þess að þessari umdeildu vöru sé hampað um of. Nú mætti ætla að allir væru ánægðir með hvaða hætti tóbakinu væri komið til neytenda, en svo er ekki. Á síðasta Álþingi lagði fjár- málaráðherra fram frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á tóbaki. Þar sem hér er um mikla hagsmuni að tefla, ekki aðeins starfsmanna og viðskiptamanna ÁTVR, heldur og allra skattgreiðenda þá er ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hvaða afleiðingar þessar breytingar hefðu í för með sér. Ætla mætti að breytingar væru gerðar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi en við athugun er ljóst að svo virðist ekki vera. Skulu nú talin upp nokkur atriði þessu til sönnunar. Vegna aukins dreifingarkostnað- ar og birgðahalds mun tóbak hækka í verði þegar hagkvæmni sem sam- eiginleg dreifing tóbaks og áfengis veldur nýtur ekki lengur við. Reikn- að hefur verið út að smásöluverð vindlinga muni hækka um 16,3% að lágmarki, t.d. að einn pakki af Eyjólfur Eysteinsson Winston sígarettum sem nú kostar 260 kr. í smásölu hækki í allt að 303 kr. Þá er það álit umboðs- manna að heildsöluálagningin þurfi að hækka. í þessu dæmi er ekki reiknað með að eigendur húsnæðis á frísvæðum sem muni sjá um birgðahald fái eitthvað fyrir sinn snúð. Tekjur ríkissjóðs af tóbaki munu ekki innheimtast með jafn skjótum hætti og áður. Greiðslufrestur á virðisaukaskatti er tveir mánuðir og venja er að heildsalar veiti smá- sölum a.rn.k. 30 daga greiðslufrest. Tekjur ÁTVR af vörslufé árið 1992 voru 41 milljón króna, þriðjungur þessara tekna mun glatast ríkis- sjóði. Vegna hagkvæmni í dreifingu hefur verið jafnaðarverð á tóbaki, pakkinn af sígarettum hefur kostað það sama í Reykjavík og Grímsey. Við einkavæðingu mun þetta breyt- ast. Fyrirsjáanlegt er að hækkun á smásöluverði leiði til þess að hækk- un verði á vísitölu framfærslukostn- aðar sem leiðir til hækkunar á láns- kjaravísitölu. Reiknað hefur verið út að 16-20% hækkun á tóbaks- verði auki skuldir heimilanna um allt að 200 milljónir. Ekki verður séð hvernig tryggt verði áfram framlag ÁTVR til jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga sem var á síðasta ári 327 milljónir. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfír að leggja beri Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins niður. Er breyt- ing sú sem fyrirhuguð er á sölu tóbaks skref í þá átt? Áfengis- og tóbakssalan var af hagkvæmnis- ástæðum sameinuð árið 1961 eins og áður var getið. Rétt er að staldra við og athuga sinn gang. Ekki verður séð að það sé í þágu almennings að breytingar verði gerðar á fyrirkomulegi á sölu og dreifíngu áfengis og tóbaks. Hér mætti spyrja hverra hagsmuna sé verið að gæta. Er ekki verið að einkavæða einkavæðingarinnar vegna? Höfundur er útsölustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.