Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1993 5 Drög að ályktun miðstjómar Framsóknarflokks ♦ Mælt með tekju- tengdum gjöldum í DRÖGUM að stjórnmálaályktun sem lögð voru fram á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem hófst í gærkvöldi eru settar fram tillögur í tíu liðum um aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum. Er þar m.a. lagt til að lagður verði á fjármagns- og hátekjuskattur og að aukinni fjárþörf háþróaðrar heilbrigðisþjónustu verði mætt með tekjutengdum gjöldum til að jafna kjörin í landinu. Gerð verði eignakönnun í landinu og skattaeftirlit stórhert og sönnunarbyrði verði á ný færð yfir á skattgreiðendur, eins og það er orðað. Samkvæmt drögunum vilja framsóknarmenn að breið þjóðar- sátt verði undirstaða endurreisnar atvinnulífs og velferðarkerfis og er lagt til að meðalvextir til fyrirtækja og heimila verði lækkaðir um 4-5 prósentustig og skammtímalán fyr- irtækja og heimila verði lengd, verulegu fjármagni verði varið til örvunar atvinnulífsins, m.a. með hagkvæmum lánum til framleiðni- aukandi framkvæmda og að álögur á sjávarútveg, ferðaþjónustu og samgöngur verði felldar niður. Þá verði erlend lán takmörkuð við fjár- magn til framleiðslu sem afli eða spari gjaldeyri og „flutningur fjár- magns úr landi verði takmarkaður enn um sinn,“ eins og það er orðað í ályktunardrögunum. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagð- ist í ræðu á fundinum í gærkvöldi að hann efaðist um að vextir myndu lækka nægilega til að hjól atvinnu- lífsins færu að snúast á ný. Jafnvel þótt vextir á útlánum banka lækk- uðu til jafns við vaxtalækkun ríkis- skuldabréfa yrðu þeir eftir sem áður líklega hærri en í nokkru öðru landi og taldi Steingrímur að vegna mikilla afskrifta myndi bönkum reynast erfitt að lækka útlánsvexti meira en innlánsvexti án verulegrar lækkunar bindiskyldu og rýmkunar á lausafjárstöðu. Listasafn íslands Sýningu Bragalýkur um helgina YFIRLITSSÝNINGUNNI á graf- íkverkum Braga Ásgeirssonar, sem staðið hefur yfir í Listasafni Islands undanfarnar vikur, lýkur nú um helgina. Á sýningunni, sem komið hefur verið fyrir á efri hæð Listasafnsins, eru hart- nær 60 grafísk þrykk sem spanna tímabilið 1951-1993. Sýningunni fylgir bók um lista- manninn og verk hans, með greinum eftir listfræðinga og listamenn, þ.á m. Braga sjálfan. Sunnudaginn 7. nóvember, síð- asta dag sýningarinnar, mun Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir kynna grafískan miðil sinn, dúkristu, fyrir gestum og gangandi. Listasafn íslands er opið kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma, en hún kynnir nú nýjan mat- seðil. Slapp út úr logandi húsi MAÐUR á fertugsaldri bjargað- ist 'út um glugga þegar hús hans á Bíldudal brann í fyrrinótt. Húsið er forskalað timburhús á einni hæð með kjallara. Maðurinn, sem býr þar einn, vaknaði um klukkan fimm um nóttina við það að eldur var í stofunni. Hann átti ekki aðra leið út, að sögn Arnar Gíslasonar, slökkviliðsstjóra á Bíldudal, en um glugga og slapp þar ómeiddur út. Slökkviliði var Vilhjálmur Pálsson látinn VILHJÁLMUR Pálsson, vörður í Landsbankanum, Laugavegi 77, lést í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, í gærmorgun eftir stutta sjúkrahúslegu. Hann starfaði ötullega í AA-sam- tökunum í 25 ár og var stofnandi fýrstu opnu AA-deildarinnar á Is- landi. Vilhjálmur hjálpaði miklum fjölda íslendinga, sem áttu við áfengisvandamál að stríða, að breyta til betri vegar. Vilhjálmur var kvæntur Valgerði Oddnýju Ágústsdóttur og áttu þau þrjú uppkomin börn. gert viðvart og komu tólf menn á staðinn og unnu við slökkvistarf á einum dælubíl og var slökkvistarfí að mestu lokið innan klukkustund- ar, að sögn Arnars. Nokkrar skemmdir urðu í húsinu en einkum á innanstokksmunum af völdum sóts, elds og reyks, að sögn Arnars. Eldsupptök voru óljós í gær en menn frá Rafmagnseftir- liti höfðu verið á vettvangi við rann- sókn ásamt lögreglu á Patreksfírði. Einstakt tækifæri Glæsiíbúðir í hjarta borgarinnar Lækjargötu 4 Fullbúin Mð með húsgögnum M Casa verður til sýnis í dag, laugardag, og sunnudag kl. 12-15. Þessar íbúðir eru til sölu: 2ja herb. á 3. og 4. hæð 63 fm verð 6,7 m. 2ja-3ja herb. á 5. hæð m.millilofti 73 fm verð 6,7 m. 3ja-4ra herb. á 3. hæð 92,6 fm verð 8,9 m. Eignimar afhendast fullfrágengnar nú þegar og í desember nk. Bílastæði í bílageymslu (innangengt) geta fylgt. Greiöslukjör íbúða: Dæmi: 2ja herb. íbúð, verð 6,7 m. Húsbréf án affalla kr. 5.025.000,- Við undirritun kaupsamnings kr. 600.000,- Á 18 mán. skv. nánara samkomulagi kr. 1.075.000,- t:i(»\\\iiHi.i\iv, Sími 67 90 90 - Fax 67 90 95 - Síðumúla 21 ♦----t-f 330 fm skrifstofuhúsnæði Húsnæðið er á 2. hæð. Lyfta. Stórir gluggar. Góð lofthæð. Greiðslukjör skv. nánara samkomulagi. Byggjandi: ístak hf. Eros UO dnrci 25% afmælisafsláttur í dag — Opið frá kl. 10-17 19S3 Eros, Laugavegi 87, sími 13350. 1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.