Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Garðabær - Lyngmóar
Til sölu 4ra-5 herb. íbúð á 1. hæð með bílskúr. Parket
á eldhúsi og herb. Suðursv. Stutt í alla þjónustu. Ákv.
hagstæð lán. íbúðin er til sýnis sunnudag kl. 13-17.
Upplýsingar í síma 657702.
» '
Þingholtin - 3ia herb.
Til sölu björt og falleg 90 fm íbúð á miðhæð ásamt
góðu rými í kjallara í húsinu nr. 24 við Óðinsgötu í
Reykjavík. íb. er öll nýl. tekin í gegn á mjög vandaðan
hátt. Parket, nýtt gler. Hús nýmálað. Áhv. 4,5 millj.
byggsj. rík. íb. ertil sýnisídag laugardagfrá kl. 15-17.
Fasteignamarkaðurinn hf.,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og21700.
-
Endalaust í Vesturbæ!
Síðasta endaraðhúsið okkar við Aflagranda er nú til
sölu. Húsið er nýbyggt, 213 fm á tveimur hæðum og
með innbyggðum bílskúr. Mikil lofthæð á efri hæð og
fjölbreyttir möguleikar til innréttinga. Fullfrágengin lóð
með hitalögn í bílastæði. Allur frágangur er sérstaklega
vandaður. Líttu við hjá okkur á Aflagranda 5 á laugar-
dag kl. 14-16.
nn/^ Birgir R. Gunnarsson,
DllvJI sími 32233.
Bergstaðastræti
Glæsilegt 270 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Stofa
með arni, 5 svefnherb. Garður yfirbyggður með gler-
skála að hluta og vinnuaðstöðu. Heitur pottur í garði.
Verð 19,5 millj.
Húsið er til sýnis í dag milli kl. 13.00 og 15.00.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
VIÐAR FRIÐRIKSSON,
LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.
29077
Símatími í dag
frá kl. 13-15
911 Kfl 91 97A LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmdastjori .
L I I VU'CIO/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasau
Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli:
Öll eins og ný - fráb. útsýni
Glæsileg 4ra herb. íb. á 2. hæð við Digranesveg. Rúmg. sólsvalir.
Sérþvottahús. Góður bílskúr með kj. Eignaskipti möguleg.
Af sérstökum ástæðum
er til sölu á vinsælum stað í Austurborginni glæsileg 6 herb. efri hæð
í þríbhúsi, með bílskúr. Einstakt tækifæri. Hentugir greiðsluskilmálar.
Teikn. á skrifst.
Skammt frá Hótel Sögu
Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð, 85 fm. Nýtt gler. Stórar svalir.
Sérþvottaaðstaða. Ágæt sameign. Mjög gott verð.
Lítil ódýr séríbúð
Einstaklingsíbúð 2ja herb. í kj. við Gunnarsbraut. Sérinng. Sérhiti. .
Laus strax.
Ennfremur mjög góðar einstaklíbúðir á Högunum og í gamla miðb.
Hveragerði - frábær greiðslukj.
Timburhús ein hæð, 117,4 fm nettó við Borgarheiði. 4 svefnh. Rúmg.
stofa. Bílsk. m. geymslu 29,2 fm. Ræktuð lóð. Skipti möguleg á lítilli íb.
á höfuðborgarsvæðinu.
Eignir óskast á skrá
Traustir kaupendur óska eftir einbýlishúsum, húseign með tveimur
íb., nýl. íb., eignum í gamla bænum og nágr. Margskonar eignask.
möguleg. Vinsamlega leitið nánari uppl.
.._• • •
Opið í dag kl. 10-14.
Veitum ráðgjöf á skrifstofu.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 14. júlí 1944.
ALMENNA
FASTf IGNASAL AH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Eitt er það uppátæki tungu-
málanna að f í latínu samsvarar
stundum b í germönskum mál-
um. Þegar latínumenn sögðu
fero, segjum við „ég ber
(byrði)“; frater í latínu er bróð-
ir hérnamegin, en latneska orðið
fraternitas = bræðralag er
þekkt með smábreytingum í
ýmsum Evrópumálum.
Þá er það fyrirbæri nefnt flos
í latínu sem blóm heitir á tungu
okkar. Flos er karlkyns í lat.,
eignarf. floris, fleirt. flores.
Mörg orð eru samstofna því, og
verður hér látið við nema að
nefna sjálfa blómgyðju þeirra
Rómveija er Flora hét. Svo kom,
að þetta orð barst um víðan
völl tungnanna og tók að merkja
jurtaríki, gróðurríki. Stefán
kennari (skólameistari) samdi
grundvallarrit og heitir Flóra
Islands. í dansk- og ensk-
íslenskum orðabókum finn ég
ekki annað en flora þýði gróður-
ríki á tilteknum stað eða tíma.
Dýraríkið hefur sumstaðar
fengið nafnið fána (fauna), og
er það að rekja til eins af guðum
Rómveija. Sá hét Faunus. Orðið
fána heyrist sjaldan eða sést
með íslendingum. En af hvetju
er ég að þessu? Jú, ég heyrði
um daginn að það væri fjöl-
breytt „skemmtanaflóra“ í
Reykjavík, og ég hef heyrt um
ýmsar aðrar „flórur“ af ólíkleg-
asta tagi, og svo langt gekk að
maður nokkur talaði um fjöl-
breytta „dýraflóru". Og þá
finnst mér að ruglingur í náttúr-
unnar ríki sé kominn yfir mörk-
in. Vafalaust hefur einhver heyrt
nefnda *mannaflóru. Hvaðan
skyldi allt þetta „flórutal" vera
komið? Nú vantar mig fræðslu.
Flóra (Flora) er kvenheiti
bæði hérlendis og erlendis, til
mikilla muna eldra með sumum
útlendum þjóðum. Gömlum kon-
um í minni sveit mislíkaði, þegar
það var tekið upp, og minnti þær
á fjósverk, enda óvanar að sjá
konur á þorð við Floru MacDon-
ald eða Floru Robson, rétt eins
og sveitungi okkar Þorsteinn
Þraslaugarson „kenndi ekki
hvað fogli" dúfan var í Ufsa-
kirkju, af því að hann var „óvan-
ur að sjá heilagan anda“.
★
Salómon sunnan kvað:
Já, lífíð er ljótt suðrá Eyri,
þar sem Lauga og Vitlausi-Geiri
orgast og surgast
og argast og durgast,
en ætli það geri ekki fleiri!
★
Þegar verið var að „hrinda
þeim framkvæmdum í fram-
kvæmd“, að koma upp listasafni
á Akureyri, mátti heyra þess
getið, að „stefnt væri að því öll-
um árum“ (að listasafnið yrði
opnað á afmælisdegi bæjarins).
Eins og þetta er sagt eða skrif-
að, ætti það helst að merkja, að
stefnt skyldi að þessu markmiði
á hveiju einasta ári. Ollum
árum væri tímaþágufall, eins
og þegar sagt er: Hann var hér
vikum og mánuðum saman, eða
öllum stundum. Þetta mun þó
ekki hafa verið ætlunin, heldur
hitt að róa að því öllum árum,
að fyrrgreint markmið næðist.
Uppruni hins myndhverfa orð-
taks að róa öllum árum er svo
augljós, að ekki þykir þurfa að
skýra hann hér.
★
Unglingur utan barði saman,
og er hvorki ýkt né mergjað:
Nokkrar sneiðar af skánreyktu skammrifi
og skammta af þrísoðnu nammlyfi
færðu, það passar,
færðu, það krassar,
en öxull mun fylgja því framdrifi.
★
„Oskandi væri þess að vér
héldum við vort gamla móður-
mál sem forfeður vorir brúkað
hafa og btjáluðum því ekki því
skjaldan fer betur þegar breytt
er, segir gamall málsháttur.
Mætti það oss heldur til hróðurs
horfa að vér héldum óumbreyttu
því gamla og víðfræga norrænu
máli sem brúkað hefur verið að
fornu í miklum parti Norðurálf-
unnar, einkum Danmörk, Nor-
egi, Svíaríki etc.“
717. þáttur
(Þórður Þorláksson biskup:
Ur formála Landnámuútgáfu
1688. Hér tekið eftir Tungu-
taki, ágúst ’93.)
★
Það er óþarft að fylla þann flokk
sem framleiðir þungarokk
efni til manna
sem hávaðann hanna
það hefði átt að lenda í smokk.
(Bjöm Kristjánsson)
★
Kaldabras er samkvæmt
Orðabók Menningarsjóðs sú
athöfn að hnita saman málma
án þess að hita þá. í Blöndal
er þetta þýtt „Koldsvejsning“.
Nú hefur mér verið sagt að orð-
ið kunni að vera lagað úr tungu
sígauna, því að sumir þeirra áttu
að kunna þetta vandasama verk.
Nærri má geta að það hafi verið
á fárra manna færi. Orðið er
hvorki í upprunafræðibókum
Alexanders Jóhannessonar né
Ásgeirs Blöndals Magnússonar,
svo að eitthvað virðist þetta
hafa vafist fyrir mönnum. Hvað
um það, íþróttin var fágæt, og
ég læt hér fylgja lítilræði úr
Brekkukotsannál Halldórs
Laxness, en þess var þar getið
að Snorri á Húsafelli kynni hina
torveldu smíðakúnst:
„Snorri prestur á Húsafelli
hefur orðið kynsæll maður í
Borgarfirði. Rekja menn til hans
Húsafellsætt hina ýngri. Lúka
þar flestir skilríkir menn upp
einum munni að skjaldan hafi í
Borgarfirði klerkur lifað er sjó-
maður væri betri, heitari trú-
maður, meiri tóbaksmaður,
saungmaður, skáld og járnsmið-
ur en hann. Dætur hans tvær
Eingiifríður og Mikilfríður voru
góðir járnsmiðir. Þó er eigi í frá-
sögum að þær hafi iðkað kalda-
bras.“
Auk þess minnir umsjónar-
maður á að lifur er kvenkyns
(ð-stofn), í eignarfalli lifrar,
sömuleiðis lifrar í fleirtölu. Og
menn geta fengið forsmekk af
góðu veðri, en ekki „smjörþef".
♦
Krossferðin
EIGNAMTÐTITMNhf
Sími 67-90-90 - Síðunuila 21
^ Símatími í dag kl. 11-14
f útjaðri byggðar
Til sölu 153 fm vandað raðhús á fallegum útsýnis-
stað. Húsið afhendist nú þegar tilbúið að utan en
rúmlega fokhelt að innan. Skipti á íbúð koma til greina.
Húsið fæst með mjög góðum greiðslukjörum. 2382.
Verð 8.750 þús.
Húsbréf 7,0 millj.
Við samning 900 þús.
850 þús. eftir nánara samkomulagi.
1. mars '94 850 þús.
Ugluhólar - bílskúr
3ja herb. björt og vönduð 85 fm endaíbúð á 2. hæð.
Suðursvalir. Fallegt útsýni. Laus fljótlega.
Verð 7,6 millj. 3344.
Selvogsgrunn
3ja herb. björt og skemmtileg 88 fm jarðhæð í traustu
steinhúsi. Sérhiti og sérinngangur. Laus strax.
Verð 7,2 millj. 3395.
Síðustu
sýningar
AÐEINS tvær sýningar eru nú
eftir á leikritinu 13. krossferðin
eftir Odd Björnsson og eru því
síðustu forvöð að sjá þessa sýn-
ingu.
Sviðsetning Þórhildar Þorleifs-
dóttur, leikmynd Sigutjóns Jó-
hannssonar og tónlist Hjálmars H.
Ragnarssonar hafa vakið athygli.
Leikritið lýsir ferð þriggja her-
manna sem leggja upp í krossferð
í leit að „stríðinu". Þeir ferðast
gegnum tíma og rúm, eiga sam-
skipti við forn-gríska heimspekinga,
Spánarkonung á endurreisnartím-
anum og alþýðufólk í Frakklandi á
miðöldum. Þeir takast á við íslensk
tröll og eiga ástarfund með álfkon-
um svo fátt eitt sé nefnt.
Baltasar Kormákur, Eggert Þor-
leifsson og Pálmi Gestsson leika
krossfarana þrjá. í öðrum hlutverk-
um eru Gísli Rúnar Jónsson, Arnar
Jónsson, Erlingur Gíslason, Helga
Bachmann, Kristbjörg Kjeld, Helgi
Skúlason, Öm Arnason, Hilmar
Jónsson, Bryndís Pétursdóttir, Þór-
ey Sigþórsdóttir, Hjálmar Hjálm-
arsson o.fl. Dansarar em m.a. Ás-
dís Magnúsdóttir, Guðmunda Jó-
hannesdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir,
Ingólfur Stefánsson og Hany Had-
aya.