Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Svissneskur fangi í helgarfríi grun- aður um morð ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgfunblaðsins. TVÍTUGUR hjúkrunarnemi fór af heimili sínu í einu af bestu út- hverfum Ziirich í Sviss klukkan kortér fyrir eitt síðastliðinn laugar- dag. Stúikan var að fara á skátafund og ætlaði að hitta félaga sína á bílastæði klukkan eitt. Þeir urðu órólegir þegar hún kom ekki á fundinn og leit að stúlkunni hófst þegar þá um daginn. Hún fannst nakin og skorin á háls síðdegis á sunnudag skammt frá skógarstig sem hún hafði gengið eftir. Fangi sem var í fríi um helgina hefur nú verið „handtekinn" og er grunaður um morðið. Glæpir hafa aukist í Sviss á und- anfömum árum en þetta illvirki vekur sérstaka athygli þar sem það átti sér stað um hábjartan dag í góðu hverfi og hinn grunaði er í lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð, tíu nauðganir og innbrot. Lögreglan hafði hendur í hári hans fyrir tíu árum þegar hann reyndi að fremja rán í póstútibúi. Við húsleit heima hjá honum fundust tvær bankabæk- ur 72ja ára gamallar ekkju sem hafði fundist myrt í gömlum rústum skömmu áður. Frekari rannsókn leiddi í ljós að maðurinn var einnig sekur um að hafa skorið 26 ára stúlku á háls en hún hafði fundist hálfdysjuð í skógi rúmu ári áður. Maðurinn, sem er 34 ára, var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1985 og hefði í fyrsta lagi átt að vera látinn laus 1998. Staða hans var athuguð árið 1988 og sálfræðingar töldu þá að það ætti að leyfa honum að rækta samband sitt við ættingja sína og það var farið með hann í stuttar heimsóknir til þeirra. Tveim- ur árum síðar var honum leyft að fara í bæjarferðir í fylgd með starfs- manni fangelsisins eða ættingjum. Hann fékk síðan að fara einn til sálfræðingsins síns í fyrra og vera einn á ferð af og til á daginn. Hann hefur fengið nokkur helgarfrí síðan um áramót og gekk síðast laus um síðustu helgi. Grunur beindist að honum á mánudag og hann var handtekinn í fangaklefa sínum. Hann hefur ekki viðurkennt morðið á skáta- stúlkunni og málið er í rannsókn. Hann þráttaði fyrir að hafa myrt og nauðgað hinum konunum tveim en afbrotin voru sönnuð á hann. Reuter Enginn kom Bulger til hjálpar TEIKNING AF Magdalen Kehoe í vitnastúku í réttar- höldum í Preston á Englandi í máli gegn tveimur 11 ára drengjum sem ákærðir eru fyrir að hafa numið hinn tveggja ára James Bulger á brott og myrt hann í febrúar sl. Kehoe er ein íjölmargra vegfarenda sem sáu Bulger í fylgd tveggja drengja, sem veittu honum ýmiss konar áverka. Skýringamar á því hvers vegna enginn greip í taumana era ýmsar. Tvö vitnanna sögð- ust hafa talið að Bulger væri með eldri bræðrum sín- um og eitt þeirra sá drengina úr strætisvagni. Bára vegfarendur vitni um að þeir hefðu séð drengina sparka í Bulger, kasta honum í loft upp og halda honum svo fast að sér að hann hafi grátið. Sögðu vegfarendur að þeim hefði vissulega þótt óþægilegt að sjá meðferð drengjanna á Bulger en það hefði þó ekki nægt til þess að þeir hefðu skipt sér af þeim. Stjórnarflokknum á Nýja Sjálandi spáð sigri í kosningunum í dag Efnahagsárangurinn þyngstur á metunum Reuter. Sonur Gorba? RÚSSNESKI dægurlagasöngvar- inn Andrei Razín hefur lýst því yfir að hann sé launsonur Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrram Sovétforseta. Ekki er vitað til þess að Razín hafí getað fært neinar sönnur fyrir því. Wellington. Reuter. JIM Bolger, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur lagt áherslu á eitt og aðeins eitt í baráttunni fyrir kosningarnar, sem fara fram í landinu á dag — að nýsjálenskt efnahagslíf sé að ná sér á strik. Virðast kjósendur trúa því með honum því að stjómar- flokkurinn, Þjóðarflokkur Bolgers, hefur allt að 10% forskot á stjórnarandstöðuna, Verkamannaflokkinn, samkvæmt skoð- anakönnunum. Þijár skoðanakannanir, sem birt- ar vora á fimmtudag, gefa Þjóðar- flokknum frá 3% og upp í 10% meira fylgi en Verkamannaflokkn- um en möguleikinn á að hvoragur flokkurinn fái meirihluta er þó enn fyrir hendi. Nú hefur Þjóðarflokkur- inn 34 sæta meirihluta á þingi, sem er aðeins skipað 97 mönnum, en ljóst er, að hann mun skerðast vera- lega. Uppstokkun efnahagslífsins Kosningabarátta Bolgers og Þjóðarflokksins hefur snúist ein- göngu um efnahagsmálin enda hafa þau verið aðalviðfangsefnið á kjör- tímabilinu, sem er þijú ár á Nýja Sjálandi. Með kerfísbreytingum og ströngum aðhaldsaðgerðum hefur Bandaríski sjónvarpsfréttaþátturinn „Inside Edition“ um ísland Gífurlegt drykkjuvandamál unglinga í undralandi mótsagna Gaincsvillc í Florída. Frá Skúla V. Ólafssyni. ÞÓ SVO að Þingvellir, Gullfoss, Bláa lónið og fleiri perlur ís- lands hafi komið við sögu í fréttaþættinum „Inside Edition" á sjónvarpsstöðinni ABC á fimmtudagskvöld var það ekki fegurð landsins sem bandarísku fréttamennirnir beindu spjótum sínum að í þetta skipti, heldur drykkjuvandamál íslenskra unglinga. Að sögn fréttamanna „Inside Edition" er ástand þetta orðið svo alvarlegt að íslendingar hafa leit- að á náðir Bandaríkjamanna um lausn vandans. Fréttamaður ræddi við Bandaríkjamanninn Harvey Milkmann sem unnið hefur við uppsetningu nieðferðarheimilis fyrir unglinga á íslandi. Milkmann sagði bandaríska unglinga horfast í augu við marga sömu áhættu- þætti og íslenska unglinga og þunglyndi væri algengt og sjálfs- morðstilraunir tíðar. Undir kunnuglegum myndum frá miðbæ Reykjavíkur um „dæmigerða helgi“ sagði frétta- maðurinn vandamálið ná allt til 12 ára bama. í fréttinni sem var tæplega tíu mínútna löng, sáust myndir af lyskingum, áfengis- dauðum unglingum, handtökum, gleði og söng og flaskan var sjald- an langt undan. Leiddi fréttamað- urinn bandaríska sjónvarpsáhorf- endur um miðbæ Reykjavíkur á fögru sumarkvöldi, tók unglinga tali en þáði ekki snafs af vinsæl- asta drykknum: landa í kók. Sagði í fréttinni að unglingar undir lö- galdri drykkju beint fyrir framan nef lögreglunnar sem aðhefðist lítið sem ekkert. Ungur viðmælandi frétta- mannsins kvaðst hafa drakkið frá 11 ára aldri og jafnvel tekið fram áfengi í kennslustund og fengið litar ákúrur fyriy enda væri drykkja viðtekin á íslandi og ættu menn áfengi drykkju þeir það. Annar sagði foreldra sína báða vera alkóhólista og hann ætlaði sér að „lifa hratt, lifa stutt og skilja eftir sig fallegt lík“. Frétta- maður „Inside Edition" sagði marga drekka vegna þunglyndis, aðgerðaleysis og vegna þess hve dimmur veturinn væri. Þá væra fyrirmyndimar augljóslega marg- ar. Rakið var að 28 af hundraði íslenskra karlmanna hafí farið í áfengismeðferð og 11% kvenna. „Misnotkun" óþekkt hugtak í fréttinni sagði að lögregla gerði upptæk um 30 ólögleg brugghús í mánuði hveijum og að bruggarar hefðu mestan hagnað af því að selja landann ungum krökkum, jafvel inni á skólalóðum. Ásta Ólafsdóttir ráðgjafi sagði hugtakið „misnotkun" ekki vera til í hugum íslendinga þegar kæmi að áfengi. / Fréttamaður komst að þeirri niðurstöðu að erfítt væri fyrir ís- lenskan ungling að segja nei við áfengi í þjóðfélagi þar sem mikil drykkja væri jafn viðtekin venja og raun bæri vitni. Áfengisvenjur víkinga tíðkuðust enn í þessu undralandi mótsagnanna. tekist að kveða niður verðbólguna og auka útflutning og mikið líf hef- ur hlaupið í fjármálamarkaðinn í landinu. Raunar var það í stjórnartíð Verkamannaflokksins á síðasta ára- tug, að hafíst var handa við að bijóta upp niðurgreiðsluþjóðfélagið nýsjálenska og Verkamannaflokk- urinn fylgir í aðalatriðum sömu stefnu í efnahagsmálum og Þjóðar- flokkurinn. Hann gagnrýnir hins vegar félagslegar afleiðingar núver- andi stjórnarstefnu og segir, að 10% atvinnuleysi sé óviðunandi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki aðeins þurft að kljást við Þjóð- arflokkinn, heldur einnig við Banda- lagið, sem svo kallast, en það er samfylking ýmissa flokka á vinstri- vængnum. Tekur það aðallega fylgi frá Verkamannaflokknum og mæl- ist nú með stuðning 15-20% kjós- enda. Erfitt kjörtímabil Mikið fylgi við Bolger og stjórn hans kemur mörgum á óvart. Um efnahagsárangurinn efast enginn en að öðra leyti hefur kjörtímabilið verið honum erfítt. Brotin kosninga- lóforð og deilur innan flokksins ollu því meðal annars, að um tíma var hann einhver óvinsælasti forsætis- ráðherra í sögu landsins, og svo var hann eftirlæti allra ugluspegla og skopteiknara fyrir það, að hann lag- aði sig alltaf að talanda þeirra fyrir- manna, sem vora gestir hans hverju sinni. Innan um Bandaríkjamenn var hann fyrr en varði kominn með dragmæltan Texasframburð og með Frökkum klippti hann og skar orð og áherslur eins og þeir. Um heiðar- leika Bolgers, sem er níu barna fað- ir, efast þó enginn og það er hann og árangurinn í efnahagsmálum, sem vega þungt hjá kjósendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.