Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Björgvin Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 16. október 1911
Dáinn 14. október 1993
Nú orðhagur snillingur misst hefur mál
og meistarans lokuð er bráin;
af nagandi söknuði níst er mín sál
því nú er hann vinur minn dáinn.
(Guðfinnur G. Ottósson.)
Mig langar að minnast þessa
góða og gáfaða vinar míns með
ftokkrum orðum. Björgvin var bor-
inn og bamfæddur á Stokkseyri,
sonur hjónanna Hólmfríðar Bjöms-
dóttur úr Borgarfírði og Sigurðar
Gíslasonar í Hrauk og síðar á Jaðri
þar sem þau bjuggu til dauðadags.
Hólmfríður og Sigurður eignuðust
fímm börn, fjóra syni og eina dótt-
ur. Óskar var þeirra elstur, þá
Björgvin, Ingvar, Frímann og Dag-
björt. Áðúr en Hólmfríður giftist
eignaðist hún son sem Leó hét. All-
ir synirnir eru nú látnir en Dagbjört
býr á Stokkseyri og hefur unnið
mikið að félagsmálum, m.a. var hún
formaður verkalýðs- og sjómannafé-
lagsins „Bjarma" um hríð.
Snemma var Björgvin sendur í
•j*/eit til snúninga, var síðan á vertíð-
um í Vestmannaeyjum, Sandgerði
og svo hér heima. Hann var mjög
góður verkmaður við öll störf sem
honum vora falin á hendur. Tíu
sumur var hann bifreiðastjóri í vega-
vinnu. Hann ólst upp við kröpp kjör
eins og margir aðrir á þessum áram.
Aldrei gleymdi hann uppruna sínum,
fátæktinni eða öllu heldur örbirgð-
inni á fyrstu áram ævinnar og segja
má að hann hafí strax á ungiingsár-
um farið að beita sér fyrir baéttum
„jgörum þeirra sem fátækastir vora,
aíþýðunnar í landinu. Brátt kom í
ljós hjá þessum unga manni afburða
tungutak sem seint mun gleymast
þeim sem muna hann þegar hann
stóð upp á sitt besta. Björgvin sat
mörg Alþýðusambandsþing og þar
kom mælska hans og rökfími vel í
ljós. Ræðusnilld hans var við bragð-
ið og sagt var að heyra hefði mátt
saumnál detta er hann flutti ræður
sínar, slík var athygli þingheims.
Alltaf var hann reiðubúinn að rétta
þeim hönd sem minna máttu sín og
stóðu höllum fæti í lífínu. Það feng-
um við hjónin að reyna. Ég veit að
sömu sögu geta margir aðrir sagt.
„Sá er vinur sem í raun reynist."
Björgvin var formaður verkalýðs-
og sjómannafélagsins „Bjarma" í
fjörutíu og tvö ár frá 1935-1978
að einu ári undanskildu. Það sýnir
að hann hefur valdið því verkefni
sem hann var kosinn til enda þótt
erfítt væri á stundum og því miður
ekki alltaf metið sem skyldi. Oft
gerði hann samninga fyrir fólk sem
annars hefði orðið að leita til Iög-
fræðinga með æmum tilkostnaði.
Aldrei heyrði ég þess getið að samn-
ingar hans hefðu ekki staðist
ýtrastu gagnrýni. Björgvin var ekki
einn um það að gera öðrum greiða,
svona voru systkinin öll. Það má
segja um Björgvin að hann hafi
farið eftir heilræði Markúsar Árel-
íusar keisara Rómveija, en það
hljóðar svo „Gumaðu ekki af góð-
verki þínu heldur snúðu þér að því
næsta.“
Enda þótt Björgvin nyti ekki
langskólanáms var hann taisvert
sjálfmenntaður t.d. lærði hann í
Bréfaskóla SÍS bókfærslu, einfalda
og tvöfalda og fékk þá 10 í hverju
verkefni. Við unnum saman í bygg-
ingarvinnu í Reykjavík fyrir svona
fimmtíu árum ásamt fleiri Stokks-
eyringum. Þá fór hann á kvöldin í
Námsflokka Reykjavíkur og lærði
vélritun, náði hann mikilli leikni í
þeirri grein. Alltaf var hann hrókur
alls fagnaðar, fyndinn og með af-
brigðum orðheppinn. Björgvin var
fljótur að yrkja og mátti segja að
hann væri á stundum hraðkvæður.
Margar vísur hans voru ákaflega
vel gerðar og ljóð hans frá yngri
árum hrein snilld. Marga revíuna
samdi Björgvin sem bæði voru í
lausu máli og bundnu. Vísur og ljóð
úr þessum revíum voru á allra vör-
um hér á Stokkseyri sem á annað
borð höfðu eyra og smekk fyrir
ljóða- og vísnagerð. Allt var þetta
létt og lipurt, hvorki meiddi né
særði.
Ég verð að minnast á eitt áhuga-
mál Björgvins og Frímanns bróður
hans en það var skákin. Þeir unnu
dyggilega að stofnun taflfélags hér
á Stokkseyri. Stofnfundur var hald-
inn 22. janúar 1938 og hlaut félag-
ið nafnið Taflfélag Stokkseyrar.
Fyrsti formaður félagsins var Frí-
mann Sigðurðsson og leysti það
starf vel af hendi eins og öll önnur
störf sem honum voru falin því að
hann var með eindæmum samvisku-
samur og skyldurækinn. Fjöldi ungl-
inga gekk í félagið og var mikið
teflt. Báðir bræðurnir báru hag fé-
iagsins fyrir bijósti allt. til dauða-
dags. Félagið vann margan sætan
sigur þegar fram liðu stundir í
keppnum við nágrannabyggðarlög.
Björgvin vann lengi að sveitarstjórn-
arstörfum og var oddviti í nokkur
ár. Um þetta tímabil í ævi hans
munu aðrir skrifa sem kunnugri eru.
Ekki má gleyma orlofsferðum
„Bjarma", sem farnar hafa verið
allt frá 1968 á hveiju sumri. Þessar
ferðir eru ætlaðar félögum sem
orðnir eru 60 ára og eldri ásamt
mökum, þeim að kostnaðarlausu.
Einnig hefur félagið greitt niður lyf
frá svipuðum tíma og hefur það
verið fyrir alla félagsmenn. Núna
greiðir það 85% hjá ellilífeyrisþegum
og öryrkjum en 50% hjá yngri félög-
um. Þetta era allt verk hins ötula
formanns okkar verkafólks á
Stokkseyri og verða þau áreiðanlega
fest á spjöld sögunnar. Við munum
lengi minnast hans fijóu hugsunar
sem hann beitti til að gleðja og
styrkja þá sem voru félagar í
„Bjarma“.
Það leiðir af Iíkum að þessi mál-
snjalli og skemmtilegur maður hafí
átt marga kunningja. Föst venja var
að heimsækja hann einu sinni í viku
af þessum kunningjahópi og var þá
margt spjallað yfir kaffibolla og
kræsingum sem hann lagði til af
sinni alkunnu rausn. Þessar heim-
sóknir stóðu svo lengi sem hann
hafði þrek til að sinna gestum. Og
þegar kraftar þurru þá var hann
heimsóttur af kunningjum og vinum
næstum daglega.
Halda mætti að líf Björgvins hafí
verið eintómur dans á rósum, en
það var nú öðra nær. Hann átti
þann óvin sem svo margir góðir
drengir hafa ánetjast og farið hall-
oka fyrir. En hann átti góða ætt-
ingja, kunningja og vini sem léttu
undir með honum þegar bylgjur
bölsins risu sem hæst og hann var
að kikna undir þunganum.
Síðustu vikurnar voru Björgvini
nokkuð erfiðar en hann fékk hægt
andlát í faðmi ættingja sinna, sem
viku ekki frá honum síðustu dægr-
in. Að lokum viljum við hjónin þakka
hinum látna samfylgdina og vottum
Dagbjörtu og öðram aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Guðfinnur G. Ottósson.
Hvenær sem kallið kemur,
kaupir sig enginn fri,
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(H.P.)
Þegar kær vinur hefur kvatt eftir
dygga og trúa þjónustu við samborg-
ara sína, er gott að hefja hugsun
og mál með broti úr einum af sálm-
um sr. Hallgríms Péturssonar. Broti
úr bókmenntaafreki og trúaijátn-
ingu skálds sem okkar litla þjóð
hefur lengi leitað til á erfiðum stund-
um. Á kveðjustundu staldrar hugur-
inn við minningar. Hvort sem dauð-
inn hefur vitjað skyndilega eða hægt
og rólega er hann ávallt endastöð
og tilefni íhugunar. í þetta sinn er
tilefni mitt minning um góðan mann
sem var foreldrum mínum og fjöl-
skyldu kær og traustur vinur alla
tíð. Hugur okkar allra er fullur þakk-
lætis og virðingar sem sprottinn er
af kynnum við einstakan mann.
Björgvin Sigurðsson, fæddist á
Beinateigi á Stokkseyri 16. október
1911, sonur hjónanna Hólmfríðar
Björnsdóttur úr Borgarfirði og Sig-
urðar G. Gíslasonar frá Stokkseyri.
Björgvin, sem var eins og systkini
hans yfírleitt kenndur við Jaðar á
Stokkseyri, var þriðji í röð fímm al-
systkina og eins hálfbróður og sá
næstsíðasti sem kveður. Áður eru
látnir bræður hans Leó, Óskar, Ingv-
ar og Frímann. Systir þeirra, Dag-
björt lifír bræður sína, búsett á
Stokkseyri. Björgvin ólst upp á
Stokkseyri og helgaði byggðarlagi
sínu og sveitungum starfsorku Sína
af fádæma óeigingirni alla tíð.
Bernskuheimili hans var fátækt al-
þýðuheimili og hann varð því þegar
á unga aldri að byija að vinna fyrir
sér. Björgvin starfaði við flest þau
störf sem títt var að ungir menn
tækju sér fyrir hendur í sjávarplássi
á þeim árum, auk þess sem hann
sótti sjó nokkrar vertíðir. Um annað
var ekki að ræða. Öllum sem kynnt-
ust Björgvini síðar er þó ljóst að
hæfileikar hans voru miklir og eng-
inn vafi að hann hefði staðið sig vel
í námi, hefði hann átt þess kost.
Björgvin alla tíð dáður og virtur
á þeim starfsvettvangi sem hann
helgaði starfskrafta sína stærstan
hluta ævi sinnar. Árið 1935, á
tuttugasta og fjórða aldursári, var
hann valinn til forystu í Verkalýðs-
og sjómannafélaginu Bjarma og
gegndi því starfi nær óslitið í rúm
40 ár, þangað til í mars 1978. Þau
störf öfluðu honum vina og virðingar
sem fyrr segir vegna þeirrar sér-
stöku ósérhlífni sem einkenndi hann
ávallt. Eins og gengur í stéttabarátt-
unu, sérstaklega fyrr á árum, þurfti
kjark og dug til að standa í fylk-
ingarbijósti fyrir bættum kjörum.
En kannski þurfti ekki síður mál-
snilld og rökvísi. Hvort tveggja hafði
Björgvin á Jaðri í ríkum mæli. Björg-
vin hafði alltaf sína ákveðnu stjórn-
málaskoðun, en í samskiptum við
vinnuveitendur og samheija í röðum
verkalýðsfélaganna tók hann ávallt
afstöðu og ákvarðanir í hveiju ein-
stöku máli fyrir sig án þess að binda
sig nokkurri ákveðinni stjórnmála-
skoðun. Ef til vill var það ekki alltaf
vinsælt meðal samheija hans, en
slíkt skipti Björgvin ekki máli. Rétt-
sýni og framsýni voru aðalsmerki
hans og slíkum eigindurn taldi hann
aldrei vert að fórna á altari fyrirfram
mótaðra skoðana. Björgvin var einn
aðalforvígismaður að stofnun Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna í Ár-
nessýslu og Alþýðusambands Suður-
lands. Hann sat á sínum tíma stofn-
fund Verkamannasambands íslands
1964 sem forseti þingsins og var
lengi í sambandsstjórn þess. Alþýðu-
samband íslands naut einnig oft
góðs af hæfileikum hans og baráttu-
þreki.
Faðir minn og Björgvin voru lengi
samstarfsmenn og félagar í verka-
lýðsbaráttunni og ég veit að Björg-
vin veitti oft ómetanleg ráð og leið-
sögn á því sviði. Elns og þeir þekkja
best sem reynt hafa, þarf oft útsjón-
arsemi og festu í baráttu fyrir bætt-
um kjörum fólks, hver sem þau eru.
Björgvin hafði þann eiginleika að
geta miðlað slíkri festu til annarra.
Vinsældir hans innan samtaka
launafólks stöfuðu ekki hvað síst af
því. Björgvin var alla tíð framsýnn
baráttumaður sem unni sér ekki
Aldarminning
Helga Friðbjamar-
dóttir og Björn Þór
hallur Astvaldsson
Helga
Fædd 7. desember 1892
Dáin 20. apríl 1986
Björn
Fæddur 6. nóvember 1893
Dáinn 30. september 1962
í dag hefði afí minn orðið 100
ára. Hann fæddist á Á í Unadal í
Skagafirði 6. nóvember 1893. For-
eldrar hans vora Ástvaldur Bjömsson
á Á og kona hans Ósk Þorleifsdóttir
frá Miklabæ í Óslandshlíð í Skaga-
fírði. Fárra mánaða gamall missti
afí móður sína og þá leystist heimil-
ið upp. Afa var komið í fóstur að
Miklabæ í Óslandshlíð. Þar bjuggu
móðurbróðir hans Þorleifur Þorleifs-
's%‘n og kona hans Elísabet Magnús-
aóttir. Þau tóku fóstursyninum litla
BLÓM, UNDIR STIGANUM
í BORGARKRINGLUNNI
SÍMI 811825
vel og ólu hann upp sem eitt af sín-
um bömum. Hjá þeim átti hann
heimili til fullorðinsára. Um tvítugt
réðst afí sem vinnumaður heim að
Hólum í Hjaltadal. Þar var einnig
ung og falleg stúlka, kvik á fæti og
lífsgleðin geislaði af henni. Þessi ljúfa
yngismey var hún amma mín, Helga
Friðbjarnardóttir.
Amma fæddist í Brekkukoti ytra
í Blönduhlíð í Skagafirði 7. desember
1892. Foreldrar hennar vora Frið-
bjöm Pétursson og bústýra hans
Anna Jónsdóttir. Amma naut föður
síns ekki lengi, hann dó þegar hún
var fjögurra ára gömul. Þá þurfti
mamma hennar að fara í vinnu-
mennsku, aðstæðurnar buðu ekki
upp á annað. Gæfa ömmu var að þær
mæðgur létu ekki skilja sig að. Anna
gat valið um dvöl á góðum heimilum
þar sem nóg var að bíta og brenna.
Amma lagði alltaf ríka áherslu á að
þetta hefði stuðlað að hennar mikla
styrk til sálar og líkama. Eftir ferm-
ingaraldur skildu leiðir þeirra
mæðgna um sinn. Þá fór amma að
sjá fyrir sér sjálf. Valkostir varðandi
störf voru ekki margir. Hún fór í
vist eins og ungar stúlkur í þá daga
gerðu. Um tvítugt fór hún til starfa
heim á Hólastað. Þar ófust saman
lífsþræðir hennar og afa. Með leyfís-
bréfí Kristjáns konungs X. giftu þau
sig 10. september 1915. Þau vora
ung að áram, efnalaus en rík af lífs-
hamingju og trú á framtíðina. Fljótt
fundu þau þó fyrir alvöru lífsins því
að fyrsta bam þeirra misstu þau.
Þá voru þau í húsmennsku á Bakka
í Viðvíkursveit. Þar fæddust dæturn-
ar Elísabet árið 1917 og Ósk 1918.
Frá Bakka fóru þau að Miklabæ í
Óslandshlíð. Þar fæddist elsti sonur-
inn Friðbjörn árið 1919. Um 1920
fluttust afi og amma út á Höfða-
strönd, að Hofsgerði. Þar fæddust
þeim sjö böm, Guðbjörg árið 1920,
Ásdís 1922, Anna Guðrún 1923,
Kristjana 1925, Þorvaldur 1926,
Halldór Bjami 1927 og Guðveig
1929. Anna langamma kom til þeirra
í Hofsgerði og dvaldist með þeim æ
síðan. Á heimilinu var einnig um
áratugaskeið gamall maður, Guð-
mundur Jónsson að nafni. Hann var
einstæðingur og síðustu 20 ár ævi
sinnar var hann blindur. Þessu gamla
fólki hlúðu amma og afi að með hlýju
sinni og nærgætni. Eftir 11 ára bú-
setu í Hofsgerði fluttust þau að
Hvammkoti og bjuggu þar í sex ár.
Árið 1937 keyptu þau Litlu-Brekku
og þar fæddist yngsta barnið þeirra,
Bima, árið 1938. Árið 1953 brugðu
þau búi og fluttust að Staðarbjörgum
á- Hofsósi. Þar stundaði afi þá vinnu
sem til féll.
Augljóslega hefur þurft áræði,
kjark og þor ásamt óendanlegri bjart-
sýni til að standa undir þeirri ábyrgð
sem hvíldi á herðum þeirra hjóna.
Þessu mannkostum voru afi og
amma gædd í ríkum mæli ásamt
mikilli vinnusemi sem ekki veitti af.
Afi var talinn einn þeirra manna
sem gott var að kynnast, gott að
vera með og gott að minnast. Hann
var vel gerður, greindur og glaðlynd-
ur bjartsýnismaður, afburða dugleg-
ur, jafnvígur til sjós og lands og
mjög eftirsóttur verkmaður. Hönd
hans þótti traust og hjartað hlýtt.
Amma hafði ákaflega sterka skap-
gerð, enda einstaklega hraust til sál-
ar og líkama. Hún stóð fast á sinni
sannfæringu hver sem í hlut átti.
Glaðsinna var hún enda lundin létt
og skopskynið gott. Vinnusemi henn-
ar var svipuð og afa, eiginlega féll
henni aldrei verk úr hendi. Geta má
nærri að vinnudagurinn hefur ærið
oft verið óendanlega langur og
reyndar alltaf verið i kappi við tím-
ann.
Farsælt hjónaband ömmu og afa
varaði í 47 ár eða þar til afi dó 30.
september 1962. Amma bjó áfram í
litla húsinu sínu í skjóli foreldra
minna. Hún undi sér allra best við
hannyrðir af öllu tagi umkringd
blómum sínum og myndum. Yfírleitt
gaf hún allt frá sér sem hún vann
og hafa skyldir og óskyldir notið
þess gegnum árin. Amma var vorsins
bam þótt fæðst hefði hún í svartasta
skammdeginu. Hún hlakkaði mjög
til vorsins og gróandans. Sumarkom-
unni fylgdu einnig heimsókir afkom-
enda hennar. Þá var amma glöðust
er vinir og vandamenn sóttu hana
heim. Gestrisni hennar og þeirra
hjóna beggja meðan afa naut við var
rómuð. Helst þurfti að leysa gestina
út með gjöfum.
Amma varð gömul kona, 93 ára,
sem dó sátt við guð og menn, að
lokinni farsælli ævi og fögru ævi-
kvöldi, 20. apríl 1986.
Afkomendur afa og ömmu eru
orðnir 218 og vil ég fyrir þeirra hönd
votta minningu þeirra virðingu okkar
og þökk.
Þórdís Friðbjömsdóttir.