Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 39 KNATTSPYRNA Einar Páll fer í Breidablik EINAR Páll Tómasson hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik, sem leikur í 1. deildinni á ný næsta sumar. Hann er samningsbundinn Val til áramóta, þannig að ekki verður skrifað undir samning fyrr en eftir það, en Einar Páll gekk frá sínum málum við forráðamenn Breiðabliks í gær. Einar Páll á 70 leiki í 1. deild að baki með Val og 5 A-lands- leiki fyrir ísland. Hann hélt til Svíþjóðar fyrir síðasta keppnis- tímabil, þar sem hann lék með Degerfors um tíma, en var síðan lánaður þaðan til liðs í Noregi, þar sem hann lauk keppnistímabilinu. Hjá Breiðabliki hittir Einar Páll fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Val, Inga Bjöm Albertsson, en vamar- maðurinn lék þrjú ár undir hans stjórn þar á bæ. En hvers vegna varð Breiðablik fyrir valinu? „Þetta er nokkuð góður kostur. Mér líst vel á mann- skapinn og þekki þjálfarann vel,“ sagði Einar Páll við Morgunblaðið í gær. Hann sagði Val hafa verið fyrsta kostinn, „en það kom upp leiðindamál milli mín og stjómar- innar þegar ég fór til Svíþjóðar, mál sem ekki var hægt að leysa þegar ég kom heim aftur, þannig að sá kostur var ekki fyrir hendi nú.“ Ljóst er, skv. upplýsingum for- ráðamanna Breiðabliks, að allir leikmenn liðsins frá því í sumar verða áfram. Gengið var frá samn- ingi við Val Valsson í gærkvöldi. Þrír piltar, Framararnir Þorbjöm Sveinsson og Valur Gíslason, sem er frá Eskifirði, og Eiður Smári Guðjohnsen, yal, fara til Feyenoord í Hollandi á morgun á vegum hæfileikanefndar KSI og æfa hjá hollenska félaginu í tvær vikur. Gert var ráð fyrir að strákamir færu síðar í vetur, en Feyenoord vildi fá þá núna. Vegna prófa verða þeir ekki lengur en raun ber vitni, en Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, fer með þeim og kynnir sér þjálfunina hjá félaginu. KSÍ hefur samið við Feyenoord og Stuttgart í Þýskalandi um að taka við efnilegum knattspyrnumönnum og er ráðgert að senda pilta til Stuttg- art eftir áramót, en Islandsbanki styrkir æfíngaferðimar. Einar Pðll Tómasson í Valsbúningnum. Hann klæðist hinum græna og hvíta búningi Breiðabliks í Kópavogi næsta keppnistímabil. Kristinn f herbúðir Framara Kristinn Hafliðason, hinn bráðefnilegi 18 ára knatt- spyrnumaður úr Víkingi, hefur ákveðið að skipta yfir í Fram fyrir næsta keppnistímabil. Ekki hefur verið gengið form- lega frá málinu, en Kristinr} staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði gert upp hug sinn. ÍAboðiðá mót í Dubai í febrúar Islands- og bikarmeisturum ÍA í knattspyrnu hefur borist boð frá Dubai, höfuðborg Sameinuðti" arabísku furstadæmanna, um að taka þar þátt í móti 9. til 18. febr- úar á næsta ári, en Noregsmeistar- ar Rosenborg verða á meðal liða í keppninni. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði boðið áhugavert, en einnig væri hugur í Skagamönnum að vera með á móti í Kaupmanna- höfn, ef tímasetning þeirra stang- aðist ekki á. ÍA var með í danska mótinu í byijun ársins og að fenginni reynslu vilja Skagamenn halda uppteknum hætti, en þeir hafa einnig fengið óformlegt boð í mót á Kanaríeyjum. URSLIT Njarðvík-ÍA 105:82 íþróttahúsið í Njarðvik, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fostudaginn 5. nóvember 1993. Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 4:9, 11:11, 19:17, 33:18, 40:27, 46:28, 52:30, 68:44, 62:46, 70:57, 90:66, 103:68, 105:82. Stig UMFN: Rondey Robinson 29, Friðrik Ragnarsson 23, Valur Ingimundarson 18, Teitur Örlygsson 14, Rúnar Árnason 12, Isak Tómasson 5, Ástþór Ingason 2, Brynj- ar Sigurðsson 2. Stig IA: Einar Einarsson 22, Dwayne Price 18, Haraldur Leifsson 14, Eggert Garðars- son 10, Jón Þ6r Þórðarson 8, Ivar Ásgríms- son 6, Dagur Þórisson 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. Ahorfendur: Um 100. Bikarkeppni karla, leikir í vikunni: Haukar b - UBK...............46:107 ÍR - Reynir...................85:68 Léttir - UMFN b..............107:98 1. deild karla, B-riðilI: Reynir S. - Leiknir...........68:74 ■Leikurinn var í síðustu viku, en tölumar snérust þá við í blaðinu, þannig að staðan varð röng í blaðinu á þriðjudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Handknattleikur Leikir ! gærkvöldi: 1. DEILD KVENNA Fylkir - ÍBV..................19:32 2. DEILD KARLA ÍBK-UBK.......................22:29 ÍH -Ármann....................21:19 Knattspyrna Þýskaland í gærkvöldi: Gladbach - Hamburger............2.2 (Dahlin 20., Neun 79. vsp.) — (Letschkow 38., von Heesen 87. vsp.) Kaiserslautern - Wattenscheid...4:1 (Kadlec 26., Roos 54., Sforza 79., Kuntz 80.) — (Buckmaier 41.) 29.182 Schalke - Leipzig............. 3:j (Eckstein 27. og 56., Anderbrugge 90. vsp.) - (Rische 88.). 25.000. Íshokkí Leikir í NHL á fimmtudag: Phiiadelphia - Quebec...........4:1 ■ Eric Lindros gerði 13. mark sitt fyrir Philadelphia á leiktíðinni og er markahæst- ur í deildinni. Detroit - Toronto...............3:3 ■Felix Potvin, markvörður Toronto, varði 45 skot, þar af 20 í þriðja leikhluta. Boslon - Calgary................6:3 ■Cam Neely hjá Boston var með níundu þrennu sína á ferlinum. Chicago - New York Islanders .............4:2 HANDKNATTLEIKUR Úrslvt bikarkeppninnar á Akureyri? IJJorysta Handknattleikssam- ■ bands íslands hefur rætt þann möguleika við bæjaryfirvöld á Akureyri. að úrslitaleikur bikar- keppni HSI í karlaflokki fari fram á Akureyri í vor skv. heimildum Morgunblaðsins. Ekki hefur verið gengið frá samningi — málið er enn á viðræðustigi, og var málið m.a. rætt í gær fyrir norðan í tengslum við það er skrifað var undir samsstarfssamning bæjar- ins og HSÍ vegna heimsmeistara- keppninnar 1995 — en báðir aðil- ar hafa mikinn hug á að hug- bæjarfélagið. Rætt hefur verið um myndin verði að veruleika. HSÍ hefur verið að leita að styrktaraðila fyrir bikarkeppnina, og sú hugmynd kom upp að Akur- eyrarbær „fjárfesti“ í keppninni; notaði hana sem auglýsingu fyrir að semja til allt að þriggja ára. Ef af verður yrði úrslitaleikurinn í íþróttahöllinni á Akureyri, en húsið rúmar hátt I 2.000 áhorf- endur. ÍR-ingar í kennslustund Bidasoa gjörsigraði ÍR-inga með 17 marka mun, 28:11 ífyrri leik liðanna ÍR-INGAR steinlágu ífyrri Evr- ópuleiknum gegn Elgoriaga Bidasoa í Irun á Spáni í gær- kvöldi, 27:11, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13:7. Spán- verjarnir léku frábærlega, að sögn Brynjars Kvaran þjálfara ÍR, og enginn betur en sænski markvörðurinn Thomas Svens- son, sem varði hvorki fleiri né færri en 25 skot, þannig að lið hans næði boltanum. Eins og tölurnar bera með sér var munurinn á liðunum mik- ill. „Það er fátt hægt að segja um þetta. Þeir voru bara miklu betri. Við komumst að vísu í 3:1 en eftir tíu mínútur var staðan orðin 3:3.“ Mörkin hlóðust síðan upp, Svensson varði ótrúlega vel og Spánveijarnir beittu hraðaupphlaupum í gríð og erg. Hann sagði liðið einmitt þekkt fyrir góða markvörslu og að leika mjög sterka vörn. Það hefði komið á daginn, en liðið hefði verið að leika miklu betur en ÍR-ingar hefðu séð það gera á myndbandsspólum sem þeir hefðu skoðað fyrir leikinn. Brynjar sagði einnig að ÍR-ingum hefðu borist þær upplýsingar að Svensson hinn sænski væri í lægð um þessar mundir, en annað hefði komið á daginn. „Hann var ótrúlega góður; það var nánast alveg sama hvernig færi við fengum. Hann var hetja liðsins í kvöld," sagði Brynjar Kvaran. Branislav Dimitrivits var marka- hæstur ÍR-inga með 3 mörk í gær- kvöldi, Magnús Ólafsson og Jóhann Örn Ásgeirsson gerðu 2 hvor og Njörður Árnason, Ólafur Gylfason, Guðmundur Þórðarson og Róbert Rafnsson gerðu 1 hver. Fall er... Brynjar Kvaran sagði, um seinni leikinn sem verður í dag, að ÍR-ing- ar stefndu að sjálfsögðu að því að ná hagstæðari úrslitum en í gær- kvöldi. „Annars hugguðu Spánveij- amir okkur eftir leikinn. Vissu að við erum að taka þátt í Evrópu- keppni í fyrsta skipti, og sögðu okkur ekki að örvænta. Þegar þeir hefðu tekið þátt í keppninni í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum hefðu þeir dottið út eftir að hafa tapað 22:7 fyrir Essen!“ KORFUKNATTLEIKUR Öruggur heimasigur í „Ljónagryfjunni" NJARÐVÍKINGAR áttu ekki íteijandi erfiðleikum með nýliða Skagamanna þegar liðin mættust í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvíkingar sigruðu nokkuð örugglega 105:82 eftir að staðan í hálfeik hafði verið 58:44. Leikur liðanna var æði sveiflu- kenndur og þá sérstaklega í upphafí þegar Njarðvíkingar settu ^■■1 stig gegn aðeins Björn einu stigi Skaga- Blöndal manna og náðu með skrílarfrá því 15 stiga forskoti. Njarðvik Þennan mun náðu Skagamenn aldrei að vinna upp þrátt fyrir ágætan síðari hálfleik þar sem þeir settu Njarðvíkinga út af laginu um tíma með góðri vörn. Njarðvíking- ar náðu þó að átta sig og juku for- skot sitt í 35 stig 103:68, en Skaga- menn náðu aðeins að klóra.í bakkann á síðustu mínútunum með því að setja 14 stig gegn 2 stigum heimamanna sem þá höfðu sett varalið sitt innA- „Eg er vitaskuld ánægður meo þennan sigur og get sagt um þá Skagamenn að þeir eru alls ekki lé- legir - og það getur enginn verið öruggur gegn þeim fyrirfram. Við náðum ekki að halda uppi einbeitingu allan leikinn, það er hlutur sem við þurfum að laga og eftil vill hafa menn verið með Keflavíkurleikinn á sunnudag í huga,“ sagði Valur Ingi- mundarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga..............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.