Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Jólamarkaður opnaður 5. nóvember Biskupi finnst það óheyrilegt „JÓLIN eru stór og það má ekki þynna þau svo út að allir verði orðnir þreyttir á að heyra talað um jólahátíðina þegar hún gengur í garð,“ sagði hr. Ólafur Skúlason, biskup Islands, þegar honum voru færðar fregnir af opnun fyrsta jólamarkaðar vetrarins í gær, 5. nóvember. Markaðurinn er að Suðurlandsbraut 16. Biskup sagði að sér þætti ekki óeðlilegt að gefnar væru út leiðbeiningar fyrir kaupmenn vegna upphafs jólaverslunar. „Mér finnst þetta óheyrilegt. Ég hef séð þetta í myndum frá borgum úti í heimi, þar sem nóvember er undirlagður jólaundirbúningi, hvað verslun áhrærir, og ég hef alltaf vonast til þess í lengstu lög, þó flest komi til okkar hvort sem það er gott eða slæmt, að þetta fari þó ekki að festa rætur hér á Islandi. Mér finnst nógu erfítt að hemja eftirvæntingu og spenning barn- anna frá fyrsta sunnudegi í aðventu hvað þá þegar nóvember er undir- lagður líka. Ég held að þetta sé neikvætt frekar en jákvætt," sagði hr. Ólafur þegar rætt var við hann. Miðað við aðventu Hann minnti ennfremur á að í kirkjulegum jólaundirbúningi væri einatt miðað við fyrsta sunnudag í desember. „Þá er kveikt á fyrsta kertinu af ljórum og bömin eru vön því. En þetta aftur á móti ruglar þau algjörlega í ríminu og ég er hræddur um að fullorðna fólkið tapi eitthvað af fótfestunni líka. Undir- búningur er nauðsynlegur en hann má ekki fara út í svona öfgar.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsta íbúðin afhent MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, ávarpar íbúa í húsum aldraðra við Lindargötu 57-66. Fyrsta íbúð aldraðra við Lindargötu afhent VEÐURHORFUR I DAG. 6. NOVEMBER YFIRLIT: Nálægt Scoresbysundi er 983 mb minnkandi lægð sem fjarlægist, en 400 km suöaustur af Hvarfi er 985 mb lægð sem hreyfist norðaustur og fer hún norður með vesturströnd landsins í fyrramálið. SPÁ: Snemma í fyrramálið hvessir af suðaustri og fer þá að rigna sunnan- lands og vestan. Sumstaðar verður stomur og síðar um daginn einnig á Norð- urlandi. Þar má einnig búast við einhverri vætu. Allra austast veröur aftur á fnóti veður skaplegra. Siðdegis verður komin vestanátt um landið vestanvert með slydduéljum og aftur kólnandi veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Suövesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Norðvesturmíðum, Norðausturmiðum, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðvestankaldi eða stinningskaldi og skúrir eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið en hægari sunnan- eða suðvestan og þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 5 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðvestanstrekkingur og fremur kalt. Él um noröan- vert landið, stydduél vestan lands en annars þurrt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarstmi Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Greiðfært er um alla þjóövegi landsins, en víða er unniö að vegagerð og get- ur vegur á þeim stöðum verið grófur og seinfarinn og eru ökumenn beðnir að gæta varúðar og aka samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki vitað. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni Ifnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma biti veður Akureyri 6 úrk.ígrennd Reykjavík 3 slyddaásíð.klst. Björgvin 6 alskýjað Heisinki 1 þokumóða Kaupmannahöfn 5 súld Narssarssuaq -10 léttskyjað Nuuk ■tA snjóél Ósló 3 alskýjað Stokkhólmur 3 alskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Atgarve 18 léttskýjað Amsterdam 6 þokumóða Barcelona 20 skýjað Berlín 6 þokumóða Chicago 6 skýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 5 þokumóða Glasgow 11 mistur Hamborg 4 þokumóða London 15 mistur Los Angeles 13 þokumóða Lúxemborg 3 þoka Madrtd 11 alskýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 17 rign.ásið. klst. Montreal 5 rfgning NewYork 13 rigning Orfando 17 léttskýjað Parfs 7 þokumóða Madelra 19 skýjað Róm 22 skýjað Vfn 11 alskýjað Washington 13 skúr Wlnnipeg +7 anjóél BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, afhenti í ! gær fyrstu íbúðina af 94 sem borgin byggir fyrir aldraða ásamt þjónustumiðstöð við Lindargötu 57-66. Ibúðirnar eru í fimmtán . húsum og í þeim er einnig þjónustumiðstöð aldraðra og bílageymsla. Framkvæmdir hafa staðið frá árinu 1990 og er nú unnið að loka- frágangi íbúða og lóðar. Fyrstu íbú- arnir munu flytja inn í nóvember og þeir síðustu í janúar næstkom- andi. Þjónustumiðstöð og dagvistun verður tekin í notkun í apríl. Kostnaður 1,5 milljarðar Byggingarkostnaður við íbúðir, þjónustumiðstöð og bílageymslu í heild er nú áætlaður 1.550 milljónir kr. Arkitektar voru hjá Vinnustofu arkitekta hf. og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens hf. annaðist verkfræðiþáttinn. Verktaki við upp- steypu húsa og lokafrágang er Ar- mannsfell hf. 011 húsin fimmtán bera nöfn húsa sem stóðu í nágrenni Vitat- orgs eða vestur í Skuggahverfinu og eru nú horfin. Sem dæmi má nefna að eitt heitir Frostastaðir, annað Sjávarborg og það þriðja Tóftir. Verðkönnun á matvöru á Suðurlandi Þijár ódýrustu | búðimar í Ejjum VERÐMUNUR milli matvöruverslana innan hvers landshluta reynd- ist vera á bilinu 6 til 38% í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði í september og kynnt var í gær. Minnsti verðmunurinn var á Norður- landi vestra en sá mesti á Norðurlandi eystra. Ekki var kynntur samanburður milli landshluta. Kannað var verð á 160 mismun- andi vörum í 109 verslunum en al- gengt var að 60-100 væru fáanleg- ar í hverri verslun. Ekki var einung- is kannað verð á merkjavöru, heldur var einnig athugað verð á ýmsum minna þekktum vörutegundum sem verslanirnar flytja inn sjálfar. Hér eru birtar niðurstöður könn- unarinnar fyrir Suðurland og Suð- urnes og á Akureyrarsíðunni eru niðurstöður fyrir Norðurland Matvöru- verslanip á Suðuplandi Lægsta verð = 100 Eyjakaup, Vestm.eyjum hOO Vöoival, Vestm.eyjum D100>9 Betri Bónus, Vestm.eyjum □ 102,8 KÁ, Selfossi □ 104,2 KÁ. Vestm.eyjum Q 104,4 Prífiymingur, Hellu GI 106,0 Hðfn, Selfossi GH 106,7 KÁ, Hveragerði I -Ml 108,0 KÁ, Þorlákshöfn I M1T08.5 Kf. Rang., Hvolsvelli l""MM 108,8 Hornið, Selfossi l il8B 109,5 Víkurmarkaður, Vík l WU 109.6 K.Á., Kikjubæjarklaustri I' 110,8 Eyjakjör, Vestm.eyjum [1MB 112,7 Hverakaup, Hveragerði 113,4 Grund, Flúðum I i— 114 0 Versl. Ós, Þorlákshöfn I fltj eystra. Niðurstöður annarra lands- hluta verða birtar hér í blaðinu næstu daga. Hagkaup eru ódýrasta verslunin á Suðurnesjum, samkvæmt könn- uninni. Samkaup í Njarðvík eru með 4,6% dýrari vörur að meðaltali og dýrasta verslunin eru Fíakaup í Njarðvík með 26,8% hærra verð en Hagkaup. Þijár ódýrustu verslanirnar á Suðurlandi eru í Vestmannaeyjum. Eyjakaup eru með lægsta verðið og Vöruval lítið eitt hærra. Dýrasta verslunin er hins vegar Verslunin Ós í Þorlákshöfn með liðlega 19% hærra verð að meðaltali en Eyia- kaup. Matvöpu- vepslanlp á Lægstaverð = 100 Hagkaup, Njarðv. 1100 Samkaup, Njarðv. □ 104,6 Sparkaup, Keflav. (3^MB|116,4 Kf. Suðurn., Sandg. CZ3BB 119,5 Traðarbakki, Keflav. g§§| Miðbær, Keflav. Staðarkjör, Grindav. Kf. Suðurn. Keflav. Staðarval, Vogum Kf. Suðurn. Garði Hólmgarður, Keflav. Fiakaup, Njarðv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.