Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Foreldrasamtökin standa fyrir námstefnu um einelti Hugmyndir um leiðir til að draga úr ofbeldi unglinga FORELDRASAMTÖKIN standa fyrir námstefnu um einelti í Kennara- háskólnuma í dag, kl. 10-15. Foreldrasamtökin hafa samvinnu við ýmsa aðila stofnað vinnuhóp til að koma með tillögur um aðgerðir til að draga úr ofbeldi meðal unglinga og miðla upplýsingum milli þeirra sem starfa að þessum málum. Höfuðmál hópsins eru annars vegar umræða um að reglum um útivistartíma unglinga verði framfylgt, en hins vegar umfjöllun um leiðir til að draga úr framboði á ofbeldis- fullu afþreyingarefni. Á námstefnunni sem haldin er í samvinnu við Endurmenntunardeild Kennaraháskólans og Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og Reykjaness munu meðal annars taka til máls Brynjólfur Brynjólfsson, sálfræðing- ur hjá Sálfræðideild skóla í Reykja- vík, sem flallar um einelti og hvernig á að taka á alvarlegum eineltismál- um; Sigrún Aðalbjamardóttir sem kynnir námsefni sem sérstaklega á að bæta samskipti í skólum og heima; Guðjón Ólafsson, sérkennslufræðing- ur sem fjallar um rannsóknir á ein- elti á Norðurlöndum, helstu tegundir þess og nokkrar aðferðir til lausnar; Ólafur Oddsson frá Rauða krossi íslands sem kynnir skyggnuröð sem stuðla á að bættum samskiptum á meðal skólabarna og myndband um einelti sem væntanlegt er á næst- unni; Jóhanna Valdemarsdóttir, sér- kennari í Lækjarskóla á Hafnarfirði, sem segir frá þróunarstarfí varðandi einelti sem þar var unnið. Starfshópur Foreldrasamtakanna hvetur til að reglur um útivistartíma séu virtar og minnir á mikilvægi þess að börn læri frá unga aldri að virða reglumar, auk þess að vilja stuðla að samstöðu foreldra um þetta mál. Hópurinn beinir þeim tilmælum til fjölmiðla og þá sérstaklega sjónvarps- stöðva að tekið sé í ríkari mæli til þess að böm eru gjaman meðal áhorf- enda að aðalfréttatíma stöðvanna. Leikur fyrir ungt fólk Morgunblaðið/Sverrir CHRISTIAN Lindberg, básúnuleikari, leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni í kvöld, í verkinu Vélhjólakonsert. Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói Vélhjólakonsert á tón- Deilur um verð á Mackintosh-sælgæti á íslandi Islensk-erlenda hyggst kæra F&A til RLR VEGNA fréttar er birtist í Morgunblaðinu um útsöluverð á Mackintosh Quality Street á íslandi vill fyrirtækið Islensk-erlenda koma á fram- færi eftirfarandi: íslensk-erlenda mun kæra F&A til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna staðfests gruns um að Mackintosh sem boðið er til sölu í F&A sé útmnn- inn og ónýt vara. Dagstimplar hafa augljóslega verið afmáðir af vörunni og í sumum tilfellum jafnvel falsaðar dagsetningar stimplaðar á vöruna. Yfirlýsing frá versluninni F&A Okurálagning í skjóli einokunar VEGNA staðhæfinga sölustjóra íslensks-erlenda/Danóls, sem er einka- umboðsaðili fyrir Mackintosh á íslandi, um að við í F&A séum að selja gamalt sælgæti, vil ég taka eftirfarandi fram: 1. Samkvæmt íslenskum lögum er þess ekki krafist að hafa dag- stimpla á sælgæti. Fáar tegundir ís- lensks sælgætis hafa dagstimpil, en það mun eldast eins og annað. Eng- in kvörtun neytenda hefur borist til okkar, en ef hún berst, munum við að sjálfsögðu bæta það upp. Allt erlent sælgæti sem við seljum er dagstimplað annað en þessar 27 dós- ir af Mackintosh, sem við höfum tek- ið úr sölu, vegna ásakana einkaum- boðsaðilans. 2. Aðalatriðið í þessu máli er verð- ið til neytandans. Mbl. upplýsti um heildsöluverð íslensks-erlenda/Dan- óls og reiknast okkur til að heild- söluálagningin hjá því sé gífurleg. Þetta er verðið sem kaupmaðurinn á horninu fær að greiða. Stórmarkað- imir fá allt annað verð. Við skorum á íslensk-erlenda/ Danól að upplýsa neytendur um, hver hin raunverulega álagning þeirra er. Það eina sem við hjá F&A gerum er að leggja hóflega á vörur, sem við flytjum sjálfir inn og þess nýtur neytandinn. Friðrik G. Friðriksson leikum fyrir ungl fólk Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 20 og eru þeir sérstaklega ætlaðir ungu fólki. Einleikari á tónleikun- um verður Svíinn Christian Lindberg, básúnuleikari og flytur hann Vélhjólakonsert, þar sem hljóðfæri hans er í raun í hlutverki vél- hjóls. Verkið lýsir ferðalagi vélhjólamanns og er komið við í ólíkum menningarheimum, meðal frumbyggja í Ástralíu, á sólríkum ströndum Flórída í Ameríku og í miðaldaþorpi í Suður-Frakklandi. Ráðstefna um húsnæðismál RÁÐSTEFNA um húsnæðismál verður haldin á vegum Félagsmálaráðs og Húsnæðisnefndar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri setur ráðstefnuna og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur ávarp. Framsöguerindi hafa Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins og Ivar Leveraas fram- kvæmdastjóri Den Norske Stats Husbank. Að loknu hádegishléi tala Ingi Valur Jóhannsson deildarstjóri í Félagsmálaráðuneytinu og Sveinn Ragnarsson félagsmálstjóri Reykja- víkurborgar. Jón Kjartansson for- maður Leigjendasamtakanna og Rík- arður Steinbergsson framkvæmda- stjóri Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. hjá ANDRESI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Vönduð jakkaföt...Verð kr. 5.500-14.900 Flauelsbuxur í úrvali.Verðkr. 1790-5.600 Stök vesti.............Verð frá kr. 1.800 Stakarbuxur.......Verðfrá kr. 1.000-6.700 --.—..-.......... Slíkt er að sjálfsögðu ólöglegt og refsivert samkvæmt reglugerð 44.1 um merkingu neytendaumbúða nr. 408/1988 oggrein 82.8 í Heilbrigðis- reglugerð nr. 149/1990. Nestlé Rowntree, sem er framleið- andi vörunnar hefur staðfest til yfir- valda að allar Mackintosh vörur fyrir- tækisins eru dagsstimplaðar við framleiðslu. . Mackintosh án dags- setningar á því ekki að sjást í sölu. í ljósi þessa tók Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur allar ódagsettar Mack- intosh vörur úr sölu í versluninni F&A þann 4. nóvember 1993. Til áréttingar vill íslensk-erlenda taka það fram að fyrirtækið sé fylgj- andi heilbrigðri samkeppni, en for- dæmir það harkalega þegar aðilar eru farnir að afmá merkingar sem eiga að tryggja ferskieika vörunnar og í framhaldi af því farnir að not- færa sér ljölmiðla til að auglýsa við- komandi vöru sér til framdráttar. Það er einfalt mál að kaupa vöru og selja ódýrt sem er við það að renna út eða jafnvel útrunnin. Við skorum á þá aðila sem hafa keypt Mackint- osh þar sem dagstimplar hafa verið afmáðir að skila vörunni tafarlaust í viðkomandi verslun. Októ Einarsson. Christian Lindberg er 35 ára gamall. Hann stundaði nám í Sví- þjóð, London og Los Angeles og 19 ára lék hann í hljómsveit óperuhúss- ins í Stokkhólmi. Frá 25 ára aldri hefur hann ferðast um heiminn sem einleikari og hefur komið til Islands þrisvar sinnum áður. Hann segir mikil ferðalög reyna á fjölskylduna, en hann er kvæntur og fjögurra barna faðir. í fyrra hafi hann ferð- ast í 240 daga, en á þessu ári hafí hann dregið úr ferðalögunum. Hann segir hveija tónleika sérstaka og það eigi einnig við um tónleikana í kvöld. Ferðalag á vélhj'óli „Ég hef leikið með Sinfóníu- hljómsveit Islands áður, í fyrsta skipti árið 1986, þegar norrænir tónlistardagar voru haldnir hér á landi,“ sagði Christian. „Þá hitti ég Jan Sandström tónskáld, sem ákvað að semja verk fyrir mig. Hann vann verkið út frá því, að ég væri sífellt á ferð um heiminn, eins konar Ódysseifur nútímans. Áður fyrr ferðuðust Ódysseifar heimsins um á skipum, en Jan sá nútíma manninn fyrir sér á vélhjóli. Hann ákvað að láta verkið fjalla um vélhjólamann, sem ferðast til ólíkra landa, ólíkra menninga- heima. Ég spila á básúnuna þannig að hún hljómar ótrúlega líkt vél- hjóli.“ Frá árinu 1989 hefur Christian flutt verkið víða um heim og sagði hann að því hefði verið mjög vel tekið. Gagnrýnandi Financial Times hefði til dæmis talið verkið það áhugaverðasta sem fram kom á Barbican-tónlistarhátíðinni í Bret- landi í fyrra. „Mér fínnst mjög gott að starfa með Sinfóníuhljómsveit íslands, en það háir sveitinni auðvitað að hér er ekkert tónleikahús," sagði Christ- ian. „Hljómsveitin hefur tekið mikl- um framförum frá því að ég lék síðast með henni, 1989, en það er mjög erfítt að láta sveitina hljóma vel í húsi, sem er ekki ætlað til tón- leikahalds. Það er skaði að íslenskir tónlistarmenn fái ekki notið sín til fulls, því íslendingar eiga marga frábæra tónlistarmenn, suma á heimsmælikvarða. Þar get ég til dæmis nefnt Blásarakvintett Reykjavíkur," segir Christian Lind- berg, básúnuleikari. Auk verksins Vélhjólakonsert er á efnisskrá tónleikanna í kvöld verk- ið Pomp & Circumstance eftir Edw- ard Elgar og Bolero eftir Maurice Ravel. Hljómsveitarstjóri er Finninn Osmo Vánská, en kynnir er Björn Jörundur Friðbjömsson. Tónleikarn- ir í Háskólabíói hefjast kl. 20. Athugasemd við skrif Braga Asgeirssonar eftir Jíicques Vilain Mér hefur borist gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu um sýningu á verkum eftir Rodin sem nú stend- ur yfir á Kjarvalsstöðum. Þar kemur í ljós alger vanþekk- ing höfundarins á bronsmyndagerð, sem er umfram allt list afsteypunn- ar. Hann gefur í skyn að við höfum sett saman undirmálssýningu fyrir íslenska áhorfendur sem er sérlega móðgandi fyrir þá og fyrir mig. Á sýningunni er að finna brons- myndir sem voru steyptar í tíð Rodin (nr. 1, 10, 16, 24, 27, 34, 64, 74, 78, 79) og sem hann gaf safninu árið 1916. Auk þess óskaði Rodin eftir því, og lagði mikla áherslu á það, að haldið yrði áfram að steypa gifs- verk sín í brons eftir sinn dag til að kynna verk hans og í virðingu við listsköpun hans: „Brons er allt- af besta efnið fyrir myndir rnínar, Hugsuðurinn eftir Rodin. því að það varðveitir betur mynd- mótun mína“ (bréf frá Rodin til Fritz Mackensen, 29. desember 1911). Og það gerir Rodinsafnið í nafni franska ríkisins, sem verndar laga- legan rétt myndhöggvarans. Þessar bronsmyndir eru auðvitað steyptar í takmörkuðu upplagi svo sem ákveðið er í frönskum lögum. Það er svo að gifsmyndirnar, sem eru módel fyrir bronsmyndirnar, eru ekki lánaðar nema í undantekn- ingartilfellum, þar sem þær eru afskaplega viðkvæmar. Bronsmyndirnar, sem um þessar mundir eru sýndar í Reykjavík, hafa nýlega verið sýndar í söfnum í Bandaríkjunum, Japan, Kína, Þýskaiandi og Bretlandi. Þetta eru þær myndir sem venju- Iega eru sýndar í sölum Rodinsafns- ins í París og sem gestir okkar fá ekki notið um þessar mundir. Höfundur greinarinnar hefði mátt sýna þá kurteisi að minnast þess. Höfundur er forstöðumaður Rodinsafnsins og yfirsafnvörður við frönsku ríkissöfnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.