Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 23 Sýning á verkum Pelikan Design EPAL og danska sendiráðið efna til sýningar á verkum Pelikan Design sem fengu „Mobelprisen 1993“ í Danmörku. Sýningin er haldin í húsi Epals í Faxafeni 7 og verður opnuð í dag, laugardaginn 6. nóvember, kl. 15. Hönnuðirnir Niels Gammergaard og Lars Mathiesen vinna saman undir nafninu Pelikan Design. Þeir hafa nú tekið við enn einni viður- kenningunni, sem er „Mobelprisen 1993“ og eru veitt af Dansk Mobel- industriesj Fond. Níels og Lars fengu þessa verðugu viðurkenningu fyrir húsgögn sem eru í senn einföld, traust og yfirlæt- islaus þar sem jafnframt er lögð áhersla á fjölbreytt notagildi. Þetta kfemur skýrt fram í þeirri staðreynd að húsgögn þeirra eru í framleiðslu hjá fjölda framleiðenda og hafa vak- ið alþjóðaathygli, segir í fréttatil- kynninjgu frá danska sendiráðinu og Epal. I tilefni sýningarinnar heldur Lars Mathiesen fyrirlestur er nefnist „Fra idé til færdigt produkt" í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 7. nóvem- ber kl. 16. Eitt verka þeirra félaga Niels Gammergaard og Lars Mathiesen. Forsýning á myndinni Dave Kevin Kline og Sigourney Weaver í hlutverkum sinum í myndinni Dave. FORSÝNING verður á gaman- myndinni Dave með leikurunum Kevin Kline og Sigoumey Weav- er i aðalhlutverkum í kvöld, laug- ardaginn 6. nóvember, kl. 11.15 í Sambíóunum. Myndin segir frá Dave Kovic (Kline) sem rekur litla ráðningar- skrifstofu í Baltimore. Hann er dæmigerður millistéttarmaður sem gerir hógværar kröfur til lífsins lystisemda. Einna best líður honum þegar hann getur útvegað því ör- væntingarfulla fólki sem leitar til hans vinnu. Eitt er þó óvenjulegt við Dave. Hann lítur nákvæmlega eins út og Mitchell, 44. forseti Bandaríkjanna. Forsetinn sér sér leik á borði, eftir að aðstoðarmenn hann uppgötva Dave, að nota Dave sem staðgengil fyrir sig við ýmis opinber tækifæri svo hann sjálfur geti sinnt meira aðkallandi verkefn- um. Ekki fer allt samkvæmt áætlun því forsetinn veikist all skyndilega og er látinn áður en nokkuð fæst að gert. Aðstoðarmenn forsetans leggja nú hart að Dave að halda hlutverki sínum áfram sem forseti Unnið að hannyrðum. ■ BASAR og kaffisala Dagdval- ar í Sunnuhlíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 6. nóvember kl. 14. Seldir verða eigulegir hand- unnir munir, margt jólagjafa og allt unnið af eldra fólki. Kaffisala er samhliða basarnum í matsal þjónustukjarna Sunnuhlíðar og verður þar boðið upp á ijúkandi kaffi og heimbakað meðlæti. Allur ágóði rennur til eflingar starfsemi Dagdvalar þar sem eldra fólk úr Kópavogi dvelur daglangt og nýtur ýmissar þjónustu. Bandaríkjanna. Dave fmnur sig staddan í meira en lítið skrýtnum kringumstæðum, ekki síst þegar hann þarf að takast á við þrýsting frá valdamiklum hagsmunahópum og sínar eigin hugmyndir um hvað sé rétt og rangt. Það er Ivan Reitman sem fram- leiðir og leikstýrir þessari gaman- mynd, en auk þess fara með stór hlutverk í myndinni Ben Kingsley, Kevin Dunn og Frank Langella. HAUST- fcfa 1 TILBOÐ §g á notuðum bílum M Allir á snjódekkjum Vetrarpakki fylgir hverjum bfl MMC Colt GLX '88, ek. 80 þ. km. Kr. 530.000. Hausttilboð kr. 490.000. MMC Lancer 4x4 GLX '87, ek. 98 þ. km. Kr. 650.000. Hausttilboð kr. 590.000. BMW 520ÍA '91, 24v, ek. 83 þ. km., vel búinn. Kr. 2.390.000. Hausttilboð kr. 2.190.000. Ford Sierra '87, ek. 106 þ. km. Kr. 650.000. Hausttilboð kr. 390.000. MMC Galant GLS '87, ek. 113 þ. km., sjálfsk., rafm. í öllu. Kr. 640.000. Hausttilboð kr. 590.000. VW Golf GTi '89, ek. 66 km., sóllúga o.fl. 1.150.000. Hausttilboð kr. 990.000. BMW 318ÍA '89, ek. 110 km., sjálfsk., Shadowline. 1.080.000. Hausttilboð kr. 980.000. Mazda 626 GLX ’88, ek. þ. km„ sjálfsk., m/öllu. 800.000. Hausttilboð kr. 700.000. Suzuki Swift GL 4x4, ’9 ek. 69 þ. km. Kr. 700.000. Hausttilboð kr. 590.000. Einnig á tilboði m.a: íri.: Stgr.: Hauttím.: Peugeot 205 XL 1987 320.000 280.000 VW Golf GT 1991 1.150.000 1.050.000 MMC Galont GLS 1986 420.000 370.000 Renault 11A 1988 450.000 390.000 Lada Safir 1991 340.000 270.000 Fiat Uno 1986 175.000 145.000 Nisson Sunny 4x4 1988 650.000 550.000 Chevy Blazer K5 1979 250.000 220.000 Fiat Uno 45S 1987 240.000 190.000 Renoult Nevado 1990 1.250.000 1.080.000 BMW 316 1988 880.000 790.000 VISA/EURO RAÐGREIÐSLUR Skuldabréf til allt að 36 mánaða S BÍLAUMBOÐIÐ HF., Krókhálsi 1, sími 686633. 1 BÍLASALAN KRÓKHÁLSI,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.