Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Nýkemin séfasett frá Belgíu og Ítalíu Visa - Euro raógreiéslur OPIÐ í DAG TIL KL. 16 SUNNUDAG FRÁKL. 14-16 cnnranmn HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Mcoonau id's VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 Fynr þa sem komust ekki í afmælisveisluna: Við framlengjum boðið til 18. nóv! Stór biti - lágt verð kr. 299,- UDYIIIIIIIIIIW 'I Em eftir aldri I upplýsingaþjóðfélagi okkar daga gegna fjölmiðlar lykilhlutverki Þeir eru farvegur Uðinda, á herðum þeirra hvflir sú skylda að flytjí fólkinu með sem skjótustum hætti fregnir af viðburðum innanlands sem utan. En með ánmum hefur hlutverk þeirra breyst. í stað þess að flytja upphaflega einungis U'ðindi er sú krafa í vaxandi mæli gerð til þeirra, ekki síst blaða, að skilgreina og skýra í ítarlegu máli bak- svið fréttanna. Á grundvelli þessara tveggja þátta, firétta og ítarlegri skýringa, mótast skoðanir fólks í landinu. Ábyrgð fjölmiðla er því míkil, og sú krafa er nú gerð í mun ríkari mæli en áður, að miðlam ir fjalli af hlutlægni og á gagnrýninn hátt um atburði samrímans. Lykilhlutverk fjölmiðla í upplýsingaþjóðfélagi gegna fjölmiðlar lykilhlutverki, segir í forystugrein Alþýðu- blaðsins í tilefni af 80 ára afmæli Morgun- blaðsins: „Morgunblaðið hefur byggt sjálft sig, og lesendur, upp með skipuleg- um hætti, og er í dag orðið jafn sjálfsagð- ur hluti af þjóðlífinu og kaffið á morgn- ana.“ Burðarás í baráttu Alþýðublaðið segir: „Hér á landi hafa dag- blöð á síðustu áratugum dregið mjög dám af póli- tiskum átökum. Kalda stríðið skipti mönnum í fylkingar, og meðal þjóð- ar, sem hefur penna- fæmi og stílsnilli í háveg- um, var eðlilegt að dag- blöðin yrðu vettvangur þeirra styijalda sem landsmenn háðu sín á milli um viðhorf í stjóm- málum. Um lan'gt skeið lituðu pólitísk átök fréttaflutning og skrif dagblaðanna, og menn þurftu gjaraan að leita á önnur mið til að fá yfír- vegaðri og hlutlausari umfjöllun um það sem efst var á baugi hveiju sinni. En nú hefur dregið úr viðsjám í stjómmálum heimsins, og sú breyting hefur sett mark á hinn smáa íslenzka blaðaheim. Með hnignun og loks hmni kommúnismans molnaði undan tilvist Þjóðviljans, og hann hvarf að lokum. En brott- fall ógnarinnar í austri hefur líka breytt risanum í íslenzka blaðaheimin- um, Morgunblaðinu. Um langt skeið var það svo, að meðvitað eða ómeðvitað leit Morgun- blaðið á sig sem burðar- ásinn í baráttunni gegn hugmyndafræði sósíal- ismans, og vísast átti hin borgaralega hugmynda- fræði hvergi jafn styrka bijóstvöm og á síðum þess. Að því leytinu átti blaðið og íslenzkir jafn- aðarmenn löngum sam- leið, þó viðhorf þess gegnum öldina hafi á köflurn verið ólíkt til ann- arra hluta. En í kjölfar breytinga í stjómmálum heimsins hefur Morgun- blaðið líka breytzt, - og breytzt hratt.“ Itarlegasti fréttafjölmið- illinn „í dag má heita að það sé eina dagblaðið, sem uppfyllir þær skyldur sem nútíminn gerir til dagblaða, og fyrr em raktar. Það flytur ítarleg- ar fregnir af vettvangi alþjóðamála, þar sem kaf- að er mun dýpra ofan í atburðarásina en gert er í öðmm miðlum, að Ijós- vakamiðlunum öllum meðtöldum. Það hefur sömuleiðis á síðustu ámm gert sér far um að opna völundarhús fjármála- heimsins fyrir almenn- ingi, með sérstökum viku- legum blaðaukum, þar sem leyndardómar efna- hagslífsins era skýrðir á aðgengilegan hátt fyrir lesendum. Vikulegur blaðauki þess um sjávar- útvegsmál, Ur verinu, er kapítuli út af fyrir sig, því hvergi er að fínna jafn góðar fréttir og ítar- legar greinar um þessa undirstöðugrein íslenzks þjóðlífs og þar. Þannig hefur Morgunblaðið byggt sjálft sig, og les- endur, upp með skipuleg- um hætti, og er í dag orðið jafn sjálfsagður lduti af þjóðlifínu og kaff- ið á morgnana. Engum dylst að sönnu hvaða stjómmálaskoðan- ir eigendur Morgunblaðs- ins hafa. En ritstjómar- stefna þess hefur eigi að síður um langt skeið ein- kennst af umburðarlyndi og fijálslyndi, og á síðari tímum af meiri umhyggju fyrir litilmagnanum en hæfilegt þykir í hópi þeirra, sem stundum hafa viljað eigna sér blaðið." Farvegnr sem flestir kjósa sér „Á viðskiptasviðinu hefur Morgunblaðið gerzt útvörður barátt- unnar gegn höftum og gamaldags forsjár- hyggju, en á öðrum svið- um má segja, að vöm þess fyrir íslenzkri menn- ingu sé meginstefið í stefnu blaðsins. Umburð- arlyndið birtist í því að í dag úthýsir það engum skoðunum; það er til marks um stöðu þess, að jafnvel gamlir andstæð- ingar blaðsins telja sér farsælast að koma við- horfum sínum á framfæri gegnum farvegi þess. I þessari viku eru liðin 80 ár frá því að Ólafur Bjömsson og Vilhjálmur Finsen hrandu Morgun- blaðinu úr vör með 2.500 króna víxli í Landsbank- anurn ... Síðan hefur mik- ið vatn til sjávar nuinið, og í dag hefur blaðið byggt upp yfírburðastöðu á markaði íslenzkra fjöl- miðia. Þvi fylgir mikil ábyrgð, sem stjómendur þess munu vonandi rísa undir með því sjáifstæði sem þeir hafa í vaxandi mæli tileinkað sér.“ Breiðholtsbúar Tannlæknastofa Hef opnaó tannlæknastofu mína í Hraunbergi 4 gegnt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9.00-17.00 auk laugardaga eftir samkomulagi. Vilhjálmur H. Vilh jálmsson, sími 870100. ULEG SAKAMALASAGA Skáldsagan Banvæn kvöS segir frá heldur óvenjulegu sakamáli. Hér er viS lög- regluna sjálfa að sakast - hörmuleg vangá eins færasta lögreglumanns á svæðinu leiðir af sér mikla örvæntingu og á heldur betur eftir að draga ,dilk á eftir sér. Lög- reglumaðurinn gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana þó það kosti miklar fórnir. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF Höfundur Banvænnar kvaðar er annar af Iveimur fræguslu höfundum Svisslendinga á þessari öld, Friedrich Dijrrenmatt. Aður hafa tvær skáldsögur hans komið út hér á landi og þrjú af leikrifum hans hafa verið. sýnd hér við góðar undirtektir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.