Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1993 1S Þrír létust í eldunum TVÖ lík fundust á fimmtudag í bíl sem brunnið hafði til kaldra kola á á Malibu-strönd og er tala fórnarlamba skógar- eldanna í Suður-Kaliforníu þá komin upp í þijá. Voru líkin svo illa brunnin að ekki var hægt að greina hvers kyns fólkið var og ekki var heldur hægt að greina bíltegundina. Slökkviliðið lýsti því yfir í gær að það hefði náð fullum tökum á eldinum, þó að_ enn væru glæður á stöku stað. Rússum fjölg- ar í Poti RÚSSAR lögðu í gær drög að landgöngu 300 hermanna í hafnarborginni Poti í Georgíu. Áttu hermennirnir að styrkja þann liðsafla sem fyrir er í landinu og gæta mikilvægra samgönguleiða frá Svartahafi og að Armeníu. 200 hermenn bættust við hóp gæsluliða á fimmtudag og tóku þeir mið- borg Poti, járnbrautarstöðina og brýr við borgina. Hópur finnskra þingmanna mótmælti í gær veru rússneska hersins í Georgíu. Sögðu þingmenn- irnir að með því tækju Rússar afstöðu með einum stríðsaðil- anum í landinu. Jeltsín vinnur sigur á héruð- unum BORÍS Jelts- ín Rússlands- forseti vann í gær pólitísk- an sigur er leiðtogar hér- aða sem ósk- að hafa fulls sjálfstæðis, viðurkenndu hugmyndir Jeltsín Jeltsíns um Rússland sem eitt ríki en ekki laustengt samband hálfsjálfstæðra smáríkja. Sagði Jeltsín að sérstakri nefnd hefði tekist að koma í veg fyrir ágreining um laga- lega stöðu héraðanna. Eftir miklar umræður hefði verið samþykkt að ekkert hérað yrði nefnt fullvalda ríki. Italska lög- reglan 1 við- bragðsstöðu LÖGREGL- AN á Ítalíu er í við- bragðsstöðu eftir að fram komu ásak- anir um spill- ingu forseta landsins, Osc- ar Luigi Scalfaro. Ótt- ast lögregla meðal annasrs sprengjuárásir og mótmæli almennings í kjölfar ásakan- anna. ISALA - LEIGA Dalvegur 24 s. 4 23 22 64 10 20 Þingmenn biðja Clinton um hömlur á Rússaálið Washington. Reuter. UM fimmtíu þingmenn í bandarísku fulltrúadeildinni hafa hvatt Bill Clinton forseta til að gangast fyrir viðræðum um málminnflutning til Bandaríkjanna frá Rússlandi og öðrum samveldisríkjum og finna leiðir til að draga úr honum. Fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands sagði í gær, að ekki yrði látið undan þrýstingi frá Evrópu- bandalaginu um að draga úr álframleiðslu. í bréfi sínu til Clintons segja þingmennirnir, að samveldisríkin helli yfir Bandaríkjamarkað málmi á undirverði, áli, títan, nikkel og fleiri, og við því verði tafarlaust að bregðast með viðræðum við Rússa og ráðamenn í öðrum samveldisrikj- um. Benda þeir á, að álverð sé nú ekki nema helmingur þess, sem það var 1988. Búist við samkomulagi Oleg Soskovets, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að Rússar gætu ekki orðið við kröfum Evrópubandalagsins, EB, um að draga úr álframleiðslu þar sem álútflutningurinn væri það eina, sem tryggði rekstur bræðsln- anna. í ágúst setti EB 60.000 tonna innflutningskvóta á ál frá samveld- isríkjunum og á það að gilda út nóvember en haft er eftir heimildum innan EB, að samkomulag um þessi mál sé nú í burðarliðnum. Mun það kveða jafnt á um innflutningskvóta og aðstoð EB við endurskipulagn- ingu áliðnaðarins í samveldisríkjun- um. Bill Clinton PHILIPS sjonvarp PHILIPS er einn stærsti framleiðandi myndlampa í heiminum í dag og brautryðjandi tæknilegra framfara á sviði rafeindatækninnar. Myndgæði PHILIPS sjónvarpa eru óumdeild. Góðar myndir verða betri með PHILIPS. Þú nýtur þess betur að horfa. Stór skjár og skörp mynd. Black Matrix FSQ flatur skjár, skapar bestu skerpu sem hægt er að fá. Fullkomið og sérstaklega hraðvirkt íslenskt textavarp. Með skarttengi getur þú tengt videóvélina eða myndbandið beint við tækið og útkoman er 100%mynd og hljóð. Sjónvarpstækið er með sérstökum útgangi fyrir Surround magnara. „Spatial sound“ hljóðgjafi, barnalæsing ofl. 60 stöðvar í minni og sjálfvirkur stöðvaleitari sem skannar inn bestu skilyrði. Þægileg fjarstýring sem stýrir öllum aðgerðum. fiðeint kr. 101.900.- V'MOflR Dóeimkr. Kauptu ekki köttinn í sekknum - þú getur treyst PHILIPS. o _______ í LifJ CMD munXlán I ---- * Greiöslukjör sem allir ráöa viö: ^ Vlsa-raögrelöslur: Engln útborgun, sklpt I allt aö 18 mánu&i. £ Euro- raögreiöslur: Engln útborgun, skipt í allt aö 11 mánuöi. o Munalán: 25% útborgun, rest allt a& 30 mánu&ir. tiþ Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 Komdu við hjá okkur í Sætúni 8, sjón er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.