Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Guðmundur Isleifur
Gíslason - Minning
Fæddur 7. júní 1924
Dáinn 31. október 1993
Elsku pabbi.
Því veldur guð hvort maðurinn
hlær eða grætur (Sófókles) og nú
græt ég. Hvert okkar hefur sinn
vitjunartíma og nú ertu farinn. En
ekki langt, ég veit þú ert hjá mér
áfram — og okkur öllum. Þú lifír
áfram með okkur, í hjörtum okkar
og hugum.
Elsku pabbi, ég á margar minn-
ingar við þig tengdar enda þótt þú
hafír, sem sjómaður, eytt meiri tíma
heiman en heima. Ein fyrsta minn-
ingin er frá því að ég, þá sex eða
sjö ára gömul, fór með þér til Akur-
eyrar með Ljósafellið í slipp. Ég sat
hjá þér uppi í brú og horfði á víðátt-
ur hafsins, eða lá sjóveik í kojunni
þinni og þú færðir mér kók, sem
þú sagðfr vera eitt besta meðalið
við hverskyns magapínu. Oft var
kókið búið að standa lengi, orðið
goslaust og volgt, og fyrir flestum
heldur ólystugt, en mér hefur alla
tíð síðan þótt „sjóveikiókið" ágætt.
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég fór í fyrsta sinn með þér á ijúpu,
tíu ára eða þar um bil. Skiptin urðu
ófá eftir það og eftirtekjurnar mis-
jafnar, en alltaf hófst ferðin á
hafragrautnum og alltaf var súkku-
laðipakkinn opnaður er sú fyrsta
féll í valinn.
Nú nálgast jólin og mér verður
hugsað til allra þeirra skipta er við
hjálpuðumst að við að skreyta jóla-
tréð. Þú sást um ljósaseríuna,
stjörnuna og hálfkúlumar, og eigin-
lega flest annað, en alltaf töluðum
við samt um að „hjálpast að“. Und-
an trénu í ár kemur víst enginn
óinnpakkaður konfektkassi merkt-
ur „Til fjölskyldunnar frá jólasvein-
inum“, og á komandi afmælisdög-
um hringir víst enginn pabbi, stein-
hissa á að litla stelpan hans, nú
síðast litla mamman, sé orðin árinu
eldri.
Elsku pabbi, yndislegi pabbi
minn, ég kveð þig með orðunum
sem þú kvaddir mig einatt með:
Guð blessi þig.
Þín elskandi dóttir,
Benný Sif ísleifsdóttir.
ísleifur fæddist á Borg í Skötu-
fírði, en þar bjuggu foreldrar hans
Gísli Þorsteinsson og Guðrún Jóns-
dóttir. Með foreldrum sínum flyst
ísleifur á ísafjörð þar sem þau búa
í Fagrahvammi einn vetur en flytj-
ast síðan að Þorfinnsstöðum í Val-
þjófsdal. ísleifur var elstur af sjö
systkinum sem lifa hann af. Starfs-
vettvangur ísleifs var sjómennska.
Hans fyrsti róður var með föðurafa
sínum. Drengurinn var þá tveggja
ára að aldri og bundinn við þóftuna
á árabátnum með snæri. Síðan var
hann á Fræg frá Flateyri með Þor-
láki Bernharðssyni og fékk hann
stundum að fara einn með bátinn
þó að ungur væri. Eftir að hafa
öðlast skipstjómarréttindi frá Stýri-
mannaskólanum 1947 var hann
stýrimaður á Austfírðingi og síðar
skipstjóri. Hann var skipstjóri á
Agli Rauða 1953-1955, en sá bátur
strandaði undir Grænuhlíðinni. Um
þann atburð ræddi ísleifur aldrei
og hefur þessi atburður haft djúp-
stæð áhrif á allt hans líf. En hann
lét ekki bugast heldur hélt áfram
til sjós og var hann stýrimaður og
síðar skipstjóri á fjölda báta og
skuttogara.
Ég kynntist tengdaföður mínum
fyrst þegar ég naut þeirra forrétt-
inda að vera með honum á sjó í
nokkur sumur á Ljósafellinu frá
Fáskrúðsfírði. Fannst mér mikið til
koma að vera í brúnni og sjá hann
sýsla við flókinn tækjabúnað. Hann
var þó ekki alveg háður þessum
tækjum og var hann síðasti skip-
stjórinn á austfírsku skuttogurun-
um sem fékk lórantæki um borð.
Ég heyrði skipsfélaga mína nefna
það að þegar „kallinn" hafði á orði
við framkvæmdastjórann hvort ekki
væri rétt að fá lóran um borð var
svarið: „En ísleifur, þú fískar jafn-
vel betur en aðrir án þessa tækis.“
Tengdafaðir minn nefndi það oftar
en einu sinni við mig að öll þessi
fískleitar- og staðsetningartæki um
borð í fiskiskipum í dag gerðu menn
ekki að betri sjómönnum. Hann
hafði þá skoðun að menn mættu
ekki einungis reiða sig á tæknina
heldur hafa vakandi auga fyrir
umhverfínu. En þannig var ísleifur
og fylgdist vel með ölllu sem gerð-
ist í kringum hann. Það voru fá
málefni sem hann ræddi ekki um.
Líktist hann móður sinni að þessu
leyti, sem hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum.
Það var oft gaman að koma í
brúna og spjalla við „kallinn", fá í
nefíð og hlusta á hann ræða við
kollega sína. Það var greinilegt að
þarna undir hann sér vel og var sem
kóngur í ríki sínu. í borðsalnum var
Isleifur einn af okkur og þá var
iðulega tekið í spil og þar lærði ég
að spila brids og var frívaktinni
stundum fómað í þá iðju. ísleifur
er fyrir löngu orðinn þjóðsagnaper-
sóna meðal sjómanna. Það eru
mörg fískimiðin sem hann hefur
gefíð nafn eða eru kennd við hann,
en um það verður vonandi ritað á
öðrum vettvangi.
ísleifur var gæddur mörgum góð-
um kostum en hann var lítið fyrir
að miklast af verkum sínum og
gerði frekar góðlátlegt grín að sjálf-
um sér. Þegar spurt var um afla-
brögðin var viðkvæðið: „ég fæ aldr-
ei upp á hund,“ eða „ég á nú ekki
meira inni.“ Það var gaman og
lærdómsríkt að sjá hann vinna og
undravert hve fljótur hann var að
átta sig ef eitthvað var óklárt með
trollið. Hann fítjaði upp á ýmsum
nýjungum og betrumbótum á botn-
vörpunni og var oft með ýmsar
„æfíngar" eins og við hásetamir
kölluðum það gjaman.
Isleifur hafði lengi rætt um það
að festa kaup á trillu sem hami
gæti róið á sér til gamans þegar
hann léti af störfum sem skipstjóri,
en það varð þó aldrei úr því. Ég
hafði nefnt það við ísleif að hann
gæti komið vestur og fengið að róa
á bát sem ég á í félagi með öðram.
Karlinn sló til og var hann mættur
um miðjan maí, tilbúinn í slaginn.
Það var gaman að vera með Isleifí
á handfæmm. Ég sé hann enn fyr-
ir mér við rúlluna þar sem hann
talaði ýmist við múkkann, rituna
eða þorskinn. Á milli þess sagði
hann mér sögur og tók í nefíð. Þá
komst ég að því hve veðurglöggur
hann var. Eitt sinn þegar við vomm
búnir að taka veðrið og spáð var
suðvestan kaldaskít sagði
tengdapabbi: „Það verður norðaust-
anátt og mun standa í allt sumar.“
Spá hans gekk eftir og varð til
þess að ég hætti að mestu að halda
uppi vömum fyrir Veðurstofuna
þegar spáin reyndist öðmvísi en
reyndin.
ísleifur bar mikla umhyggju fyrir
bamabömum sínum og hændist
sonur minn fljótt að honum. Það
vom margir göngutúramir sem
þeir fóru saman í sumar. Mesta
sælustundin var þó þegar hann fór
með afa sínum í alvöra róður. Þeir
fóm í bíltúra á „Lubba“ og þá var
jafnvel skroppið til Önundarfjarðar
og heimsóttir gamlir vinir eða ætt-
ingjar. Oft sátu þeir að spilum og
var kasína þá vinsælust. Þá var
gaman að sitja í hæfílegri fjarlægð
og hlusta á þá ræða spilamennsk-
una. Þeir fóm jafnvel til grasa og
komu birgir heim.
Þegar ég kvaddi tengdaföður
minn fyrir stuttu var hann hress
og kátur að venju og óraði mig
ekki fyrir því að við ættum ekki
eftir að sjást í þessum heimi. Ég
er þakklátur fyrir þessar dýrmætu
samvemstundir sem við áttum sam-
an þessa síðustu mánuði sem hann
lifði. Tengdafaðir minn skildi sáttur
við þennan heim og er það huggun
fyrir fjölskyldu hans á þessari sorg-
arstundu. Guð blessi minningu um
góðan dreng.
Jón Reynir Sigurvinsson.
t
Ástkær mágkona mín, fósturmóðir okk-
ar, tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
fyrrverandi kennari,
Hátúni 4,
verður jarðsungin fró Fossvogskirkju
mánudaginn 8. nóvember kl. 13.30.
Karólina Kolbeinsdóttir,
Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Gunnar Friðbjörnsson,
Pálína M. Kristinsdóttir, Sigfús J. Johnsen
og barnabörn.
t
HELGA JÓHANNESDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 4. nóvember.
Ólafur Kristinsson, Inga Þórarinsdóttir,
Theodóra Kristinsdóttir, Daníel Kjartansson,
Geirrún Tómasdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir, Bjarni Gunnarsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis f Lönguhlfð 21,
Reykjavfk,
andaðist í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, fimmtudaginn 4. nóvember.
Guðmundur Pálmason,
Jakobína Pálmadóttir,
Anna Pálmadóttir Wilkes,
Helga Pálmadóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
ÓLAFUR JOSÚA GUÐMUNDSSON
frá Litla Laugardal,
Tálknafirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 5. nóvember.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
+
Ástkær faðir minn,
GEIR P. ÞORMAR
ökukennari,
andaðist í Seljahlíð, Hjallaseli 55, aðfaranótt föstudagsins
5. nóvember.
Útfararathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudag 11. nóvember
kl. 10.30 árdegis.
Sigurður G. Þormar og börn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför tengdaföður okkar og afa,
JÓHANNESAR
GUÐMUNDSSONAR,
Framnesvegi 16,
Reykjavík.
Guðmundur A. Jóhannsson,
Lilja Sólrún Guðmundsdóttir,
Jóhannes Guðmundsson,
Kristfn Guðmundsdóttir.
í dag er ísleifur tengdapabbi
kvaddur í Eskifjarðarkirkju. Hann
er farinn en minningarnar um hann
munu lifa.
ísleifur var sjómaður allt sitt líf,
en þar sem sjómennskan er ekki
mín deild ætla ég ekki að tíunda
frekar ævistarf hans. Ég veit líka
að hann var ekki alltof mikið gefínn
fyrir að ræða mikið um sjálfan sig,
það var hreinlega ekki hans stíll.
Ég þekkti ísleif hins vegar miklu
betur sem afa barnanna minna og
sem vin. Ég man þó að ég spurði
hann alltaf hvernig hefði fískast,
en alltaf var svarið það sama þegar
hann þóttist hafa heyrt spurning-
una: „Ekki_ neitt,“ og svo var því
tali eytt. Ég vissi nú reyndar að
aflatölur Fiskifrétta sögðu eitthvað
allt annað.
Ég kynntist ísleifi og fjölskyldu
fyrst 1978 og fannst mér hann
strax sérstakur persónuleiki. Hann
hafði svona sérstakt veltandi sjó-
aragöngulag, silfurslegnu tóbaks-
dósirnar og svo að ég tali nú ekki
um sixpensarann vora órjúfanlegir
hlutar af ísleifí allan þann tíma sem
ég þekkti hann.
Til að byija með hittumst við
einna helst á Eskifírði í stuttum
stoppum hans milli túra. Mér er það
sérstaklega minnisstætt þegar hann
oft stóð upp úr sjónvarpsstólnum
og reyndi að komast fram í eldhús
til að ná sér í kaffí. Það gekk oft
erfíðlega þar sem maðurinn hrein-
lega steig ölduna út um allt her-
bergi áður en hann náði kúrsinum
fram í eldhús. Það fannst mér alveg
sérstaklega vinalegt.
ísleifur var hreinskiptinn, sagði
sínar meiningar hvort sem mönnum
líkaði betur eða verr. Ég get því
vel ímyndað mér að oft hafí gustað
í kringum hann á sjónum. Um borð
getur bara einn ráðið, sagði hann
mér einhvem tíma, og þar hefur
hann sennilega verið á heimavelli.
Isleifur var af eldri kynslóðinni og
ólst ekki upp í allsnægtum eins og
svo margir aðrir á hans reki. Mér
fannst hann því alltaf skemmtileg
blanda af aðhaldssemi og höfðings-
skap, þar sem aðhaldssemin gilti
einungis um hann sjálfan. Það vom
ófáir fískikassarnir og ijúpurnar
sem höfnuðu á heimilum fólksins
hans, en ijúpnaveiðar á þessum
árstíma vom einn af föstu punktun-
um í lífí hans.
Isleifur gat verið skemmtilega
þver og fyrir þá sem ekki þekktu
hann gat hann virkað dálítið hijúf-
ur. En það var bara á yfirborðinu.
Hann var mikið fyrir sitt fólk og
með ólíkindum hvað hann gat verið
þolinmóður við barnabörnin sín.
Hann lét þau endalaust þræla sér
í spilamennsku og var furðulegt að
sjá svo reyndum bridsspilara vera
sífellt rúllað upp af barnabörnun-
um.
Þó að stundirnar með barnabörn-
unum yrðu allt of fáar, fylgdist
hann grannt með og fyrir kom að
hann sendi þeim ullarsokka sem
hann prjónaði sjálfur.
Síðustu árin, þegar hann hafði
hætt togarasjómennsku, tók hann
sér ýmislegt fyrir hendur, enda
vanur að vinna fyrir sér og taldi
það ekki dyggð, heldur sjálfsagðan
hlut. Og þá kom að því að hann lét
gamlan draum rætast. Hann eyddi
síðasta sumri á ísafírði hjá Guðnýju
dóttur sinni og gerði út trillu. Ég
hringdi í hann út á sjó og það var
sama sagan; hann fékk ekki einu
sinni fisk í aðra skálmina. Ég hitti
hann ekki eða heyrði eftir það, en
eftir situr minningin um ísleif Gísla-
son.
ísleifur, ég á eftir að sakna hring-
inganna frá þér þar sem þú viðrað-
ir skoðanir þínar á handbolta, þó
að það væri ekki þín deild, en fylgd-
ist þó með og reyndir að fínna skyn-
samleg rök fyrir þeirri iðju manna
að elta bolta. En þakka þér að lok-
um fyrir þær stundir sem ég og
ijölskylda mín áttum með þér og
sérstaklega þær sem þú eyddir með
nafna þínum og Sólveigu Rún.
Minningin um þig lifir. Hvíl í friði.
Elsku Magga, böm og aðrir að-
standendur, kveðjur til ykkar allra
og megi ánægjulegar minningar
verða söknuðinum yfírsterkari.
Sigurður Gunnarsson.