Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðinu í dag fylgir fjögurra blaðsíðna auglýs- ingablað, Tilboðstíðindi Ný- herja. Mannvirkjasjóður NATO samþykkir áframhald framkvæmda vegna Helguvíkur Dámiir um kvótakaup LagllÍllÖf OlÍlllGÍðslllR fVrÍr Raðherra o a í\ #ll • * • 1 * 1 3s# sammáia 840 milljomr kr. akveðin sératkvæði Framkvæmdir á Keflavíkurvelli á vegnm Aðalverktaka fyrir 2,4-2,6 milljarða árið 1994 Nýjólaljós íLækjargötu NÝ JÓLALJÓS hafa verið keypt til landins og verða þau sett upp á ljósastauranna í Lækjargötu í stað ljósakeðjanna sem verið hafa á milli stauranna undanfarin ár. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, þeir Rúnar Sveinbjömsson, Eyjólfur Finnsson og Garðar Lámsson, tóku við sendingunni og settu nýju ljósin saman en Rafmagnsveitan mun að venju sjá um uppsetningu þeirra. Að þessu sinni verða einnig sett upp tíu grenitré á Ingólfstorgi og þau skreytt litlum perum. Þá er hugmyndin að skreyta trén sem standa við Ráðhúsið á Tjarnarbakk- anum en skreytingar verða fyrst settar upp við Laugaveg um helgina. íslandsbanki lækkar vexti verðtryggðra lána um 0,15% Vaxtalækkun bankans orðin 2,15% átíu dögum því sem verið hefur. Reynslan ein muni skera úr um áhrif þessarar breytingar en með tilliti til þess að samhliða séu kjörvextir lækk- aðir megi búast við að þessar breytingar í heild lækki lántöku- kostnað traustustu lántakendanna mest. Ekki vaxtabreytingar hiá Landsbanka og Búnaðarbanka Hvorki Landsbanki né Búnaðar- banki lækka vexti að þessu sinni og raunar hækka vextir afurða- lána Búnaðarbankans í dolluram úr 6,5% í 6,75%. Sparisjóðimir lækka hins vegar vexti afurðalána í flestum myntum lítillega. Seðla- bankinn hefur einnig tilkynnt um vaxtalækkun í skiptum sínum við innlánsstofanir, bæði á innláns- og útlánsvöxtum, og einnig í end- urhverfum verðbréfakaupum, þar sem t.d. vextir ríkisvíxla lækka um 0,5% í 6%. Fram kemur að eftirleiðis hafí útibússtjórnir meira svigrúm en áður til að semja um álög á kjör- vexti eftir eðli útlána, fjárhag lán- takenda og tryggingum sem boðn- ar era. Álögin verða í heild á bil- inu 0,15%-4% sem er óbreytt frá ^tilbodslídindi ÍSLANDSBANKI lækkar vexti á verðtryggðum lánum 21. nóv- ember um 0,15%. Bankinn hefur þá á 10 dögum lækkað vexti á öllum útistandandi verðtryggðum lánum um 2,15% og eftir lækkunina á sunnudag verða kjörvextir 5,50%. Lækkun íslands- banka á þessu tímabili er mesta lækkun útlánsvaxta innan bankakerfisins og eru kjörvextir bankans nú orðnir þeir sömu og hjá Búnaðarbanka og sparisjóðunum, en kjörvextir Lands- bankans eru enn lægstir eða 5,2. í frétt frá íslandsbanka kemur fram að lækkunin er gerð í trausti þess að vextir á eftirmarkaði spariskírteina haldi áfram að lækka en miðað við meðaltöl hvers mánaðar sé lækkunin á eftirmark- aði enn aðeins 1,5% frá síðasta mánuði. STJÓRN Mannvirkjasjóðs NATO hefur samþykkt fjárveitingu til framkvæmda á Keflavíkurflugvelii, til þess að ljúka gerð eldsneytisdreifingarkerfis frá Helguvík. Að sögn Stefáns Frið- finnssonar, forsljóra Islenskra aðalverktaka, var samið um þetta verkefni þegar árið 1991, en því hefur verið frestað þar til nú. Hér er að sögn Stefáns um að ræða eldsneytisdreifingarkerfi á Keflavíkurflugvelli, sem er hluti af tengingu olíuhafnarinnar í Helguvík við flugvöllinn sjálfan. Gert hafi verið ráð fyrir að þetta verk kæmi til framkvæmda fyrr á þessu ári, en ekki hafi orðið af því vegna óvissu um heildarfjárframlög NATO-þjóða til mannvirkjasjóðsins. Jöfnunargjald á kartöfl- ur lækkar úr 120 í 90% ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki sjá að dómur Hæstaréttar um eign- færslu og afskrift keyptra afla- heimilda útgerðarfélagsins Hrannar hf. á ísafirði hefði nein áhrif á fiskveiðistefnuna. Þarna væri einungis verið að fjalla um skattalega meðferð aflaheimildanna. Sjávarútvegsráðherra sagðist vera sammála minnihluta Hæsta- réttar í kvótamálinu. Hann teldi það eðlilega niðurstöðu í þessu máli að útgerðarmönnum væri gert að færa keyptar aflaheimildir sem skattskyld en ófymanleg eignarréttindi þó hann gerði sér jafnframt grein fyrir því að það þýddi meiri skattgreiðslur útgerð- arinnar. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að af- skrifa skuli aflaheimildimar um 20% á ári. Sjá einnig miðopnu og dóminn í heild á bls. 41. REGLUGERÐ um lækkun jöfn- unargjalds á kartöflur og vörur unnar úr þeim úr 120% í 90% verður gefín út strax eftir helg- ina. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði að 120% jöfnun- argjaldið væri umfram þá 90% bind- ingu sem samningar okkar innan GATT gera ráð fyrir. Erlendir við- skiptaaðilar, þ.e. stjómvöld í Kanada sem og Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd inn- lendra viðskiptaaðila, hefðu kvartað yfír þessu. Einn þáttur þess sam- komulags sem gert hefði verið í tengslum við tilboð íslendinga varð- andi GATT-samningana hefði verið að þetta skyldi leiðrétt og toílurinn færður til samræmis við þær skuld- bindingar sem við hefðum tekið á okkur. ídag KEA-Nettó____________________ Tæplega eitt tonn af svínakjöti var selt á innan við tveimur tímum í verslun KEA-Nettó í gær 22 Þorskveiðikvóti Þorskveiðar í Barentshafí verða auknar um 200.000 tonn á næsta ári. Jafnframt verður eftirlit í Smugunni aukið 24 Putti iitli og Maddamamma í Ævintýraskógi TKBQg SIÐFERÐI OG MYNDIR Ný óætlun um debetkort Þjónustugjöldin lækkuð og 120 króna hámarksgjald á greiðslur 25 Leiðari__________________________ Sameining sveitarfélaga 26 Menning/Listir Lesbók ^ Nýtt bamaleikrit í Þjóðleik- þ Siðferði og myndbirtingar í húsinu - Tónleikar Kammer- fjölmiðlum - Samtal við Erling sveitarinnar - Bókakynningar - Jónsson myndhöggvara í Osló - Myndlist í Nýlistasafni og List- Hermann Pálsson um vopnasölu húsinu í Laugardal til forna Stefán sagði að íslenskir aðal- verktakar hefðu allt þetta ár gert ráð fyrir því í sinni áætlanagerð, að þessu fé, 12 milljónum dollara, eða 840 milljónum króna, yrði veitt til þessara framkvæmda á næsta ári, en nú lægi þessi ákvörðun fyr- ir, hálfum öðram mánuði eða tveim- ur mánuðum fyrr en gert hafí verið ráð fyrir. Samtals eru áætlaðar fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli á næsta ári á vegum Bandarílq'a- manna og Mannvirkjasjóðs NATO upp á 35 til 38 milljónir dollara, eða 2,45 til 2,66 milljarða íslenskra króna. Verkefnin sem ráðist verður í eða lokið era að sögn Stefáns að ljúka Iagningu olíudreifíngarkerfis- ins á flugvellinum, sem verður þátt- ur í að hringtengja dreifíngarkerfí flugvallarins, fyrir utan verkefni sem þegar eru komin til fram- kvæmda að hluta: Bygging fjar- skiptastöðvar, stjómstöðvar sem verið er að ljúka við, auk malbikun- ar á næsta sumri og tölvubyggingar fyrir ratsjárkerfíð. ------» ♦ ----- Bíll valt við Austmannsfall BILL valt við Austmannsfall ná- lægt Breiðadalsheiði í gærdag. Talsverð hálka var á veginum þegar bíllinn lenti utan vegar en engin slys urðu á farþegum. Skemmdir á bílnum^ vora minni háttar. Lögreglan á ísafirði þurfti einnig að aðstoða átta ökumenn sem lentu í skafrenningi á Botns- heiði en farskjótar þeirra sátu fastir í skafli. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ Utfærsla til skaða KRISTJÁN Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna, segir að útfærsla landhelginnar í 350 mílur gæti orðið til stórkostlegs skaða fyrir hagsmuni þjóðarinnar því gera yrði ráð fyrir því að aðrar þjóðir gerðu slíkt hið sama og þá myndi allur úthafskarfínn lenda innan grænlenskrar lögsögu. Kristján sagði að það væri dæmi- gert að menn væra þessa dagana að metast um það hver hefði átt hugmyndina að 350 mflna útfærslu. Talað væri um þetta sem mikilvægt hagsmunamál. Staðreyndin væri önnur. Þetta væra ekki hagsmunir íslendinga, heldur yrði útfærslan íþyngjandi, það er að segja ef aðrar þjóðir færðu einnig út sem gera yrði ráð fyrir. Sagði hann að skip- stjóri hefði bent sér á það að allur úthafskarfinn sem veiddur var í úthafskarfa f júní-júlf 1990 samkvasmt rússneakum rannsóknum. sumar hefði fengist á svæðum sem lentu innan grænlenskrar lögsögu ef Grænlendingar færðu út land- helgina. íslendingar veiddu ekki aðrar tegundir utan 200 mflnanna. i i i I ( ( I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.