Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Voru morðingjar Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta fleiri en einn? Sérfræðingur segir myndir af höfði forsetans falsaðar Clinton kvartar undan fjölmiðlum í VIÐTALI í nýjasta hefti tíma- ritsins The Rolling Stone kvart- ar Bill Clinton, Bandaríkjafor- seti, undan vinstrisinnuðum fjölmiðlum sem hann segir að láti sig ekki njóta sannmælis. Segja blaðamennirnir sem ræddu við forsetann honum hafa verið mikið niðri fyrir er hann lét þau orð falla að hann hefði barist meira og fyrir fleiri málum en nokkur annar forseti síðustu 20 árin, og téðir fjöl- miðlar hefðu ekki látið eitt ein- asta jákvætt orð falla um emb- ættisgerðir sínar. „Ég er orðinn hundleiður á þessu og þið getið alveg birt það í greininni.“ Refsiaðgerð- um ekki aflétt ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna ákvað á fimmtudag að aflétta ekki refsiaðgerðum gegn írökum sem verið hafa í gildi í þijú ár. Taldi öryggisráð- ið að skilyrðin fyrir því að að- gerðunum yrði aflétt, hefðu ekki verið uppfyllt. Gajdar vill loka verk- smiðjum JEGOR Gajdar, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að efnahag- ur landsins myndi hrynja ef reynt yrði að halda öllum verk- smiðjum opnum. Gajdar, sem leiðir Valkostur Rússlands fyrir þingkosningamar í desember, sagði að ekki ætti að halda opnum verksmiðjum, seljist framleiðsla þeirra ekki. Noregur og EB deila um landbúnað NORSKI landbúnaðarráðherr- ann, Gunhild Oeyangen, lýsti því yfir í gær að ekki væri víst að hún gæti mælt með inn- göngu í Evrópubandalagið (EB), ef afstaða þess í landbún- aðarmálum væri jafn ósveigj- anleg og nú, Noregur vill vemda landbúnað í norðurhluta landsins en búist er við því að í næstu viku krefjist EB þess að innflutningur landbúnaðar- vara til Noregs verði frjáls. Ritsljóra Playboy boðin fyrirsætustörf KVENNAHREYFING Afríska þjóðarráðsins hefur boðið rit- stjóra hinnar suður-afrísku út- gáfu Playboy tímaritsins að sitja fyrir á nærklæðunum ein- um saman fyrir tímarit hreyf- ingarinnar. Bjuggust konumar ekki við svari, enda væri boðið niðurlægjandi, rétt eins það sem Playboy byði suður-afrísk- um konum. 1.433 tegund- ir í útrýming- arhættu MATVÆLA- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna spáði því í gær að allt að þriðj- ungur þeirra 4.000 dýrategunda sem nýttar eru í landbúnað eða til matar, væru í útrýmingar- hættu. í stofnum 1.433 tegunda eru færri er 1.000 kvendýr eða færri en 20 karldýr. New York. Reuter. BANDARÍSKUR sérfræðingur í geislafræði fullyrti á fimmtudag að röntgenmyndir sem teknar voru af höfði Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta við krufningu hans, séu falsaðar. Segir hann að myndunum hafi verið breytt, mögulega til þess að ekki sjáist að einnig hafi verið skotið á höf- uð forsetans framanvert en War- rennefndin sem rannsakaði morðið á forsetanum, úrskurðaði að hann hefði verið skotinn tveimur skotum í háls og hnakka. Hann var myrtur 22. nóvember 1963 í Dallas. Fullyrðing Davids Mantiks, sem er sérfræðingur í geislafræði og eðlisfræðingur við Eisenhower læknamiðstöðina í Rancho Mirage í Kaliforníu, styður samsæriskenn- ingar, sem ganga út á að fleiri hafi verið að verki en Lee Harvey Osvald, sem Warrennefndin taldi fullsannað að hefði skotið Kennedy. Mantik sagði frá þessu við kynn- ingu á nýjustu bókinni um morðið á Kennedy. Mantik segist hafa rannsakað röntgenmyndirnar fyrir þremur vik- um með ljósnæmu tæki sem mælir flæði venjulegs ljóss í gegnum rönt- genfilmu. í ljós hafi komið að hluti myndarinnar hafi verið þúsundfalt bjartari en aðrir. Segist Mantik aldrei hafa kynnst öðru eins og að hann álykti sem svo að átt hafi verið við myndirnar. Við kynninguna kom einnig fram Jerrol Custer, röntgenfræðingurinn sem tók röntgenmyndirnar af höfði forsetans. Segirhannaðhinaropin- beru myndir séu ekki þær sömu og hann tók. Yfirmaður hans, dr. Ja- mes Ebersole, hafi skipað honum að líma brot úr kúlum við beinflísar og taka röntgenmyndir af þem. Telur Custer að myndirnar af bein- flísunum hafi verið notaðar til að í samningum Vesturveldanna og Samveldisins, arftaka Sovétríkjanna gömlu, er gert ráð fyrir því að Rúss- ar yfirtaki öll kjarnavopn gamla kommúnistaveldisins sem ekki verð- ur eytt í samræmi við ákvæði START I. Hvítrússar og Kazakhar hafa þeg- ar sæst á þessa tilhögun en Ukraínu- menn hafa spymt við fótum. búa til nýjar myndir af höfði Kennedys. Forsetinn var með Addison-veiki í nýjasta hefti Newsweek segir að Robert F. Kennedy, dómsmála- ráðherra hafi fyrirskipað að sumar niðurstöður krufningarinnar á for- Alls eru um 1.600 kjarnaoddar í Úkraínu og meðal vopnanna eru um 170 langdrægar eldflaugar, sumar gamlar og úreltar. Heimildarmenn hafa fullyrt að úkraínskir vísinda- menn séu að reyna að finna leiðir til að ná stjóm á vopnunum en notað- ir em sérstakir, leynilegir tölvukódar til þess að senda flaugamar af stað. setanum yrðu ekki gerðar opinber- ar, þar á meðal sú að hann þjáðist af svokölluðum Addison-sjúkdómi, en einkenni hans em m.a. þreyta og sérkennilegur húðlitur. Sú ákvörðun að opinbera ekki alla þætti krufningarinnar hafi gefið samsæriskenningum byr undir báða vængi. Rússar segja að hætta sé á alvarlegu slysi í Úkraínu vegna þess að lands- menn geti ekki sjálfir séð um við- hald búnaðarins. Úkraínska þingið samþykkti START-samninginn með 254 at- kvæðum .gegn níu en skilyrðin eru svo flókin og víðtæk að ólíklegt er að hægt verði að uppfylla þau öll. Þingmenn sökuðu Vesturveldin um að eiga sök á því hve lengi hefði dregist að Úkraína samþykkti samn- inginn. í samþykkt þingsins segir að Úkraína muni smám saman losa sig við kjarnavopnin en í fyrstu atrennu verði aðeins 42% af vopnunum látin af hendi. Litlar horfur á árangri á fundi APEC-ríkjanna Vonir Bandaríkjamanna um frí- verslunarbandalag Kyrrahafsríkj- anna munu ekki rætast í bráð TILLÖGUM um, að Kyrrahafsríkin mynduðu með sér eitt efnahags- bandalag var hafnað á fundi APEC, Efnahagsráðs Kyrrahafsrílg'- anna, í Seattle i Bandaríkjunum í gær. Kom þar til ótti nokkurra Asíuríkja við, að það leiddi til of mikilla ítaka Bandaríkjamanna í efnahagslífi þeirra. Ráðstefna APEC-ríkjanna hefst raunar ekki formlega fyrr en i dag en ljóst er, að með ríkjunum er verulegur ágreiningur. Bill Clinton Bandarikjaforseti leggur áherslu á, að strax verði samið um sem víðtækasta fríverslun en aðrir vilja fara hægar í sakirnar. Clinton hefur fullan hug á fylgja eftir sigrinum í NAFTA-málum og leggur ekki aðeins áherslu á, að APEC-ríkin myndi með sér form- legt fríverslunarbandalag, heldur standi saman að því að þrýsta á um gerð nýs GATT-samnings um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Lík- legt er, að samstaða verði um það síðarnefnda en um fríverslunar- bandalagið hafa hin ríkin ótal fyrir- vara. Tíminn ekki kominn Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, notaði tækifærið á sínum fyrsta fundi með Clinton til að ít- reka athugasemdir sínar við sum atriði NAFTA-samningsins, eink- um hvað varðar niðurgreiðslur og undirboð, og japanskir embættis- menn tóku fram, að hvergi yrði látið undan kröfum Bandaríkja- stjómar um hrísgijónainnflutning og lægri skatta í þeim tilgangi að örva japanskt efnahagslíf og eftir- spum innanlands. Fulltrúi Indónes- íu sagði, að endurskoða þyrfti hug- myndina um fríverslunarbandalag APEC-ríkjanna og jafnvel Gareth Evans, utanrikisráðherra Ástralíu, sem er henni mjög hlynntur, sagði, að tími hennar væri ekki kominn. Með helming heimsframleiðslunnar APEC var stofnað fyrir fjórum árum og eru aðildarríkin Ástralía, Bandaríkin, Brunei, Filippseyjar, Hong Kong, Indónesía, Japan, Kanada, Kína, Malasía, Mexíkó, Nýja Sjáland, Papúa Nýja Gínea, Singapore, Suður-Kórea, Tæland og Tævan. Saman standa þau að helmingi heimsframleiðslunnar og 40% heimsviðskiptanna og að und- anförnu hefur langstærstur hluti hagvaxtarins verið í þessum ríkj- um. Bandaríkjamenn og Ástralir eru áköfustu talsmenn þess, að APEC verði gert að formlegu fríverslunar- bandalagi enda óttast hvorir- tveggju, að þeir geti orðið útundan í hagvaxtarævintýri Asíuríkjanna. Þeim brá líka nokkuð þegar Malas- ía fór að reka áróður fyrir sérstöku efnahagssamstarfi Áustur-Asíu- Reuter í heimsókn hjá Boeing1 NOKKRIR fulltrúar APEC-ríkjanna fóru í gær í heimsókn og skoð- unarferð um Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Seattle. Jiang Zenin, forseti Kína, var á meðal þeirra og er hér næstur í annarri röð. ríkja og svarið við því var að leggja áherslu á að styrkja APEC. Öflugt APEC drægi úr líkum á sérstöku bandalagi Asíuríkjanna og tryggði um leið pólitískt og hemaðarlegt hlutverk- Bandaríkjanna á Kyrra- hafssvæðinu. Það gæti líka neytt Evrópubandalagið til að sýna meiri sveigjanleika í GATT-viðræðunum. Ólík sjónarmið Vonir Bandaríkjamanna um frí- verslunarbandalag APEC-ríkjanna munu líklega ekki rætast alveg í bráð enda eru mjög ólík sjónarmið uppi meðal ríkjanna. Minni ríkin óttast að verða gleypt af þeim stóru, Bandaríkjunum, Kína og Japan; Japanir hafa meiri áhuga á GATT-samningunum en hugsan- legum APEC-samningum og Kín- veijar virðast fyrst og fremst líta á APEC sem kjörinn vettvang fyrir bætt samskipti við Bandaríkja- menn. Af þessum sökum þykir ekki líklegt, að fundur APEC-ríkjanna í Seattle muni verða til að marka mikil tímamót. Heimild: Reuter, The Economist * Yfirlýsing Leoníds Kravtsjúks Ukraínuforseta Vill að öll kjamavopn verði flutt frá landinu Kíev, Moskvu. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, vill að ríkið losi sig við öll kjarn- orkuvopn Sovétríkjanna fyrrverandi og hyggst biðja nýtt þing sem kosið verður á næsta ári að gera Úkraínu að kjarnavopnalausu ríki. Þetta kom fram á fréttamannafundi í gær en starfandi þing sam- þykkti í fyrradag START I samninginn um fækkun kjarnavopna með ströngum skilyrðum. Rússar ráða yfir búnaðinum sem gerir kleift að skjóta á loft langdrægum eldflaugum sem enn eru í Ukra- ínu og Kravtsjúk sagði að landsmenn ættu þann kost einan að láta vopnin af hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.