Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 // /Qfhi/egu ókylcli fólt l&iýjcu n 'nj htrbt/gja. /jús fyrir /5"fx/i• d máruíi ?" 01986 Untvorsal Pras* Syndicale Ættum við ekki bara að hafa það notalegt heima og sleppa þessari asnalegu veislu? HÖGNI HREKKVÍSI Jltofgttiililafrifc BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Lofgrein ritstjórans Frá Krístjáni Péturssyni: RITSTJÓRI Alþýðublaðsins, Sigurð- ur T. Björgvinsson, skrifar lofgrein í leiðara blaðsins 9. nóv. sl. um ábyrga afstöðu launanefndar ASÍ í samningamálum við VSÍ og rikis- stjómina. Hann telur að ASÍ undir forystu Ásmundar Stefánssonar hafí breyst úr pólitísku apparati í afl- mikla kjarahreyfingu með hagsmuni þjóðarheildarinnar að leiðarljósi. Sig- urður lofsyngur Ásmund og nú Bene- dikt Davíðsson fyrir að hafa skapað forsendur fyrir góðum kjarasamn- ingum, velferð launþega og stöðug- leika, góðu efnahagsástandi og sterkum atvinnufyrirtækjum. Svona lofrollubull hefði betur átt heima í leiðara Morgunblaðsins. Vanmáttur ASÍ-forustunnar Það þarf varla að fara mörgum orðum um vanmátt og veikleika for- ustumanna verkalýðshreyfingarinn- ar undanfarin ár. Við gerð kjara- samninga hafa þessir menn alltaf látið að því liggja að bæta kaup lág- launafólks og annarra sem búa við kröpp kjör. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að launabilið milli lág- og hálaunastétta hefur sífellt verið að breikka. Hér er fyrst og síðast við stjóm ASÍ að sakast, hún hefur aldr- ei borið gæfu til að einskorða launa- hækkanir við lægstu launataxta. Lýsa svona starfshættir ábyrgri for- ustu launanefndar ASÍ, em þetta jákvæð vinnubrögð að mati ritstjóra Alþýðublaðsins? Nei, það er megn fijálshyggjufyla af þessum leiðara. Enn á ný staðfestir launanefnd ASI vanmátt og getuleysi í samskiptum við rikisstjómina. í nýafstöðnum við- ræðum átti launanefndin kost á að rétta hlut láglaunafólks með svo- nefndri B-leið ríkisstjómarinnar m.a. með hækkun skattleysismarka, lág- launabóta o.fl. Hins vegar velur nefndin lækkun á virðisaukaskatti á nokkmm vörutegundum, sem kemur öllum til góða og því ekki sérhæfð aðgerð fyrir láglaunafólk. Fæstir treysta þvi að hriplekt eftirlit ríkisins með skilum á virðisaukaskatti skili sér í lækkuðu vömverði, heldur muni þessi breyting kalla á enn frekari undandrátt á virðisaukaskatti. Ríkisstjómin hefur þegar tilkynnt sínar aðgerðir, þ.e. hækkun á bfla- og tekjuskatti, hver er þá ávinningur- inn? Náttúrlega enginn, bara til- færsla fjármuna. Allir viðurkenna í orði að enginn geti framfleytt sér af 50-60 þúsund kr. mánaðarlaunum, en samt em þessar tölur orðnar að hagfræðileg- um viðmiðunartölum stjómmála- manna og aðila vinnumarkaðarins. Menn ættu að leiða hugann að þeirri fjárhagslegu stöðu sem þetta lág- launafólk býr við, kvíðinn og óvissan særir þó oft dýpra en sjálfur pening- askorturinn. Mannleg reisn og sið- ferðisstyrkur brestur undan ofur- þunga mótlætisins. Láglaunafólkið hefur sýnt mikla þolinmæði og hóf- semi til að skapa þann stöðugleika sem ríkt hefur á vinnumarkaði und- anfarin ár, en hversu lengi á þetta sama fólk að bíða betri kjara, sem hefur 'h eða jafnvel ‘Ao af launum Frá Einari Ingva Magnússyni: NYLEGA átti ég uppbyggilegt samtal við prest í Reykjavík, sem vakti hjá mér þá hugleiðingu sem hér birtist. Við sátum saman yfir eplasafa og Adamsöli, en svo kallaði prestur hið tæra vatn, sem hann hafði óskað sér yfir umræðum okkar. Ræddum við um marga athyglisverða hluti og var presti tíðrætt um frelsi það, sem menn og englar hafa til athafna, þó sjaldnast sé það af mönnum notað á þann veg að það sé Guði velþóknan- legt. En Guð skapaði bæði menn og engla með fijálsan vilja og fullkomið frelsi til athafna. Mér var tíðrætt um boð og bönn, og leiðbeiningar Guðs, manninum til handa, sem vissulega hljóta að koma að einhveiju gagni og geta vísað mönnum hinn rétta veg. Maðurinn verður þó að öðlast skilning, til þess að hann sjái, að Guð hefur ávallt á réttu að standa. Þá fór prestur að tala um gyðinga- þjóðina og hvemig strangtrúaðir gyðingamir fóru í einu og öllu eftir boðum og bönnum Ritningarinnar. Út af engu mátti bregða í Lögmál- inu. En þessi Guðs útvalda þjóð, strangtrúaðir og bókstafstrúar, af- neitaði þó syni Guðs, þegar hann kom í heiminn og krossfesti hann. Hvem- ig gat slíkt gerst? Undarleg stað- reynd, sem hlýtur að vekja kristna menn til umhugsunar. Hann kom til eignar sinnar, eins og Jóhannesar- guðspjall greinir frá í fyrsta kafla, en hans eigið fólk afneitaði honum!!? Hans eigið fólk!? Skelfileg tilhugsun. Skyldi þessu vera farið svo enn í dag? Þetta er vissulega umhugsunar- „yfirstéttanna“. Það er trú mín að þolgæði þessa fólks láti undan ofur- fargi mót- og ranglætis og kikni undan fátæktinni og láti gerða samn- inga lönd og leið. Þá nægja ekki föðurlegar útskýringar ASI-forset- ans á slæmri stöðu atvinnurekenda, hinir skattlausu skrauthallareigend- ur á fimm milljóna torfærutröllunum eru engin augnayndi skódamannsins á 50 þúsund kr. mánaðarlaunum. Ekki veit ég í hvaða smiðju for- seti ASI leitar fyrirmynda við gerð kjarasamninga, en fánýtur er sá vís- dómur sem þaðan kemur. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri. verð áminning til allra kristinna manna, í Ijósi spádóma Biblíunnar, þegar við væntum endurkomu Krists og vitum að hún er eigi langt undan. Það er sú aðventa, sem alltaf stend- ur fyrir dyrum, þó í kirkjuárinu sé hún aðeins fjóra fyrstu sunnudaga fyrir jól. Kristur sagði fyrir, að við endur- komu sína myndu margir koma til hans og segja: Herra, Herra, en þá sagðist hann myndi svara þeim: Aldr- ei þekkti ég yður, farið burt frá mér. Með þetta í huga og minnugir þess að þröngur er vegurinn, sem liggur til lífsins, þurfa kristnir menn að endurmeta stöðu sína, því greini- legt er að fáir hljóta að ganga hinn þrönga veg. Ef nú hinn trúaði svo rétt naumlega frelsast, hvað þá með hina vantrúuðu? Þurfum við ekki að líta upp úr okkar daglega veraldar- vafstri og fara okkur hægar í stund- legum heimi, iðka okkar trú og færa Guði þakkir sérhvem dag? Guði vel- þóknanlegir hafa alla eilífðina fyrir sér. Þurfum við ekki að staldra við og huga að hvert við stefnum og á hvor- um veginum við erum stödd, vegi glötunarinnar, sem við sjálf ákveðum að ganga í eigin stórbokkahætti, eða vegi hins eilífa lífs, sem við göngum með djörfung, fijálsir og í fullu trausti á Guð okkar og frelsarann Jesús Krist? Minnumst því orða Jó- hannesar áður en aðventa kirkjuárs- ins fer í hönd á þessu ári sem senn fer að renna skeið sitt á enda. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Undarleg staðreynd Víkverji skrifar Víkveiji er einn af þeim sem stundum notfæra sér ókeypis heimsendingarþjónustu pizzastað- anna. Það hefur gengið snurðulaust og Víkveiji hefur undantekningar- laust fengið sínar umbeðnu pizzur á réttum tíma. Hins vegar hefur hann látið það fara í taugamar á sér að í tvö síðustu skipti sem sendill frá Domino’s pizza mætti á staðinn með sendinguna átti hann ekki skipti- mynt. Þar sem pizzunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu hafði Vík- veiji ekki þolinmæði til annars en að gefa afganginn eftir, í fyrra skipt- ið eitt hundrað krónur og það síðara fímmtíu krónur. í síðara skiptið gekk það svo langt að sendillinn sagði pizzuna kosta eitt þúsund þó svo að starfsstúlka Domino’s hefði sagt Víkveija þegar hann hringdi til að panta að verðið væri níu hundmð og fímmtíu krónur. Þegar Víkvetji sagði sendlipnm það ygx .svarið: „Jfá, en ég á ekki skiptimynt." Það skyldi þó aldrei vera að sendlamir frá Dom- ino’s pizza nældu sér í álagningu aukalega með því passa að „gleyma“ skiptimyntinni? xxx Greiðslukortafyrirtækin hafa um skeið boðið korthöfum að skipta greiðslum í tvennt eða þrennt þegar þeir hafa átt í erfíðleikum með að standa í skilum. Þetta er hægt að gera tvisvar á ári og heitir fyrirbærið á bankamáli „greiðslu- dreifíng“ eða „fjölgreiðslur". Full- yrða má að hér er um að ræða ákaf- lega þægilega þjónustu fyrir þá sem lenda í tímabundnum greiðsluvand- ræðum. Korthafar ættu hins vegar að hugsa sig tvisvar um að nýta sér þjónustuna því hér sýnast vera á ferðinni mjög dýr lán. Um síðustu mánaðamót voru vextir af þeim á bijinu 18,5-19,75% meðan meðal- vextir yfirdráttarlána voru 17,3%. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að þetta em fastir vextir þannig að þeir sem sömdu um að dreifa greiðsl- um um mánaðamótin njóta ekki vaxtalækkana að undanfömu. xxx Ymsar kenningar hafa verið á lofti um hvers vegna ríkis- stjórninni tókst með aðgerðum sín- um að lækka vexti í landinu. Þannig hafa sérfræðingar á peningamarkaði lýst hvemig margslungin skilyrði á markaðnum gerðu þetta kleift en aðrir telja þetta hreina handaflsað- gerð. Ein kenning til viðbótar heyrð- ist á opnum fundi hjá Verðbréfa- ' markaði Islandsbanka í síðustu viku. Kenninging var sett fram sem gáta: Vitið þið hvers vegna vextimir lækk- uðu? Svar: Þeir vom að forða sér undan fráfarandi heilbrigðisráð- herra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.