Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Minning Andrés Þórarínsson frá Vestmannaeyjum Fæddur 14. september 1945 Dáinn 12. nóvember 1993 Föstudaginn 12. nóvember bárust mér þau tíðindi að kær vinur, Andrés Þórarinsson, hefði látist þá um eft- irmiðdegið. Andrés hafði átt í baráttu við skæðan sjúkdóm um nokkurt skeið, svo að segja má að þessi harm- afrétt hefði ekki átt að koma svo mjög á óvart. Og þó, mér kom hún á óvart. Mig setti hljóðan. Það er margs að minnast í fari Andrésar. Hann var giftur góðri konu, Margréti Lárusdóttur, og sam- an eignuðust þau fjórar dætur og einn son, þau Hrafnhildi, Þórunni, Sonju, Sigríði Láru og Lárus Má, sem er yngstur. Sigríður Lára og Lárus Már eru enn í foreldrahúsum. Einnig eignuðust þau þijú bamaböm, Stein- unni, Andrés Egil og Margréti Jónu. Kynni mín af Andrési og Möggu hófust að segja má ekki fyrir svo löngu, aðeins fyrir rúmum sjö ámm, er við hjónin fluttumst aftur út í Eyjar og í næsta nágrenni við þau. í fyrstu vora það bömin sem stofn- uðu til þeirra kynna. Andrés var heilsteyptur maður, sem vildi fjölskyldu sinni, vinum og yfírleitt öllum hið besta. Hann var einnig mikill dýravinur. Hann var sjó- maður, hafði mestan hluta starfs- ævinnar verið stýrimaður, nú síðast á mb. Baldri VE 24. Hann var dug- mikill sjómaður, um það ber öllum saman sem hann þekktu. Veit ég fyrir víst að menn sem störfuðu með honum litu upp til hans, hvort sem vora hálfstálpaðir unglingar eða reyndari sjómenn. Andrés var maður sem stóð fast á skoðunum sínum, orðum og gerðum. Eitt af því sem einkenndi Andrés var sjálfsbjargarviðleitni, dugnaður og sá mikli kraftur sem hann bjó yfir. Þær vora ekki svo fáar stundimar sem hann eyddi úti í bílskúr við að baka sínar ljúffengu kleinur og flatkökur. Hann ræktaði líka kartöflur suður á eyju, og margt fleira sýslaði hann í þessum dúr. Hve oft hef ég ekki séð hann úti í garðinum sínum að hlúa að tijánum. Garðurinn hans bar þess merki og þar vann maður sem bar virðingu fyrir náttúranni. Má það furðu sæta að garðurinn hans skuli aldrei hafa fengið verðlaun. En Andr- és hugsaði ekki um slíkt. Hann rækt- aði garðinn sinn sjálfs sín vegna, en ekki verðlauna vegna. Hann var nátt- úraunnandi og hann unni sinni heimabyggð, þeirri náttúraperlu sem hún er. Andrés var einstaklega barn- góður. Oft sinnis fór hann með Láras og Ólaf syni mína er þeir vora litlir í fjöraferðir, gönguferðir, í sund og 1 skoðunarferðir vítt og breitt um eyjuna. Öraggt er að á þeim ferðum uppgötvuðu þessir peyjar margt. Hann virtist alltaf hafa tíma fyrir böm.'og sér í lagi þessa tvo drengi. Hann hlúði að þessum litlu einstakl- ingum á fyrstu áram ævi þeirra, enda hafði ég oft nefnt við hann í gamni að hann ætti meira í Ólafi en ég á þessum tíma. Sjálfur sagði hann mér eitt sinn að honum fyndist hann hafa farið mikils á mis hér áður fyrr er eldri dætur hans vora að alast upp, hann sjálfur var þá mikið að heiman við störf sín út á sjó. Nú er það svo að við mannfólkið hugsum oft um hvað við tekur hinum megin lífs, en skoðanir þar um era sjálfsagt margar. Ég tel það víst að þar sem Andrés er nú, hljóti að vera hjá góðum. Uppsker hver svo sem hann sáir. Við hjónin og böm okkar munum aldrei gleyma Andrési Þórar- inssyni, og við teljum okkur lánsöm og rík af kynnum okkar við hann. Hann reyndist okkur vel, eins og sjálfsagt öllum er hann þekkti. Hann hafði góð áhrif á okkur og að þeim munum við búa um ókomna framtíð. Við söknum góðs vinar líkt og aðrir sem hann þekktu. Kæra vinkona, elsku Magga, við Ása og böm vottum þér, dætrum, syni, tengdasonum, bamabömum og öllum hans nánustu okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill, en tíminn læknar öll sár. Eftir stendur minningin um góðan dreng, eigin- mann, föður, tengdaföður og afa. John S. Berry. I dag kveðjum við elskulegan pabba okkar, Andrés Þórarinsson, sem fæddur var 14. september 1945 í Vestmannaeyjum. Hinn 2. nóvember 1968 giftist hann móður okkar, Mar- gréti I. Lárasdóttur frá Raufarhöfn, sem nú kveður ástkæran eiginmann. Ljúfar minningar geymum við í hjörtum okkar um pabba sem vakn- aði fyrstur á morgnana þegar hann var í landi, dreif í okkur kókómalt og ristaði brauð, áður en haldið var í skólann, hlýddi okkur yfír heiman- ámið og síðast en ekki sist var félagi okkar og vinur í gleði og sorg. Heimil- inu sinntu hann og mamma af alúð og vora þau samtaka í því að búa okkur fallegt og ástríkt heimili. Seinni árin varði pabbi oft frístund- um sínum í garðinum heima á Brim- hólabraut sem var stolt hans og gleði. Og enda þótt hann væri orðinn fár- sjúkur í júlí síðastliðnum lét hann sig hafa það að smíða sólpall sem hann hafði ætlað sér að gera. Hann gat verið þver, en það hjálpaði honum eflaust oft á erfíðum stundum. Hag fjölskyldunnar bar hann fyrst og fremst fyrir bijósti, böm hændust að honum enda hafði hann alltaf tíma fyrir okkur systkinin, vini okkar og nú síðast bamabömin þijú, hvort sem laga þurfti kassabílinn, hjólið, dúkku- vagninn eða leiktölvuna. Nú hefur hann fengið hvíldina og þjáist ekki lengur. Við biðjum góðan Guð um að styrkja ömmu Sigrúnu, ömmu Siggu og þig, elsku mamína, í sorginni. Sérstakar þakkir sendum við Hróbjarti Karlssyni lækni og öllu starfsfólki á deild 11E Landspítalans fyrir sérstaklega góða umönnun og hjálp, og Siguijóni og Sigurlaugu fyrir ómetanlegan stuðning og vin- áttu. Guð geymi þig, elsku pabbi. Hrafnhildur, Þórunn, Sonja, Sigríður Lára og Lárus Már. „Dáinn, horfinn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Kær vinur okkar og nágranni, Andrés Þórarinsson, er látinn langt um aldur fram, aðeins 48 ára að aldri. Hugurinn reikar aftur í tímann til vorsins 1972, þegar þau Andrés og Margrét, eiginkona hans, réðust í byggingu íbúðarhúss á lóðinni hjá okkur á Brimhólabrautinni. Ekki var hægt að hugsa sér betri nágranna en þau Andrés og Möggu og tókst strax með okkur einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Andrés var son- ur hjónanna Þórarins Jónssonar verk- stjóra frá Ásólfsskála undir Eyjaijöll- um og konu hans, Sigrúnar Ágústs- dóttur frá Núpi undir Eyjafjöllum. Þórarinn lést árið 1959 aðeins 54 ára. Sigrún lifir son sin og býr nú í Reykjavík. Andrés fæddist og ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hann byijaði sjó- mennsku 16 ára, stundaði nám í Gagnfræðaskólanum í Eyjum og síð- an við Stýrimannskólann í Vest- mannaeyjum og lauk þaðan stýri- mannsprófí árið 1967. Upp frá því var sjómennska ævi- starf hans og stundaði hann sjóinn á mörgum fiskibátum gerðum út frá Eyjum. Andrés var snyrtimenni og mikill dugnaðarforkur og það hlýtur því að hafa verið mikill fengur að hafa hann í skiprúmi. Andrés kvænt- ist 2. nóvember 1968 Margréti Ingi- björgu Lárasdóttur frá Raufarhöfn fæddri 2. maí 1949. Margrét er dótt- ir hjónanna Lárusar H. Guðmunds- sonar kennara á Raufarhöfn og Sig- ríðar Jónsdóttur frá Fáskrúðsfírði. Láras lést árið 1975. Andrési og Margréti varð fímm barna auðið. Elst er Hrafnhildur, fædd 1968, unnusti hennar er Þröst- ur Sigurðsson, þau búa í Reykjavík. Næst kemur Þórann, fædd 1970, á tvær dætur, Steinunni, fædda 1988, og Margréti Jónu, fædda 1993, býr í Vestmannaeyjum. Sonja, fædd 1972, gift Guðjóni Jónssyni sjó- manni, þau búa í Eyjum, og eiga einn son, Andrés Egil, fæddan 1992. Sig- ríður Lára, fædd 1977, nemi í Fram- haldsskólanum í Eyjum. Láras Már er yngstur, fæddur 1986. Fyrir hjóna- band átti Andrés dótturina Olöfu Ingu, fædda 1964, og býr hún í Eyja- fírði. Andrés var mikill búmaður, sem við hjónin fóram ekki varhluta af. Oftar en ekki þegar hann kom heim af sjónum færði hann okkur ýsu í soðið eða eitthvert annað góðgæti. Ekki brást það á haustin, þegar hann haðfí tekið upp kartöflurnar að við fengum okkar skammt. Andrési féll aldrei verk úr hendi. í frístundum, ef hann var ekki að vinna í lóðinni eða að dytta að húsinu, mátti oft sjá hann í bfiskúmum við flatköku- eða kleinubakstur og var hann þá ævin- lega vanur að koma glaður í bragði bakdyramegin með flatköku- eða kleinupoka. Við minnumst óteljandi ánægjustunda með þeim hjónum hin síðari- ár, ýmist við eldhúsborðið hjá þeim eða okkur eða í fallega sólhýs- inu þeirra. Andrés var umhyggjusamur eig- inmaður og faðir og var vinur bama sinn allt frá bemsku til fullorðinsára. Björgvin Abel Márus- son bóndi frá Fyrir- barði - Minning Fæddur 5. nóvember 1916 vin Sigurlínu J. Jónsdóttur frá Mola- Dáinn 13. nóvember 1993 stöðum og hófu þau búskap í Fyrir- Björgvin er fallinn frá. Ég hugsa til þessa góða manns með miklum hlýhug og hugurinn leitar til baka aftur til 1987 þegar ég fyrst hitti tengdaforeldra mína, Björgvin og Sigurlínu í Fyrirbarði í Fljótum, Skagafírði. Við dvöldumst þá nokkra daga hjá þeim við gott yfírlæti í dá- samlegu veðri í þessari fallegu sveit þar sem oftast er logn og ótrúleg kyrrð og friðsæld og náttúrufegurðin mikil. En það sem mig undraði mest á þessum tíma var allur sá fjöldi fólks sem var að líta inn til Björgvins og Línu alla liðlanga daga. Þama var ekkert kynslóðabil, þetta var fólk á öllum aldri, ungir og gamlir og á miðjum aldri, skyldfólk og óskyldir. Fáir virtust fara framhjá án þess að doka smástund við. Ég spurðist fyrir um hvemig stæði á öllu þessu fólki og var því svarað að þannig væri þetta alltaf og fannst sjálfsagt mál. Þetta var rétt, eins og ég sá síðar, því að bæði meðan Björgvin og Lína bjuggu í Fyrirbarði og eins eftir að þau fluttust á Sauðárkrók, var alltaf fullt af fólki í kringum þau. Skagfirð- ingabraut 3 var oft eins og félagsmið- stöð, þama var fólk að spjalla sam- an, spila á spil, rekja ættir og tala um hross, og enginn fór svangur út á hvaða tíma sem komið var virtist alltaf vera nóg til munns og maga. Björgvin Márasson fæddist og ólst upp í Fyrirbarði í Fijótum í Skaga- firði. Foreldrar hans vora Máras Ari Símonarson og Sigurbjörg Jónasdótt- ir. Hann átti sjö systkini, þau Frið- rik, sem búsettur er á Siglufírði, Sím- on, sem er látinn, Jónas, einnig lát- inn, Hallgrím, býr í Kópavogi, Zop- honías, býr einnig í Kópavogi, Sól- veigu, búsett að Minni-Reykjum í Fljótum, og Guðlaugu sem býr í Haganesi í Fljótum. Hinn lO.júní 1941 kvæntist Björg- barði. Þau eignuðust átta böm sem öll era mikið dugnaðar- og hæfíleika- fólk, eins og þau eiga ættir til. Þau era: Sigurbjörg, sem er forstöðumað- ur fyrir félagsstarf aldraðra að Gjá- bakka, Kópavogi, Erlendur, starfar hjá Mjólkursamsölunni, Siguijóna, kennari í Reykjavík, Freysteinn, múrarameistari, Gylfi, dreifíngar- stjóri hjá Reiknistofu bankanna, Guð- jón, bóndi á Krossi, Þröstur, mjólkur- fræðingur og Guðrún Fjóla, banka- starfsmaður. Það var því margt um manninn í Fyrirbarði og margir munnar að fæða og klæða. Það hefur sjálfsagt oft verið erfítt að búa í Fljótum því að þrátt fyrir mikla veðursæld á sumrin era snjóþyngsli mikil á vetram. Þó að Björgvin hafí verið orðinn sjötugur þegar ég sá hann fyrst, var hann léttur á sér eins og ungur mað- ur. Hann var grannur og beinn í baki og yfír honum var mikil reisn sem hann hélt alla tíð. Alltaf var hann að starfa, kljúfa rekavið í girð- ingarstaura, dytta að og sinna skepn- unum og fleira. Eftir að hann fluttist á Sauðárkrók, gekk hann oft meðan heilsan leyfði upp á Nafimar fyrir ofan bæinn til að líta á búskapinn sem þar er, og hafði hann af því mikla ánægju. Björgvin var mjög ættfróður, bæði á menn og hesta og naut sín vel í þannig samræðum en hestamir voru lengst af hans mesta yndi enda átti hann marga góða reiðhesta um ævina og stundaði lengi hrossarækt. Björgvin var glaðlyndur og glettinn maður sem bamabömin hans kunnu vel að meta, enda sá hann ekki eftir sér að leika við þau og glettast við þau, jafnvel dansa við þau eða takast á við þau sem það vildu. Böm þeirra Björgvins og Sigurlínu og bamaböm era óvenju samrýmdur hópur sem kemur saman við sem flest tilefni. í barnaafmælin mæta oftast allir, jafnt' börn, táningar og fullorðnir og jóla- boðin og þorrablótin era öllum aldurs- hópum jafn ánægjuleg, jafnvel tán- ingamir vilja ekki missa af þeim. Finnst mér þetta bera þeim hjónum gott vitni um uppeldið á bömunum og matið á krafti fjölskyldutengsla. Og öllu þessu fólki fínnst heimsókn til afa og ömmu á Sauðárkróki ómiss- andi þáttur í tilverunni, oft á ári, enda eru móttökurnar alltaf með opn- um örmum, brosi og hlátri og glað- værum umræðum. Slík tengsl hljóta að vera ómetanleg í hverri fjölskyldu. Björgvin reyndifet barnabörnunum sínum góður afí sem þau sóttu í og alltaf stakk hann að þeim aurum þegar þau kvöddu, hveiju og einu af þessum stóra hópi, jafnvel þegar hann lá sjúkur síðustu vikumar var þess- ari hefð ekki gleymt þegar þau heim- sóttu hann á sjúkrahúsið. Þau munu minnast hans með hlýju og kærleik alla tíð. Kvöldið fyrir andlát Björgvins var Sigmundur fjögura ára sonur okkar að fara með bænimar sínar fyrir svefninn. Þegar Faðirvorinu lauk bætti hann við: „Góður Guð, passaðu afa minn á sjúkrahúsinu og ömmu á Sauðárkróki." Síðan fór hann með blessunarorðin, nokkuð rétt, fyrir afa sinn, og fínnst mér við hæfí að bæn bamabams Björgvins til afa síns fylgi honum yfír móðuna miklu. Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Amen. Ég óska Sigurlínu og fjölskyldum þeirra Björgvins allrar Guðs blessun- ar. Guðbjörg Hermannsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ástkær afí okkar frá Fyrirbarði hefur nú kvatt í hinsta sinn og lang- ar okkur að minnast hans með fáein- um orðum. Afí giftist ömmu okkar Sigurlínu Jónínu Jónsdóttur 10. júní 1941 og bjuggu þau öll sín búskaparár í Fljót- um, lengst af í Fyrirbarði þar sem afi ólst upp og era okkar fyrstu æsku- minningar af þeim þaðan. Afi og amma eignuðust níu böm og komust átta þeirra til fullorðinsára, þannig að afkomendumir skipta orðið mörg- um tugum. Má það teljast ærið ævi- starf. Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu og ríkti mikil tilhlökkun í hjörtum okkar á vorin við tilhugsun- ina um það að senn héldum við í sveitina til þeirra. Það var alltaf glatt á hjalla þegar afí átti í hlut. Það voru ófá skiptin sem hann bauð manni að taka spil eða skellti okkur á kné sér og sön- glaði fallegan lagstúf. Þegar manni leið illa var afí alltaf til taks að hressa mann við, t.d. með því að bjóða á hestbak eða setjast undir stýri á gamla Fergussoninum með honum. Hann rétti okkur oft hjálparhönd við byggingu hverrar glæsihallarinnar á fætur annarrar úr rauðu Legokub- bunum sem voru ávallt geymdir á sínum stað í stiganum. Við taflborðið var afí í essinu sínu og mátti greina af svipbrigðum hans hvernig staðan var hverju sinni. Sögunum hans afa gleymum við aldrei. Við munum ávallt geyma í hjörtum okkar minn- inguna um tignarlegan og unglegan Fljótamann sem svo sárt er að missa. Einhvern tíma verða allir að deyja og öll vissum við að afí var mikið veikur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Með vissu í hjarta trúum við að elskulegur afí okkar haldi verndar- hendi sinni yfír okkur. Minningin um góðan mann lifir. Við biðjum góðan Guð um að styrkja elskulega ömmu okkar á þessum erfíðu tímamótum. Anna Sigríður, Erla Hjördis og Li(ja Katrín. Látinn er Björgvin Márasson áður bóndi í Fyrirbarði í Fljótum, nú hin síðari ár búsettur á Skagfírðinga- braut 3 á Sauðárkróki. Björgvin var kominn af sterkum stofni. Hann var fæddur að Molastöð- um í Austur-Fljótum hinn 5. nóvem- ber 1916, sonur hjónanna Sigurbjarg- ar Jónasdóttur frá Ökram og Máras- ar Ara Símonarsonar frá Fyrirbarði, er þar vora búandi um skeið, en flutt- ust síðar að Fyrirbarði og bjuggu þar fram til ársins 1946. Björgvin var sjötti í aldursröð af níu systkinum, en eitt þeirra lést í frumbernsku. Björgvin ólst upp hjá foreldrum sínum. Snemma vandist hann við að ganga til allra algengra verka. Björg- vin stundaði öll almenn störf. Hann sótti sjó á opnum bátum frá Hagane- svík, einnig stundaði hann vinnu á síldarplönunum á Siglufirði, var á vertíð í Vestmannaeyjum og vann við virkjun Sogsvirkjunar. Björgvin kvæntist 10. júní 1941

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.