Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1993 7 Barri Barri getur orðið um einn metri á lengd og þyngdin 8 kíló. Barraeldi undirbúið á Sauðárkróki Eldi hlýsjávarfíska vænlegur kostur ELDI á hlýsjávarfisknum barra er í undirbúningi á Sauðárkróki og er það Mákur hf., félag um eldi hlýsjávarfiska, sem að því stendur. Aðstandendur fyrirtækisins segja að eldi hlýsjávarfiska sé vænleg- asti kosturinn í fiskeldi en það hefur hvergi verið stundað hér á landi. Barrinn er vinsæll matfiskur og er verðið hátt. Barri, sem á heimkynni í Miðjarð- arhafí og Austur-Atlantshafi, getur orðið 1 m á lengd og 8 kg. Guð- mundur Örn Ingólfsson líffræðing- ur, sem mun hafa yfirumsjón með fiskeldisstöðinni, sagði barrann hraðvaxta, hægt væri að hafa hann í miklum þéttleika í keijum og hann því hagkvæmur í eldi. Guðmundur sagði að verð á barra færi mjög eftir stærð og fengist mest fyrir fisk sem alinn hefði verið í eitt kg en markaðurinn væri ótryggur fyrir 300 til 500 g barra. Hann sagði að það tæki barrann 15 mánuði í eldi að verða hálft kg en tæplega tvö ár að fiskurinn næði einu kílói. Guðmundur sagði að unnið væri að undirbúningi og yrðu seiði og hrogn fengin erlendis frá. Hann sagði að framundan væri þriggja ára þróunartímabil en stefnt væri að því að framleiða 30 tonn á ári þegar stöðin væri komin í fullan gang. Guðmundur hefur starfað að eldi hlýsjávarfiska erlendis og sagð- ist ekki vera í vafa um að eldi á hlýsjávarfiskum væri vænlegasti kosturinn í fískeldi um þessar mundir. Barraeldið væri ekki vandasamara en annað fiskeldi en þess þyrfti þó að gæta að hiti eldis- vatnsins væri ávallt 24 gráður en fóðrið er nánast það sama og fyrir lax. Þrír starfsmenn munu annast rekstur eldisins. _____STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN 'N MADE IN ITALV Yerð: 12.995,- 0 Stærð: 36-410 Litur: Brúnt 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5 % STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR 1 Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu 3; Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 689212 t i I b o ð í bókabúðu m verd frá og meó 1. desember: Sniljdarleg SkáldSaga etur Guð&erg Benssm „Söguefnið er vissulega eldfimt og með því hefur Guðbergur enn einu sinni víkkað út leyfilegan ramma íslenskra bókmennta ... Útkoman finnst fnér vera fullþroskuð skáldsaga og aðgengileg í bestu merkingu orðsins." Ólafur Haraldsson, Pressan „Auðugt og margbrotið skáldverk sem eykur nýjum og sérstökum hljóm í íslenska skáldsagnagerð.“ tu bókabúö „Höfundurinn tekur dæmi af þeirri frumþörf mannsins sem vegur þyngst á metunum þegar á hólminn er komið, en það er kynhvötin. Hún er sá kraftur sem brýtur niður hinar tilbúnu varnir og mynstur samfélagsins sem einstaklingurinn er mótaður af... í forboðnum myndum ástarinnar fær sögumaður bæði að gefa og þiggja á þann máta sem hann aldrei fær innan viðurkenndrar stofnunar hjónabandsins ... Með Hinni kvöldu ást sem hugarfylgsnin geyma hefur Guðbergur bætt enn einu skrautblóminu í höfundarverk sitt...“ Matthías Viöar Sæmundsson, 1 Morgunblaöiö M Á L O O Ingunn Ásdísardóttir, RÚV F O R L A G I Ð M E N N I N G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.