Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Minning Jónína Stefanía Sigurbjömsdóttir Fædd 29. apríl 1923 Dáin 16. nóvember 1993 Augun eru spegill sálarinnar. Ég sá það í augum Jónínu að hún þekkti mig og gladdist yfir komu minni. Þótt hún gæti ekki tjáð sig á annan hátt síðustu árin á sjúkrahúsinu. Hún var með alzhei- mer, þennan miskunnarlausa sjúk- dóm. Jónína frænka er mér minnis- stæð fyrir margra hluta sakir. Hún var listræn kona, hafði fínlegan smekk og skrifaði einstaklega vel. Ég man ég hlakkaði alltaf til að koma og sjá jólatréð hennar; hún valdi lítið og þétt, vellagað rauð- greni og skreytti með smágerðri allavega litaðri ljósaseríu ásamt vel völdum fínlegum skrautmunum. Það var gaman að heimsækja Jónínu; hún hafði nægan tíma, sýndi okkur myndir frá liðnum tím- um, frímerki og mynt, sem hún safnaði. Hún hafði líka gaman af að spila og var eftirsótt í hópi bridsáhugafólks. Jónína hafði ákveðnar hugmynd- ir um þjóðfélagsmál og sagði oft við mig, hvort ég ætlaði nú ekki að fara að hætta þessum eilífa lær- dómi og fara að gera eitthvert gagn. Þetta hefur verið mér umhugsunar- efni og það er staðreynd, sem ekki verður hnekkt, að próf og háskóla- gráður duga skammt einar sér, ef skortur er á getu til að nýta sér menntunina sjálfum sér og þjóðinni til hagsbóta. Eitt af áhugamálum Jónínu var I í fié 'M % & f t Tengdamóðir mín, amma og langamma, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Ránargötu 3, Akureyri, andaðist 15. nóvember á dvalarheimilinu Hlíð. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Vigfús Hjaltalín, Jónberg Hjaltalín, Vilberg Hjaltalín, Anna Jóna Hjaltalín, Regína Ósk Oðinsdóttir. t Bróðir okkar, SIGURÐUR JÓNSSON, Klifshaga, Öxarfirði, verður jarðsungínn frá Skinnastaðakirkju mánudaginn 22. nóvem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Þóra Jónsdóttir, Grímur Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, BENEDIKTS EINARSSONAR bílstjóra, Spóarima 5, Selfossi. Ingibjörg Halldórsdóttir og fjölskylda og systkini hins látna. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför JÓNS Þ. EINARSSONAR, Neðri-Dal, Biskupstungum. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Birgir Jónsson, Guðmundur L. Jónsson, Grímur Bj. Jónsson, Kristján Bj. Jónsson, Einar B. Jónsson, Heiðar Bj. Jónsson, Þráinn Bj. Jónsson, Björn B. Jónsson, Elín Sigurðardóttir, Hólmfríður Halldórsdóttir, Sólveig Róbertsdóttir, Sigrún Jensey Sigurðardóttir, Guðlaug Pálsdóttir, Kolbrún Svavarsdóttir, Anna Soffia Björnsdóttir, Jóhanna Róbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR SOFFÍU JÓNASDÓTTUR frá Siéttu, Kaldaseli 12, Reykjavík. Sórstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E, Landspítalanum. Jónas Karlsson, Hrönn Þórðardóttir, Magnús Jónasson, Ástriður Júliusdóttir, Gunnhíldur Jónasdóttir, Sigurjón Pálsson, ÞórðurGeir Jónasson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Karl Baldvin Jónasson. að ferðast, en hún fór ekki yfir lækinn til að sækja sér vatn - held- ur skoðaði heimahagana þeim mun betur; Austfirðina og dalina upp af þeim. Hún fór þá gjarnan í dags- túra eða helgarferðir á Trabantin- um sínum og bauð einhveijum með sér og gisti hjá vinum og kunningj- um ef svo bar undir. Jónína fæddist á Múlastekk í Fædd 31. desember 1905 Dáin 17. október 1993 Suðursveit og Öræfí einkennast af byggðakjörnum: nokkur býli þétt saman en alllangur vegur milli kjarnanna. Einn byggðakjarnanna í Suðursveit er Borgarhöfn. Þegar ég var að alast þar upp á 5. áratug þessarar aldar stóðu þar fimm bæir saman í hvammi undir fjöllum, en tveir nokkru fjær, nær sjónum. í Lækjarhúsum bjuggu þá sæmdar- hjónin Guðný Jónsdóttir og Sigurð- ur Magnússon. Guðný var frænka mín, móðir hennar hálfsystir ömmu minnar. Milli Lækjarhúsa og Gamlagarðs, þar sem ég átti heima, voru vart meira en 100 metrar. Það var því margt sem olli því að sam- gangur var mikill milli þessara bæja: lítil fjarlægð, frændsemi og vinátta mikil. A þessum árum hugs- aði barnið ekki mjög um frænd- semi, laðaðist miklu fremur að þeirri hlýju sem einkenndi allt fas húsfreyjunnar og raunar heima- manna allra. Ávallt var mér vel tekið í Lækjarhúsum og minnist ég þess ekki að nokkru sinni hafi styggðaryrði fallið í minn garð. Er mér óhætt að fullyrða að aldrei hafí orðið ágreiningsefni út af bú- skaparháttum milli þessara heimila, sem þó hefði ekki verið óeðlilegt í slíku nábýli. Nágrannakrytur var mér þá óþekkt hugtak. Með breyttum þjóðfélagsháttum hurfu þessar tvær fjölskyldur úr Suðursveit með stuttu millibili: for- eldrar mínir fluttust á Höfn 1948 en Guðný og Sigurður með börn sín tvö, Rögnvald og Jóhönnu, til Reykjavíkur árið 1951. Áður hafði elsta dóttirin, Sigurborg, flust þangað og gengið að eiga Jóhann Kristmundsson, múrara. Þótt nú væri vík milli vina hélst þó ávallt gott samband milli þess- ara tveggja fjölskyldna. Guðný og Sigurður bjuggu í sex ár ásamt bömunum tveimur á efri hæð húss Þorsteins bróður Sigurðar að Hjallavegi 40, en festu árið 1955 kaup á neðri hæð í húsinu við Skipa- sund 34 þar sem þau áttu heima siðan. Þar var gott að eiga innhlaup þegar viðdvöl var höfð í Reykjavík, hvort sem um lengri eða skemmri tima var að ræða. Þarna var fastur áfangastaður minn á ferðum milli heimilis og skóla í a.m.k. 10 ár. Og ég var ekki sá eini, því að vina- hópur hjónanna var stór og húsið opið öllum sem þurftu á mat og húsaskjóli að halda meðan dvalist var í höfuðborginni. Var oft þröngt setinn bekkurinn, því að auk hjón- anna og bamanna voru unnusta og Skriðdal og ólst þar upp hjá foreldr- um sínum, þéim Sigurbirni Árna- björnssyni og Kristínu Ólín Einars- dóttur. Hún var elst af systkinun- um, hin eru Einar, Guðrún og Krist- björg, auk Þórólfs sem er fóstur- bróðir þeirra. Að heiman fór Jónína fyrst í húsmæðraskólann á Hall- ormsstað til náms og síðan vann hún þar um tíma sem vefnaðar- kennari. 1946 lá svo leiðin til Reykjavíkur en þar var hún í vist hjá Éysteini Jónssyni ráðherra og Sólveigu Eyjólfsdóttur eiginkonu hans í næstum áratug en þau hjón og börn þeirra reyndust henni sem besta fjölskylda. Seinni hluta tíma- bilsins vann hún einnig í leðuriðju við hanskagerð. Síðustu árin í Reykjavík leigði hún eigið húsnæði og þar fæddist einkadóttirin hennar Sigrún, 1956, aðalféhirðir hjá Bún- aðarbankanum á Egilsstöðum. Jón- ína flyst svo til Egilsstaða 1959, vann fyrst í nokkra mánuði í Kaup- félaginu en síðan á pósthúsinu sam- fellt til ársloka 1985, er hún lét af störfum vegna heilsubrests. Síðustu sjö árin hefur hún dvalist á Sjúkra- húsinu á Egilsstöðum. Auk Sigrúnar ól Jónína að mestu upp dótturson sinn, Róbert Elvar Sigurðsson, sem nú er bakari á Egilsstöðum og á hann soninn Eið síðar eiginkona Rögnvaldar, Kristín Þórhallsdóttir, sem og Lúðvík, bróð- ir Sigurðar, þar lengi vel heimilis- föst. Húsið þykir ekki stórt á nútíma mælikvarða, stofugólfíð ekki stærra en svo að þegar búið var að reiða þar upp þrjár flatsængur var vart hægt að koma fleirum fyrir. Svo voru það kvöldgestirnir. Á þessum árum held ég ekkert kvöld hafi liðið svo að ekki hafi a.m.k. einn burtfluttur Suðursveitungur, oftast margir, lagt leið sína í Skipa- sund, einnig aðrir vinir og vensla- menn. Þá var margt skrafað, hús- bóndinn gekk um gólf með vasaúr- ið sitt og húsfreyjan brást ekki með kaffið. Eins var þéttsetið kaffiborð- ið á sunnudögum. Þegar hugsað er til baka virðist sem Skipasund 34 hafi verið félagsheimili brottfluttra Suðursveitunga. Sigurður dó úr krabbameini langt um aldur fram árið 1959. Guðný hélt þó ótrauð sínu striki og risna hennar minnkaði ekki. Aldrei var þreytumerki á henni að sjá, heldur virtist hún því ánægðari sem hún hafði fleiri að annast. Hin síðari ár hrakaði heilsu. Guðnýjar mjög. Tengdadóttur sína og son missti hún með fárra ára millibili. Það var undravert hve henni tókst, þrátt fyrir þessi áföll, að halda æðruleysi sínu og glaðværð til hinstu stundar. Bilbug var ekki á henni að fínna. Þótt hún væri oft illa haldin af þjáningum var lund hennar síst þyngri en þeirra sem heimsóttu hana. Og með dyggri aðstoð og umhyggju Jóhönnu dóttur sinnar, sem átti heimili með henni alla tíð, hélt hún áfram að veita gestum og gangandi húsaskjól og beina, þótt þörfin fyrir slíkt færi vissulega minnkandi eftir því sem fleiri Suður- sveitungar fluttust á mölina. Fæddur 20. júní 1923 Dáinn 26. ágúst 1993 Þeir falla í valinn hver af öðrum, gömlu félagamir. Við í Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna kveðjum nú einn af bössunum okk- ar, hann Áma Jónsson. Árni lést í Danmörku 26. ágúst sl., en þar höfðu þau hjón, Árni og Álla Magga, búið sl. þrjú ár. Nú er Ámi kominn heim og hlýtur hinstu hvílu í Kotstrandarkirkjugarði. Árni og Alla Magga tóku alla tíð Örn. Sigrún er gift Eyjólfi Skúla- syni mjólkuriðnaðarmanni og lista- manni og eiga þau saman börnin Kristínu Rut og Stefán Þór sem bæði eru á grunnskólaaldri. I minningunni er Jónína brosandi og hlý, ég sendi Sílu, Eyjólfí og börnum, ásamt Elvari og ijölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Ingunn St. Svavarsdóttir. Þriðjudaginn 16. nóvember fékk ég þá fregn að Jónína vinkona mín væri látin. Við hittumst þegar hún hóf störf hjá Leðurgerðinni, þá ný- komin til Reykjavíkur úr heima- byggð sinni. Hún var alltaf vinaleg og glaðleg, þessi fíngerða kona. Við unnum saman í mörg ár, eða þar til hún eignaðist dóttur með bróður mínum Bjarna, hinn 18. maí 1956. Það var hennar sólargeisli i lífínu, „litla sílið“, eins og hún kall- aði hana stundum. Síðan varð það Síla, eins og við öll köllum hana. Jónína hafði verið sjúklingur í mörg ár og því hefur hvíldin verið kærkomin. Blessuð sé minning hennar. Guð blessi þig, Síla mín, og fjölskyldu þína og styrki ykkur i sorginni. Steinvör Bjamadóttir. Meðan Guðný hélt sæmilegri heilsu var hún sívinnandi. Hún tók virkan þátt og með mikilli ánægju í starfí aldraðra og hreif fólk til starfa með áhuga sínum og atorku. Púðar og myndir sem hún saumaði skipta mörgum tugum og eru með afar fallegu handbragði. Og varla komum við hjónin svo í heimsókn með börn okkar að hún leysti þau ekki út með ávöxtum þessarar iðju sinnar. Guðný var mannblendin með af- brigðum og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún hafði afar gaman af að segja frá og gerði það af nákvæmni og innileika. Hún lét sér annt um velferð annarra. Hún var dáð af öllum sem þekktu hana. Þeir sem enn búa í Borgarhöfn sýndu aðdáun sýna í verki er þeir fjölmenntu til útfarar hennar 25. október og fylltu, ásamt vinum hennar hér syðra, Áskirkju. I lok þessara fátæklegu orða sendum við Aldís og börnin Jó- hönnu, Sigurborgu og öðrum að- standendum Guðnýjar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Guðnýjar Jónsdóttur. Eysteinn Pétursson. virkan þátt í félagslífínu í Hvera- gerði. Auk kórsins má nefna leikfé- lagið og skátafélagið. Einnig var Árni félagi í harmónikkufélaginu, sem stofnað var fyrir nokkrum árum. Hann lék þó ekki á harmón- ikku, en var frábær gítarleikari og með það hljóðfæri í höndunum lagði hann hópnum lið. Við munum ekki framar heyra Árna leika á gítarinn, en þá er ég illa svikin ef hann tekur ekki lagið fyrir handan. Anna Jórunn. Minning Guðný Guðrún Jóns- dóttirfrá Lækjarhúsum Ámi Jónsson húsa- smíðameistari - Minning i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.