Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 11 * Hafa Islendingar efni á að eiga böm? eftir Margréti Sæmundsdóttur Nú á haustdögum hafa leik- skólamál verið í brennidepli vegna sparnaðarhugmynda ríkisstjórnar- innar. Af hverju verða leikskólamál svo mikið hitamál? Svarið er ein- falt, þau eru í megnasta ólestri. Heilbrigðisráðherra hefur vafa- laust ekki gert sér grein fyrir því þegar hann hóf aðförina að leik- skólum sjúkrahúsanna að hann var að velta mauraþúfu. Nú er orðið ljóst það sem allir foreldrar vita, en ráðherra og sveitarstjórnir loka augunum fyrir, að börn á leikskóla- aldri og foreldrar þeirra búa við óviðunandi ástand. Það lýsir sér m.a. í því að flest lítil börn eru alin upp við að vera þvælt á milli margra gæslustaða allan leikskóla- aldurinn, þar sem ekki er fyrir hendi nægjanlega langur vistunar- tími á leikskólum. Tímasetning uppsagna á leikskólum sjúkrahús- anna er líka mjög vafasöm og í raun hættuleg. Að segja börnum upp skólavist um miðjan vetur er óforsvaranlegt. Langir biðlistar Börn einstæðra foreldra og námsmanna eru einu börnin í Reykjavík sem eiga rétt á heils- dags leikskólavist. Þó er langur vegur frá því að öll þau börn eigi kost á Ieikskólavist og á biðlista forgangshópsins eru u.þ.b. 400 börn. Stór hópur barna kemst ekki að á leikskólum fyrr en eftir langa bið og biðtíminn lengist stöðugt. „Á biðlista um leik- skólapláss í Reykjavík eru nú skráð 1.500 börn. Sá listi segir þó ekkert um þörfina fyrir heilsdagsvistun því að börn giftra og foreldr- ar í sambúð mega ekki vera á biðlistum um heilsdagsleikskóla.“ Það er ekki einu sinni hægt að anna þörfinni fyrir 4 tíma leik- skóla hvað þá heldur 8 til 9 tíma sem flestar fjölskyldur þurfa á að halda. Heilsdagsplássum á leik- skólum borgarinnar hefur aðeins fjölgað um þijú pláss árin 1991- 1992 þó ótrúlegt sé. í ársskýrslu Dagvistar barna í Reykjavík sem kom út nýlega kemur fram að heilsdagspláss á leikskólum borg- arinnar voru 1.270 árið 1991 en 1.273 áramótin 1992. Á biðlista um leikskólapláss í Reykjavík eru nú skráð 1.500 börn. Sá listi segir þó ekkert um þörfina fyrir heils- dagsvistun því að börn giftra og foreldrar í sambúð mega ekki vera á biðlistum um heilsdagsleikskóla. Hver ber ábyrgð á vanda leikskóla barna? Það er rangt að ráðast á leik- skóla sjúkrahúsa þó að börn þar hafa verið svo lánsöm að búa við eðlilegar aðstæður. Þau eiga ekki að gjalda þess hve ástandið í leik- skólamálum borgarinnar er slæmt og önnur böm búa við óviðunandi aðstæður. Aðstaða barna sem ekki eru svo heppin að njóta samfelldr- ar heilsdagsvistunar eins og gerist á leikskólum sjúkrahúsanna, mun ekkert batna þó að leikskólum sjúkrahúsanna verði lokað. Við eigum að beina sjónum okkar að þeim sem bera ábyrgðina á ástand- inu. Af einhveijum einkennilegum ástæðum er umræðan um málefni barna alltaf tengd því að þau kosti of mikið. Foreldrar í Reykjavík væru ekki í þeirri klípu sem þeir eru í dag ef hluta af milljörðunum sem fóru í Perluna, Ráðhúsið og bíla- geymsluhallirnar hefði verið ráð- stafað í þágu barna. Skóladagheimili eru líka í hættu Leikskólar sjúkrahúsanna eru ekki einu griðastaðir barna sem á að fórna. Skóladagheimili, þær góðu stofnanir sem allt of fá börn hafa athvarf hjá, eru líka í hættu. Með hinum svokallaða heilsdags- KUNERTí sokkabuxurhnésokkar HF v/Nesveg, Seltj. skóla er stefnt að því leynt og ljóst að leggja skóladagheimili niður. Stórar stofnanir eins og grunnskól- ar geta aldrei aldrei komið í stað- inn fyrir skóladagheimili sem rekin hafa verið í litlum einingum í lík- ingu við heimili. Kennslustundum í grunnskólum á hvern nemanda hefur einnig fækkað. Sú skerðing nemur nærri því heilu skólaári eða 864 kennslu- stundum 'samtals á grunnskóla- tímabilinu. Þar við bætist að nem- endum hefur fjölgað í flestum bekkjardeildum. Af þessari upptalningu sést að mjög er þrengt að fjölskyldum í landinu. Foreldrar og fólk í uppeld- isstéttum er uggandi um hag bama ef þessi óheillaþróun heldur áfram. Sparnaður í þessa átt er afar varasamur og til lengri tíma litið hreinlega hættulegur. Þó að ljóst sé að nauðsynlegt sé að spara á ýmsum sviðum er þarna byijað á vitlausum enda og hætt við að við sitjum uppi með ófyrirséðan kostn- Margrét Sæmundsdóttir að vegna rangra og óskynsamlegra ákvarðana sem verður mun hærri en sú upphæð sem e.t.v. hefði spar- ast. Höfundur er fóstra og varaborgarfulltrúi Kvennalistans. Æ Ibúð í Kópavogi óskast Óskum eftir 4ra-5 herb. íbúð í Kópavogi fyrir ákveðinn kaupanda í skiptum fyrir 2ja herb. íbúð á Flyðrugranda. Staðsetning ekki atriði. Má þarfnast standsetningar. Upplýsingar gefur Ólafur Blöndal. GIMLI ÞÓRSGÖTU 26 SÍMI 25099 Félag sjálfstæðis- manna í Grafarvogi Áhyggjur vegna bensín- afgreiðslu STJÓRN Félags sjálfstæðis- manna i Grafarvogi hefur sam- þykkt ályktun þar sem lýst er áhyggjum vegna mikilla mót- mæla íbúa Grafarvogs gegn fyr- irhugaðri byggingu greiða- og bensínstöðvar við Gagnveg. Er borgarráð hvatt til að taka málið upp á ný. Ályktunin hefur verið lögð fram í borgarráði en þar kemur einnig fram að stjórn sjálfstæðismanna í Grafarvogi fagni því að einstakling- ar sýni áhuga sinn á að setja upp þjónustufyrirtæki í Grafarvog. Á fundi borgarráðs bókuðu full- trúar minnihlutans þær Ólína Þor- vaðardóttir, Nýjum vettvangi, Sig- rún Magnúsdóttir, Framsóknar- flokki, og Guðrún Ögmundsdóttir, Kvennalista, að þær tækju undir bréf sjálfstæðismanna í Grafarvogi og minntu jafnframt á fyrri bókan- ir um málið. -----» ♦ ♦---- Messa heil- agrar Sess- elju í dag KÓR Langholtskirkju flytur í dag og á morgun messu heilagr- ar Sesselju eftir Joseph Haydn. Tónleikarnir verða í Langholts- kirkju og hefjast klukkan 16.30. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Elsa Waage, Eiríkur Hreinn Helgason og Garðar Cortes, en að auki tekur kammersveit Langholts- kirkju þátt í flutningi verksins. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Sjá grein Halldórs Hansen um messu heilagrar Sesselju á bls. 6 og 7C. Freyjugata. 2ja herb. (b. á jarðhæð 43 fm í tvíbhúsi. Góð lán áhv. frá Byggsj. 2,2 millj. Eyjabakki. 3ja herb. ib. 78 fm á 3. hæð. Sérþvottaherb. í ib. Falleg sameign. Laus. Næfurás. 2ja-3ja herb. góð íb. 108 fm á jarðh. Sérlóð. Falleg sameign. Stóragerði. 3ja herb. falleg ib. á 4. hæð. 83 fm auk herb. i kj. Fallegt útsýnl. Verð 7 millj. Hrísrimi. 3ja herb. falleg ib. í nýbyggingu. Sérþvottaherb. i íb. Góðar innr. Básendi. 4ra herb. Ib. á 1. hæð 80 fm. Suðursv. Parket. Bíl- skúrsr. Laus. Sörlaskjól. 4ra herb. góö Ib. á 1. hæð 103 fm auk 30 fm bílsk. Fallegur garöur. Laus. Hraunbær. 5 herb. falleg endaíb. á 3. hæð. Áhv. húsbr. 3,9. Fallegt parket á íb. Suöursv. Pvottaherb. i ib. Laus. FÉLAG || FASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410 T-Xöföar til X Xfólksí öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.