Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Sameining sveitarfélaga Skipting landsins í hreppa var gerð á öndverðri þjóðveldis- öld. Heimild um hreppana er m.a. að finna í fornu lagasafni, Grá- gás. Talið er að hrepparnir eigi öðru fremur rætur að rekja til fátæktarframfærslu og þarfar bænda fyrir samvinnu um smöl- un, réttir o.fl., þegar sauðfé fjölg- aði. Hreppar voru framan af framfærslu-, samábyrgðar- og síðar einnig dómsagnarsvæði. Þessi foma hreppaskipan, sem stendur í stórum dráttum enn í dag, er því gamalgróin með þjóð- inni. Og „þótt margt hafi breytzt síðan byggð var hér reist“, ekki sízt á 20. öldinni, er sameining sveitarfélaga, sem tekizt verður á um í kosningum í dag, bæði flókið og viðkvæmt mál. Mikil umræða hefur staðið um sameiningu sveitarfélaga hér á landi síðustu 30 árin. Því valda gjörbreyttar þjóðfélagsaðstæður. Þjóðin er rúmlega þrefalt fjöl- mennari en um síðustu aldamót. Búseta í landinu er og allt önnur. Við upphaf aldarinnar bjuggu rúmlega sjö af hveijum tíu lands- mönnum í sveitum. Nú búa níu af hverjum tíu í þéttbýli - og meira en helft þjóðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu. Búsetubreyt- ingin byggist á breyttum atvinnu- og samgönguháttum. Byggðir, sem fátt áttu sameiginlegt fyrr á tíð, mynda nú eina heild, atvinnu- lega og félagslega. Þessar breyttu þjóðfélagsað- stæður eru ekki séríslenzkt fyrir- brigði. Ámi Páll Ámason kemst svo að orði í grein í Sveitarstjóm- armálum (5. tbl. 1993): „í mörg- um Evrópulöndum varð umtals- verð sameining sveitarfélaga á árabilinu 1960 til 1975. Ástæðan er sú sama og nú er fyrir samein- ingu sveitarfélaga á íslandi; breyttar þjóðfélagsaðstæður, flutningu'r félagslegrar þjónustu til sveitarfélaganna og breytt efnahagsþróun. Sameining varð umtalsverð í Þýzkalandi, Skand- inavíu, Belgíu og á Bretlandseyj- um...“ Hver er megintilgangur sam- einingar sveitarfélaga? Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfé- laga, víkur að honum í forystu- grein Sveitarstjórnarmála (4. tbl. 1993): „Fyrst og fremst að efla sveit- afstjómarstigið í þeim tilgangi að: 1) að auka og efla völd heima- manna á staðbundnum verkefn- um, 2) að færa fleiri verkefni til sveitarfélaganna, eins og stefnt er að, svo sem grunnskólann all- an, heilsugæzlu og málefni aldr- aðra og fatlaðra..., 3) efla at- vinnulíf og þjónustu við íbúa á landsbyggðinni og treysta byggð í landinu, 4) auka skilvirkni og hagræðingu í rekstri sveitarfé- laga.“ Ríkisstjómin hefur fallist á að fylgja framangreindum markmið- um eftir með ákveðnum hætti, verði sameining sveitarfélaga of- an á í kosningunum í dag. Tals- menn sameiningar benda á það, að öflugri sveitarfélög séu beinlín- is forsenda þess að ná þessum markmiðum. Þeir staðhæfa og að stærri og sterkari sveitarfélög séu bezta vörn landsbyggðarinnar gegn áframhaldandi fólksflótta til höfuðborgarsvæðisins, þar eð þau verði betur í stakk búin til að standa að framkvæmdum og veita þá þjónustu sem fólk horfir eink- um til þegar það velur sér fram- tíðarbúsetu. Þeir benda einnig á að sameining sveitarfélaga styrki sveitarstjómarstigið til mótvægis við ríkisvaldið og stuðli að æski- legri valddreifíngu í landinu, m.a. með tekju- og verkefnaflutningi frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þrettán hreppar höfðu 50 eða færri íbúa um síðustu áramót; fámennasti hreppurinn aðeins 7. Þijátíu og fjórir höfðu 50-100 íbúa og fímmtíu 100-200 íbúa. Sveitarfélögum af þessari stærð kann að vera vel stjórnað, en þau hafa engu að síður mjög takmark- að bolmagn til framkvæmda og þjónustu. En fleira kemur til en fámennið. Ýmis vandamál at- vinnulífsins, svo sem veik staða fyrirtækja í einstökum byggðar- lögum og/eða atvinnuleysi, verða auðveldari viðfangs í stómm og fjölmennari sveitarfélögum. Það má einnig færa rök að því að þróunin í sjávarútvegi kalli á stærri sveitarfélög, stækkun at- vinnusvæða, sameiningu hafna og samstarf eða sammna sjávar- útvegsfyrirtækja. í dag fara fram fyrstu almennu kosningarnar um sameiningu sveitarfélaga í landinu. Hér verð- ur ekki lagður dómur á einstakar tillögur umdæmanefnda, sem væntanlega taka mið af stað- bundnum aðstæðum. Það gera kjósendur sjálfír. Þeim ber að sinna þeim lýðræðislega rétti og þeirri lýðræðislegu kvöð að bijóta málin til mergjar - og taka af- stöðu til þeirra við kjörborðið. Mestu varðar að málin eru lögð í dóm kjósenda og að vilji íbúanna ræður niðurstöðum. Þó verður ekki hjá því komizt að lýsa vonbrigðum yfír því, hve tillögur um sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu era ófullnægjandi. Eðlilegt hefði verið að íbúar Kópavogs og Reykjavík- ur hefðu átt þess kost í dag að taka afstöðu til sameiningar þess- ara tveggja sveitarfélaga. Með sama hætti hefði verið eðlilegt að íbúar Hafnarfjarðar og Garða- bæjar hefðu átt þess kost að taka afstöðu til sameiningar þeirra tveggja auk Bessastaðahrepps. Því miður liggja slíkar tillögur ekki fyrir kjósendum. Það er mik- il skammsýni þeirra, sem hlut eiga að máli við þessa tillögugerð. Tillaga fr amkvæmdastj ór nar SAL til aðildarsjóða Vextir á sjóðfélaga- lánunum lækki í 6% AÐALFUNDUR Sambands almennra lífeyrissjóða samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða á aðalfundi sínum í gær að beina þeim tilmælum til aðildarsjóðanna, sem eru 27 talsins, að vextir af sjóðfélaga- lánum lækki niður í 6% 1. desember næstkomandi. Breytingin tekur jafnt til nýrra sem eldri lána. Aðeins greiddu tveir atkvæði á móti. í greinargerð með tillögunni segir að eðlilegt sé að miða vexti sjóðfélaga- lána við ávöxtunarkröfu ríkistryggðra bréfa á eftirmarkaði með álagi, sem sé þó ekki umfram 1%. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að nær allir lífeyrissjóðir á samningssviði ASÍ hafí boðið sjóð- félögum lífeyrissjóðslán með 7% raunvöxtum allt frá janúar 1990, þrátt fyrir að vegið meðaltal banka og sparisjóða af fasteignatryggðum skuldabréfum hafí verið á bilinu 9-10% á tímabilinu. „í framhaldi af þeirri raunvaxtalækkun, sem nú er orðin á ríkisverðbréfum og útláns- vöxtum banka og sparisjóða, telur aðalfundur SAL hins vegar eðlilegt að lífeyrissjóðimir endurskoði núver- andi vexti á sjóðfélagalánum, sem algengastir eru 7%,“ segir í greinar- gerðinni. Benedikt Davíðsson, formaður SAL, sagði á aðalfundinum í gær að því hefði oft verið ranglega hald- ið fram að lífeyrissjóðirnir væru vald- ir að háu vaxtastigi hér á landi. „En við höfum alltaf mótmælt því og höfum bent á samninga sem við höfum gert við ríkið. Við höfum miðað okkar vaxtalqör í samningun- um við almenna sölu ríkisins á bréf- um en þó alltaf haft einhvern afslátt á okkar viðskiptum og stefnt að lægri vöxtum, því höfum talið að það væri meira hagsmunamál fyrir líf- eyrissjóðina að renna stoðum undir að iðgjöldum yrði skilað, og að at- vinnuiífíð gæti gengið þannig að ið- gjöld skiluðu sér, en að vaxtastig væri svo hátt að líklegt væri að það dræpi atvinnulífíð í dróma," sagði Benedikt. Morgunblaðið/Kristinn Aðalfundur SAL SVIPTINGAR í vaxtamálum á undanförnum vikum voru ofarlega á baugi í umræðum á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða í gær. Skýrsla bankaeftirlits um fjárhagsstöðu lífeyrissjóða Marga lífeyrissjóðina vantar rnikið á að eiga fyrir skuldbindingum Raunávöxtun eigna sjóðanna var 7,4% á seinasta ári í NÝRRI skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands kemur fram að í árslok voru starfandi 84 lífeyrissjóðir í landinu og hafði fækkað um 4 á árinu. Þar af voru 72 sameignarsjóðir. 16 þeirra voru með opinbera ábyrgð, 3 með ábyrgð hlutafélaga og 53 án ábyrgðar annarra. Hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyris nam 181,3 milljörðum kr. í árlok og hafði vaxið að raungildi um 13,2% á árinu. Að meðaltali var raunávöxt- un eigna sjóðanna 7,4% miðað við Iánskjaravísitölu og hefur aldrei verið betri, að því er fram kom í ræðu Þórðar Ólafssonar, forstöðu- manns Bankaeftirlitsins á aðalfundi SAL í gær. Efaðist hann um að betri ávöxtun myndi nást í fyrirsjáanlegri framtíð. í skýrslunni kemur fram að talsvert vantar upp á að margir lífeyrissjóðanna geti staðið undir lofuðum skuldbindingum sínum. Fram kemur í skýrslunni að nei- kvæður mismunur er hjá flestum sameignarsjóðanna á höfuðstól og heildarskuldbindingum að frádregn- um framtíðariðgjöldum og er í sum- um tilfellum um margra milljarða kr. halla að ræða sem vantar upp á að eignir dugi til að mæta áföllnum skuldbindingum. í nokkrum tilfellum er fyrir hendi ábyrgð ríkis, sveitarfélaga eða ann- arra aðila á skuldbindingum en bankaeftirlitið hefur lagt mat á fjár- hagsstöðu sameignarsjóða þar sem opinberri ábyrgð er ekki til að dreifa, byggt á tryggingafræðilegum út- tektum og ársreikningum sjóðanna. Hjá mörgum sjóðanna sem búa við slæma fjárhagsstöðu hefur þegar verið gripið til ráðstafana til að bæta stöðuna eða slíkt stendur fyrir dyram en hjá allmörgum þessara sjóða er enn óljóst hvort aðgerðir muni duga til að rétta af slæma fjár- hagsstöðu. Rekstrarkostnaður 4,18% af iðgjöldum Á seinasta ári var ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna 33,1 milljarðar, ið- gjöld námu 15,2 milljörðum og gjald- færður lífeyrir 5,6 milljörðum. Á seinasta ári voru rekstrargjöld sjóð- anna að frádregnum rekstrartekjum Friðrik Sophusson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að reglur Kjaradóms væru rétt settar enda segði í lögum um Kjaradóm og kjaranefnd að sá fyrmefndi skuli setja kjaranefnd meginreglur um úrskurði en hins vegar væru mis- munandi skoðanir uppi um það hvað 638 millj. kr. samanborið við 590 árið á undan eða 0,38% að meðal- tali sem hlutfall af eignum sjóðanna. Fram kemur að meðalkostnaður sjóðanna var 4,18% af iðgjöldum. Voru nokkur dæmi um að hlutfall kostnaðar af iðgjöldum væri á annan tug prósenta. Nam kostnaðurinn 2,74% af iðgjöldum að meðaltali í þeim 20 sjóðum sem era með ábyrgð launagreiðenda, hlutfallið var 5,70% hjá þeim 26 sjóðum sem eru innan Sambands almennra lífeyrissjóða, 3,47% í öðrum sameignarsjóðum og 5,26% að meðaltali hjá séreignasjóð- unum, sem eru 12 talsins. ætti að felast í þessum meginregl- um. „Þetta er til skoðunar og ég vonast til þess að mismunandi skoðanir á þessu máli verði ekki til þess að tefja úrlausnir þessara aðila,“ sagði Friðrik Sophusson að lokum. Deildar meiningar um meginreglur Kjaradóms FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra dregur í efa að löggjafinn hafi ætlað Kjaradómi að ráða niðurstöðum kjaranefndar. Hann bendir hinsvegar á að meðan kveðið sé á um það í lögum að Kjara- dómur setji kjaranefnd meginreglur, beri kjaranefnd að fara að þeim reglum. Hins vegar séu skiptar skoðanir uppi um það hvað eigi að felast í reglunum sem Kjaradómur selji kjaranefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.