Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Seltzer Ltd. framlengir leigusamning um gosdrykkjaverksmiðju íslensks bergvatns Orra veitt umhverfis- verðlaun Leitar eftir samningfum um kaup verksmiðjunnar Lánastofnanir vilja sjá fyrir endann á fjárhagslegri endurskipu- lagningu Smjörlíkis hf. áður en gengið verður til samningaviðræðna EIGENDUR Seltzer Drinks Company Ltd. í Bretlandi framlengdu sl. fimmtudag samning um leigu á átöppunarverksmiðju sem áður var í eigu íslensks bergvatns hf. Samningurinn gildir tU 1. október nk. og var gerður við Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Glitni sem hafa leyst verksmiðjuna til sín. Fram til 1. október ætlar Seltzer-fyrirtæk- ið að kanna möguleika á að kaupa verksmiðjuna en einnig kemur til greina að flytja framleiðsluna úr landi ef samningar nást ekki. Útflutningsverðmæti Seltzers frá íslandi á þessu ári nemur um 1,1 milljón sterlingspunda eða um 117 milljónum króna. Gera áætlanir fyrirtækisins ráð fyrir því að salan aukist um 42% á næsta ári. Mark Peters og Rubert Marks, eigendur Selzer Drinks Ltd., sögðu á fundi með blaðamönnum að þeir hefðu á síðustu vikum leitað leiða til að halda áfram framleiðslu eftir 10. febrúar. Þá rennur út núgild- andi leigusamningur sem gerður var til sex mánaða í sumar. Peters og Marks hafa kannað möguleika á að kaupa verksmiðjuna, flytja hana innanlands eða jafnvel færa framleiðsluna til Skotlands. Þeir sögðu að ekki hefði reynst unnt að semja um kaupin á næstu þremnr mánuðunum en lýstu yfir einlægum vilja sínum til að framleiðslan yrði áfram á Islandi. 30% söluaukning á þessu ári Peters og Marks sögðu að sam- starfíð við Sól um söluna hér á landi hefði gengið vel. Hefðu þeir hug á að fjárfesta í viðbótarbúnaði í verk- smiðjunni fyrir framleiðslu á gos- drykkjum í hálfs lítra umbúðum. Þeir sögðu að lánastofnunum sem nú ættu verksmiðjuna virtist mjög umhugað um að tryggja áframhald- andi rekstur hennar og útflutning á Seltzer. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vilja lánastofnan- imar sjá fyrir endann á fjárhags- legri endurskipulagningu Smjörlíkis áður en gengið verður til samninga um sölu á gosdrykkjaverksmiðj- unni. Með leigusamningi var unnt að tryggja að þessir mikilvægu við- skiptavinir fæm ekki úr landi með framleiðsluna meðan unnið er að lausn þessara mála. Seltzer hefur unnið að því að koma drykkjunum á markað í ýms- um löndum og er m.a. búið að selja um 600 þúsund dósir til Suður-Afr- íku. Þá em sölusamningar við aðila á Ítalíu og í Sviss á lokastigi og fyrirspurnir hafa borist frá Saudi- Arabíu. „Salan á þessu ári jókst um tæplega 30% frá síðasta ári þrátt fyrir að þetta hafí verið slæmt ár í gosdrykkjaframleiðslu í Evrópu. Það em miklir möguleikar fyrir Seltzer en við höfum haft þá stefnu að auka söluna smám saman. Við höfum einnig unnið að því með Sól að auka söluna á innanlandsmark- aði.“ Hluta af þeim fjármunum sem Seltzer hyggst nota til markaðs- setningar á næsta ári verður varið til að kanna hvort grundvcllur sé fyrir útflutningi á íslensku vatni. Seltzer-fyrirtækið hefur kannað möguleika á flármögnun íslensku verksmiðjunnar hjá breskum bönk- um en ekki haft erindi sem erfiði. Mark Peters sagði að ef fyrirtækið þyrfti á lánsfé að halda til að kaupa verksmiðjuna þá yrði ömgglega að afla þess hér á landi. Hins vegar gerðu vaxtakjörin á íslandi slíka fjárfestingu erfíðari en ella og ís- land væri ömgglega ekki eftirsókn- arverðasti staðurinn til að taka lán. Hann sagðist þó vita til þess að vextir hefðu lækkað hér á landi og benti á að vextimir í Bretlandi hefðu lækkað um helming á tæpu ári. Morgunblaðið/Sverrir Eigendurnir MARK Peters og Rubert Marks, eigendur Selzer Drinks Ltd., með drykkinn sem þeir framleiða og selja. ORRA Vigfússyni, formanni stjómar Norður-Atlantshafslax- sjóðsins, The North Atlantic Salm- on Fund, vom afhend Lee Wulff- umhverfisverðlaunin á stjórnar- fundi Atlantic Salmon Federation í New York á fimmtudag, 18. nóv- ember. Efnt var til Lee Wulff-umhverfis- verðlaunanna árið 1987 og er til- gangurinn með þeim að viðurkenna störf og heiðra einstaklinga fyrir framúrskarandi framlag til laxa- vemdar í Bandaríkjunum um lengri tíma. Verðlaunin em veitt fyrir árangur á vissum svæðum eða'í land- inu öllu, frekar en á einum stað eða í einni á. Önnur verðlaunin Eins og áður segir hlaut Orri Vig:- fússon verðlaunin að þessu sinni. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan hann var sæmdur Chuck Yeager- verðlaunum National Fish and Wild- life-sjóðsins í Bandaríkjunum. Verð- launin em veitt einstaklingum sem ná afburðarárangri á sviði náttúm- vemdar í Norður-Ameríku. Orri hlaut þau vegna framkvæðis síns og starfs við kaup á laxakvótum Færeyja og Grænlands síðustu fjögur árin auk þess að uppræta ólöglegar laxveiðar danskra fiskibáta á alþjóðlegau hafs- svæði milli Noregs, Færeyja og Is- lands. Athugandi að breyta skattkerfínu til að laða að erlenda fjárfesta Háð því að erlenda fjár- magnið verði eftir hérlendis Sjónskert 92 ára kona sendir frá sér ljóðabók TIL GREINA kemur að gera lagfæringar á skattkerfinu til að laða erlenda fjárfesta til landsins, segir Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra. Hann segir málið ekki síst í tengslum við hugmyndir um frí- svæði hérlendis en flókið sé og viðkvæmt hvort og með hvaða hætti eigi að gera upp á milli innlendra og erlendra fjárfesta þegar um er að ræða nýfjárfestingu í atvinnulífinu. „Við viljum skoða þetta þvf að það kann að vera svo eftirsóknarvert að fá erlenda fjárfesta að það megi Iíta á einhveijar lagfæringar á skattkerfinu, ekki síst ef tryggt verður að fjármagn erlendu aðilanna stöðvist hér um tiltekinn tíma,“ segir Friðrik. lífínu, einkum og sérílagi til að laða að erlent fjármagn til landsins, sem sé mjög tímabært verkefni. í skýrslu Félags löggiltra endurskoðenda sem sagt var frá í bláðinu á miðvikudag kom fram gagnrýni á ákvæði og framkvæmd núgildandi skattalaga á þeim forsendum að þau hvetji hvorki til þátttöku íslendinga í atvinnu- rekstri ytra né til fjárfestinga útlend- inga hér. Fjármálaráðherra kveðst hafa óskað eftir tilnefningum annarra ráðuneyta í nefnd til þess að kanna hvort beita megi skattalögum til þess að ýta undir nýfjárfestingu í atvinnu- ÓLÖF Ketilbjarnar sendir frá sér þriðju Ijóðabók sína, Stjörnu- blik, á næstu dögum. Fyrsta bók- in, Gullregn, kom út árið 1983 og Mánaskin kom út árið 1991. Ólöf er 92 ára, fædd 14. apríl árið 1901 á Klukkufelli í Reyk- hólasveit, en fluttist ung að Saurhóli í Dalasýslu og bjó þar fram á unglingsár er hún fluttist til Reykjavíkur. í Reylgavík hef- ur hún búið alla tið síðan ef undan eru skilin sex ár sem hún dvaldi við tungumálanám í Bandaríkjunum. „Ég yrki til fólks og um ýmis- legt sem til fellur," sagði Ólöf, en hún er sjálf útgefandi að bókunum. „Ég held að þessi síðasta bók sé best en ég veit það þó ekki. Vigdís Finnbogadóttir sendi mér kveðju sem gladdi mig en hún fékk fyrstu tvær bækumar og er eitt Ijóð í nýju bókinni, Stjömubliki, ort til hennar." Ólöf er sjónskert og blind á letur en þrátt fyrir það skrifar hún ljóð- in með penna á blað eftir minni. „Ég er svona að þessu til að dreifa huganum og hafa eitthvað að gera,“ sagði hún. „Ég hugsa upp Við tölvuna Morgunblaðið/RAX ÖLÖF Ketils hreinskrifar ljóðin sín við tölvuna en hún er að gefa út sína þriðju Ijóðabók, Stjörnublik, um þessar mundir. tvær ljóðlínur í senn og skrifa strax niður þó svo ég sjái þær aldrei_ á blaði en ég læt mig hafa það. Ég á ekki nema eitt auga eftir því ég varð fyrir slysi á hægra auga og sé aðeins með því vinstra. Það er guðs mildi að hafa þó það. En svo færðu þeir mér tölvu frá Sjónstöð-. inni án þess að ég bæði um það. Ég get ekki ort á hana en ég hrein- skrifa með hennar aðstoð og ég get lesið af henni. Þessi tölva er sérstaklega hönnuð fyrir sjónskerta þannig að hún stækkar upp letrið á skjánum og mann munar um það. Þetta er alveg merkilegt að það skuli vera hægt að lesa svona af tölvunni." Framkvæmdin í athugun Friðrik segir að skýrslan sé fagn- aðarefni en komi ekki á óvart og hún sé eðlileg viðbrögð löggiltra endur- skoðenda. við hertu -skatteftirliti skattstofanna og einkum Skattstof- unnar í Reykjavík sem hafi leitt ýmsa ágalla í ljós, bæði í framtölum fyrirtækja og í sjálfu skattkerfinu. „Þessi skýrsla tekur á þessum málum eins og þau blasa við endurskoðend- um og um leið þeim fyrirtækjum sem endurskoðendumir telja fram fyrir. Fyrir stuttu skipaði ég nefnd sem sérstaklega er ætlað að taka á þeim framkvæmdarmálum sem endur- skoðendur em að fjalla um í skýrslu sinni. í nefndinni eiga sæti tveir lögg- iltir endurskoðendur og á annar þeirra, Ámi Tómasson, hlut að skýrslunni," segir Friðrik. Hann kveðst hafa beðið nefndina um að haga starfi sínu á þann hátt að hún geti skilað niðurstöðum sínum í áföngum, þannig að hún taki fyrir brýnustu efnin fyrst og skili niður- stöðu og síðan koll af kolli. „Ég þori ekki að nefna neinar dagsetningar en vonast til að fyrstu tillögur nefnd- arinnar geti komið innan skamms tíma. Það er stefna mín að laga skattalögin að þeim raunvemleika sem íslenskt atvinnulíf starfar í,“ segir Friðrik. 6 mánaða fangelsi fyrir alvarlega árás 46 ÁRA gamall maður hefur verið dæmdur í Hæstarétti í 6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem framin var í nóvember 1991 og leiddi til þess að nema varð á brott með skurðaðgerð milta, eggjastokk og eggjaleiðara úr 37 ára gamalli konu. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að áverkar konunnar hafi verið slíkir að við eigi að telja að brotið hafi verið gegn 2. mgr. 218. greinar hegningarlaganna, sem kveður á um allt að 16 ára fangelsi fyrir stórfellt líkams- eða heilsutjón sem hljótist af árás eða ef brot sé sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðgerðar sem notuð sé. Eins og ákæm ríkis- saksóknara sé háttað beri hins vegar að ákveða manninum refsingu fyrir 1. mgr. 218. greinar hegningarlag- anna sem kveður á um allt að 3 ára fangelsi fyrir vísvitandi líkamsárás sem valdi öðram manni tjón á líkama eða heilbrigði. Árásin átti sér stað á heimili mannsins í Hveragerði en maðurinn og konan vora kunningjar. í kæra konunnar kom fram að maðurinn hefði reynt að fá hana til samræðis við sig og þegar hún hafi neitað hafí hann ráðist á hana, fellt hana í gólfið, slegið hana liggjandi mörg hnefahögg í kvið og sparkað marg- sinnis í kvið hennar svo milta sprakk og blæddi inn á eggjastokk með fyrr- greindum afleiðingum. í héraðsdómi hafði maðurinn verið dæmdur til 6 mánaða fangelsisvist- ar, þar af 3 mánuði skilorðsbundið. Hæstiréttur taldi 6 mánaða fangelsi hæfílegt en ekki var talið tilefni til að beita skilorðsbindingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.