Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 3 Heymetis- turn eyðileggst 25 metra hár heymet- isturn í Einarsnesi í Borg- arfirði gjöreyðilagðist í suðaustan hvassvirði í vik- unni. Turninn lagðist sam- an í rokinu, rifnaði af sökklinum og skekktist. Turninn var tómur. Hann hefur áður orðið fyrir áfalli í roki og er ótryggður. Nýr svona tum kpstar 6-7 millj- ónir króna. Óðinn Sigþórs- son, bóndi í Einarsnesi, sagði að turninn færi lík- lega alveg í næsta roki. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Allt að 41 þús. fást í skatt- afslátt við hlutafjárkaup EINSTAKLINGUR sem kaupir hlutabréf fyrir næstu áramót má draga allt að 100 þúsund krónur frá tekjuskattsstofni sínum og lækka þar með tekjuskatt um allt að 41.340 krónur. Fyrir hjón er upphæðin 200 þúsund krónur og lækkunin þar með 82.680 krónur. Ef keypt eru bréf fyrir hærri upphæð er unnt að nýta það sem umfram er til lækkunar skatta næstu fimm árin, samkvæmt nán- ari reglum. Kaupandi hlutabréfa þarf að eiga þau í a.m.k. 3 ár til að halda skattalækkuninni. Þó getur hann selt bréfin innan þess tíma enda kaupi hann ný hlutabréf innan eins mánaðar. Hafi kaupandinn selt önnur bréf á undanförnum níu árum fær hann einungis skatta- lækkun vegna þeirra hlutabréfa sem keypt eru umfram framreikn- að söluverð hinna seldu bréfa. Á næstu árum skerðast heimild- ir einstaklinga til hlutabréfakaupa í þrepum. Vegna fjárfestingar á árunum 1994-1995 skal frádrátt- urinn eigi vera hærri en 80% af kaupverði hlutabréfanna og þetta. hlutfall lækkar í 50% árin 1996 og 1997. Þannig þarf sá sem vill fá hámarksfrádrátt, 100 þúsund krónur, á næsta ári að kaupa hluta- bréf fyrir 125 þúsund krónur. Hann fengi sem fyrr 41.340 krón- ur í afslátt. Þann 1. janúar 1998 falla frádráttarheimildir niður að fullu. Byggingar- vísitala lækk- ar um 0,1% HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar sem gildir fyrir desember eftir verð- lagi um miðjan nóvember og reyndist hún vera 195,6 stig sem er 0,1% lægra en í október. Síðast- liðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4% en undanfarna þrjá mánuði hefur visitalan hækkað um 0,4%, sem jafngildir 1,7% hækkun á ári. Lánskjaravísitala fyrir desember er óbreytt frá því í nóvember sam- kvæmt útreikningum Seðlabankans, 3.347 stig. Vísitalan hefur hækkað um 2,1% sl. 3 mánuði, 4,1% sl. 6 mánuði og sl. 3,3% 12 mánuði. Hagstofan hefur jafnframt reikn- að út launavísitölu fyrir nóvember- mánuð miðað við meðallaun í októ- ber síðastliðnum og er vísitalan 131,5 stig eða óbreytt frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavisitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fast- eignaveðlána er því einnig óbreytt, eða 2.875 stig í desember 1993. Útsvar 6,7% í Reykjavík BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að út- svarsgreiðsla í staðgreiðslu fyrir næsta ár verði óbreytt, 6,7% Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, sagði að þarna væri sama til- laga á ferð og undanfarin ár, en hafa yrði fyrirvara á um ákvarðanir ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. Óvissa um hvaða tekjustofna sveitar- félög fengju í stað aðstöðugjaldsins sem fellt var niður væri afar baga- leg. Þrátt fyrir óvissuna væri hins vegar lögð fram tillaga um 6,7% útsvar á næsta ári. Borgarstjóm samþykkti tillöguna samhljóða. ----------» ♦ ♦ Bræla á síld- armiðunum BRÆLA er á síldarmiðunum við Asuturland en þar hefur verið góð veiði undanfarna viku. 12 skip stunda nú síldveiðar en voru um 30 þegar mest var. Um 75 þúsund tonn af síld hafa borist á land á vertíðinni og eru rúmlega 25 þús- und tonn óveidd af síldarkvótan- um. Að sögn Jóns Axelssonar skip- stjóra á Húnaröst RE hefur verið foráttu veður á síldamiðunum síðan á miðvikudag. Aðeins 12 bátar stunda nú síld- veiðamar. Jón sagði að minni bátarn- ir hefðu gefist upp á veiðunum enda hefði sýnt sig að einungis kraftmikil skip með öflug veiðarfæri næðu sfld- inni en hún hefur jafnan staðið djúpt auk þess sem ókyrrt hefur verið á miðunum. Hann sagði að sæmilega hefði gengið að ná síldinni í flottroll og væru bátar sem slíkar veiðar stunduðu ekki eins háðir tíðarfari. Öll síld sem nú er veidd fer í vinnslu. 50Ð r fimmtudag til sunnudags J ólaNtj örnur Úrvalsflokkur 799,- Sérvaldar 499,- Toppar 399,* Jólasería 20 ljósa innisería 299,- Dagatalakertí Grenilengjur Minni 79,* stærri 99,* ásvalirog handrið (270 cm), 599,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.