Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1993 19 Ólíkt er minnisvarði Balzac í garðinum eðlilegri eftir veðrun náttúrunnar en í súkkulaðihjúpi bronsafsteypunnar. En marmaramyndin er gædd allt öðru lífí: hún ljómar og ljósið flæðir yfir hana. Hún virðist ekki sterkleg; hún virðist geislandi; og þessi ein- kennilegi ljómi og birta kemur í veg fyrir að fólk snerti hana."" Krauss bætir við: „Hinir óskýranlegu töfrar eru það sem Shaw kann að meta. En það var ekki Rodin sem kom þeim þangað, því að þeir voru ekki í módeli Rodins. Við getum sagt að þetta sé árangur samstarfs lista- manns og handverksmanns og stafi einnig af eðlislægum eiginleikum efnisins sem notað er, en jafnvel það er of einfalt." („Shaw was also aware that Rod- in himself firmly locatet the "origin- ial" of a work in the clay model: „people say that all moderne sculpt- ure is done by Italian artisans who mechanically reproduce the sculpt- or's plaster model in stone. Rodin himself says so." But Shaw begged to differ on his point. "The particular qualites that Rodin gets in his mar- bles are not in the clay models." Shaw writes, insisting the magical qualites of "Rodin" are somehow in the marbles and not in the mater- ials: "He gave me three busts of myself: one in bronze, one in plast- er, one in marble. The bronze is me... The plaster is me. Bu the marble has quite another sort of life: it glows; and lights flows over it. It does not look solid: it look luminous; and this curious glowing and flowing keeps people's fingers off it."" Krauss bætir við: „The magic is what Shaw prizes. But it was not put there by Rodin, because it was not in Rodin's model. It is, we could say, the product of a collaborative effort between the artist, the artis- an, and the physical properties of the material, but even that is too simple." Að lokum er ekki úr vegi að geta að það munu 50 manns hafa starfað á verkstæði Rodins á tímabilinu 1900-1910. -o- Ég vil svo nokkrum orðum víkja að grein Daníels Þorkels Magnússon- ar, en einungis til að sýna fram á hve fullkomlega maðurinn færir allt úr eðlilegu samhengi í því augnamiði einu að koma höggi á mig. Eins og „hreystimönnum" er tamt hefur honum þótt ég liggja vel við höggi eftir undangengnar árásir, en málflutningur hans er bæði svörguls- sem þvörgulslegur. Ýmis almenn hugtök sem sést hafa í rituðu máli verð ég að sverja af mér og þannig á ég ekkert í hug- takinu „hasskynslóðin". Og ég á ei heldur þátt í neinum almennum stað- reyndum, sem fram hafa komið og oft er vitnað til, svo sem vandamáls þeirra í Hollandi, og því tómt mál að tala um staðhæfingar frá minni hálfu. Það var einmitt á því tímabili, sem skilgreint er sem „hasskynslóðin" að til varð það myndlistarfjall sem svo er nefnt og sem hrellt hefur Hollend- inga, og kostar þá ómældar fjárhæð- ir um varðveislu í geymslum. Hér er engan veginn um að ræða fullyrð- ingar skrúðmælgi né orðhengilshátt, heldur blákaldar staðreyndir. Um þetta getur Daníel fræðst ef vill, en ég efast stórlega um og kjósi frekar að orna sér í því „cosy corn- er" fáfræðinnar, sem hann hefur valið sér í listinni. Hafi ég kastað rýrð á hollensku þjóðina, sem ég dái eins og raunar öll Niðurlönd, þá hefur menningar- málaráðherra Hollendinga gert það einnig en hún vill helst leggja eld á myndlistarfjallið, sem hún og fleiri telja stærstu mistök í hollenskri menningarsögu á síðari tímum. Væri kannski mál að Daníel og hans nótar færu til Hollands og kynntu sér innihald fjallsins ög tækju með sér útbúnað til að klífa það, og má jafnvel vera sem þeim þætti þeir komnir í túnið heima. Aðrir eru og höfundar hugtaksins „ég-kynslóðin" og svo var ég m.a. að vitna í þann mæta mann Ingmar Bergman er sagði í sjónvarpsvitali í sumar: „Þetta fólk álítur sig ekki hluta mannkynssögunnar heldur mannkynssagan sjálf." Minni á að það var ég sem fyrstur greindi frá Art Povera (1966 eða '67), sem er hliðstæða Fluxus-stefn- unnar í greinum mínum. Og það er tómt mál að halda því fram að ég sé á móti þessari stefnu, þótt ég gagn- rýni einn „hliðargötu-flúxara", eins og slíkir eru gjarnan nefndir og skipta þúsundum í listheiminum í dag, en koma upprunalegu meistur- unum lítið yið. Þá vakti ég þegar 1968 athygli á Josef Beuys og mörgu fleiru sem var að ske vestan hafs og austan. Þá er ég ei heldur höfund- ur spakmælisins um listamennina sem eru alltaf að finna upp heita vatnið, en þeir eru bersýnilega enn á fullu. Ég var á engan hátt að ræða um vímuefnanotkun almennt, er ég vitn- aði í hasskynslóðina og geta má þess að ég las í erlendu blaði fyrir nokkr- um árum, að börn hasskynslóðarinn- ar hafi risið gegn foreldrum sínum og afneitað líferni þeirra, og nú las ég fyrr á árinu að ungt fólk á ír- landi sé að endurvekja hið forna og merkilega mál gelísku, sem foreldrar þeirra voru að glutra niður. Slíkt verður til þess að fagnaðarbylgja hríslast um mann allan og alveg nið- ur í skó, því að sannarlega er þá ekki öll von úti. Tilgerð er vítt hugtak og hún er ekki síður til í núlistum en eldri tíma list, og hafí Daníel lagt fyrir sig að lesa skrif mín hvað ég efa, þá hefði hann getað fræðst um það að núlista- menn leita æ meir til eldri gilda og glæsilegasta og lífrænasta húsagerð- arlist seinni tíma sækir hugmyndir í barokk og rókókó. Hér er þannig ekki um að ræða saggafullan og dimman listahelli, nema í myrkvuðu hugskoti sértrúar- fólks í listum, öllu frekar ódáins- brunn fyrir þá sem hafa vit á því að ausa af honum og hagnýta í nú- tímanum. Þeir sem loka fyrir fortíð- ina og telja sig ekki þurfa á henni að halda eru einmitt þeir sem álíta sig sjálfa upphaf mannkynssögunnar. Ég verð að reiðast þegar Daníel Þorkell Magnússon fer heldur óvirðu- legum orðum um frændur vora Dani og veit ég þó engan danskan mann í minni ætt langt aftur í aldir. Vissu- lega fékk ég eins og aðrir hina al- mennu hreppstjóraútgáfu af íslands- sögunni beint í æð í barnaskóla, en sem betur fer læknaðist ég af þeim fordómum er ég kynntist þjóðinni af eigin raun. Nú veit ég að Danir vildu hjálpa okkur en innlendir streittust á móti flestum nýjungum, jafnvel svo að grátbroslegt var, en þó öllu frekar yfirmáta sorglegt. Að auki voru það , víst íslendingar sjálfír sem aðallega sendu menn á Brimarhólm fyrir að stela snærum og þess háttar. Danir eru ein merkilegasta þjóð veraldar í dag og menningarkálfar dagblaðanna yfirfullir af hlutlægum fróðleik um bókmenntir, tónlist og myndlist. Minnst er til af því Ráðhús- torgsmonti er Daníel nefnir svo smekklega, hann ætti einungis að skoða listasöfnin þeirra, einkum hið nýendurbyggða Þjóðminja- og þjóð- háttasafn sem er makalaust afrek. Fyrir nokkrum dögum las ég við- tal við þá merku konu Bodil Wam- berg, sem skrifað hefur athyglisverð- ar bækur um þær Agnesi Hennings- en, Jóhönnu Lúísu Heiberg og Leó- •nóru Kristínu, og var það tekið í til- efni af útkomu bókar um föður þeirr- ar síðasnefndu, Kristján IV. Hún segir þar frá því hve það hafði djúp áhrif á sig, hve þessi stór- gáfaði maður, með sitt ríka lista- mannseðli, var í raun einangraður í innsta eðli sínu og ógæfa hans hafi verið sú að hann gerðist bókstafstrú- armaður (autoritær) og gekkst svo upp í skyldurækni sinni sem kóngur að líkja má við fötlun. Og hún bætir við, að ekkert geri fólk eins óþroskað og einangrun. Kristján átti þýska móður og þýska var hirðmál á þeim dögum, en samt skrifaði Kristján fágætlega góða dönsku og frá föður sínum hefur Leónóra Kristín vafalítið sinn snjalla penna. Bodil Wamberg kemst að þeirri niðurstöðu, að það hafí ekki verið Ludvig Holberg, sem gerði danskt mál að dönsku eins og alltaf hefur verið haldið fram, heldur öllu fremur Kristján IV. Wamberg segir, að slíkir loki að sér og skynji ekki heiminn í réttu ljósi og það er nú einmitt kjarni málsins og fannst mér það falla eins og flís við rass er ég las grein Daní- els, þótt seint fari ég að líkja honum við kóngsa. Vonandi tekst honum að losa sig úr viðjum einangrunarinn- ar og þá mun blasa við honum ný og fersk veröld. Og svo þetta í lokin. Öll stórblöð á Norðurlöndum senda listrýni sína á vettvang í sambandi við mikils háttar sýningar og listkaupstefnur i álfunni, og telja það sjálfsagða skyldu við lesendur sína ekki síður en að senda blaðamenn á íþrótta- kappleiki eða popphátíðir. Þannig þyrfti þetta einnig að vera hérna, og enn frekar en ytra, því að við erum svo skelfilega einangraðir. Þetta kemur persónu minni í raun lítið við, heldur er loftvog á stórhug og metnað ritstjóra blaðsins. Höfundur er myadlistarmaður og gagnrýnandi. YAMAHA FRUMSYNING! YAMAHA V-MAX 500, 600 og 750 CC Opið í dag frá kl. 10-17 í dag opnum við nýjan sýningarsal í Skútuvogi 12A og af því tilefni kynnum við nýja línu af YAMAHA V-MAX vélsleðunum árgerð 1994. Ennfremur sýnum við úrval aukahluta frá KIMPEX og YAMAHA, svo sem hjálma, hanska, fatnað og margt fleira. Nú sem fyrr er YAMAHA í fararbroddi í vélsleðahönnun og tækni. Komið því og skoðið það nýjasta frá þessum virta framleiðanda. Skútuvogi 12a, sími 81 25 30 Umboðsmerm um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.