Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 25 Reuter Fasistar og kommúnistar sigurvissir ALESSANDRA Mussolini, frambjóðandi nýfasista í Napólí, á loka- spretti kosningabaráttunnar á Ítalíu en á morgun, sunnudag, kjósa ítalir sveitarstjórnir og borgarstjóra. Er Alessandra, barnabarn einvalds- ins Benitos Mussolini, sigurstranglegust frambjóðenda í borginni. Stjórn- málaskýrendur telja að kristilegir demókratar, sem verið hafa burðarás- inn í stjórnmálum landsins eftir stríð, verði að búa sig undir enn eitt áfallið. Flest bendir til þess að flokkar nýfasista og arftaka gamla kommúnistaflokksins verði sigursælir. Clinton og Chrétien deila um NAFTA Auknar líkur á niðurstöðu í GATT Washington, Genf. Reuter. PETER Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, almenna samkomulags- ins um tolla og viðskipti, sagði í gær að líkurnar á að niðurstaða næðist í GATT-viðræðunum fljótlega hefðu aukist, í kjölfar þess að fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti Fríverslunarsáttmála Norður-Amer- íku, NAFTA, á miðvikudag. Sagði Sutherland mikilvægt að helstu deilu- aðilar í GATT-viðræðunum, Bandaríkjastjórn og Evrópubandalagið, legðu fram tillögur til lausnar á deilunni. Samningamenn sumra ríkja hafa haft áhyggjur út af orðrómi um að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði gert ýmis konar samninga við þing- menn í fulltrúadeildinni vegna at- kvæðagreiðslunnar um NAFTA, sem gætu stefnt GATT-samkomulagi í hættu. John Schmidt, aðalsamninga- maður Bandaríkjastjórnar, vísaði því hins vegar á bug í gær og sagði engar málamiðlanir hafa verið gerðar sem skertu möguleika Bandaríkja- manna til sveigjanleika í viðræðun- um. Clinton og Chrétien deila Clinton átti á fimmtudag sinn fyrsta fund með Jean Chrétien, for- sætisráðherra Kanada. Chrétien hef- ur krafist þess að NAFTA-sáttmá- lanum verði breytt en því hefur Clint- on hafnað. Vilja Kanadamenn að hugtökin „niðurgreiðsla" og „undir- boð“ verði skilgreind með skýrari hætti og að ákvæðum sáttmálans um orkumál verði breyttt. Að loknum fundinum, sem fram fór í borginni Seattle, sagði Chrétien að Clinton hefði sýnt sjónarmiðum Kanadamanna skilning og að hann teldi líklegt að málamiðlun myndi nást. Hann hafði þó uppi efasemdir um að samkomulag myndi nást áður en NAFTA á að taka gildi um næstu áramót. Embættismenn ríkjanna munu á næstu dögum reyna að finna lausn sem báðir geta sætt sig við. Talið er líklegast að gerður verði viðauki við sáttmálann þar sem Bandaríkja- stjórn útilokar að semja aftur um sáttmálann sjálfan. í næstu viku halda þeir A1 Gore varaforseti og Thomas McLarty, skrifstofustjóri Hvíta hússins, til Mexíkó til að ræða framkvæmd NAFTA við Carlos Salinas Mexíkó- forseta og ríkisstjóm hans. í gær var einnig skýrt frá því að Clinton hefði sent leiðtogum allra ríkja rómönsku Ameríku og Karíba- hafs skeyti þar sem hann segir að NAFTA muni skapa forsendur fyrir fríverslun og jákvæðri efnahagsþró- un um allan þennan heimshluta. Könnun meðal þúsunda kanadískra kvenna • • Onnur hver kona orðið fyrir ofbeldi Toronto. Reuter. HELMINGUR kanadískra kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi, líkam- legu eða kynferðislegu, og fjórðungur kvenna þar í landi hefur orð- ið fyrir ofbeldi af hálfu maka sinna. Þetta kom fram í könnun sem gerð var á vegum kanadísku hagstofunnar og tóku 12.300 konur, 18 ára og eldri, þátt í henni. I eitt af hverjum fimm skiptum hlutu konurnar teljandi meiðsli. Segja aðstandendur könnunarinnar hana vera mikið áhyggjuefni og líktu ofbeldinu við farald. Aðeins var talið um ofbeldi að ræða sem talið er að brjóti í bága við lög og sem konurnar höfðu orð- ið fyrir frá 16 ára aldri. Konurnar höfðu meðal annars verið lúbarðar, teknar kyrkingartaki, þeim nauðg- að og þeim ógnað með hnífi eða byssu. 45% kvennana höfðu orðið fyrir árás manns sem þær þekktu og 25% fyrir árás óþekktra manna. Tveir þriðju þeirra sem þekktu ofbeldi af eigin raun höfðu oftar en einu sinni orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. í 44% þeirra tilvika sem makinn var ofbeldishneigður, notaði hann vopn, og hann var drukkinn í 40% tilvika. Aðeins 14% tilvika sem konurnar sögðu frá voru kærð til lögreglu. Þær reyndust úr öllum stéttum þjóðfélagsins þó að flestar væru ungar konur í láglaunastörfum og byggju í þéttbýli. Uppljóstrarinn Buscetta og guðfaðirinn Riina í réttarsal Segir „skrímslið“ á bak víð mafíumorðín Róm. Reuter. SALVATORE „Toto“ Riina, guðfaðir mafíunnar á Sikiley, hitti í gær augliti til auglitis uppljóstrarann Tommaso Buscetta, þann mann, sem gefið hefur yfirvöldum mest- ar upplýsingar um starfsemi glæpasamtakanna. Bar fund- um þeirra saman í réttarsal í Róm og þar sakaði Buscetta Riina um að hafa skipað fyrir um flest mafíumorðin, þar á meðal morð 36 ættingja sinna. „Þessi maður ber ábyrgð á dauða ættingja minna,“ sagði Buscetta og sneri sér síðan að Riina og spurði: „Hvar er sam- viska þín?“ Þeir Buscetta hafa ekki sést í 13 ár en Riina, sem hefur viðurnefnið „Skrímslið", var handtekmn í janúar á þessu eftir að hafa verið eftirlýstur í 23 ár. „Hann var potturinn og pannan í öllu saman,“ sagði Buscetta um Riina. „Þegar ein- hvern átti að drepa var það bor- ið undir hann.“ 36 úr fjölskyldunni myrtir Buscetta, einn æðsti mafíós- inn, sem gengið hefur lögregl- unni á hönd, býr nú í Bandaríkj- unum þar sem hans er stranglega gætt og sagt er, að andliti hans hafi verið breytt með skurð- „Skrímslið" aðgerð. Hann fór að starfa með lögreglunni á síðasta áratug og hefur síðan veitt miklar upplýs- ingar um mafíuna og tengsl hennar við ítalska stjómmála- menn. í hefndarskyni hefur maf- ían myrt 26 ættingja hans, þar á meðal bróður hans og tvo syni. Buscetta tilheyrði áður einni þeirra mafíufjölskyldna, sem Corleone-íjölskyldan upprætti Uppljóstrarinn næstum því í blóðugri baráttu um völdin. Buscetta vann sér það til óhelgi innan mafíunnar á sínum tíma, að hann hélt ýmsar hjákon- ur en það er bannað innan maf- íunnar af öryggisástæðum. Er talin hætta á, að eiginkonurnar reyni að hefna þess með því að ljóstra upp um leyndarmál fjöl- skyldunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.