Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/LESBOK 265. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins ^ Reuter Ut af sporinu FIMMTÁN manns að minnsta kosti slösuðust alvar- Frakklandi í gær. Ók lestin of hratt á teinum sem lega þegar Toulouse-Marseille hraðlestin fór út af verið var að lagfæra. Svo sem sjá má eyðilögðust sporinu skammt frá borginni Montpellier í Suður- nokkrir lestarvagnanna. Hvatning Amnesty International Havel stuðli að tjáningarfrelsi Prag. Reuter. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hafa hvatt Vaclav Havel, forseta Tékklands, til að undirrita ekki iög sem kveða á um að dæma megi fólk í fangelsi fyrir að bera út róg um stofnan- ir ríkisins eða ærumeiða embættismenn. Segja samtökin lögin vera brot á tjáningarfrelsi. Þingið samþykkti lögin í síðustu viku en aðeins fimm stjórnarliðar studdu frumvarpið ásamt stjórnar- andstæðingum; kommúnistum, öfgasinnuðum hægrimönnum og þjóðarflokkum Moravíu. Lögin kveða á um að hver sá sem ófrægir lýðveldið, ríkisstjórnina, þingið eða stjórnlagadómstól, skuli sæta allt að tveggja ára fangavist. Hefur Havel neitað að gefa upp fyrirætlanir sínar en hann verður að taka ákvörðun innan 15 daga frá því að hann fær lögin í hendur. Amnesty International segja að taki lögin gildi, og menn verði fang- elsaðir á grundvelli þeirra, teljist þeir samviskufangar. í valdatíð kommúnista gagnrýndi Havel harð- lega mannréttindastefnu stjórn- valda og árið 1979 var hann dæmd- ur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þátttöku sína í mannréttinda- samtökum sem kennd eru við mann- réttindaskrána ’77. Útnefndu sam- tökin hann samviskufanga í kjölfar- ið. ♦ ♦ ♦-- Samráð kvik- myndarisa verði afnumið Bill Clinton útilokar breytingar á Blair House-samkomulaginu Nýjar kröfur Bandaríkja- manna valda samningastíflu Genf. Seattle. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að allt kapp yrði að leggja á að ljúka GATT-samningum um afnám tolla og hindrana í milliríkjaviðskiptum fyrir 15. desember eins og að hefur verið stefnt. Snurða er hlaupin á þráðinn í samningunum vegna nýrra krafna Bandaríkjamanna á sviði fjármálaþjónustu og gaf Peter Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, í gær til kynna að þær kröf- ur væru óaðgengilegar. Stjórnarerindrekar sem þátt taka í GATT-samningunum í Genf sögðu í gær að stífla væri í viðræð- unum þar eð Bandaríkjamenn hefðu sett fram nýjar kröfur á lokaspretti samninga um fjármála- þjónustu. Krefðust þeir þess að samningarnir settu þeim engar skorður varðandi skattlagningu fjármálaþjónustu. Ennfremur að þeir þyrftu ekki að hleypa fyrir- tækjum í þjónustustarfsemi inn á markað sinn nema viðkomandi lönd hefðu einnig opnað sinn mark- að. Heitstrengingar Clintons í gær um að Bandaríkjamenn myndu ekki sætta sig við „gallaða" GATT- samninga voru túlkaðar sem svo að Bandaríkjamenn myndu ekki fallast á verulegar breytingar á Blair House-samkomulagi Banda- ríkjamanna og Evrópubandalags- ins (EB) um afnám útflutningsbóta fyrir landbúnaðarafurðir og niður- greiðslna. Warren Christopher ut- anríkisráðherra sagði síðar að samkomulagið yrði ekki endur- skoðað. Samningamenn Banda- ríkjanna í Genf gáfu þó til kynna í gær að reynt yrði að koma til móts við óskir EB í tæka tíð. Clinton sagði að ætlað væri að GATT-samningar myndu einir og sér hafa í för með sér að 1,4 milljónir nýrra starfa myndu skap- ast í Bandaríkjunum á næstu 10 árum. Sagði hann brýnast að auka viðskiptafrelsi ef ætlunin væri að vinna á efnahagskreppu í heimin- um. „Engum hefur til þessa tekist að sýna fram á, að iðnríki geti skapað ný atvinnutækifæri með því að loka landamærum sínum," sagði Clinton. Sjá „Litlar líkur ...“ á bls. 24 og „Auknar líkur ..." á bls. 25. Strasbourg. Reuter. E VRÓPUÞIN GIÐ samþykkti í gær ályktun um að afnema bæri undanþágu sem heimilar sam- vinnu þriggja stórra bandarískra kvikmyndafyrirtælqa svo þau gætu dreift myndum sinum á ódýrari hátt í Evrópu. United International Pictures, sem er í eigu þriggja bandarískra kvikmyndafyrirtækja og dreifir myndum þeirra utan Norður-Amer- íku, fékk árið 1989 undanþágu frá samkeppnisreglum Evrópubanda- lagsins til að dreifa myndum í Evr- ópu. Í ályktun Evrópuþingsins segir að þetta fyrirkomulag hafi skaðað evrópska kvikmyndaframleiðendur. Þorskveiðar í Barentshafi auknar um 200,000 tonn Eftirlit í Smugunni aukið Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞORSKVEIÐIKVÓTINN í Barentshafi stækkar um 200.000 tonn á næsta ári og verður 700.000 tonn. Þetta var niðurstaða fundar norsk- rússnesku veiðinefndarinnar í Pétursborg sem nú er lokið. Rikin ætla bæði að fjölga eftirlitsskipum í Smugunni og vinna að því að íslending- ar og fleiri þjóðir stöðvi veiðarnar í Smugunni. Eftirlit á Barentshafirui öllu verð- ur aukið og Norðmenn og Rússar hyggjast vinna saman að því hjá Sameinuðu þjóðunum að settar verði reglur um veiðar á umdeildum svæð- um á borð við Smuguna. Gert er ráð fyrir að þorskveiði í Barentshafí á næsta ári verði sú mesta í 15 ár. Norðmenn fá að veiða 336.000 tonn sem er aukning um 88.000 tonn en Rússar fá 316.000 tonn. Að auki fá norskir sjómenn sem stunda strandveiðar að veiða 40.000. Aðrar veiðiþjóðir fá að veiða saman- lagt 88.000 í Barentshafi en þess má geta að Rússar munu láta Norð- menn fá 10.000 tonn af sínum kvóta. Af kvóta annarra veiðþjóða er gert ráð fyrir að 28.000 tonn verði tekin á svæðinu við Svalbarða. Ekki er settur kvóti á loðnuveiðar fyrir næsta ár. Ýsukvótinn verður 120.000 tonn, þar af fá Norðmenn 62.000 tonn og Rússar afganginn. Ýsukvótinn var 72.000 á þessu ári. Þjóðirnar ákváðu einnig kvóta á ýmsar fleiri fisktegundir auk þess sem samið var um skiptingu selveiða við ísröndina. Nafnar heilsast BILL Clinton, Bandaríkjafor- seti, horfist í augu við Marinu Clinton, fjög- urra ára, um leið og hann tekur í hendur bróður hennar og nafna síns, Williams Jo- hannes Clint- ons. William, sem er ellefu ára, þjáist af al- varlegum melt- ingarörðugleik- um og var heit- asta ósk hans að hitta nafna sinn. Honum varð að ósk sinni er Clinton kom til Seattle, þar sem hann fundar með ráðamönnum frá fjórtán Kyrrahafs- og Asíuríkjum. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.