Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 9 Franskar utskriftardragtir Peysur — belti — sjöl — vettlingar TESS INt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opiðvirka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-16. JÓLATILBOÐ átvískiptum, sænskum barnagöllum. Þykkirog hlýir. Verð frá kr. 4.900. ÚTIVISTARBÚÐIN v/Umferðarmiðstöðinni símar 19800 og 13072 ÁHUGAVERÐ BÓK FRÁ SKÁLHOLTSÚTGÁFUNNI TAKNMAL TRÚARINNAR FÁST í KIRKJUHÚSINIJ KIRKJUHVOLI, SÍMI21090 OG í BÓKAVERSLUNIM TAKNMAL TRPARINNAR Leiðsögn um tákn og myndmál kristinnar trúar og tilbeiðslu eftir sr. Karl Sigurbjömsson. Þessari bók er ætlað að vera handbók og leiðarlýsing. Hún er kærkomin hjálp til að aulm næmi og innsýn í leyndardóma fagnaðarerindisins um Jesú Krist. Hún vill hjálpa okkur að verða læs á þann boðskap sem fluttur er í helgihaldi og hstum kirkjunnar að fomu og nýju. Skálholtsútgáfan Útgáfufélag þjóðkirkjunnar Ohugnanleg ofbeldisatriði í leiðara Daily Tele- graph segir: „Ég hygg að ofbeldismyndbönd séu hiuti skýringar þessa hrikalega glæps.“ Þessi orð, sem Morland dómari lét falla er hann kvað upp dóm yfir hinum ungu morðingjum James Bulg- ers, þeim Robert Thomp- son og Jon Venables, hafa höfðað til mai'gra. Færð- ar hafa verið sönnur á að faðir Venables leigði reglulega myndbönd með óhugnanlegum ofbeldis- atriðum. Raunar leigði hann stuttu fyrir morðið á Bulger mynd þar sem dúkku er misþyrmt á mjög svipaðan hátt og morðingjámir mis- þyrmdu fórnarlambi sínu. Það er ómögulegt að sýna fram á beint sam- band milli horfunar á slik- ar myndir og morðsins á James Bulger. Sálfræð- ingum hefur þrátt fyrir margra áratuga rann- sóknir ekki tekist að sýna fram á tengsl milli horf- unar á ofbeldi og fram- kvæmd ofbeldisverka í framhaldi þesg. Líkt og við höfum bent á [í fyrri forystugrein] virðist að minnsta kosti annað bam- ið sýna merki siðblindu. Ef myndbandaofbeldi varð James Bulger að bana ættu mörg önnur börn að vera myrt á ári hveiju sökum þess hve aðgengilegar ofbeldis- myndir af þessu tagi eru. Það dugar hins vegar skammt að hvítþvo þá sem dreifa svona mynd- um eða, ef út í það er farið, þá foreldra sem leyfa börnum sínum að horfa upp á það ofbeldis- Kvikmyndaofbeldi og glæpir Tveir ungir drengir voru í síðustu viku fundnir sekir um það af breskum dóm- stól að hafa myrt tveggja ára dreng, Jam- es Bulger, á hrottalegan hátt. í leit að ástæðu fyrir þessu voðaverki hafa menn staldrað við hugsanlegan þátt ofbeldis- myndbanda, en talið er líklegt að dreng- irnir hafi fengið hugmyndina að glæpnum úr hryllingsmynd. Hefur þetta vakið upp á ný umræður um hvort takmarka beri ofbeldi íkvikmyndum og birti m.a. breska dagblaðið The Daily Telegraph leiðara um það mál á dögunum. fulla myndmál, sem í þeim er að finna. Rétt eins og stríðsmyndir sjötta og sjöunda áratug- arins lögðu grunninn að óteljandi leikjum barna móta hinar mun ógeðs- legri kvikmyndaafurðir nútimans hugmyndaflug bamanna, með þeim mun þó að hinn siðferðilegi boðskapur flestra stríðs- mynda er ekki lengur til staðar. Flest böm læra að gera greinarmun á því hvenær leikurinn hættir að vera leikur og hvenær platofbeldi verður að fúl- ustu alvöru. En ekki öll.“ Sljóvgar eðl- isávísanir Áfram segir: „Geð- sjúklinginn, sem skortir hugmyndaflug til að gera sér í hugarlund afleiðing- ar ofbeldisverka sinna, getur lika skort hug- myndaflugið til að láta sér detta ofbeldisverkin i hug. Ofbeldismyndbandið getur reynst innspýtingin sem hann þarf á að halda. Þó ekki væri hægt að setja út á neitt annað þá h[jóta myndir af þessu tagi að sljóvga þær eðlisá- vísanir, sem fá menn til að hrökkva frá ofbeldi og sársauka. Hin augljósa spuming sem vaknar er hvort að draga eigi úr framboði mynda af þessu tagi með lagasetningu, líkt og tveir þingmenn hafa lagt til og margir hafa lengi barist fyrir. Vissulega þarf að fylgja fastar eftir gild- andi ákvæðum gegn klámi og hrottalegum of- beldisatriðum en draga má í efa hvort réttlætan- legt sé að bæta við lögum í flýti.“ Okkar eigin ábyrgð Loks segir i leiðaran- um: „I stað þess að hvetja löggjafann til að banna ofbeldismyndir væri lík- lega nær lagj að við sem fullorðið fólk myndum tryggja að þær væm bannaðar á okkar eigin heimilum. Ef eitthvað ber að gera þá er það að hvetja for- eldra og kennara til að hafa betri stjórn á því sem böm horfa á og gera. Við eigum sem einstaklingar að útskúfa ógeðslegum myndum af þessu tagi í stað þess að varpa ábyrgðinni enn einu sinni yfir á lögreglu og dóm- stóla." GÆÐAVARA-TISKUVARA Cr,C- ■ a Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltjamamesi. ÞÝSKUR OG SVISSNESKUR DÖMUFATNAÐUR Stakír jakkar Síðbuxur ♦ ull/polyester, 100% ull ♦ gallabuxur, flauelsbuxur Pfls, fjölbreytt úrval Blússur, peysur Kápur, úlpur, ullarjakkar Dragtir KUNERT sokkabuxur ♦ margar þykktir ♦ einnig stórar stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.