Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
37
hans á myndlist en vafalaust hefur
hann átt hæfileika á því sviði. Hann
sótti listsýningar og hljómleika og
mörgum sinnum þegar hann rakst
á eitthvað í umhverfinu sem gladdi
hann, þá staldraði hann við. Sér-
staka ánægju hafði hann af að virða
fyrir sér fagrar konur með stjörnur
í augum, enda liðu þær seint úr hug
hans. í leyfum hafði hann dvalist
suður í Frakkiandi og eignast þar
nokkra kunningja. Og ekki fór hjá
því að hann tileinkaði sér menningu
þarlendra, allt frá listum til mat-
seðlafræði, bragðgóðra tegunda
osta og ljúfs rauðvíns. Hann kunni
vel með það að fara og lyfti glasi
sínu með virðingu fyrir drykknum
að frönskum sið.
Tíminn leið og ævin á sín tak-
mörk en seinni árin fór að bera á
því að hann gekk ekki heill til skóg-
ar. Stundum urðum við félagar
hans varir við að honum leið illa
en hann reyndi að láta ekki á neinu
bera. Nokkrum sinnum þurfti hann
líka að leggjast inn á sjúkrahús en
reis upp aftur eins og ekkert væri.
Við tókum líka eftir því að síðustu
árin átti hann erfiðara með að fylgja
okkur á sunnudagsgöngunum,
vegalengdin var í það lengsta fyrir
hann, þolið minna, skrefin urðu
styttri og erfiðara varð að lyfta
fótunúm. Hann hafði gengið sinn
spöl á enda.
Þótt heilsan væri ekki sem best
síðustu árin, lagði hann ekki árar
í bát. Sagðist vilja njóta þess sem
kostur væri. Lagðist í heimsferðir
í hópi góðra kunningja til að kynn-
ast öðrum þjóðum. Þar var oft heitt
í veðri en það beit ekki á hann og
hann naut lystisemdanna eins og
hann gat. Við vinir hans höfðum
áhyggjur af því að hann tefidi of
djarft en hann sneri ánægður heim
úr ferðunum öllum nema þeirri síð-
ustu, ferðinni til Kína en þaðan kom
hann þrotinn kröftum.
Nú í dag kveðjum við góðan vin
og félaga sem við munum sakna
úr okkar hópi. Við fylgjum honum
að himinboganum sem nær til efri
svala, veifum til hans í kveðjuskyni
og þökkum honum hjaitanlega fyr-
ir samveruna. Nú er hann laus við
líkamann og stígur léttum skrefum
upp bogann. í hendi sér ber hann
skjóðu fulla af góðverkum og þá
er ekki úr vegi að minna hann á
að taka með sér vísukornið það
arna, svo hann geti glatt þá okkar
sem á undan eru gengnir.
Ólafur Pálsson.
í dag kveðjum við í hinzta sinn
hann Þórarin, nágranna okkar,
frænda og góðan vin. Þær eru
margar ánægjustundirnar sem við
höfum átt með honum í eldhúsinu
heima á Móbergi. Þar höfum við
heyrt hann lýsa námsárum sínum
í Kaliforníu þar sem hann nam verk-
fræði við Berkeley-háskóla, frá-
, sagnir hans af ýmsum menningar-
' viðburðum sem voru ætíð ofarlega
í huga hans, sem dæmi þegar París-
j arballettinn heimsótti San-Frans-
* isco meðan hann var við nám ytra.
Oft sýndi hann okkur myndir frá
j þeim viðburði og öðrum viðlíka sýn-
' ingum í stórborginni.
Þórarinn var mjög víðlesinn og
gátum við alltaf leitað til hans um
vitneskju, hvort sem um var að
ræða löngu liðna sögulega atburði,
örnefni í okkar nágrenni eða ráð-
leggingar í garðrækt. Ef hann hafði
ekki svör á reiðum höndum var allt-
af hægt að flétta upp í bókasafninu
á heimilinu og grúska þar í bókum
uns svörin lágu fyrir.
Þórarinn var af þeirri kynslóð
sem kynntist sveitastörfum á fyrri
hluta aldarinnar og mundi vélvæð-
inguna sem hófst með hestasláttu-
vélum til þess að vinna flókin rann-
sóknarstörf á þotueldsneyti háþró-
I aðra orrustuflugvéla nútímans á
Keflavíkurflugvelli.
Við hjónin áttum þess kost að
\ kynnast Þórarni við leik og störf,
fyrst í fjölmörgum laxveiðiferðum
þar sem hann var ætíð ómissandi
( félagi. Þá sýndi hann oft ótrúlega
þrautseigju við að komast á erfiða
veiðistaði og var honum sérstakt
kappsmál að fylgja okkur yngra
fólkinu, þrátt fyrir mikinn aldurs-
mun. Einnig er gaman að minnast
allra stundanna þegar veiðisögur
voru sagðar að kvöldi dags í nota-
legu veiðihúsi.
Ferðalög hans hin síðustu ár um
flestar álfur heims og sérstaklega
Frakkland þar sem hann heimsótti
vini og vinkonur sínar og nam af
þeim matseld og hefðir sem urðu
okkur oft að umtalsefni. Sjálfur var
hann góður kokkur og reyndi ævin-
lega ýmsa nýstárlega rétti sem
hann hafði ánægju af að veita öðr-
um. Nú í haust fór hann í ferð til
Kína, svo að segja má að hann
hafi fengið að njóta sín fram á síð-
asta dag, sem var hans eigin ósk.
Við þökkum ánægjulegrar sam-
verustundar og óskum vini okkar
alls hins besta í nýjum heimi.
Jóhann og Herdís.
.............'............................
J DLWwAiPIPjDRMiTíTíI
KRABBAMEINSF
VEITTU STUÐNIN
ÍLAGSINS 1993
G-VERTU MEÐ!
í þetta sinn voru miðar sendir konum, áþldri lum 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim
sem þegar hafa borgað miðana og minnum hiná á góðan málstað og verðmæta vinninga.
Greiða má í banka, sparisjóði eða póstafgrejðslu til hádegis á aðfangadag jóla.
Vakin er athygli á þvi að hægt er aðborg
Hringið þá í sit
i með greiðslukorti (Visa, Eurocard).
M) 621414.
Hver keyptur miði eflir sókn og vörri gegn krabbameini!