Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 45

Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 45 Minning Haraldur Guðjóns- son frá Skaftafelli Fæddur 12. desember 1920 Dáinn 23. nóvember 1993 Á haustdögum 1953 varð fyrst á vegi mínum maður í Keflavík, sem þá var nýfluttur eða í þann veginn að flytjast þangað sem verkstjóri í frystihúsi. Hann kom frá Vest- mannaeyjum og var sendur til starfa í Keflavík á vegum Einars Sigurðs- sonar útgerðarmanns. Ég hafði áður haft spurnir af þessum aðkomu- manni, hafði heyrt að hann væri í hvítasunnusöfnuðinum og erindi hans til Keflavíkur væri m.a. að vinna að safnaðarstörfum þar. Þá voru trúboðshjónin sænsku, Signe og Erie Ericson, fyrir nokkru byrjuð að starfa í Keflavík og kirkjubygg- ing á vegum hvítasunnusafnaðarins að hefjast þar syðra. Satt best að segja leist mér ekkert meira en svo á þessa „innrás“ utanþjóðkirkju- safnaðar í prestakallið, sem ég hafði þá hafíð þjónustu í fyrir rúmu ári. Það var því með dálítið blendnum tilfinningum, sem kynni mín hófust við þennan ókunna Vestmannaey- ing. Haraldur Guðjónsson hét hann. Mér er það enn í fersku minni þegar við stóðum augliti til auglitis á Vatnsnesveginum í Keflavík, heilsuðumst og tókum tal saman. Haraldur var glæsimenni að ytra útliti, hávaxinn mjög og spengileg- ur, kvikur í hreyfingum, bjartur yfirlitum, Ijós á hár og fríður sýn- um. Viðmótið allt var einstaklega aðlaðandi og hlýtt, brosið einlægt og bjart, blik augnanna fagurt og tært. Það gat engum dulist, að þarna var kominn góður maður. Og eftir þennan fyrsta fund hugði ég gott til nánari kynna. Haraldur Guðjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 12. desember árið 1920. Foreldrar hans voru hjón- in Guðjón Hafliðason sjómaður og Halldóra Þórólfsdóttir. Þau áttu 11 börn og var Haraldur sá fímmti í aldursröð systkina sinna. Af þeim stóra hópi eru níu enn á lífi. Auk Haraldar er ein systir látin, er Rebekka hét. Hún andaðist á þrí- tugsaldri. Á lífi eru: Ingólfur, Guð- björg, Trausti, Auður, Elísabet, Anna, Óskar, Ester og Hafliði. Haraldur ólst upp í Vestmanna- eyjum hjá ástríkum foreldrum í góð- um, glaðværum og samstæðum systkinahópi, sem allur fylgdi for- eldrunum inn á veg trúarinnar. Þau gengu Kristi á hönd og helguðu honum líf sitt. Að loknu lögboðnu skólanámi fór Haraldur að vinna fyrir sér. Hann var fyrst við verslunarstörf, en fór síðan að vinna í frystihúsi hjá Ein- ari Sigurðssyni og gerðist brátt verkstjóri hjá honum. Árið 1942 gekk hann að eiga Pálínu Pálsdótt- ur, sem einnig var ættuð út Vest- mannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi. Elst er Dóra Lydía, húsmóðir í Reykjavík, gift Árna Arinbjarnar tónlistarmanni, Páll kírópraktor, búsettur í Dan- mörku og Haraldur flugþjónnn hjá SAS, einnig búsettur í Danmörku. Barnabörnin eru sex talsins. Það var á vegum Einars Sigurðs- sonar sem Haraldur fluttist til Keflavíkur, eins og fyrr var frá greint. Upphaflega átti þar aðeins að vera um tímabundið starf að ræða, en það fór á annan veg. Fjöl- skyldan fluttist til Keflavíkur haust- ið 1953 og þar átti Haraldur heima til 1974. Árið 1963 var hann ráðinn um- sjónarmaður við nýja gagnfræða- skólahúsið, sem þá var að rísa við Sunnubraut í Keflavík. Það starf rækti hann af áhuga, dugnaði og árvekni, eins og raunar öll störf sem hann tók sér fyrir hendur. í nokkur ár rak hann einnig fatahreinsun í Keflavík. Eins og fyrr var frá greint var Haraldur virkur starfsmaður í hvíta- sunnusöfnuðinum og á meðan Eric Ericson lifði var hann hægri hönd hans. Enginn átti drýgri þátt í því en Haraldur að kirkjan þeirra í Keflavík reis svo fljótt sem raun varð á. Og fyrr en varði var hafið blómlegt og lifandi starf í Fíladelfíu í Keflavík. Eftir lát Erics tók Har- aldur við forystu í safnaðarstarfínu og leiddi það traustri trúarhendi á meðan hann dvaldist í Keflavík. Þegar árin liði og kynnin jukust fórum við Haraldur smám saman að meta hvor annan í vaxandi mæli. Einkum urðum við nánari eftir að leiðirnar lágu saman í gagnfræða- skólanum, en þar hafði ég talsverða kennslu með höndum. Við hófum samstarf í kristilegu barna- og ungl- ingastarfi og áttum á þeim vett- vangi saman margar, minnisstæðar og blessaðar stundir. Ég fann það fljótt, að það var ekki aðalatriðið hjá Haraldi að ná þeim, sem við störfuðum með inn í sinn söfnuð, heldur hitt, að laða þá til fylgdar við Krist og trúar á hann. Það eitt skipti í hans huga meginmáli. Þú ert allt, sem þarf ég, Kristur, þig ef fæ ég, allt ég hlýt. Þessi orð hefði Haraldur getað gert að sinni hjartans játningu. Oft sagði ég það við Harald sjálfan og segi það einnig nú, að betri, traust- ari og yndislegri samstarfsmann á þeim vettvangi, sem var okkar sam- eiginlega hugðarefni og hjartans mál, í barna- og unglingastarfinu, hefi ég hvorki fyrr né síðar fundið. Hvers vegna er mér erfitt að út- skýra. En hann var svo einlægur og hlýr, svo jákvæður og heilsteyptur, svo traustur, tryggur og trúr, að slíkir menn. eru áreiðanlega ekki á hveiju strái. Og eftir að leiðir okkar skildu var tryggðin hans og vinfest- in söm við sig. Það fann ég svo oft, bæði fyrr og síðar og ekki síst þeg- ar hann heimsótti okkur hjónin á síðasta ári og gisti hjá okkur. Þá áttum við með honum ógleymanlega samverustund. Haraldur mætti þeirri miklu sorg að missa konu sína, Pálínu, á besta aldri. Hún andaðist 7. janúar 1972. Þeirri þungu reynslu var mætt með þeim trúarstyrk, sem veitti huggun, hjálp og blessun. „í sorginni var Jesús mér allra næstur," sagði Har- aldur einu sinni við mig á þeim árum. Hann kvæntist öðru sinni í des- ember 1973. Síðari kona hans er Hertha Haag Guðjónsson ljósmóðir, hin ágætasta kona, ættuð frá Sví- þjóð. Hún lifir mann sinn. Þau flutt- ust til Svíþjóðar skömmu eftir að þau giftu sig og hafa lengst af átt heima þar síðan, nú síðast í Svane- sund, sem er ekki langt frá Gauta- borg. Þau Haraldur og Hertha eign- uðust engin börn, en synir Herthu frá fyrra hjónabandi hennar, Stanley og Moody, tóku miklu ástfóstri við Harald og reyndist hann þeim fram- úrskarandi vel. Þeir eru báðir búsett- ir í Svíþjóð. í Svíþjóð gegndi Harald- ur ýmsum störfum, sem ekki verða tíunduð hér. En alls staðar var hann mikils virtur og vel metinn, hvar sem hann lagði hönd á plóginn. Og alltaf var hann virkur og lifandi í kristi- lega starfinu. Þar átti hann sinn helga og dýrmæta fjársjóð, og þar var hjarta hans. Um síðustu áramót fór Haraldur að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur leitt hann til lokadægurs. Hann kom hingað heim til íslands í marsmánuði síðastliðnum, þá orðin helsjúkur. Hér heima ætlaði hann að lifa síðustu stundirnar og deyja hér. Hann var lagður inn á Landa- kotsspítalann og þar gekkst hann undir mikla skurðaðgerð. Eftir það brá svo við, að honum fór að batna. Það fór ekki á milli mála, að krafta- verk hafði gerst. Allt var lagt í Drott- ins helgu hendur og fyrir hans náð veittist heilsa á ný. Að vísu aðeins um stundar sakir, en dýrmætur og blessunarríkur náðartími var það eigi að síður. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu í byijun maí og í ágúst- byrjun héldu þau hjónin til Svíþjóð- ar. Fyrir skömmu veiktist hann svo skyndilega á ný og andaðist á sjúkrahúsi í Svanesund hinn 23. nóvember síðastiiðinn. Við útför Pálínu, fyrri konu Har- alds, flutti ég örstutt ávarp. Þá lagði ég til grundvallar orðum mínum þessi orð úr 4. kapítula Filippíbréfs- ins, sem mig langar einnig til að kveðja minn kæra vin og bróður í Kristi, Harald Guðjónsson, með: „Verið ávallt glaðir, vegna samfé- lagsins við Drottin, ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm.“ (Fil. 4,4-7. Eldri þýð- ing.) Guð signi sporin hans öll hér í tímans heimi og blessi þá björtu minningu sem hann eftirlætur okkur öllum, ástvinum sínum, frændliði, venslafólki og vinum. Innilegar sam- úðarkveðjur til þeirra sem næstir standa. Björn Jónsson. Haraldur Guðjónsson frá Skafta- felli í Vestmannaeyjum andaðist í Svíþjóð sunnudaginn 23. nóvember eftir alvarleg veikindi. Foreldrar Haraldar voru Guðjón Hafliðason og Halldóra Þórólfsdótt- ir. Heimilið á Skaftafelli var barn- margt, systkinin urðu ellefu og var Haraldur sá fimmti í röðinni. Hann er annar til að kveðja úr hópnum, á eftir Rebekku sem dó rétt um tví- tugt. Eftir lifa Ingólfur, Trausti, Guðbjörg, Auður, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og Hafliði. Skaftafell var dæmigert heimili útvegsbónda í Vestmannaeyjum á öndverðri öldinni, lífsbaráttan og brauðstritið settu mark sitt á dag- legt líf. Frá Skaftafelli var þó ekki síður stundað á andans mið en feng- sælar fiskislóðir við Eyjar. Halldóra Þórólfsdóttir var einn af frumheijum hvítasunnustarfsins í Betel og sann- kölluð trúarhetja. Þrátt fyrir háðs- glósur misviturra meðborgara lét hún ekki deigan síga og fetaði trú- fastlega mjóar götur frá Skaftafelli upp í Betel, hvenær sem dyrum guðshússins var lokið upp. Þar átti Halldóra sitt fasta sæti og þegar barnaskarinn komst á legg var fjöl- skipaður bekkurinn þeirra Halldóru og Guðjóns. Sáning móðurinnar í barnshjörtun bar þann ávöxt að börnin frá Skaftafelli og fjölskyldur þeirra hafa síðan verið burðarásar í starfi hvítasunnumanna innanlands og utan. Bjartan maídag 1942 kvæntist Haraldur unnustu sinni Pálínu Páls- dóttur, ættaðri frá Sandfelli í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru: Dóra Lydia, húsmóðir í Reykjavík, gift Árna Arinbjarnarsyni tónlistar- manni og eiga þau þijú börn, Arin- björn, Pálínu og Margréti. Páll, hnykklæknir, búsettur í Danmörku og á hann Harald, Thor og Rune fyrir syni. Haraldur yngri býr einnig í Danmörku og starfar þar sem flug- þjónn., Haraldur Guðjónsson lærði snemma að vinna. Hann starfaði við verslun um tíma en gerðist síðan verkstjóri við fiskverkun Einars ríka Sigurðssonar. Veturinn 1952 var Haraldur sendur til Keflavíkur að leysa þar af í frystihúsi Einars ríka. Þau Haraldur og Pálína ákváðu fjót- lega eftir það að flytja búferlum til Keflavíkur og stóð heimili þeirra þar í 20 ár. Haraldur var engin undantekning í hópnum frá Skaftafelli hvað varðar virka þátttöku í starfí hvítasunnu- manna. Hann tók niðurdýfingarskírn 30. október 1932 og var um margra ára skeið safnaðaröldungur, það er stjórnarmaður, og einnig gjaldkeri Betelsafnaðarins í Vestmannaeyj- um. Haraldur tók við safnaðarstjórn í Keflavík árið 1959 og var þar for- stöðumaður safnaðarins til 1972. Jafnframt daglegum störfum við fiskvinnslu og síðar Gagnfræðaskól- ann í Keflavík stundaði Haraldur predíkun, biblíufræðslu og barna- starf. Hann var tónelskur og söngv- inn, spilaði á gítar, stjórnaði sam- komum og sá um rekstur og viðhald hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Árið 1972 reyndist Haraldi ör- lagaríkt, Pálína lést langt um aldur fram af völdum krabbameins, frá eiginmanni og börnum. Haraldur yngri var þá einn eftir í föðurhúsum, enda aðeins á 10. ári. Haraldur flutti ásamt syni sínum frá Keflavík. Har- aldur yngri naut skjóls á heimili Dóru Lydiu systur sinnar og ólst upp hjá henni og Árna Arinbjarnarsyni frá_ því. I desember 1973 kvæntist Harald- ur Guðjónsson eftirlifandi eiginkonu sinni, Herthu Haag ljósmóður. Þau fluttu til Svíþjóðar 1975 og störfuðu þar við skóla hvítasunnumanna á Kaggeholm, nálægt Stokkhólmi. Síðar fluttu þau í nágrenni Gauta- borgar og lögðu hönd á plóginn í starfi hvítasunnumanna. Fyrir tæpu ári kenndi Haraldur þess meins sem dró hann til dauða. Hann fékk þann úrskurð í Svíþjóð að dagar hans væru senn taldir og hélt til íslands, tiþað kveðja ástvini og landið sitt. Á íslandi naut hann þeirrar umönnunar lækna að honum gáfust endurnýjaðir lífdagar. Um verslunarmannahelgina voru Har- aldur og Hertha á móti hvítasunnu- manna í Kirkjulækjarkoti. Fjölskylda mín átti þar með þeim indæla kvöld- stund, ásamt Marianne og Daníel Glad og Soffíu Vigfúsdóttur. Harald- ur var glaður og hress í anda, þakk- látur fyrir sæludaga á íslandi. Á vörum hans var lofgjörð til Drottins, sem hann unni af hjarta. Áður en við skildum sungum við sönginn sem hvergi hljómar betur en í Kirkjulæk- jarkoti: Ævibraut vor endar senn, er vér hljótum sjá, allir Drottins munu menn mætast heima þá. Ef ei dauðinn undan fer, ástkær frelsarinn kemur senn og burt oss ber beint i himininn. (Sigríður Halldórsdóttir) Blessuð sé minning Haraldar Guðjónssonar. Guðni Einarsson. Ég hef augu mín til ijallanna: Hvaðan kem- ur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara him- ins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þer til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Sálmur 121) Látinn er í Svíþjóð, Haraldur Guð- jónsson fyrrv. forstöðumaður Fílad- elfíusafnaðarins í Keflavík, tæplega 73ja ára. Þrátt fyrir veikindi Haralds trúðum við að hann fengi að vera með okkur enn um sinn, sérstaklega eftir heimkomu hans fyrr á árinu, og hvað hann hresstist við það. Haraldur fæddist í Vestmannaeyj- um 12. desember 1920. Foreldrar hans voru Halldóra Þórólfsdóttir og Guðjón Hafliðason. Ólst hann upp í foreldrahúsum í stórum systkina- hópi. Samstaða foreldra og barna var eftirtektarverð og til fyrirmynd- ar. Halldóra leiddi börnin sín ung inn á veg trúarinnar, þar sem þau stóðu stöðug og lögðu rækt við samfélag- ið. Veganestið sem Haraldur fékk í foreldrahúsum reyndist traust, og hann miðlaði oft minningarbrotum frá æskuheimili sínu, sem var honum fjarska dýrmætt. Haraldur kvæntist Pálínu Páls- dóttur 1942, en hún lést 7. janúar 1972. Börn þeirra eru Dóra Lydía, fædd 1. maí 1943, gift Árna Arin- bjarnarsyni og eiga þau þijú börn, Arinbjörn, Pálínu og Margréti; Páll, fæddur 12. desember 1947, hann á þijá syni, Harald, Thor og Rune. Yngstur er Haraldur, fæddur 16. nóvember 1962. Hann ólst upp á heimili systur sinnar, þar til hann hleypti heimdraganum, en þeir bræður Páll og Haraldur búa báðir og starfa í Danmörku. Það var mik- ið áfall þegar Pálína féll frá aðeins 53 ára að aldri. Gekk þá Lydía yngri bróður sínum í móðurstað, en hann var þá aðeins níu ára. Heimili Árna og Lydíu var annað heimili þessarar fjölskyldu eftir það. Haraldur Guðjónsson kemur til Keflavíkur árið 1952 sem verkstjóri Hraðfrystistöðvarinnar. Síðan flyst fjölskyidan til hans um áramótin 1952-1953. Um þetta leyti var Eric Ericson að hefja starf á vegum Hvítasunnu- hreyfíngarinnar í Keflavík. Haraldur aðstoðaði hann í þessari uppbygg- ingu og tók síðan við þegar Éricson féll frá. Haraldur vann alltaf fulla vinnu ásamt því þróttmikla safnaðarstarfi sem hvíldi á hans herðum. Árum saman sem verkstjóri, síðan sem húsvörður í Gagnfræðaskóla Kefla- víkur. Að minnast Haralds er að minn- ast Pálínu um leið. Hún var honum ómetanlegur styrkur í starfi hans. Hjónaband þeirra var skemmtileg blanda af gagnkvæmri aðdáun og samstarfi. Hún var gædd þeim hæfi- leika að laða fram það besta hjá samferðafólki sínu, ein af þeim sem með tilveru sinni gerði lífíð bjartara og fegurra. Samfélagshópurinn í Fíladelfíu naut gestrisni þeirra í rík- um mæli, það var mikið öryggi að eiga slíka vini, sem alltaf voru reiðu- búnir að rétta hjálparhönd. Það voru hátíðarstundir þegar vinirnir söfnuð- ust saman á heimili Pálínu og Har- alds. Þar var aldrei þröngt, þar voru aldrei of margir, málin voru rædd, nýir vinir velkomnir, gítarinn tekinn fram og sungið fram eftir öllu. Krists í hendi kransinn ljómar kórónan mér geymd þar er. Mun í henni gimsteinn glóa, Guði unnin sál af mér. Þetta er kór úr sálmi, sem Har- aldi þótti vænt um og hann söng stundum með bróður sínum Hafliða. Allan þann tíma sem Haraldur veitti forstöðu söfnuðinum í Keflavík hélt hann uppi öflugu barna- og unglingastarfí. í sunnudagaskól- anum var oft þétt setinn bekkurinn á neðstu hæðinni í Fíladelfíu. Hann náði líka vel til unglinganna með föndurkvöld í miðri viku, þá var oft mikið fjör, sungið og hlegið. Hann hafði gott lag á að koma fagnaðar- erindinu til unga fólksins, svo að það býr að því enn í dag. Sterk einkenni Haralds voru hin yfírvegaða og glaðværa framkoma, bros hans var ljómandi og létti lífs- göngu þeirra er hann deildi daglega önn með. Hann prédikaði Guðs orð þannig að allir skildu. Hann kenndi okkur að nærast á orði Guðs. Hann brýndi fyrir okkur mikilvægi lof- gjörðarinnar. Eftir fráfall eiginkonu undi Har- aldur ekki lengur hag sínum í Kefla- vík og fluttist til Reykjavíkur. Þó að samfundirnir yrðu stijálli var vin- áttan söm, hún var óháð fjarlægðum. Gömlu vinirnir hittust ætíð fagnandi. Haraldur kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Herthu Haag ljósmóð- ur frá Svíþjóð og hófu þau búskap í Reykjavík, en fluttust fljótlega búferlum til Svíþjóðar, þar sem þau áttu mörg góð ár saman. Synir Hert- hu eru þeir Moody og Stanley, báðir búsettir í Svíþjóð, og voru þeir kær- ir vinir Haralds. Mætur maður er genginn. Minn- ingin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar og við kveðjum hann með virð- ingu og þökk. Gamli vinahópurinn í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.