Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 35 hent í því að koma sér upp heimili. Garðyrkjustöðin tók til starfa og var garðyrkjubóndinn ekki einham- ur um þær mundir. Einnig fór Skafti nú að vinna hjá Ingimari í Fagrahvammi, sem á þeim árum rak blómlegustu stöð landsins í garðyrkju. Skafti lærði hjá Ingi- mari og það er mál margra að síð- ar hafi komið fallegustu rósirnar frá Skafta Jósefssyni. Skafti skipti sér ekki mikið af stjórnmálum þó fast væri leitað á hann í þeim efnum. En hann var félagslyndur maður og einkum voru það bridsspilin, sem áttu hug hans. Það var mörgum kunningjum unun að spila við Skafta. Reglumaður var hann alla ævi en kunni þó svo sann- arlega að gleðjast með glöðum. Heimili þeirra Margrétar og Skafta var til mikillar fyrirmyndar. Það var ekki í kot vísað að sitja með þeim á þeirra gestrisna heim- ili og skrafa við þau um alla heima og geima, en segja má að þau hafi ekki látið sitt eftir liggja. Sá sem þetta ritar lítur til baka á margar unaðsstundir í þeirra ranni, hjá Möggu og Skafta. Margrét og Skafti eiga fjögur börn. Þau eru: Jóhannes lyfsali, Jósef læknir og dæturnar tvær, Hólmfríður húsmóðir í Hveragerði og Auður húsmóðir á Akureyri. Margir vinir Skafta Jósefssonar munu sakna hans og minnast hans með trega. Sjálfur var hann afar hlédrægur maður og myndi ekki hafa óskað eftir því að verða „blaða- matur“. Við þessu verður ekki gert en hins vegar skal þessum fátæk- legu línum hér með lokið. Stefán. Þorsteinsson. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför PÁLMA PÉTURSSONAR kennara, Ljósheimum 12a, Reykjavík. Kærar þakkir til ykkar í heimahjúkrun við Barónsstíg og á öldrunardeild í Hátúni fyrir áralanga aðstoð við umönn- un hans. Elísabet Óskarsdóttir, Þórunn Pálmadóttir, Aðalsteinn Ásgeirsson, Gerður Páimadóttir, Jón Arnar Pálmason, Elsa Baldvinsdóttir, Aðalheiður Pálmadóttir, Bergljót Pálmadóttir, Gestur Benediktsson, Hildigunnur Pálmadóttir og fjölskyldur þeirra. RAÐ"aUGLYSÍNGAR Ritari Óskum eftir starfsmanni frá 1. janúar 1994 til almennra afgreiðslu- og skrifstofustarfa, svo sem símvörslu, vélritun, ritvinnslu o.s.frv. Um er að ræða fullt starf janúar-júní, en hluta- starf 50% (eða samkomulag) júlí-desember. Starfsreynsla í svipuðu starfsumhverfi nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, ásamt venjulegum, persónubundnum upp- lýsingum, sendist undirrituðum fyrir 10. desember. Stoð - endurskoðun hf., Lynghálsi 9, pósthólf 10095, 130 Reykjavík, sími 689580, fax 689574. IHafnarfjörður Breyting á staðfestu deiliskipulagi miðbæjar Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis- ins, með vísan til 17. og 18. greinar skipu- laga nr. 19/1964, er lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á staðfestu deiliskipu- lagi miðbæjar í Hafnarfirði, dags. 1.09. ’93. Breytingin felst í því að fyrirhugað hringtorg á gatnamótum Reykjavíkurvegar, Vesturgötu og Fjarðargötu er fært til og breytir lögun. Strandgata er tengd inn á þetta endurhann- aða hringtorg og er nú fyrirhuguð sem tví- stefnugata að Linnetstíg. Byggingarmagn er óbreytt á ráðhúsreit, en nú er gert ráð fyrir u.þ.b. 90 bílstaeðum undir nýbyggingum sem eru í hönnun. Á þessum reit er gert ráð fyr- ir stækkun skrifstofu bæjarins, sýslumanns- embætti og héraðsdómi. Gert er ráð fyrir lítilli bensínstöð við hringtorgið. Þessi breyt- ing er sett inn á nýjan kortagrunn, sem sýn- ir áður samþykktar skipulagsbreytingar og breytingar á umferðarmannvirkjum vegna nánari hönnunar og framkvæmda. Tillagan var samþykkt af bæjarstjórn Hafnar- fjarðar 2. nóvember sl. sem breyting á stað- festu deiliskipulagi miðbæjar í Hafnarfirði frá 2.06. '93. Tillagan liggur frammi á afgreiðslu tæknideildar Hafnarfjarðarbæjar á Strand- götu 6 frá 3. desember 1993 til 14. janúar 1994. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjóra Hafnarfjarðar fyrir 28. janúar 1994. Þeir, sem ekki gera athuga- semdir við skipulagstillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði/Reykjavík, 24. nóvember 1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hamraberg - Vörðuberg Breyting á deiliskipulagi Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 19. október 1993 breytt deiliskipulag á svæð- inu milli Hamrabergs - Vörðubergs - Tinnu- bergs skv. uppdrætti skipulagsdeildar dags. 6.10. '93. Breytingin felur í sér að deiliskipulag fyrir iðnað og þjónustu, sem samþykkt var 1987, verður að deiliskipulagi íbúðarbyggðar. í stað tveggja og hálfs hæðar iðnaðarhúsnæðis er gert ráð fyrir 18 íbúðum í tveggja hæða rað- og parhúsum. í götustæði Tinnubergs komi akfær göngustígur. í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með auglýst eftir athuga- semdum og ábendingum varðandi þessa breytingu. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu bæjarverk- fræðings á Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 3. desember 1993 til 2. janúar 1994. Ábendingum skal skila skriflega til bæjar- stjórans í Hafnarfirði fyrir 8. janúar 1994. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillög- una, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði, 30. nóvember 1993. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F F I. A (i S S T A R F Jólateiti sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til jóla- teitis nú á laugardaginn, 4. desember, milli kl. 16 og 18 í Valhöll v/Háaleitisbraut (kjallara). Boðið er upp á jólaglögg og aðrar veitingar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, flytur ávarp. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Óðinn, Vörður, Hvöt og Heimdallur. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi verður haldinn á morgun, laugardag- inn 4. desember, og hefst hann kl. 11.00 í Valhöll, Háaleitis- braut 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Önnur mál. Gestir fundarins verða borgarfulltrúarnir Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Stjórnin. SJÁLFSBJÖRG FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Hátúni 12, pósthólf 5183, simi 17868 Jólabasar Sjálfsbjargar Hinn árlegi jólabasar, hlutavelta og kaffisala Sjálfsbjargar verður haldin í félagsheimilinu og baðstofunni, Hátúni 12, laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. desember kl. 14.00. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, fimmtudaginn 9. desember 1993 kl. 10.00 á eigninni Hrís- holti, Laugarvatni, þingl. eig. Sigurður Sigurðsson, gerðarbeiðendur eru (slandsbanki hf. og Búnaðarbanki íslands. Sýslumaðurinn á Selfossi, 2. desember 1993. Sjómenn athugið Til sölu eru hlutabréf í fyrirtækinu Mexice. Fyrirtækið hyggur á fiskveiðar og fiskverkun í Mexíkó. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Mexíkó - 10559.“ SltlCI ougiýsingar I.O.O.F. 12 = 175123872 = E.K. I.O.O.F. 1 = 175123872 = E.K. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Kvöldbiblíuskóli kl. 20. Kennarar Ásmundur Magnús- son og Jódís Konráðsdóttir. Efni: Lækning og heilbrigði. Allir hjartanlega velkomnir! Jólafundur Húsmæðra- félags Reykjavíkur verður á Holiday Inn mánudag- inn 6. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá: Telpnakór Garðabæjar syngur. Hjördís Rós spilar á píanó. Hattasýning frá hattabúðinni Höddu. Kristin Halldórsdóttir flytur hugvekju. Glæsilegt jólahappdrætti. Jólafundurinn er öllum opinn. Stjórnin. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund þriðju- daginn 7. desember, kl. 20.30 í Akoges-salnum, Slgtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Miðasala við innganginn. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Skyggnilýsingafundur verður haldinn í Gerðubergi í kvöld 3. desember kl. 20.30. Heims- þekktir miðlar, Coral Polge og Bill Landis, verða með skyggni- lýsingu og teikningar af framliðn- um. Einsöngur verður í byrjun fund- arins. Einsöngvari: Alda Ingi- bergsdóttir, sópran. Undirleik- ari: Guðni Þ. Guðmundsson. Bókanir f símum 18130 og 618130. Stjórnin. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju. Uppl. og skráning stofnenda: Björgvin, s. 95-22710, kl. 17-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.