Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Þórarínn J. Reykdal, Móbergi - Minning Fæddur 27. febrúar 1916 Dáinn 19. nóvember 1993 í dag verður lagður til hinstu hvílu Þórarinn Reykdal á Móbergi við Hafnaríj'örð. Hann fæddist 27. febrúar 1916 á Setbergi við Hafnar- fjörð. Foreldrar Þórarins voru hjón- in Jóhannes J. Reykdal, bóndi og trésmiður á Setbergi, og kona hans Þórunn Böðvarsdóttir. Jóhannes, faðir Þórarins, var fæddur 18. jan- úar 1874 á Vallnakoti í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Jóhannes lærði trésmíðar á Akureyri og í Kaup- mannahöfn, en settist að í Hafnar- firði árið 1902 og varð síðar lands- kunnur athafna- og framkvæmda- maður. Árið 1903 reisti hann fyrstu trésmíðaverksmiðjuna hér á landi, þar sem allar vinnuvélar gengu fyr- ir vatnsafli, og ári síðar setti hann upp 9 kílóvátta vatnsaflsstöð, og voru rafljósin frá henni þau fyrstu, sem kveikt var á hér á landi. Jó- hannes rak stórbú á Setbergi frá 1909 til 1931 og síðan til æviloka á nýbýlinu Þórsbergi, sem hann reisti. Jóhannes lést 1. ágúst 1946. Kona hans, Þórunn Böðvarsdóttir, var fædd í Hafnarfirði 21. nóvem- ber 1883. Hún lést 3. janúar 1964. Þórarinn Reykdal ólst upp í stór- um systkinahópi á Setbergi og Þórs- bergi, en þau hjónin Jóhannes og Þórunn eignuðust alls tólf böm, og var Þórarinn næstyngstur barna þeirra hjóna, sem náðu fullorðins- árum. Eftirlifandi systkini Þórarins eru þau Kristín, fædd 16. maí 1905, húsfreyja á Ásbergi við Hafnar- ijörð, sem gift var Hans Christian- sen, verslunarmanni; Elísabet, fædd 17. desember 1912, húsfreyja á Setbergi, sem gift var Einari Hall- dórssyni, bónda þar og oddvita, og Þórður, fæddur 19. ágúst 1920, fyrrum verslunar- og skrifstofu- maður í Hafnarfirði, kvæntur Jónu J. Reykdal. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1940 hóf Þórarinn nám í verkfræði við Háskóla íslands, en hélt síðar vestur um haf til náms í verkfræði við háskóla í Bandaríkjunum, fyrst í Michigan en síðan í Berkeley í Kaliforniu. Er heim kom, starfaði Þórarinn fyrst við fyrirtæki Jóhann- Fædd 3. nóvember 1913 Dáin 22. nóvember 1993 Mig langar í fáum orðum að minnast ömmu minnar, Klöra Tóm- asdóttur, eða ömmu á Háó, eins og hún var jafnan kölluð. Hún var bæði sérstök og góð kona, sem reyndist okkur bamabörnunum sín- um vel. Margt kenndi hún okkur, t.d. í sambandi við hannyrðir og saumaskap. Þegar við voram krakkar saumaði hún alltaf á okkuc jólafötin og tókst jafnan vel upp. Ýmisleg skemmtileg orðatiltæki notaði hún í daglegu tali, sem hafa vakið mikla lukku í gegnum tíðina bæði hjá okkur barnabömunum og ekki síður bamabarnabömunum. Amma var alltaf mjög ung í anda og ótrúlega ungleg í öllum háttum. Þess vegna trúði maður því varla að hún væri orðin svona fullorðin, en hún varð 80 ára hinn 3. nóvem- ber síðastliðinn. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir alla hlýjuna sem þú gafst okkur og bið algóðan Guð að geyma þig og styrkja hann afa á erfiðum stundum. Klara S. Árnadóttir. Elsku amma okkar er dáin. Hún Iést á Borgarspítalanum hinn 22. nóvember. Það er erfitt að trúa því esar föður síns, sem á þeim tíma hafði mikil umsvif, rak trésmiðju, íshús o.fl., en lengst af starfaði Þórarinn við olíurannsóknir á Kefla- víkurflugvelli og veitti þar forstöðu olíurannsóknastofu, allt þar til hann lét af störfum fyrir þremur áram síðan. Hinn 31. apríl 1944 gekk Þórar- inn að eiga Iðunni Eylands lyfja- fræðing, sem fædd var 22. janúar 1919 í Noregi, en hún var dóttir hjónanna Árna G. Eylands, land- búnaðarráðunauts og ritstjóra Freys, sem síðar var framkvæmda- stjóri hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og stjórnarráðsfulltrúi, og konu hans Margit Eylands, sem var norskrar ættar. Lágu leiðir þeirra Þórarins og Iðunnar saman í Bandaríkjunum, þar sem þau dvöldust bæði við nám á árum seinni heimsstyijaldarinnar, og þar fæddist þeirra fyrsta barn árið 1944, Jóhannes, tæknistjóri hjá DV, sem kvæntur er Birnu Gunnarsdótt- ur. Önnur börn Þórarins og Iðunnar era Margrét myndlistarkona, sem búsett er í Osló, fædd 1948; Þór- unn, framhaldsskólakennari í Reyk- holti, fædd 1951, giftÞórði Stefáns- syni; Iðunn menntaskólakennari í Reykjavík, fædd 1953, gift þeim er þetta ritar, og yngstur er Árni, vélvirki í Hafnarfirði, fæddur 1958, en sambýliskona hans er Guðrún Pálína Haraldsdóttir. Þórarinn var eins og önnur systkini hans trúr átthögum sínum og æskustöðvum, og eftir heimkomuna frá Bandaríkj- unum reistu þau Iðunn og Þórarinn sér hús í landi Setbergs, sem þau nefndu Móberg, og bjuggu þar alia tíð upp frá því, en húsið teiknaði Þórarinn sjálfur og byggði að mestu leyti einn. Þau hjón voru einstak- lega samhent og bæði mjög listræn, svo sem hýbýli þeirra báru glöggt vitni um. Iðunn kona Þórarins lést 9. mars 1974 eftir langvarandi veik- indi, langt um aldur fram. Þórarinn Reykdal var góðum gáfum gæddur, smiður góður, lag- hentur og hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Hann ferðaðist mikið bæði hér innanlands og erlendis, var unnandi góðrar tón- og myndlistar og fékkst í frístundum sínum nokk- uð við teikningar og útskurð. Hefði að hún sé horfín, það eru svo ótal margar minningar sem koma upp í hugann. Þegar við vorum lítil og fengum að gista hjá ömmu og afa á Háó, þá heyrðist oft heima: Það er mín helgi núna hjá ömmu og afa. Við fengum hvert sína helgina, því að það var nóg að hafa okkur eitt í einu. En amma þreyttist aldrei á því að hafa okkur, við komum nær því á hveijum degi eftir að við flutt- umst í Breiðholtið en við áttum heima í sama húsi í fjögur ár. Leikfélaga áttum við einnig þar. Þess vegna var alltaf gaman að vera á Háaleitinu hjá ömmu og afa og mamma og pabbi þurftu oft að leita að okkur þegar það átti að fara leggja af stað heim, því að þá vorum við vön að tínast í smátíma þar til þau gáfust upp og fóru. Þá kom eitt og eitt okkar úr felum. Eftir að við uxum úr grasi héld- um við áfram að koma á Háó. Amma var vön að baka heimsins bestu pönnukökur og alltaf þegar við voram búin að eyða helginni með mömmu og pabba í Kjósinni, þar sem fjölskyldan reisti sér sum- arbústað, var farið beint á Háó þótt klukkan væri orðin ellefu eða meira til að borða pönnukökurnar hennar ömmu. Amma var alveg eldklár í bakstri og hannyrðum. Það var alveg sama hvað hún tók sér hann án efa orðið liðtækur á sviði þeirrar listgreinar, ef hann hefði lagt hana fyrir sig í meira mæli, svo sem hugur hans hefur án efa staðið til. Þórarinn Reykdal var hægur maður og rólyndur í allri fram- göngu, hjartahlýr, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en var orðvar og flíkaði lítt skoðun- um sínum og tilfínningum og kaus mjög að vinna verk sín í kyrrþey. Hvers konar lofgjarðir, vegtyllur og viðurkenningar fyrir það, sem vel var gert, voru honum fjarri skapi, enda ríkur þáttur í fari hans og framgöngu allri einstök hógværð og lítillæti. Hygg ég, að það hafi staðið hjarta hans nær sem segir í Orðskviðum Salómons konungs, að betra sé að vera lítillátur með auð- mjúkum en skipta herfangi með dramblátum. Blessuð veri minning hans. Þorgeir Orlygsson. Við systkinin töluðum alltaf um afa á Móbergi, það var ekki af því að við ættum fleiri en einn og þyrft- um að greina á milli þeirra, heldur var það vegna þess að þegar við bjuggum í sama hverfi og hann í Hafnarfirði hétu öll húsin sínu eigin nafni. Hann bjó á Móbergi en við á Engjabergi. Þegar hverfið stækk- aði breyttist þetta fyrirkomulag og afi bjó allt í einu við götu sem hét Fagraberg og hafði sitt húsnúmer, en í huga okkar hét húsið alltaf Móberg. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá því að ég var fímm ára. Þá hljóp ég á hveijum degi upp brekk- una sem lá á milli húsanna til að fara í lestrarkennslu hjá afa. Á stuttum tíma var ég orðin fluglæs og byijaði fljótt að lesa allt sem ég kom höndum yfir. Afi hlúði líka alltaf að lestrinum hjá okkur barna- börnunum, því að á hveijum jólum fengum við harðan pakka frá hon- um sem innihélt einhveija góða bók. Þegar afi fór á eftirlaun fékk hann nægan tíma til að sinna sínum áhugamálum. Hann var alltaf mjög listrænn og hafði mikin áhuga á öllu sem snerti listir. Sjálfur var hann listamaður í sér og fyrir stuttu tók hann aftur upp þráðinn í mynd- listarnámi sem hann byijaði í fyrir mörgum áram. Hann hafði líka gaman af listviðburðum, hvort sem um var að ræða myndlist, tónlist eða leiklist. Starfs míns vegna hef fyrir hendur, hún skilaði öllu frá sér eins og það væri eftir lista- mann. Einnig söknum við jólanna hennar ömmu. Það var alltaf mikið að gera fyrir jólin og þegar við sóttum jólatréð niður í geymslu og hangikjötsilmurinn angaði um íbúð- ina á meðan við skreyttum tréð. Já, það er svo margs að minnast. Fjölskyldan var mjög samrýnd. Amma og afi sem áttu bara tvær dætur, eignuðust níu barnabörn og sextán barnabarnabörn, og oft mátti heyra ömmu segja: „Það komu tólf manns í heimsókn í gær“, en það var hennar líf og yndi að hafa fullt hús af fólki. Og ekki má gleyma sumarhátíð- ég á þessu ári sótt mikið af listvið- burðum og þá skipti ekki máli um hvers konar atburð var að ræða, mjög oft var afi á staðnum. Afi naut þess líka að ferðast og til að njóta þess enn betur las hann sér vel til um Iöndin sem hann ferð- aðist til og fór að læra frönsku til að eiga betra með að ferðast um Frakkland. Undanfarin ár hefur hann ferðast til fjarlægra landa með Heimsklúbbi Ingólfs og naut hann þess út í ystu æsar. Hann var varla kominn hem úr einni ferð þegar hann var farin að undirbúa sig fyrir þá næstu. Það er margs að minnast þegar hugsað er til afa og eigum við systk- inin eftir að sakna hans sárt. En hann mun alltaf vera til í huga okkar og þá munum við líklega allt- af minnast hans sem afa á Móbergi. Helga Margrét Reykdal. Það var haustið 1937 að tveir Hafnfírðingar, Þórarinn og Þórður komu til liðs við okkur í 4. bekk stærðfræðideildar Menntaskólans hérna. Það vora synir Þórunnar og Jóhannesar Reykdal á Setbergi við Hafnarfjörð. í þessum bekk gekk á ýmsu. Sumir voru háværir en aðrir gengu hljóðlega um. í síðari hópnum voru bræðurnir tveir, prúðir og kurteisir og bar það vott um vandað uppeldi þeirra. Ekki voru þeir framan af gjarnir á að trana sér fram í hópn- um en ekki ósjaldan kom það þó fyrir að þegar þeir sem hæst létu voru búnir að ljúka sér af, að lítil og græskulaus athugasemd kom frá þeim sem bætti heldur betur um. inni okkar sem við kölluðum gaml- árskvöld, en það héldum við með tilheyrandi flugeldum og stjörnu- ljósum í Kjósinni síðla sumars. Þá hafði amma mikið að gera við að elda og baka, og þetta voru sælu- stundirnar, öll fjölskyldan saman við leik og störf. Hún amma hét fullu nafni Klara Tómasdóttir og var fædd 3. nóvem- ber 1913 í Árbæjarhjáleigu í Holt- um í Rangárvallasýslu. Hún var dóttir hjónanna Vigdísar Vigfús- dóttur og Tómasar Halldórssonar. Systkinin voru ellefu og var amma níunda í röðinni, hún á tvo bræður á lífi, Vigfús og Hjalta. Hinn 24. október 1942 giftist amma Sigurði G. Hafliðasyni sem starfaði hjá Vegagerð ríkisins. Þau eignuðust tvær dætur, Vigdísi Ág- ústu og Hafdísi Sigurbjörgu. Amma Qg afi voru búin að búa saman í 63 ár þegar amma lést, og nú þeg- ar amma er farin biðjum við góðan Guð að vaka yfir afa og gefa honum styrk. Það hefur stórt skrað verið höggvið í fjölskyldu okkar því að pabbi okkar dó fyrir rúmu ári. Góði guð, við biðjum þig að vaka yfir afa, mömmu og Viggu og allri fjölskyldunni. Guð geymi ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Sigurður Ágúst, Hilmar Birgir, Ellen Olga. Það er lítið atvik sem rifjast upp frá þeim tíma. Það var dumbingur í lofti um haustið og mikil værð í kennslustundinni í eðlisfræði þrátt fyrir að kennarinn reyndi allt sem hann gat til að halda nemendunum við efnið. Hann talaði hratt en einn ávana eða heldur óvana hafði hann í máli sínu að nota títt útlenda orð- ið „praktískt talað“ bæði í tíma og ótíma. Það var það helsta sem tek- ið var eftir. Hörðunin var praktískt talað tíu og píið var praktískt talað þrír. Ekki er útilokað að hann hefði sagt að kunnátta nemenda væri praktískt talað mismunandi. Þetta varð smitandi og þótti það fínt, að nokkrir sem töldu sig örlítið kunna í faginu voru farnir að komast svo að orði. En það sem er minnisstætt frá kennslustundinni er að kennar- inn hafði þegar hér var komið sögu haft fímm sinnum yfir þetta sama orðtak uppi við töfluna. Og það var dauðakyrrð í stofunni enda ekki allir andvaka - að lítill bréfmiði lagði leið sína frá bræðrunum sem sátu fremst í sætaröðinni. Hann mjakað- ist rólega aftur en nam þó staðar við og við. Um síðir kom hann i hendur mínar og á honum stóð aðeins þessi saklausa vísa: Praktískt talað praktískt er praktískur að vera. Praktískur maður praktiskt sér, praktískt eksistera. Þar með vissum við að Þórarinn var meiriháttar og við frekari kynni fór vegur hans vaxandi: Góður fé- lagi, ánægjulegur í góðum félags- skap og ekki síst í skíðaferðum, drátthagur og teiknaði skopmyndir í skólablaðið og ávallt viðbúinn þeg- ar eitthvað spennandi var á döf- inni. Á nútímamáli heitir það að hann hafi verið vel liðtækur í skemmtanaiðnaði skólans. Svo komu stúdentsárin og leiðir skildu. Sumír fóru út og suður, aðrir hingað og þangað en Þórarinn fór til Bandaríkjanna og dvaldist þar við nám í fimm ár. Þar fangaði hann yndislega konu Iðunni Ey- lands og átti síðar með henni fimm börn, Jóhannes, Margréti, Þórunni, Iðunni og Árna. Konu sína missti hann árið 1974 og varð það honum sár missir. Þegar heim kom að vest- an starfaði hann fyrst við fyrirtæki föður síns en lengst af vann hann sem deildarstjóri á Keflavíkurflug- velli. Var starf hans fólgið í að hafa eftirlit með því að ekki væri göróttur vökvi settur á eldsneytis- geymana þar. Við það starfaði hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. I þá daga var leiðin til Hafnar- ijarðar mun lengri en nú og fylgd- ist ég lítið með hans högum þar til hann bauð stúdentshópnum frá 1940 til veislu á heimili sínu í til- efni af 40 ára afmæli hans. Þá hafði Þórarinn verið ekkjumaður í sex ár og stóð einn að móttökunni. Var ekki annað að sjá en hann kynni vel til að halda veislu með hofmannabrag. Borðið svignaði undan krásum og ljúfsár vín glóðu í glösum. Eftir þennan merkisat- burð slóst hann í hóp nokkura bekkjarsystkina sem höfðu þann hátt á að koma saman að sunnu- dagsmorgni og drekka kaffisopa, ræða málin og leggja síðan af stað i afar stutta gönguferð. Vináttu- böndin voru tekin upp að nýju. Nú var hann lífsreyndur maður en sami prúði og hægláti drengurinn og áður, en við fundum glöggt að and- lega pundið frá stúdentsárunum hafði hann ávaxtað vel. Hann var dulur um sín einkamál en án efa var hann einmana eftir konumiss- inn. Hélt hann heimili þeirra að mestu óbreyttu frá því að hún skildi við það. Vafalaust langaði hann til að eignast nýjan lífsförunaut en ekkert varð úr því, enda segir mál- tækið að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hann reyndi að bæta sér það upp með því að njóta annars sem tilver- an hafði að bjóða. Alla tíð hafði hann verið mikill útivistarmaður og kunni að meta íslenska náttúru, þekkti fjöllin, árnar og blómin. Þá átti hann stóran bókaskáp með fal- legum bókum, og nefna má áhuga Minning Klara Tómasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.