Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 43 gamlárskvöldið, sem við eyddum saman hjá henni, sagði dóttir mín við mig: „Mamma, nú eru bara tvö ár þangað til við fáum aftur svína- hrygginn hjá henni Assí.“ I framtíð- inni munum við geyma minninguna um þessi kvöld í hjörtum okkar og vonum að Assí verði þá ekki langt undan. Vinátta okkar varaði í þijátíu ár og bar aldrei skugga á hana alla tíð. Við hlógum oft að „þráðlausa“ sambandinu okkar en það var ekki svo sjaldan sem ég settist niður við símann og ætlaði að fara að hringja í hana að síminn hringdi og Assí var á línunni — eða öfugt. Hlýlegt við- mót hennar, brosmildi, góðar gáfur og tryggð hennar gagnvart mér og íjölskyldu minni snart mig ávallt og ég vissi að þar átti ég sannan vin. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja hana hinstu kveðju. Með þakklæti og virðingu þakka ég henni samfylgdina og bið góðan Guð um að styðja hana og styrkja í nýjum heimkynnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Jónas minn, Helga, Erling- ur, Hulda og aðrir ástvinir, ég votta ykkur einlæga samúð mína og eins bið ég þaftn sem öllu ræður að styrkja ykkur í sorginni og geyma um alla framtíð. Margrét Gunnlaugsdóttir. Hún Assí, kærasta vinkonan mín er dáin, sorgarfrétt. Kynni okkar hófust í MR, en þar var ég svo lánsamur að komast í klíku þeirra Assíar, Nönnu, Helgu, Stubbu, Auðar Ingu o.fl. Það var eins og að anda að sér ferskum blæ komandi tíma að kynnast þessum stúlkum, þar sem öll mannleg sam- skipti voru rædd opinskátt og jafn- rétti kynja var sjálfsagður hlutur. Oft var glatt á hjalla í þessum hópi og var Assí þá ætíð fremst í flokki. Hispursleysi hennar var viðbrugð- ið og oft velti hún upp nýjum og skemmtilegum hliðum í umræðum og kom þá vel fram að hún studdist við traustan bakgrunn úr foreldra- húsum. Fyndist Assí umræðan vera orðin of lágkúruleg gat hún fundið uppá að vitna til ömmu sinnar Hönnu Davíðsson sem tók til að mála vænt- anlega soðningu á eldhúsborðinu í stað þess að tilreiða matinn, enda hafði hún ekki séð fallegri þorsk- haus! Afi hennar Ólafur Davíðsson, var henni líka hugleikinn og fengum við margar frumlegar sögur um þann merka mann. Vinaböndin treystust síðan enn frekar, þegar Assí giftist vini mínum Jónasi á stúdentsárunum og átti ég margar; ánægjulegar stundir með þeim, enda voru þau höfðingjar heim að sækja. Við Gerða minnumst sérstaklega groddahófa og utanlandsferða, þar sem Assí lék á als oddi. Ásthildur átti við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin, en bar hann vel og hélt reisn sinni fram til þess síðasta. Við Gerða sendum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur og þá sér- staklega Huldu, Helgu, Erlingi og Jónasi. Ólafur Gíslason. „Dáinn, horfinn!" — Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Þessi orð Jónasar Hallgrímssonar í erfikvæði um Tómas Sæmundsson komu mér í hug, er ég frétti, að Ásthildur Erlingsdóttir væri dáin, aðeins 55 ára að aldri. Ásthildur er í mínum huga einstök manneskja, og hún reyndist mér og mínum afar vel, er á þurfti að halda. Ég mun minnast hennar hér fáeinum orðum. Ásthildur Erlingsdóttir var einkar glæsileg kona, gædd skýrum og hvössum gáfum, og einstakur höfð- ingi heim að sækja. Það var afar ánægjulegt að ræða við hana um margvísleg málefni, en hún var vel heima í mörgu og mjög víðlesin. Margar góðar stundir höfum við Dóra, og dætur okkar, átt heima hjá þeim Ásthildi og Jónasi í Eski- hlíðinni, og hugsunin um þær sam- verustundir veita nokkurn yl, þegar kólnar hið ytra. Um þessar mundir eru 75 ár lið- in, frá því að ísland varð fijálst og fullvalda ríki, og Stúdentafélag Reykjavíkur hefur oft minnst þess- ara merku tímamóta. Við Jónas El- íasson vorum um skeið saman í stjórn þess félags, og margt minnis; stætt gerðist á þeim vettvangi. Á það m.a. við um samkomurnar til þess að minnast fullveldisins. Þar áttum við Dóra með þeim hjónum margar ánægjustundir. Fyrir rúmum áratug sótti fullveldisfagnaðinn kunnur áhrifamaður í íslensku sam- félagi. Ásthildur ræddi við hann um stund. Hún talaði þá um hið fagra mál, dönskuna, og um leiðir til þess að efla dönskukennslu hér á landi. Málefnið var henni afar hugleikið, og mér er harla minnisstætt, hve sannfærandi hún var í orðum sínum um mikilvægi dönskukennslunnar og gildi dönskunnar í menningarlegu tilliti. Stúdentafélagið tók ásamt öðrum á móti hinum heimsfræga Dana, Victor Borge, og hann kom m.a. fram á vegum félagsins í Háskóla- bíói í maímánuði árið 1983. Hann fór þar á kostum og kunnugir segja, að hann hafi sjaldan eða aldrei verið betri en þar. Honum var boðið í ferð til Þingvalla og víðar. Leiðsögumað- ur í ferðinni varð að vera traustur, og því var Ásthildur Erlingsdóttir fengin til þessa starfs, og þessi ferð er ógleymanleg. Borge sjálfur var greinilega djúpt snortinn af fegurð landsins og snjallri leiðsögn Ásthild- S-r, og er það ekki að undra. Ásthildur átti við erfið veikindi að stríða hin síðari misseri. í síðasta skipti, sem ég sá hana, var henni mjög brugðið. Hún var þó glöð í bragði og hlýleg, og hún kvaddi okkur Dóru einkar alúðlega. Ekki vissi ég þá, að þetta var í raun kveðjústund í dýpri merkingu en ég hugði. En hvað sem því líður er víst, að kynnin af Ásthildi Erlingsdóttur auðguðu og dýpkuðu skilning á verð- mætum lífsins. Hún minnti mig stundum á sumar kvenpersónurnar í íslendingasögunum, og er þar átt við glæsileika og skörungsskap. En hún var einnig hjartahlý og hjálpleg, þegar á þurfti að halda, og minning- in um hana er björt og fögur. Við Dóra sendum eiginmanni og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur. — Guð blessi minningu Ásthildar Erlingsdóttur. Olafur Oddsson. í fyrrasumar fórum við Ásthildur Erlingsdóttir í strandgöngu í Herdís- ai’vík. Það var dumbungur og ýrði af suðri. Hún vildi setjast á stein- garð og njóta kyrrðarinnar í náttúr- unni, sagði að sér fyndist gott að horfa út á hafið. Hún gat heldur ekki hugsað sér annan bústað í Reykjavík en þann sem bauð upp á útsýn til Snæfellsjökuls. „Er kannski ekki dýpt í þessu?“ spurði Ásthildur einu sinni þegar ég var með einhveij- ar efasemdir um íslenska ljóðlist. Síðan fór hún með upphafið að Norð- urljósum eftir Einar Bertediktsson: „Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn / en drottnanna hásal í rafur- loga..." Þetta voru allt eðlisein- kenni, Ásthildur horfði hátt og langt. Þótt hún reyndist manna kænust að koma smáum hlutum dagsins í sómasamlegt far átti hún stóra ver- öld. Ásthildur Erlingsdóttir var heimskona, hafði víða komið og tam- ið sér góða siði og smekk. Úr heima- húsum bar hún stíl, reisn og stolta lund sem prýða foreldrana. Um 20 ára skeið hafði ég séð Ásthildi bregða fyrir á mannamótum, hnar- reistri og glæsilegri, en fundist hún alvarleg í bragði. Eftir að við kynnt- umst svo fyrir nokkrum misserum átti ég því láni að fagna að verða skjólstæðingur hennar og uppgötva glaðværðina og ljúfmennskuna. Bar- áttan við lítt bærileg veikindi kom aldrei í veg fyrir ánægjuna sem hún kappkostaði að vekja. Kennslustörf- in, félagsmálaþátttakan og fjöl- skyldulífið mótuðust af því að veita, efla og setja skraut á tilveruna. Maður varð alltaf þiggjandi. Ásthildur starfaði að gagnkvæm-- um samskiptum íslendinga og Dana. Það fór vel á því að hún og eiginmað- ur hennar Jónas Elíasson skyldu verða fylgdarmenn Margrétar Dana- drottningar og Hinriks prins hér á landi 1986, lífræn, drífandi og gagn- kunnug landi og sögu. Ásthildur hefði verið ágæt drottning sjálf. Hún bar sig vel, var hreinskiptin og sköruleg kona, opin og fundvís í samræðum, fjörug og vakandi, fjöl- fróð um marga hluti og lét vel að segja frá, gat verið beinskeytt, en dró fram góðar hliðar mála. Þótt Ásthildur hefði mótað sér ákveðnar skoðanir var húmjafnan tilbúin að ræða þær og endurmeta í nýju ljósi. í því efni birtist nákvæmni hennar og kannski ekki síður. ábyrgðartil- finningin og umhyggjan sem ætt- menni og stór vinahópur þekktu vel. Hún sýndi ræktarsemi og vildi samfagna. Ásthildur Erlingsdóttir var víðfrægur höfðingi heim að sækja, natin og nákvæm um matar- gerðarlist og allan búnað. Væri far- ið af bæ hafði hún þann undirbúning að hver máltíð varð að veislu. Þótt hún gæti ekki sjálf notið veitinga nema í afar takmörkuðum mæli sparaði hún sig hvergi í því að und- irbúa gestaboð með sama glæsibrag og fjölbreytni og áður. Við héldum að núna væri brött- ustu göngunni farsællega að ljúka og að við mundum hitta hana innan tíðar með brosið sitt góða og hlýj- una. Skelfilega snöggt er höggvið á þráðinn. Minningin lifir og er góð um þessa göfugu konu, sein hafði þann styrk að gefa okkur samferða- fólkinu alltaf meira en við gátum endurgoldið. Megi Guð blessa Ást- hildi Erlingsdóttur og veita stuðning foreldrunum, Huldu Davíðsson og Erlingi Þorsteinssyni, eiginmannin- um Jónasi Elíassyni, börnunum Helgu Guðrúnu og Erlingi, tengda- dótturinni Maríii Vilhjálmsdóttur, sonardótturinni Ásthildi Erlingsdótt- ur og öðrum ættingjum og ástvinum. Votta ég þeim innilega samúð mína og þakkir fyrir liðnar stundir. Ólafur H. Torfason. Ásthildur Erlingsdóttir lektor er látin. Hún var fædd í Kaupmanna- höfn 17. mars 1938, dóttir Erlings, síðar yfirlæknis, Þorsteinssonar skálds Erlingssonar og konu hans Huldu Davíðsson. Ásthildur varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1957. Stundaði síðan nám í dönsku og ensku við Háskóla íslands svo og nám í uppeldis- og kennslu- fræði. Einnig nám í dönsku við Kaupmannahafnarháskóla og Dansk Lærerhoyskole. Námsferill hennar var glæstur svo sem vænta mátti. Sumarvinna hennar á námsárum var flugfreyjustarf hjá Loftleiðum og síðar var hún leiðsögumaður á sumr- um. Hún var lektor í dönsku við Kennaraháskólann frá 1973 og próf- dómari í dönsku við Háskóla ís- lands. Hún stýrði ljölda námskeiða hérlendis og erlendis og sótti nám- skeið um nýjungar í kennslutækni. Ásthildur var mikil félagsmála- kona og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir stétt sína. Lengi var hún full- trúi kennara í launamálaráði ríkis- starfsmanna innan BHM og formað- ur þess um skeið. Ásthildur giftist Jónasi Elíassyni síðar prófessor við Háskóla íslands. Þau eignuðust tvö börn, Helgu Guð- rúnu upplýsingafulltrúa landbúnað- arins og Erling byggingaverkfræð- ing. Ásthildur var einstaklega glæsileg kona og fluggáfuð. Hitt var þó meira um vert hve góðan mann hún hafði SJÁ NÆSTU SÍÐU. ERFIDRYKKJUR" ItTEL ESJA . sími 689509 V J t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT E. GUÐNASON framreiðslumaður, Mávahlíð 34, andaðist á heimili sínu 29. nóvember. Valborg Gisladóttir og aðstandendur. t Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og systir, INGA HEIÐA LOFTSDÓTTIR STENT, lést á heimili sínu í Kaliforníu 30. nóvember sl. Dr. Gunther S. Stent, Stefán Loftur Stent, Ingveldur Ólafsdóttir, Ólafur Loftsson, Loftur Loftsson, Júlíus H. Loftsson, Rósa Loftsdóttir. t Móðir mín, ÞÓRUNN ELÍSABET BJÖRNSDÓTTIR, Skólastfg 11, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 1. desember. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.30. Björn Sigurðsson. Bróðir minn, t HALLDÓR GUÐMUNDSSON frá Þórðarkoti, Selvogi, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 4. desem- ber kl. 14. Sigríður Guðmundsdóttir. t HLÖÐVER ÞÓRÐUR HLÖÐVERSSON, Björgum, Ljósavatnshreppi, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðakirkju laugardaginn 4. des- ember kl. 14.00. Ásta Pétursdóttir og fjölskylda. t Eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR ERLINGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 3. desem- ber, kl. 15.00. ^ Jónas Elíasson, Hulda Davfðsson, Erlingur Þorsteinsson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Kristinn R. Sigurbergsson, Erlingur Jónasson, María Vilhjálmsdóttir, Áshiidur Erlingsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, HALLDÓRS BÁRÐARSONAR, Hvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Húsavíkur og Hvamms. Brynjar Halldórsson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Bárður Halldórsson, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigurður Halldórsson, Laila Valgeirsdóttir, Lissý Hatldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Birna Sigbjörnsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.