Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DÉSEMBER 1993 Fj órir einn ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Hafnarborg, menningarmið- stöð þeirra Gaflara, hýsir fram til 6. desember verk fjögurra finn- skra_ listamanna auk eins gests frá íslandi, sem er Jónína Guðna- dóttir leirlistakona. Listamennirn- ir eru annars þau Liisa Kullberg, Timo Mahönen, Pertti Summaog Jean-Erik Kullberg. Skilst mér að þetta sé norrænt framtak að því leyti, að sýningin fer víða um Norðurlönd, og reglan sú að á hverjum stað sé einum gesti boðið að vera með, - sem sagt fjórir Finnar og einn heima- maður. Þetta er umfangsmikil sýning og í senn óvenjulegur sem dijúgur listviðburður, sem hreyfir á ýmsan hátt við hugarflugi'nu, t.d. hvað hugmyndina að baki snertir sem telst snjöll. Kannski gætu nokkrir Islendingar tekið sig saman um svipaða framkvæmd á hinum Norðurlöndunum. Ef vel tekst til yrði það góð landkynning og lista- mönnunum til framdráttar. Það er ekki oft, sem finnskir listamenn sýna jafn myndarlegt úrval verka sinna og hér er raun- in, og þótt viðkomandi teljist ekki meðal þekktustu núlifandi mynd- listarmanna finnsku þjóðarinnar, er þetta gild kynning á ýmsu sem er að gerast í samtímalist á Norð- urlöndum. Þá telst það Iíka hvíld að fá eitthvað annað hingað, en sem kemur frá Norrænu listamið- stöðinni í Svíavirki. Fúslega skal viðurkennt, að ég hef illu heilli ekki haft mikil tæki- færi til að kynna mér þróun finn- skrar myndlistar í návígi síðustu árin, og hafna að auki að hún sé alfarið sú sem listamiðstöðinni þóknast að kynna. Og þess vegna veit ég ekki fullkomlega hversu þekkt þetta fólk er í sínu heima- landi, en kynning þess í sýningar- skrá ber með sér að verk þeirra sé aðallega að finna á söfnum utan höfuðborgarinnar svo sem í Kotka og Hammeenlinna. En það gerir framtakið þó ekki ómerkara og þessar borgir eru ekki miklu minni en Reykjavik. Sýningin ber líka með sér, að listamennirnir eru sér vel meðvit- aðir um nýjustu strauma í nor- rænni samtímalist og þannig skynjar maður ósköp svipuð áhrif í verkum þeirra og maður verður var við hjá íslenskum og norræn- um myndlistarmönnum. Timo Mahönen sækir t.d. ýmislegt til poplistarinnar og leitast við að bijóta áhrifin undir persónuleika sinn. Myndir hans eru nokkuð ein- hæfar og maður saknar mynda úr sýningarskrá sem virk§, mun kröftugri einkum þessi með skær- in. Og vel að merkja, þetta með sýningarskrár norrænna farand- sýninga og ljósmyndir í þeim er dálítið undarlegt fyrirbæri fyrir þá sök, að myndirnar ríma ekki alltaf við það sem til sýnis er, þ.e. sýna aðra hlið á listamönnun- um. Stundum er það vegna þess að myndverkin hafa selst á leið- inni eða sýningunni jafnvel breytt, en þetta er tvímælalaust galli á framkvæmdunum og má ekki ske, nema að skránni sé breytt um leið. Sýnu lakast er svo ef menn eru með myndir í kynningarskrá sem alls ekki eru á sýningum! Liisa Kullberg sýnir 8 stórar teikningar og þar skáru sig tvær úr fyrir mikinn tjákraft „Kirkju- garður" (12) og „Heimurinn brejhist" (18), en aðrar höfða minna til mín og sakna ég átaka við viðfangsefnin. Peerti Summa er með tvær myndraðir lítilla olíu- málverka þar sem áherslan er lögð á efnisáferð litanna. Hér er vissu- lega málari á ferð, en myndir hans nutu sín einhvern veginn ekki í upphengingu, í og með vegna þess að einstakar einingar myndraðanna eru mun frísklegar málaðar en aðrar og nytu sín vafa- lítið betur einar sér. Fyrirferðamestur sýnenda er rýmislistamaðurinn Jean Erik Kullberg, sem sýnir nær tvo tugi verka sem flest eru unnin í stál. Ferlið er oftast að stálplötur eru logskornar á ýmsa vegu og annað tveggja mótuð frístandandi rúm- taksverk, eða að fígúruform sem logskorin eru úr plötunni eru Iátin rísa upp úr henni. Einnig er sjálf- stæðum fígúrum bætt við á stund- um. Þennan leik, sem minnir á pappírsföndur á sér hliðstæðu í verkum Steinunnar Þórarinsdótt- ur, en þó er um mjög ólíka lista- menn að ræða. Vinnuferlið er þannig í sjálfu sér ekki nýstár- legt, en Jean-Erik á til fleiri hlið- ar, eins og Steinunn, sem kemur t.d. fram í verkinu „Snýst og snýst“ (27) og þar er hann nær nútímanum. Snúi gestur frum- stæðri sveiflunni heyrist hluti úr tónverki Beethovens „Fiir Elise“ og koma því hér fram miklar and- stæður nútíðar og fortíðar. Klár framúrstefna er einnig í þrískipta verkinu nr. 10. Tvö verk vöktu og sérstaka athygli mína við aðra heimsókn, sem voru þau „Square- dans“ (41), sem er mjög líflegt og „Gyðja steinsins" (42), sem er af liggjandi konu með klett yfir sér og getur það haft breytilega skírskotun, allt eftir skoðandan- um hveiju sinni. Jónína Guðnadóttir kemur á óvart með verkum, sem eru mjög frábrugðin því sem áður hefur sést til hennar. Aflöngu og á stundum bogamynduðu veggverk- in eru gerð úr upprunalegum efn- um eins og leir, járni og kopar- þráðum og minna dálítið á forn vopn en eru þó „últra moderne", eins og stundum var sagt á fag- máli í gamla daga. Þau eru mjög áhrifarík í einfaldleika sínum og minna á vissan hátt á vefi Önnu Þóru Karlsdóttur í Nýlistasafninu, sem einmitt sameina fornt og nýtt, þannig að úr verður fersk og upprunaleg listmiðlun. Þannig á það einmitt að vera. Betur þekkjum við Jónínu í verkunum „Ganga á öræfum“ (34) og „Regluleg flækja“ (35), sem eru formhrein og hugþekk verk. Heildarmynd sýningarinnar er ekki áhrifarík og enn kemur fram hve hæpið er að sýna skúlptúr- verk á beru og kvistóttu parkett- gólfi, en hins vegar eru hér góðir gestir á ferð og áhugavert að kynnast þessari hlið á finnskri myndlist. Maður þakkar fyrir sig. Fer Davíð til Palestínu? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Isaac Bashevis Singer: Vegabréf til Palestínu Hjörtur Pálsson þýddi. Útg. Setberg 1993. Það er ánægjuefni hvað góðar þýddar bækur skipa myndariegan sess í jólabókunum í ár. Allmargar bækur Nóbelshafans Isaacs B. Singer hafa þegar verið gefnar hér út og hlotið hljómgrunn hjá lesend- um, mjög að makleikum. Singer er með Davíð, söguhetju sína, ungan gyðing í Varsjá 1922. Pilturinn er varla nítján ára en hann hefur þegar reynt sitt af hveiju þegar sagan hefst. Hann dreymir um að verða rithöfundur og líkir sér að sumu leyti við sögu- hetju Knuts Hamsuns í Sulti; hann virðist varla hafa í sig og á og er með hugann bundinn við þetta mikla ætlunarverk sitt: að skapa bókmenntaverk. En það leitar annað og fleira á huga hans en sköpunarþörf, ástin blundar og kynhvötin lætur ekki að sér hæða, hann kemst í kynni við hinar ýmsu stúlkur og hvað afdrifaríkust verða kynni hans og gyðingastúlkunnar Minnu. Hana dreymir um að komast til Palestínu á fund síns heittelskaða sem hefur farið þangað og kemur raunar upp úr dúrnum að hann er ekki sá guðsengill sem Minna vill trúa. Til þess að fá vegabréf verð- ur hún að komast í málamynda- hjónaband og Davíð fellst á að lið- sinna henni og síðan er ætlunin að þau skilji jafnskjótt og komið er til fyrirheitna landsins. Þó svo Davíð hafi samneyti við fleiri stúlkur og fái svalað sinni sterku kynhvöt leita á hann alls konar þenkingar og einatt hvarflar að honum að hverfa úr heiminum, lífið er ekkert nema basl og sár vonbrigði. Og ekki batnar það þegar hann fær loks tækifæri til að vís maður lesi yfír skrif hans og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé í raun- inni óttalegt rugl sem ungi maður- inn er að skrifa þó kurteislegar sé orðað. Umhverfið er fjandsamlegt, gyðingafjandsemi var þekkt í Pól- landi löngu áður en ofsóknir nas- ista hófust fyrir alvöru og Davíð fer ekki varhluta af því. Það er því enginn gleðitónn í sögu unga mannsins og að því er best er fund- ið er engin sérstök ástæða til að búast við að rofí til alveg í bráð. Höfundur skilar af næmi og kostgæfni umbrotunum í sál Dav- íðs unga, vangaveltum hans um samferðarmenn og þó umfram allt um sjálfan sig. Sveiflurnar í huga hans þegar hann íhugar hvert leið hans muni liggja í lífshlaupinu og hvort honum takist að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum eru umhugsunarverðar. Singer skrifar af mikilli vand- virkni sem fyrr, meginþemað er sem fyrr hlutskipti gyðingsins, við- horf hans og sjálfsmynd. Málið er myndrænt og máttugt, framvindan hæg en áleitin. Og Singer skrifar ekki aðeins vandaða sögu, persón- ur hans, að vísu misjafnlega geð- felldar, verða mjög nálægar og lif- andi. Það kemur stundum á óvart hvað Singer er einstaklega lagið að láta þessar sögupersónur verða nærri manni sjálfum vegna þess að þær eru svo sem ekki endilega sérstaklega geðþekkar og í fyrstu mætti ætla að þær væru langt frá því að koma manni við. Slíkt er aðeins á færi meistarahöfundar. Þýðing Hjartar Pálssonar er prýðilega af hendi leyst, á góðu og litríku máli og hann nær stíl og orðfæri og orðfari Singers fjarska vel. Hann hefði mátt þýða neðanmáls nokkur gyðingleg orð sem ekki e_r sjálfgefið að allir hafi á hreinu. Útgáfan er að öllu leyti við hæfi þessarar ágætu bókar. Nytt operuhus vígt í Helsínki Helsinki. Frá Súsönnu Svavarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. FINNAR vígðu á þriðjudag nýtt óperuhús í Helsinki. Húsið er ein- staklega glæsilegt að utan sem innan, hljómburður frábær og skipulag allt eins og best verður á kosið. Finnar hafa lengi mátt bíða eftir þessu húsi og því var 30. nóvember stór dagur hér í borg. Hingað til hefur Finnska óperan haft aðsetur í 100 ára gömlu rússnesku leikhúsi sem rúmar 500 áhorfendur, þótt óperusagan hér nái aftur til ársins 1852 þegar fyrsta finnska óperan, „King Charles“ eftir Topelius, var flutt. Baráttan fyrir óperuhúsi hefur staðið í 75 ár hér í landi og við vígsl- una sagði óperustjórinn, Walton Gröndroos, að það væri nánast kraftaverk að Finnland skuli í dag vera eitt af mestu óperulöndum heims, miðað við þær aðstæður sem þessari listgrein hafa verið búnar. Það var menningarmálaráðherra Finna, Tytti Isohookana-Asuntnaa, sem opnaði húsið við hátíðlega at- höfn og gleymd er fyrsta yfirlýsing hennar eftir að hún tók við embætti um að hún ætlaði að láta stöðva framkvæmdir við húsið. Við vígsluna lýsti hún yfir ánægju með húsið og stolti yfir því að Finnska óperan skuli hafa skipað sér á bekk með fremstu óperuhúsum heims. Hjá Finnsku óperunni er valinn maður í hveiju rúmi. Aðalhljómsveit- arstjóri er Miguel Gómez-Martínez, sem einnig er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Ham- borg. Listdansstjóri er hinn frægi Jorma Uotinen, sem um margra ára skeið hefur rekið eigin ballettflokk sem hefur vakið verðskuldaða at- hygli víða um heim, auk þess sem hann hefur samið fjölda verka og stjórnað hjá Finnska ballettinum. Eftir vígsluna var fyrsta frumsýn- ingin í húsinu; ný finnsk ópera, Kull- eivo eftir Aulis Sallinen, eitt af fremstu tónskáldum Finna í dag. Efniviður verksins er sóttur í sagna- bálkinn Kallevala og flallar um fjöl- skylduátök, þar sem bræður beijast — en ungur sonur annars þeirra sleppur lifandi úr finnskri útgáfu af Njálsbrennu. í Kullervo eru örlög hans rakin og víst er að þar er efni- viðurinn skyldari grísku harmleikjun- um en norrænum fornsögum — þótt lokin séu byggð á klassískri nor- rænni hefndarhefð. Sýningin hefur áður verið færð upp í Los Angeles í Bandaríkjunum en er núna í Finnlandi í fyrsta sinn. Var henni feykilega ve! tekið og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Höfundurinn, og hljómsveitarstjór- inn, Ulf Söderblom, voru klappaðir upp aftur og aftur, svo og hinn frá- bæri söngvari Jorma Hynninen, sem syngur hlutverk Kullervos. Fyrsta ballettfrumsýningin verður í kvöld og er það Svanavatnið sem setur stefnuna fyrir framtíð Finnska ballettsins í nýja óperuhúsinu. Það er hin franska Josette Amiel sem setur sýninguna upp og hljómsveitar- stjóri er Erik Klas frá Eistlandi, en eins og eflaust einhverjir muna hefur hann tvisvar heimsótt ísland og ver- ið gestastjórnandi hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni. Næsta óperufrumsýning verður síðan í kvöld og er Carmen eftir Biz- et á efnisskránni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.