Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
j
Lokaorð til stjóruar-
manns í Nýlistasafninu
eftir Braga Ásgeirsson
Varaformaður í stjórn nýlista-
safnsins, Daníel Þorkell Magnússon,
gerir mér vafasaman heiður með því
að ryðjast enn á vettvang blaðsins
með ávirðingar í minn garð.
Ég hafði frétt úr fleiri áttum að
ég ætti von á þessu, enda virtist
ekki farið leynt með það á kaffihús-
um né undir rós, og nú skyldi mér
stillt upp við vegg og valtað yfír
mig með hvers konar krassandi
ávirðingum og fyrirspurnum.
Er þá orðið einsýnt og sallaklárt,
að hér er ekki um einangrað fyrir-
bæri að ræða né heilbrigða rökræðu
milli tveggja einstaklinga, sem eng-
um kemur við nema þeim sem les
og er til fijálsrar umræðu eftir birt-
ingu greinanna, en ekki áður.
Eitthvað væri mér farið að förl-
ast, ef ég legði ekki þann skilning
á rökræður, að þær setja viðkom-
andi vissar skorður ef þær eiga að
teljast marktækar, hve harðar sem
þær annars eru málefnalega. A
stundum er þetta nefnt „gentlemens
agreement" (óformlegt samkomulag
heiðursmanna) í útlandinu eða jafn-
vel er yfir- eða undirskriftin „Sincer-
ely yours“ (yðar einlægur) eins og
átti sér stað um frægar deilur þeirra
Rosalind E. Krauss listsögufræðings
og nú prófessors við Kólumbíuhá-
skólann í New York, og prófessors
Alberts Elsens við Stanford-háskól-
ann, og sennilega mesta sérfræðings
Bandaríkjanna í list Auguste Rodins.
Þá telst það að auki lægsta stig
rökræðu að ásaka andmælandann
um fáfræði og telja hann vanhæfan
í starfi fyrir að vera á annarri skoð-
un, og slíkt tíðkast yfirleitt einungis
þar sem ofbeldi og einræði ríkir.
Einnig þar sem menn telja sig hand-
hafa stórasannleiks í listum, þótt sá
sannleikur sé breytilegur og fjar-
stýrður.
Ég skal viðurkenna að hér er ég
efasemdamaður, en hugga mig við
það að óvissa mín og meint fáfræði
er lýðræðislegri kostur en vissa
hinna.
Stórmerkilegt hlýtur það að telj-
ast að rýmislistamaður gefí þá yfir-
lýsingu, að sér komi ekkert við
umræður um endurgerð og fjölföld-
un skúlptúrverka, því að annað
mætti sannarlega ætla. Gefur þó
kannski augaleið hverjum skrif hans
eiga að vera þóknanleg.
Þetta er nefnilega veigamikið mál
sem hefur oft verið til umræðu á
undanförnum árum í skrifum fræði-
og myndlistarmanna og ætti stjórn-
armanninum að vera það ljóst, ef
hann lítur eitthvað oftar í listtím^,-
rit, en hann gerir bersýnilega í Morg-
unblaðið.
Bragi Ásgeirsson
Ég hef undir höndum volga grein
um það sem menn nefna samheitinu
„Turbo-Kuh“ í þýskalandi, og vísar
til þess að menn fjöldaframleiða fyrir
markaðinn ákveðnar tegundir hús-
dýra, svo sem kýr, kindur og fíðurfé
sem mestar nytjar eru af. Greinin
birtist í Zeit magasin 29. október sl.
og ætti að vera meðmæli um faglega
umfjöllun af hárri gráðu. Hafa menn
skiljanlega miklar áhyggjur af þessu
og að ýmsar verðmætar tegundir
húsdýra deyi hreinlega út.
Einhvern veginn fór ég að hug-
leiða hvort ekki væri hægt að yfir-
færa þetta á listir, er menn fjölfalda
skúlptúrverk, eða veggfóðra lista-
söfn með tvívíðum myndlistarverk-
um með tilstuðlan nýtækninnar.
Menn eru nefnilega iðulega að
kvarta yfir því í ræðu og riti, sbr.
listtímarit, sem Daníel virðist hafa
takmarkaðan áhuga á eða mjög ein-
hæfan aðgang að, hve hreint óþol-
andi sé að sjá, víða um heim, alltaf
sömu verk ákveðins hóps núlista-
manna á samtímalistasöfnum og þá
oft í fjölfölduðu formi.
Væri jafnvel hægt að nefna þetta
„Turbo-list“ og skírskota þá til listar
markaðarins, sem örfáir Iistamógúl-
ar stjórna í krafti sambanda og fjár-
magns, og inn í þetta plott hafa lista-
söfn dregist. Safnstjórar hafa enda
verið harðlega gagnrýndir fyrir það
og þá einkum af myndlistarmönnun-
um sjálfum, og sömuleiðis hafa sýn-
ingarstjórarnir og listheimspeking-
arnir verið gagnrýndir, sem nú virð-
ast vera orðnir mikilvægari lista-
mönnunum sjálfum sbr. fræga rit-
smíð Daniels Burens núlistamans.
Einnig má skírskota til umfjöllunar
heimspressunnar um Dokumenta í
Kassel, Biennalsins í Feneyjum og
mín varðandi norrænu listamiðstöð-
ina í Sveaborg.
Ennfremur skal minnt á stöðugt
meiri samhæfingu listaskóla, þar
sem allir eru að hamast við að gera
sömu hlutina, og frelsi er miðstýrt
og fjarstýrt. Menn hafa líka miklar
áhyggjur af því ef marka má lista-
pressuna. Um þetta hafa einnig
heimsþekktir núlistamenn, sem hafa
dæmi af því frá öllum heimshornum,
fjallað. Inn í slíka faglega umræðu
tel ég að skrif mín beinist, en frábið
mig vettvang lágkúru og persónu-
legra ávirðinga.
Og vel að merkja er fáfræði mín
á myndlistum það annáluð, að tveir
nafnkenndir ritstjórar Þjóðviljans
ámálguðu það eitthvað við mig, og
voru nokkur ár á milli, að koma
yfir til blaðsins og taka að mér Iist-
rýni fyrir margt löngu, en ég taldi
skrif í blaðið of hlutdræg og skrifa
ekki listrýni með hliðsjón af flokks-
skírteinum. Hins vegar er loftvog
ritstjóra Morgunblaðsins í réttu lagi
og góðu jafnvægi, og skiljanlegt er
að þeim sárni undangengnar árásir
á gagnrýnendur blaðsins og hér er
ekki um neinn „málatilbúnað" að
ræða frá þeirra hálfu heldur skil-
virka hreinskilni.
Mér er þannig ekki unnt að rök-
ræða við Daníel Þorkel Magnússon,
vegna þess að augljóst má vera, að
skrif mín um Tinu Auferio voru ein-
ungis skálkaskjól til umfangsmeiri
umsvifa við gð sverta skrif mín.
Kannski eru þetta í og með afleiðing-
ar geðsveiflna í félagsskap nýlista-
manna, en á þeim vígstöðvum er
sagt að allt sé í háalofti um þessar
mundir, en varla eiga listrýnar blaðs-
ins, sem koma þar hvergi nærri, að
gjalda þeirra.
Hér hefur því punkturinn á lykla-
borðinu mesta vægið í augnablikinu,
en ég tel mér frjálst að fjalla um
sitthvað er skarar þessi mál í sjón-
menntavettvöngum mínum séinna.
Höfundur er myndlistarmaður og
gagnrýnandi.
NÝTT (SLENSKT JÓLAÆVINTÝRI
MEÐ SÖNGVUM FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI
Á GEISLADISK OG SNÆLDU
Leikritiö SMIÐUR JÓLASVEINANNA er sýnt í Tjarnarbíói:
Sunnudaginn 5. des. kl. 14.00.
Sunnudaginn 12. des. kl. 14.00. Dreifing:
SILFURSKEMMAN
NYTT A ISLANDI!
Frá Chiíe: Skálar, brauð- og ostabakkar,
kertastjakar o.fl. úr blönduðum málmi.
Einnig silfurskartgripir frá Chile og Mexíkó.
Ath. Breyttan opnunartíma:
Dagl. frá kl. 13-18, laugard. frá kl. 10-14
eða eftir samkomulagi.
Sími 62 81 12, Miðbraut 31, 170 Seltjarnarnesi.
Sunnudaginn 19. des. kl. 14.00.
Miðapantanir í síma 610280.
JAPISS
nn
jMCDonaJds
VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR,
SUÐURLANDSBRAUT56
*(med miðstærd
McFrönskum og
gosdrykk)
*
Stjömumáltíd McGróöborgari
AÐEINS kr. 549,-
Stjömumáltíð McGódborgari m. osti *
AÐEINS kr. 579,-
Stekkjarstaur
kemur í bæinn í dag og verður
í Borgarkringlunni fram að jólum.
Komið og skoðið jólagjafakörfu Borgarkringlunnar
sem heppinn viðskiptavinur fær á Þorláksmessu.
Opið virka daga kl. 10.00-18.30. Laugardaga kl. 10.00-16.00.
Sunnudagakl. 12.00-17.00
Borgarkringlcin -vinalegt verslunarhús
BKSKnlttiiift