Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður Þroskahjálpar Eitt samfélag fyrir alla - líka fatlaða ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er í dag, 3. desember og hafa Samein- uðu þjóðirnar mælst til þess við þjóðir heims að vakin verði at- hygli á málefnum fatlaðra á opinberum vettvangi. Asta B. Þor- steinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í málefnum fatlaðra hér á landi sl. tvo áratugi og þær séu þakkar verðar en talsvert vanti upp á að allar stofnanir samfélagsins séu aðgengilegar fyrir þá. Ásta segir mikilvægt að fylgja eftir ályktun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og virða Al- þjóðadag fatlaðra með því móti að auka megi möguleika þeirra á að ná mannréttindum til jafns við aðra, jafn-rétti og fullri þátttöku í samfélaginu. Fram kemur í frétta- tilkynningu sem send var Morgun- blaðinu frá félagsmálaráðherra að í undirbúningi sé ítarleg skýrsla um þróun, stöðu og horfur í málefn- um fatlaðra hérlendis með sér- stakri áherslu á aðgengi og at- vinnumál þeirra. Ri'kisstjómin hafí einnig samþykkt 5 milljóna króna framlag til aðstoðar fötluðum börn- um í löndum Austur-Evrópu og þróunarlöndunum. Ráðstöfun framlagsins verði falin samtökum fatlaðra og verði einkum horft til þess að hjálpa fötluðum börnum í Eystrasaltslöndunum eða Rúmen- íu. Ásta segir að slík þróunaraðstoð við fatlaðra sé nauðsynleg því hefð- bundin aðstoð nái ekki til þess hóps. Þegar þjóðir geti ekki brauð- fætt ófatlaða íbúa, veitt þeim menntun eða lágmarks heilbrigðis- þjónustu komi fatlaðir ekki til greina í forgangsröð þegar hjálp er veitt. „Við sem eigum fötluð böm verðum að vera reiðubúin til þess að deila gæfu okkar með öðr- um - þeirri gæfu að börn okkar eru fædd í þjóðfélagi sem er jafn Morgunblaðið/Þorkell Ásta B. Þorsteinsdóttir meðvitað um skyldur sínar gagn- vart þeim og raun ber vitni. Við verðum að sýna vilja okkar í verki með því að deila þekkingu okkar, reynslu og fjármunum,“ segir Ásta að lokum. ína Valsdóttir formaður Átaks, félags þroskaheftra Viljum fá að ráða okkar eigin tilveru „VIÐ viljum vera húsbændur á eigin heimili og ráða eigin lífi,“ segir ína Valsdóttir formaður Átaks, sem er nýstofnað félag þroskaheftra á íslandi. Félagið á aðild að Landssamtökunum Þroskahjálp og vinnur þar við hlið foreldra fatlaðra og fag- fólks. Tilgangur félagsins er meðal annars sá að vinna að betra lífi fyrir þroskahefta auk þess að berjast fyrir mannréttindum sem aðrir telja sjálfsögð, svo sem aðild að verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum, auk baráttu fyrir hærri launum fyrir vinnu á hæfingarstöðum fyrir þroskahefta og vernduðum vinnustöðum en þroskaheftir fá greiddar 1.400 krónur á mánuði fyrir vinnu sina á hæfingarstöðum sem stendur. Morgunblaðið/Þorkell ína Valsdóttir ína segir að þroskaheftir ráði sér ekki sjáifir. Til dæmis megi þeir ekki taka bílpróf og eignast böm. „Það liggur við að manni sé bannað að eiga kærasta eða mann,“ segir ína. í lögum Átaks, félags þroskaheftra, segir að fé- lagsmenn vilji að þroskaheftir ráði lífi sínu sjálfír. Markmið þess er að vinna að betra lífi fyrir þroska- hefta og að vinna með öllum þeim sem vilja beita sér fyrir því. Félag- ið er opið öllum en stjórn þess skal skipuð þroskaheftum og í henni sitja fjórir auk formanns. ína segir að reglur á sambýlum séu of strangar og íbúar þeirra fái ekki að eiga sitt einkalíf og ráði engu um það með hveijum þeir búa. Þroskaheftir geta og vilja Hún segir að þroskaheftir verði fyrir barðinu á fordómum á vinnu- markaðinum. „Ég hafði áhuga á því að vinna sem starfsstúlka á bamaheimili, enda hef ég passað böm í gegnum tíðina. Ég fór á marga staði en enginn vildi ráða mig. Svo sótti ég um hjá Nóa og Síríus og fékk vinnu og er búin að vinna þar í sjö ár. Ég er búin að vera úti á vinnumarkaðinum í 11 ár,“ segir ína. Hún segir einnig að gert sé ráð fyrir að þroskaheftir geti ekkert í stað þess að skoða hvað þeir geta í raun og veru. „Við viljum fá að sjá það sjálf hvað við getum. Sumir fá til dæmis ekki að taka bílpróf eða eiga börn. Get- an til þess fer auðvitað eftir þroska en ekki síður vilja. Við sem eru fær um það viljum fá að lifa eins eðli- legu lífí og framast er unnt, enda höfum við sömu þarfír og aðrir,“ segir ína. Einnig er á henni að heyra að kynlíf fatlaðra og þroska- heftra sé mikið feimnismál og oft er eins og ekki sé gert ráð fyrir því að sömu þarfír og langanir blundi með þroskaheftum og hinum sem heilir eru. Námstefna haldin um neyðar- móttöku vegna nauðgnnar HALDIN verður námstefna á Hót- el Sögu föstudaginn 3. desember kl. 9-17, um neyðarmóttöku vegna nauðgunar, fyrstu hjálp og meðferð; hlutverk og ábyrgð þeirra sem sinna neyðarþjónustu og síðari stigum málsins. Námstefnustjóri er Guðrún Agn- arsdóttir, umsjónarlæknir neyðar- móttöku. Aðalfyrirlesari verður Lis- beth Bang, danskur læknir, sem hef- ur unnið í Noregi um nokkurt skeið. Hún var einn aðalskipuleggjari neyð- armóttöku vegna nauðgunar á Læknavaktinni í Ósló sem opnuð var árið 1986 og er yfirlæknir hennar nú. Lisbeth Bang er boðið sérstak- lega til námstefnunnar og mun þar miðla af reynslu sinni. Á námstefnunni verður fjallað ít- arlega um fyrstu hjálp og meðferð þeirra sem leita aðstoðar eftir nauðg- un eða tilraun til nauðgunar. Skýrt verður frá starfsháttum á neyðarm- óttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítala. Ennfremur verður ljallað um kærur og málsleiðina í dómkerfinu. Hlutverk og ábyrgð rannsóknarlögreglu, saksóknara og dómara. Hlutverk og ábyrgð fjöl- miðla. Fyrirlesarar á nárnstefnunni auk Lisbeth Bang vcrða úr hópi hinna mörgu starfsstétta og aðila sem veita þjónustu. Má nefna fulltrúa hjúkrun- arfræðinga, Stígamóta, göngudeild- ar geðdeildar Borgarspítala, kven- sjúkdómalækna, réttarlæknisfræði og sýkladeildar. Ennfremur verða fulltrúar frá rannsóknarlögreglu, saksóknara, dómurum og flölmiðlum. Námstefnan er opin öllum þeim sem áhutra hafa á málefninu. Sér- staklega er vonast til að hún verði sótt af starfsfólki heilbrigðis- og fé- lagsmálaþjónustu, dómkerfis og fjöl- miðlafólki. Nánari upplýsingar um námstefnuna eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Pepsí lækkar ÖLGERÐIN Egill Skallagríms- son hefur ákveðið að lækka verð á Pepsí í tveggja lítra umbúðum frá og með 1. desember. Benedikt Hreinsson markaðs- stjóri sagði að til stæði að lækka vörugjald á gosdrykkjum úr 25% í 18% um áramótin og þá myndi heildsöluverð lækka um 5.6%. Hins Kóramót haldið í Perlunni 2000 þátttakendur KÓRAMÓT verður í Perlunni þrjár helgar í desember. Þátttakendur verða um 2000 talsins. Dagana 4. og 5. desember syngja um eittþús- und börn frá 27 kórum. Næstu helgi á eftir syngja 22 kórar fullorð- inna og eru þar á meðal kirkjukórar, starfsmannakórar fyrirtækja og kórar eldri borgara. Þann 18. desember verður sérstök dagskrá barna og eldri borgara í umsjón Kristínar Pétursdóttur. Laugardaginn 4. desember kl. 14 syngja eftirtaldir kórar: Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Barnakór Þor- lákshafnar, Barnakór Tónlistarskóla Bessastaðahrepps, Kór Öldusels- skóla, Barnakór Víðisstaðakirkju og Kór Æfíngaskóla K.H.Í. Síðar um daginn, eða kl. 15.30, syngja svo eftirtaldir kórar: Kó_r Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, Kór Árbæj- arskóla, Unglingakór Selfosskirkju, Barnakór Biskupstungna, Bamakór Varmárskóla, Skólakór Garðabæjar og Kór Öldutúnsskóla. Að því loknu syngja allir kóramir saman. A sunnudag kl. 14 syngja Litli kór Kársnesskóla, Kór Hvaleyrarskóla, Kór Heiðarskóla, Kór Hamraskóla, Kór Brekkubæjarskóla, Kór Lang- holtsskóla og Kór Tónlistarskóla Keflavíkur. Um kl. 15.30 syngja svo Barnakór Kársnesskóla, Barnakór Snælands- skóla, Bamakór Seltjarnarnes, Barnakór Vesturbæjarskóla, Kór Melaskóla, Kór Digranesskóla og Kór Setbergsskóla rekur lestina. Að lok- um syngja allir kórarnir saman. Ávarp Öryrkja- bandalags Islands , MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ávarp frá Örykja- bandalagi Islands í tilefni fyrsta alþjóðadags á vegum Sameinuðu þjóðanna: „Við lok síðasta áratugar, sem Sameinuðu þjóðirnar helguðu mál- efnum fatlaðra, ákvað Allsheijar- þingið að hinn 3. desember skyldi framvegis verða alþjóðadagur fatl- aðra. Þann dag em aðildarþjóðir SÞ hvattar til þess að kynna ýmis rétt- indamál fatlaðra með það markmið í huga að fötluðu fólki verði tryggð fullkomin mannréttindi og þátttaka í samfélaginu. Það er af nógu að taka þegar hugað er að hagsmuna- málum fatlaðra. Upp í hugann koma til dæmis tryggingamál, aðgengi, atvinna og húsnæði. Örykjabandalagið hefur þó ákveð- ið að beina sjónum almennings að þessu sinni að umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Það er alkunna að umferðarslys geta haft í för með sér ævilanga, erfiða fötlun sem gjörbreytir lífi fólks. í Reykjavík einni saman verða fjölmargir árekstrar á degi hveijum og auðvitað fylgja mörg slys í kjölfar þeirra. Er þetta eðlilegur aksturs- máti sem ekki er hægt að breyta? Nei, síður en svo. Sannleikurinn er sá að 90 af hveijurp 100 árekstrum starfa af ógætni bifreiðastjóra á einn eða annan hátt. Það er mannlegi þátturinn sem er aðal slysavaldurinn. Bestu vamir gegn fötlun eru fyrir- byggjandi aðgerðir þar sem þeim verður við komið. Það á við gagn- vart umferðinni. Öryrkjabandalag íslands heitir á alla landsmenn að sameinast í þeirri viðleitni að draga úr umferðarslys- um. Sýnum aðgætni og tillitssemi, virðum umferðarreglur. Forðumst slysin." P ARKINSON S AMTÖKIN á ís- landi voru stofnuð 3. desember 1983 og eru því liðin 10 ár frá stofnun samtakanna. Aðaleinkenni parknisonveiki eru hægt vaxandi tregða í hömlun sem mest ber á, en oft er skjálfti það einkenni sem menn veita fyrst at- hygli. Orsakir parkinsonsveiki eru ókunnar. James Parkinson, enskur Iæknir, varð fyrstur til að greina veikina árið 1817 og ber hún því nafn hans. Áætlað er að um 500 parkinsonsjúklingar séu á íslandi. Tíu ára afmæli Parkisonsamtak- anna verður minnst á hádegisverðar- fundi í Víkingasal Hótels Loftleiða sem hefst kl. 12 Iaugardaginn 4. desember. Sérstakur gestur fundar- ins verður Helgi Seljan, félagsmála- fulltrúi. Ennfremur mun Bryndís Tómasdóttir rifja upp aðdragandann að stofnun samtakanna fyrir tíu árum. --» » ♦- Parkisonsam- tökin 10 ára Iionsmenn gegn blindu [ ALÞJÓÐAHREYFING Lions vinn- ur nú að stórátaki undir kjörorð- inu Beijumst gegn blindu (Campa- ign SightFirst). Er þetta þriðja alheimsátakið til að bijast gegn blindu, sérstaklega í þriðja heim- inum. Átakið hófst árið 1991 og stendur fram í júní á næsta ári. Helgina 3.-5. desember næstkom- andi selja íslenskir Lionsmenn merki til ágóða fyrir þetta mál- efni. Að mati Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHÓ) eru nú rúmlega 40 milljónir manna í heiminum blindir, segir í fréttatilkynningu Lions um átakið. WHO telur að 32 milljónir væru ekki blindir, ef þeir hefðu feng- ið rétta læknisfræðilega meðhöndlun. Lionshreyfíngin er stærsta þjón- um 10-15 kr. vegar hefði verið ákveðið að láta neytendur njóta góðs af lækkuninni strax í desember. Lækkunin tekur aðeins til Pepsís í tveggja lítra umbúðum og þýðir að meðaltali um 10-15 króna lækkun til neytandans. Búast má við að verð á pepsí í tveggja lítra umbúðum verði frá 139 krónum út úr búð, að sögn Benedikts. ustuhreyfing í heimi, með 1,4 milljón- ir félagsmanna í 177 löndum. Vegna útbreiðslu sinnar og félagafjölda liggur það vel fyrir hreyfingunni að annast verkefni eins og sjónvemd- arátakið, segir í fréttatilkynning- unni. Fram kemur að íslenskir Lions- klúbbar hafa ekki látið sitt eftir liggja við sjónvemd og stuðning við augnlækningar hér á landi. Söfnun- arfé úr fyrstu söluherferð Rauðu fjaðrarinnar var varið til kaupa á augnlækningatækjum. Með því var I lagður grundvöllur að augndeild Landakotsspítala. Auk þess var augnþrýstingsmælum til varnar I gláku dreift til héraðslækna um allt land. Lionsfélagar og unglingar sem ) unnið hafa í skólum að verkefninu Tilveran (Lions Quest) munu ganga í hús og bjóða merkin til sölu og verður það fé sem safnast varið til haráttnnnar crpcm hlindu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.