Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 52
ó2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 „ /Wam/ncK, bað m>g ab b'thja. þig aa opna. þe&sa. saltukruldcu -figrír stg-“ Með morgimkaffinu Nú er ég búinn að segja þér allt um kynlíf, sonur sæll. Þú gerir málin svo bara upp við sjálfan þig. Ég geri þjóðfélaginu heilmik- ið gagn. Ég útvega til dæmis lögreglu og starfsmönnum í fangelsum atvinnu. HÖGNI HREKKVÍSI oSVlTAKRetYliP PU<SiR EKKl LEhlSUR-" JMtotgtttöUifoib BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um ábyrgð fjölmiðla að gefnu tilefni Frá Ólafi Ormssyni: VAXANDI ofbeldi og stöðugar lík- amsárásir á fólk á götum úti hér á höfuðborgarsvæðinu er verulegt áhyggjuefni. Það er eitthvað meira en lítið að í okkar fámenna samfé- lagi þegar slík tíðindi koma upp meira eða minna allt árið um kring. Nánast um hveija einustu helgi ársins er getið um hrottalegar lík- amsárásir, nauðganir og hvers kyns ofbeldi þar sem hættulegum vopn- um, t.d. hnífum, er beitt. Skýringa er víða að leita, t.d. til þeirrar upplausnar og þess agaleys- is sem hvarvetna blasir við í þjóðfé- laginu. Einnig að verulegu leyti tii vaxandi vímuefnanotkunar, áfeng- is- og eiturlyfjanotkunar og þeirrar kreppu sem þjóðfélagið hefur geng- ið í gegnum undanfarið og kemur fram í auknu atvinnuleysi og sam- drætti á vinnumarkaði. Þegar harðnar á dalnum og erfið- leikamir vaxa, misréttið vex og af- koman versnar til muna er fylgifisk- ur slíks ástands oft aukin tíðni hvers kyns glæpaverka og einskis er svif- ist þegar þarf að verða sér úti um fjármuni. Það eru líka aðrar hliðar á auk- inni glæpatíðni og öllu alvarlegri. Þar er ábyrgð fjölmiðla í nútíma- þjóðfélagi ekki lítil. í íjölmiðlaheim- inum hefur orðið gjörbreyting á liðn- um áratug. Ég vil nefna þá þróun alL', byltingu. I sjónvarpsrekstri hefur nánast öllu verið umtumað og að mínu áliti til verri vegar og inná stórhættuleg- ar brautir. Aður en ég vík nokkrum orðum að dagskrárstefnu Stöðvar 2 er rétt að ijalla örlítið um nýjasta fyrirbærið. Fjölvarpið svokalláða er tengist ótal erlendum sjónvarpsstöðvum og íslenska útvarpsfélagið státar sig af að hafa nú komið í loftið, þar sem landsmönnum er gefínn kostur á að tengjast fjölda erlendra sjón- varpsstöðva, gæti reynst örlagarík- ari ákvörðun en aðrar sem farnar hafa verið í því skyni að gera sjón- varpsskerminn allsráðandi á íslensk- um heimilum um nána framtíð. Það er að segja ef landsmenn bíta á agnið sem auðvitað er alls ekki víst. Sjónvarpsstöðvarnar sem ís- lenska útvarpsfélagið gerist nú sér- stakur erindreki fyrir em flestar þekktar fyrir efni sem flokkast und- ir hreina lágkúru eða léttmeti og því miður í alltof mörgum tilfellum ofbeldi af grófasta tagi. Það er nú um það bil sjö ár síðan Stöð 2 hóf starfsemi sína. Margir fögnuðu þeirri ákvörðun þegar útvarps- og sjónvarpsrekstur var gefinn fijáls á Islandi og upp kom sú staða að rík- isfjölmiðlarnir fengu loks sam- keppni. Auðvitað gat það átt rétt á sér að leyfa fleirum að reyna fyrir sér í slíkum rekstri þótt upp kæmu strax í upphafi efasemdaraddir sem töldu að í okkar fámenna þjóðfélagi væri einfaldlega ekki grundvöllur fyrir ótal útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Það er iíka að koma á daginn að þeir aðilar höfðu rétt fyr- ir sér. Ríkisútvarpið Rás 1 og ríkis- sjónvarpið bjóða einfaldlega upp á bestu dagskrárnar og hafa yfír að ráða kunnáttufólki til allra hluta. í upphafí starfsemi Stöðvar 2 ríkti metnaður hjá brautryðjendun- um, Jóni Óttari Ragnarssyni og fé- lögum hans, í þá átt að styðja og styrkja íslenska menningu með gerð vandaðra íslenskra þátta. Ég minnist sérstaklega vandaðra þátta um íslenska listamenn, þátta um íslenskar bókmenntir og íslenska myndlistamenn og íslenska athafna- menn. Öllum áformum Jóns Óttars og félaga var hrundið um koll þegar vaidabaráttan hófst af alvöru um hlutafé í Stöð 2 og til valda hófust í íslenska útvarpsfélaginu nýríkir kaupsýslumenn með allt annan bak- hjarl en brautryðjendurnir. Hug- sjónir Jóns Óttars og félaga hafa einfaldlega orðið að víkja fyrir taumslausri gróðahyggju. Smátt og smátt hefur Stöð 2 verið að taka á sig mynd amer- ískrar sjónvarpsstöðvar eins og þær geta verið hvað ömurlegastar, eða ef til vill myndbandaleigu sem legg- ur kannski helst áherslu á ofbeldis- myndir. Máli mínu til stuðnings vil ég benda á þá staðreynd að á tíma- bilinu frá 8. nóvember til 5. desem- ber eru á dagskrá Stöðvar 2 tólf kvikmyridir sem eru bannaðar börn- um og rúmlega tuttugu sem eru stranglega bannaðar börnum, hrein- ar ofbeldismyndir, glæpamyndir. Því miður er það staðreynd að þetta eru myndimar sem unglingarnir sækja sérstaklega í. Þessi grein er fyrst og fremst birt í því skyni að vara við ofbeldis- myndum í sjónvarpi og reyndar hvar sem þær birtast og þeirri hættu sem af stafar og því miður er allt of mikið af slíkum myndum á dagskrá Stöðvar 2. Við verðum að beina unglingunum og ungu fólki af braut vaxandi ofbeldis og aukinnar vímu- efnanotkunar. Fyrirmyndir unga fólksins eru að mestu leyti fengnar úr sjónvarpi. Ég sakna þess að sjá ekki á dag- skrá Stöðvar 2 uppbyggilegt efni, þætti um fagurt mannlíf, þætti um trúna og Jesú Krist, um góðmennsk- una, bjartsýnina. í mannlífinu er nefnilega mikið af fegurð og við þurfum umfram allt i fegurra mannlífi að halda hér á íslandi til að sigrast á ljótleikanum og ofbeld- inu sem eru orðin helsta söluvara sjónvarpsstöðva og myndbanda- leiga. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík. Víkveiji skrifar Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgæzlu Islands kom að máli við Víkveija vegna pistilsins, sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn miðvikudag. Hann vildi gera athugasemd við frásögn góðkunningja Víkveija, sem lýst var í téðum pistli og mótmælti því að á nokkurn hátt hafi verið bruðl- að með fjármagn Landhelgisgæzl- unnar í sambandi við vígslu brim- bijótsins í Bolungarvík. I fyrsta lagi var ekki um Fokker- vél Landhelgisgæzlunnar að ræða í umræddri ferð samgönguráðherra vestur af þessu tilefni — sagði Helgi. í öðru lagi sagði Helgi að ástæður þess, að ráðherrann kom siglandi á varðskipi, hafí verið að varðskipið hafi verið á leið út í Galtarvita til þess að hitta þar fyrir vitavarðar- hjónin vegna kosninganna um sam- einingu sveitarfélaga. Því hafi verið ákveðið að taka ráðherrann með er haldið var frá ísafirði og skjóta honum inn til Bolungarvíkur, þar sem táknrænna hafi verið að hann kæmi af hafi til vígsluathafnarinn- ar. Þetta hafi verið í leiðinni. og hafi ekki verið nokkur fyrirhöfn fyrir skipið, enda fór ráðherrann landleiðina til baka, en skipið hélt áfrain að Gelti. í þessu sambandi má geta þess til gamans að sýslumaðurinn á ísafirði skipaði skipherrann á varð- skipinu, Sigurð Steinar Ketilsson, hreppstjóra um stundarsakir, svo að unnt væri að veita vitavarðar- hjónunum á Galtarvita þau lýðræð- islegu mannréttindi að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Fór því varðskipið að Galtarvita með kjör- gögn, sva að hjónin gætu kosið. xxx Víkveiji hefur tilhneigingu til þess að líta með velvilja til alls vafa er varðar innflutning bú- vara. Ljóst er að íslenzkur búfjár- stofn er afskaplega viðkvæmur fyr- ir sjúkdómum og er það vegna ein- angrunar landsins. Islenzk húsdýr hafa ekki ónæmi fyrir alvarlegum búfjársjúkdómum, sem sést m.a. af því að allir hestar, sem fluttir eru utan veikjast meira eða minna fljót- lega eftir að þeir koma á ákvörðun- arstað og bannað er að flytja þá aftur til landsins. Slys í þessu sam- bandi geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og nægir að minna á innflutning búfjár . til landsins í kringum 1930, sem ráðizt var í, þrátt fyrir viðvaranir manna, sem kunnáttu og þekkingu höfðu á málum. Að vísu er nú talað um afurðir, en ekki lifandi. sauðfé, eins og þeg- ar karakúlféð var flutt inn til lands- ins og heilbrigðiseftirlit með mat- vælaiðnaði erlendis er víða mjög strangt og til fyrirmyndar. En í þessi mál, sýnir sagan, verður að fara með ýtrustu varúð. Það er of seint að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Allur vafi á því að reiknast innflutnings- banni til tekna. Með þessu er Vík- veiji þó ekki að halda því fram, að banna eigi allan innflutning af ein- tómri hræðslu við sjúkdóma, en telur að hollt sé að minnast þess, að áður hafa orðið stórslys í íslenzk- um landbún^ði, er ekki var hlustað á sérfræðinga í búfjársjúkdómum. x x x Athyglivert var að lesa fréttir í Morgunblaðinu fyrir 75 árum frá Rússlandi í sérprentuninni, sem fylgdi Morgunblaðinu á fullveldis- daginn. Þar er frá því skýrt, að í september 1918 hafí allsheijarráð Bolschevika sent út fyrirskipun undirritaða af Lenin sjálfum, þar sem svo er komist að orði, „að hér- aðsráðin séu allt of miskunnsöm, og að þau verði að vera miklu strangari til að bjarga stjórnarbylt- ingunni. Og hafi maður þó ekki sé nema grun um, að einhver sé á móti byltingunni, þá eigi að drepa hann strax“. Var einhver að tala um að munur væri á Lenínisma og Stalínisma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.