Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Þijú óhöpp
á Reykja-
nesbraut
Vogum.
LÖGREGLUNNI í Keflavík var
tilkynnt um þrjá árekstra á
Reykjanesbraut í gærmorgun, en
þá var blindhríð og hálka.
Tólf mínútur yfír átta var til-
kynnt um árekstur tveggja bíla í
Kúagerði sem komu úr gagnstæð-
um áttum. Ökumenn beggja bílanna
voru fluttir á sjúkrahús vegna
eymsla í fótum. Báðar bifreiðarnar
eru mikið skemmdar og voru fjar-
lægðar með dráttarbíl. Um sjöleytið
varð þriggja bíla árekstur á Voga-
stapa sem varð með þeim hætti að
bifreið festist í skafli. Þá kom bif-
reið sem stöðvaði fyrir aftan hana
og að lokum kom þriðja bifreiðin
og keyrði á aftari bifreiðina sem
lenti síðan á fremsta bílnum.
Þriðja tilkynningin, sem lögregl-
unni barst, var-um árekstur í Kúa-
gerði en þegar lögreglan kom á
staðinn voru allir famir burt.
- E.G.
Morgunblaðið/Rax
Á LEIÐ TIL BYGGÐA
Kuldagallar frá Max og Sjóklæðagerð vinsælir hjá ungu kynslóðmm
Framleiðendumir anna
hvergi nærri eftirspum
JÓLAFLÍKURNAR sem virðast gera mesta lukku hjá unga fólkinu
eru svokallaðir kuldagallar frá Max og Sjóklæðagerðinm. Verk-
smiðjurnar hafa ekki haft undan að framleiða nú fyrir jóhn. Þvi
brugðu framleiðendur Max-gallanna t.d. á það ráð að selja gjafa-
bréf, þ.e.a.s. fólk getur keypt ígildi galla, sem framleiddur verður
eftir jól. Gjafabréfin sem selzt hafa skipta nú þúsundum og segir
forstjóri Max hf. að starfsfólk fataverksmiðjunnar verði „með
sveittan skallann“ út allan janúarmánuð að framleiða upp 1 pantan-
ir. Sömu sögu er að segja frá Sjóklæðagerð Islands hf. Þar hafa
menn hvergi nærri undan við framleiðsluna, að sögn Fjölnis Bjöms-
sonar sölustjóra.
Fjölnir sagði að fyrst hefði orð-
ið vart við auknar vinsældir í ung-
lingastærðum fyrir um fjórum
árum. Taldi hann að það hefðu
verið unglingar í dreifbýli sem
fóru fyrst að klæðast göllunum
en síðan tóku borgarbörnin við
sér. Mest er selt yfir vetrartímann
en síðustu ár hefur salan rokið upp
fyrir útihátíðir. Fýrst var eingöngu
um vinnugalla að ræða en nú hef-
ur sniðinu verið breytt lítilsháttar.
Minnst er framleitt fyrir 10 ára
og kosta þeir um 9 þús. kr. úr búð
en stærri gallar kosta um 12.500
kr.
Sló í gegn í fyrra
Sigmundur M. Andrésson for-
stjóri Max sagði í samtali við
Morgunblaðið, að Max-gallinn hafí
fyrst slegið í gegn meðal unga
fólksins í fyrra og nú fyrir jól
hafi eftirspurn aukizt mjög því að
gallarnir eru vinsælir til jólagjafa.
„Við sem framleiðum gallann
erum sérstaklega ánægðir með
þetta, ekki sízt vegna þess að
unga fólkið er með þessu að velja
íslenzka framleiðslu og vegna þess
að gallinn er heilsusamlegur, af-
skaplega hlýr í misjöfnum vetrar-
veðrum." Frá 1. desember hefur
eftirspumin verið gífurleg og hafa
gallar verið framleiddir svo þús-
undum skiptir. Nú eru seld gjafa-
bréf orðin það mörg, að starfsfólk-
ið „mun sitja með sveittan skall-
ann út janúarmánuð við fram-
leiðsluna," sagði Sigmundur.
Tískufatnaður
Gallinn sló í gegn fyrst í fyrra,
er unglingamir fóm að líta á hann
sem tízkufatnað ungu kynslóðar-
innar. Síðan þá hefur og komið á
Leigjendur
grunaðirum
innbrot og
skemmdir
BROTIST var inn í íbúð við Þórs-
götu í Reykjavík laust eftir mið-
nætti í fyrrinótt, miklar skemmdir
unnar á íbúðinni og m.a. sófasetti
hent út um glugga út í garð. Eig-
andi íbúðarinnar grunar tvo fyrr-
um leigjendur sína, menn um tví-
tugt, um að vera valda að verk-
inu. Hann hefur átt í erjum við
þá eftir að hann sagði þeim upp
leigunni og segir þá hafa hótað
að vinna skemmdir á íbúðinni.
Maðurinn sagði leigjendunum upp
nýlega vegna vanskila og eftir það
lenti hann í átökum við þá sem lauk
með því að annar leigjandinn nef-
brotnaði. Síðan hafa mennimir að
sögn leigusalans hótað hefndum og
skemmdum á íbúðinni og af ótta við
þær hafði maðurinn ákveðið að dvelj-
ast í íbúðinni um jólin.
Hann brá sér frá um miðnætti í
fyrrinótt en þegar hann kom afur
var búið að bijótast inn, brjóta niður
millivegg í íbúðinni og rúðu og
fleygja leðursófasetti út um
gluggann út í garð.
♦ ♦ ♦---
Nýr dómari
við Hæstarétt
INGIBJÖRG Benediktsdóttir hér-
aðsdómari hefur verið sett dómari
við Hæstarétt íslands frá 1. janúar
1994 til 1. ágúst 1994.
Dómsmálaráðherra skipar Ingi-
björgu að fenginni tillögu Hæstarétt-
ar en Þór Vilhjálmsson forseti
Hæstaréttar hefur samkvæmt éigin
ósk fengið leyfi frá embætti á sama
tíma. Þór hefur samkvæmt tillögu
ríkisstjómarinnar verið valinn til
dómarastarfa við EFTA-dómstólinn.
---------♦ ■•♦—♦--
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólagjafir saumaðar í janúar
SAUMAKONUR hjá Max verða að út janúarmánuð að sauma jólagjaf-
ir. Frá vinstri Sigmundur Andrésson forstjóri, Sólbjört Gestsdóttir
og Rannveig Halldórsdóttir.
markað bamagalli, sem einnig
selzt vel, en hann er fyrir böm frá
2ja ára aldri. Unglingagallinn
kostar 12.505 krónur, en barna-
gallinn 8.169 krónur. Allir þeir
gallar, sem framleiddir verða í jan-
úar em gallar, sem eðlilega hefðu
selzt fyrir jól, ef unnt hefði verið
að anna eftirspurn.
Rjúpur ill-
fáanlegar
RJÚPUR voru illfáanlegar í versl-
unum i gær og þær fáu ijúpur sem
bárust verslunum seldust strax.
Kristín Ársælsdóttir verslufíar-
sljóri Kjöts og fisks sagði að svo
mikið hefði verið spurst fyrir um
rjúpur að það hefði farið best á
því að hafa sérstakan starfsmann
í versluninni til að svara fyrir-
spurnum.
Kristín sagði að annað slagið
hefðu ijúpnaveiðimenn komið og
boðið ijúpur til sölu og hefur hún
greitt að hámarki 600 kr. fyrir fugl-
inn. Hann hefur síðan verið seldur
óreittur á 750 kr. með virðisauka-
skatti og horfíð úr kjötborðinu á
augabragði. Hún sagði að þær tjúpur
sem enn fengjust væri verið að selja
á allt að 900 kr.
í dag
Jólasteikin
Eins og fíkniefni á heilann 34
Jólahald ________________________
Aldrei fleirí leitað aðstoðar 37
Á jólavaktinni __________________
Jól í flugtumi, á lögreglustöð og á
sjúkrahúsi 44
Leiðari__________■______________
„Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð“
36
AMII.EGT
gii? -*r
ÍSLæ--*- 'V-' v SSSSáSSISS
Menning/Listir Daglegt líf
Þ- Jólaleikrit á Akureyri og
í Þjóðleikhúsi - ópera á ís-
landi og í Finnlandi - bóka-
dómar - jólatónleikar
► Ferðamaður í Delhi — Jóla-
skreytingar — Heimsókn til fjöl-
skyldna og spurst fyrir um jóla-
hald - Hótel Burlington í Dublin
— Trausti spáir í veðrið.
Svefngalsi á Alþingi í
sjónvarpi í New York
New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
NÁTTHRAFNAR í New York áttu þess kost sl. miðvikudagsnótt
að sjá vansvefta þingmenn á Alþingi Islendinga hlæja óstjórnlega
undir ræðu Ólafs Þ. Þórðarsonar um skattamál í fréttapistli á
ABC-sjónvarpsstöðinni.
Stöðin sýndi tíu mínútna frétta-
þátt um Islands, unninn upp úr
kvöldfréttum Sjónvarpsins, í til-
efni af vetrarsólstöðum, en ABC-
mönnum lék hugur á að vita hvað
væri efst á baugi í nyrstu höfuð-
borg heims á dimmasta degi árs-
ins.
Áhorfendur í New York voru
fræddir um annir við þingslit,
bruggverksmiðju í Hafnarfirði og
strand Bergvíkur í Vaðlavík og
fengu að auki að hlýða á hugleið-
ingar fréttamanns Sjónvarpsins
um sólstöðumar og þörfina fyrir
að gera sér dagamun í skammdeg-
inu.
Þó að New York kalli sig „borg-
ina sem aldrei sefur" og AtíC
fullyrði að hún sé vinsælasta sjón-
varpsstöð andvaka New York-búa
er ólíklegt að meira en örfáar
þúsundir manna hafi séð íslands-
pistilinn á Qórða tímanum á að-
faranótt miðvikudags. Þeir sem
það gerðu standa þó væntanlega
ekki í þeirn meiningu að skamm-
degið geri íslendinga þunglyndari
en suðrænni þjóðir, eða að
minnsta kosti ekki þingmenn.